Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Side 8
um ólíkum stíltegundum samtímis, virðist hafa farið vaxandi og viðhorfíð er að minnsta kosti gerbreytt frá því sem áður tíðkaðist, þegar ein frábrugðin mynd var talin geta eyðilagt sýningu og það var eins og þegar hestar hlaupa upp af skeiðinu og eru dæmdir úr leik á kappreiðum, ef ein- hverjum varð það á að vera ekki stranglega á einni línu. Eg minntist á þetta við Guðr- únu og hvort hún hefði kannski tekið mið af Þjóðverjanum Sigmar Polke, verðlauna- manni frá síðasta Feneyja-tvíæringi, sem þykir hafa „stillosigkeit" eða stílleysi sem megin einkenni. Guðrún harðneitaði slíkum tengslum og sagði: „Þetta er einungis spuming um marg- breytni. Eitt myndefni kallar á þessa útfærslu, - annað myndefni heimtar annars- konar útfærslu - eða stíl, ef þú vilt heldur nefna það svo. Mergurinn málsins er þessi: Ég er leitandi, en hef fijálsar hendur og hef tækni til að gera það sem mig langar til. Núna legg ég alúð við útfærslu á smáat- riðum, áður var það tabú. Þetta er spurning um að þroska sjálfan sig. Að sjálfsögðu hef ég pælt í því, hvemig þessar myndir fara saman. En þetta er bara ég - og sjálf er ég oft ferlega rugluð og ekkert líklegra en að það komi fram. Ég hef mikið hugmyndaflug; er stundum alveg „útspeisuð" og get dottið inn í heilu kvik- myndimar í huganum og jafnvel lagst í ferðalög. Já, ég er víst óskaplegur sveim- hugi og les mikið um svokallaða esóterík, þetta óútskýranlega, allskonar mystík. Til dæmis hef ég stúderað egyptólógíu og séð, að í þessum fomu egyptzku fræðum er allt- af verið að negla hlutina niður og persónu- gera þá. Og sannleikurinn er sá, að mér fínnst í rauninni það mystíska ekkert mjög mystískt. Ég get varla útskýrt, hvað það er helzt, sem örvar mig til vinnu. Stundum er ör- vandi að fara á sýningar. En ég held þó, að það sé einkum forvitnin, sem heldur mér gangandi. Með því að mála er maður að sannreyna eitthvað." „Er það einkum þetta, sem gefur lífí þínu gildi; er allt annað aukaatriði?" „Alls ekki. Mér finnst ástin það merkileg- asta í lífínu. Ég get ekki verið ein, ég er svo mikil félagsvera, - verð að vera í and- rúmslofti, sem er fullt af ást og umhyggju. Mig vantaði þetta fyrst þegar ég var í Munchen og þar til ég hitti Bob, - var þá alveg að fríka út. Það kom ekkert á óvart; þetta stendur alltsaman skráð í stjörnukor- tið. Margar framakonur vilja útiloka ástina og telja, að hún muni bara tefja þær á leið- inni upp metorðastigann. Meðal listamanna er líka sérstaklega mikil hræðsla ríkjandi við það að vera ekki fijáls. Allt á að vera fengið með því að vera fijáls. En hvað er frelsi? Ég held að þetta sé dálítið á misskiln- ingi byggt og að vera ástfanginn þarf ekki að samsvara neinskonar ófrelsi. Sumir telja, Næstum alltaf er Guðrún að fjalla eitthvað um manneskjuna: „Það ersaga á bak viðhvetja einustu mynd;það er mér nauðsynlegt“, segirhún ísamtalinu. að frelsið sé fólgið í því að geta á hveijum tíma gert nákvæmlega það sem hentar manni, - en það getur maður vitaskuld aldr- ei. Aðalatriðið fínnst mér sjálfri að eiga val, en þá verður maður líka að þekkja vilja sinn.“ Við ræddum aðeins um, hvað gæti helzt talizt einkenni tímans varðandi myndlist og hvort það sé rétt, sem sumir hafa haldið fram, að það sé ríkjandi heimskreppa í list- inni. „Ég held að þetta tímaskeið sé dálítið dautt hvað myndlist varðar", segir Guðrún, „en þetta á eftir að springa út. Ég hef að- eins verið að kenna og get borið vitni um, að það er mjög efnilegt fólk á leiðinni." „Svo við höldum okkur við ísland sérstak- lega; hvað fínnst þér einkum og sér í lagi, að standi myndlist hér fyrir þrifum?" „Það er margt. Gagnrýnin til dæmis. Þeir sem blöðin hafa tekið uppá sína arma og látnir eru skrifa gagnrýni eru yfirleitt ómálefnalegir og lýsa sínum eigin persónu- legu vandamálum. Hver kannast ekki við þessa lummu hjá Valtý: „Mynd nr.15 fór vel í mig“, eða „ég kunni nú ekki að meta þetta verk“. Sem sagt, enginn rökstuðningur. Þó hneykslar mig mest hjá þessum manni, að gagnrýnin hjá honum hljómar oft eins og sjálfshól. í fyrsta lagi á ekki að velja mynd- listarmenn til þess að skrifa gagnrýni í blöðin. Það pirrar alla og reynslan af því er vond. Stundum er sífellt haldið áfram að skrifa um menn sem nálgast að vera miðaldra eins og þeir séu eilíflega ungling- ar. Jón Gunnar myndhöggvari hefur verið talinn til hinna ungu, þótt hann sé kominn yfír fímmtugt; Gunnar Öm er unglingur á fímmtugsaldri og þegar þessi fyrrnefndi gagnrýnandi var að skrifa um sýningu Sig- urðar Örlygssonar, sem kominn er yfir fertugt, þá var hann að skrifa um efnilegan ungling og meiningin var:- Haltu bara áfram svona væni minn,- Unglingunum er klappað á bakið og svo er haldið áfram að klappa þeim á bakið þangað til þeir em komnir á sextugsaldur og alltaf eru þeir efnilegir. Valtýr er ekki sá eini sem er slæmur. Aðalsteinn Ingólfsson er fjárakomið ekkert betri og skrifar ömurlega gagnrýni. Annars nenni ég ekki að ræða svona sjálfskipaða páfa, sem halda að þeir hafí vit á öllu, en stundum gengur alveg yfír mann eins og þegar Aðalsteinn þessi fer að skrifa krítik um uppfærslu á óperum og ballet. Ég sé enga ástæðu til þess í lýðræðisþjóðfélagi að svona heimska sé látin við gangast. Eitt af því sem vantar em myndlistarsam- keppnir, bæði fyrir unga og gamla. Mér fínnst þetta framtak IBM að gangast fyrir stórri sýningu ungs fólks og verðlauna eitt verkanna vera alveg til fyrirmyndar. Og þegar rætt er um það sem hugsanlega standi myndlist hér fyrir þrifum, þá er ekki hægt að líta framhjá slakri fammistöðu ríkisins og metnaðarleysinu, sem þar ríkir í stuðningi við myndlist. Éf einhver vilji væri fyrir hendi, væri hægt að tífalda þá fjármuni, sem látnir em af hendi rakna til myndlistar. Því miður er ennþá litið á lista- menn sem ómaga. Um Listasafn íslands vil ég aðeins segja, að það er fáránlegt að hafa þar æviráðinn forstöðumann. Það er svo annað mál, sem ekki þýðir að kenna forstöðumanni safnsins um, að fjárfamlög til safnsins em þannig, að ekki er hægt að búast við miklum ár- angri. Þetta er eitt af því, sem þarf að stokka upp, - og það á að henda þeim út, sem ekki hafa staðið sig. Það er sorglegt, hvað þetta er látið dankast, því við gætum átt athyglisvert safn héma, sem eftir væri tekið, en áherzlan er lögð á allt annað. Stuðningur við listir er yfírhöfuð mjög með hangandi hendi. Tökum til dæmis alla þá miklu en einhæfu umfjöllun, sem íþróttir fá, bæði í blöðum og ekki sízt í sjónvarpi. Ef listin fengi eitthvað af öllu því blaðarými og sjónvarpstíma, þá held ég að hagur henn- ar mundi vænkast." Eitt af nýrri verk- um Guðrúnar. „Riddarinn hug- umprúði vill ekki viðurkenna, að hesturinn liggur á hliðinni. Þetta er hetja oghún þijózkast áfram. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.