Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Page 9
Handverkið er hægt að læra, en ekki listina sjálfa — hún er mystík egar „nýja málverkið“ stökk eins og Aþena fullsköpuð úr höfði Seifs inn í íslenskan menn- ingarheim kringum 1980 var Daði Guðbjörns- son undireins einna fremstur í flokki ungu mannanna — og er enn. Hann hefur verið iðinn við kolann og sýnt býsna oft, ýmist einn eða með öðrum, og nú 19. mars opnar hann einkasýningu í Gallerí Borg við Aust- urvöjl. „Ég held,“ segir Daði, „að þessi sýning sé nokkuð rökrétt framhald af síðustu einka- sýningu minni, sem ég hélt fyrir tveimur árum, einnig í Gallerí Borg. Að vísu héldum við Helgi Þorgils Friðijónsson og Kristinn G. Harðarson stóra samsýningu á Kjarvals- stöðum í fyrra, sem annars staðar hefði sjálfsagt verið talin þijár einkasýningar, en það sem ég sýndi þar var kannski ekki mjög dæmigert fyrir það sem ég var að fást við akkúrat um þær mundir. Ég sýndi töluvert af eldri verkum, fáein þeirra voru meira að segja allt frá árinu 1974 eða áður en ég fór að læra eitthvað að ráði. Sýning- in núna er sem sagt í betri tengslum við það, sem ég hef verið að dunda upp á síð- kastið, það má segja að ég sé að þróa áfram þessar krullur sem ég hef verið að vinna með undanfarin misseri. Ég er svona að gera tilraunir með liti og pensilskrift. Ekki dugir að láta saka sig um stöðnun! Reyndar finnst mér þessar krullur í sumum mynd- anna vera famar að minna á skúlptúra ...“ En hvaða krullur eru þetta? „Ég hugsa,“ segir Daði og glottir ofurlít- ið, „að þetta séu þær sálarflækjur sem maðurinn þarf að glíma við í nútímasam- félagi. Það sem ég geri er að leysa þær upp í frumformin, þríhyminga, ferhyminga og hringa. Þannig fá þær eitthvert skynsemis- yfirbragð en eru samt sem áður sömu flækjumar fyrir það. Annars ganga mynd- irnar mínar bara út á það sama og önnur myndlist — það er að segja að menn geti horft á þær og orðið fyrir einhvers konar Illugi Jökulsson ræðir við Daða Guðbjörns- son, sem heldur um þessar mundir einka- sýningu í Gallerí Borg Daði Guðbjörnsson: „Hallast að því að mikil vinna sé eina leiðin til þess að ná árangri, Lítum bara á rithöfund eins og Halldór Laxness - eða þá Guð- berg Bergsson - sem aldrei fellur verk úr hendi.“ upplifun. Ég er ekki kominn til með að segja hver sú upplifun á að vera." En hvaða upplifun verður þú sjálfur fyrir þegar þú horfir á fullgerða mynd eftir sjálf- an þig? „Veistu, það fer alveg eftir því hvað hún er nálægt mér í tíma. Maður hefur náttúru- lega best samband við þær myndir, sem maður er nýbúinn með, en svo rofnar það smátt og smátt. Samlíkingin milli listaverka og bamanna manns er margtuggin klisja; ég vil heldur líkja þessu við vináttu. Á vissu skeiði ævinnar á maður samleið með til- teknu fólki en seinna meir hefur maður ekkert til þess að sækja. Sumar af eldri myndunum mínum segja mér ekki mikið en auðvitað hlýt ég alltaf að trúa á það sem ég hef verið að gera. Annars segir Hörður Ágústsson listmálari að við ungu mennimir — Helgi Þorgils, Tumi Magnússon, ég og nokkrir fleiri — séum terroristar í myndlist; terroristar eða hrekkjusvín og það er eflaust eitthvað til í því, sérstaklega hjá Helga!" SakaðurUmAð Hafa Svikið Hugsjónina Eigum við að fara í flokkunarleik? Undir hvað viltu flokka myndimar þínar, fyrir utan terrorisma? Eiga þær til að mynda eitthvar skylt við abstraktlist? „Nei,“ afdráttarlaust. „Og þó. Það er kannski í þeim einhver vottur af abstrakt- hugsun — abstrakt í bland við symbólisma. Gallinn er bara sá að kringum bæði ab- straktið og symbólismann vora reist heil trúarbrögð og af þeim vil ég ekkert vita. Mér finnst ég vera miklu skyldari súrrealist- um á borð við André Masson. Nú — það er búið að þvæla mikið um nýja málverkið, en ég er vitanlega hluti af því. Reyndar málaði ég mikið af abstraktverkum áður en ég fór í Myndlista- og handíðaskólann ’76; þetta voru svona lýrísk abstraktverk. En svo byrjaði ég í nýlistadeildinni og þar voru menn svo gáfaðir að þeir gátu farið að hugsa upp á nýtt! Svo þegar ég hafði út- skrifast og fór að sýna upp úr 1980 þá var ég stundum sakaður um það af gömlum félögum mínum í nýlistadeildinni að ég hefði svikið hugsjónina. Satt að segja lét ég mér það í léttu rúmi liggja því ég vissi aldrei hver þessi hugsjón var!“ Þú varst í nýlistadeildinni á miklum um- rótstímum — þegar konseptlistin reis hæst og listamenn unnu helst með performansa og ljósmyndir en snertu varla á pensli. Hvaða gildi finnst þér núna að þessi deild hafi haft fyrir þig og þína líka? „Mjög mikið, ég er sannfærður um að hún hafi algerlega skipt sköpum. Það, sem helst situr eftir í manni úr nýlistadeildinni, er viss hugsun eða aðferð við að finna sam- ræmi milli eigin skoðana annars vegar og mjmdverksins hins vegar. Að öðru leyti er ekki gott að dæma um áhrifin sem maður verður fyrir. Allar listastefnur hljóta óhjá- kvæmilega að ala af sér andstæðu sína — maður sér það bara ef maður rennir í gegn- um listasöguna — og svo blandast ólíkar stefnur, verða að nýrri stefnu og fram kem- ur andstæða hennar. Vandinn er að maður sér aldrei almennilega hvað er að gerast í samtímanum. Þegar ég var í nýlistadeild- inni var ég oftastnær talinn tilheyra ein- hveiju fluxus-vesini, bara af því að ég féll ekki inn í mynstur konseptsins. Eftir á sér maður að í nýlistadeildinni skaut það rótum, sem síðan hefur verið að spretta upp, en stærsti kosturinn við deildina var kannski sá að þar var manni kennt að vinna eins og sjálfstæður listamaður. Ég var líka hepp- inn að því ieyti að ég fór ekki út strax eftir námið hér heima — ég fór ekki út fyrr en ’83 og þá á skóla sem lítur ekki á sig sem skóla — það er að segja Ríkisakademíuna í Amsterdam. Ég slapp þess vegna við „framhaldsnám erlendis" í hefðbundnum skilningi, þó ég mæli eindregið með því að upprennandi listamenn fari út að mennta sig.“ Nýlistadeildin Var Þerapía Og Menningarlegt Fyllerí Hvers vegna valdir þú nýlistadeildina á sínum tíma? „Það var kannski eins og hver önnur til- viljun. Maður vissi lítið hvað þar var á ferðinni og hið óþekkta er alltaf spennandi. Svo reyndist þetta vera eins konar sambland af þerapíu og hvað skal segja? — Menningar- legu fylleríi. Þama kenndu menn eins og Guðbergur Bergsson, Hreinn Friðfinnsson, Dieter Rot, Hermann Nitsch og lögðu margt og merkilegt til málanna — fyrir utan mynd- listina sjálfa þar sem Magnús Pálsson stjómaði fylleríinu með harðri hendi. Ég var svo heppinn að ég var frekar fljótur að ná mér á strik læknilega enda hafði ég fengið góða þjálfun áður en ég byrjaði í deildinni. Ég var svona 15 ára þegar ég byijaði á því að teikna og mála — ég vil ekki kalla það myndlist — og síðan fór ég að læra módel- teikningu í Myndlistaskóla Reykjavíkur, aðallega hjá Hring Jóhannessyni. Svo byij- aði ég að læra húsgagnasmíði tæplega tvítugur og lauk því námi eftir fjögur ár. Ég hafði mjög gott af þessu því ég hafði verið hálfgerður klaufi í handverki en fékk þama þjálfun sem dugði. Hitt er svo annað mál að handverkið er hægt að læra en ekki listina sjálfa — hún er mystík...“ Nú erað þið ungu mennimir stundum sakaðir um að hlaupa á eftir tískubólum, fyrst konseptinu og nú nýja málverkinu. „Já, ég hef heyrt þetta og auðvitað er í sumum tilfellum sitthvað til í þessari gagn- rýni. En við verðum að athuga það að tískan í dag er klassík á morgun. Renaisansinn var ekkert annað en tískubylting á sínum tíma og rokkokóið sömuleiðis — þó nú til dags sé í meira lagi erfitt að hugsa sér það sem byltingu! Nú — impressjónisminn var óskapleg bylting á síðustu öld; kannski mesta byltingin í listum til þessa. Tískan getur þannig verið bæði góð eða slæm, það fer bara eftir þvi hvemig menn melta hana. Sumir eflast við nýja tísku en aðrir era étn- ir upp af henni. Mér heyrist nú að nýja málverkið þyki yfírieitt vera heldur góð tíska." Ekkert leiðinlegra En Nemandi Sem Heldur Ekki AðHann sé Séní Heldurðu að það verði talið meiri háttar bylting er fram líða stundir? „Það hef ég auðvitað ekki hugmynd um, það kemur ekki í ljós fyrr en að vissum tíma liðnum. En það er þó eitt gott, sem nýja málverkið hefur þegar haft í fór með sér, það hefur fært listina aftur til veryulegs fólks. Meðan abstraktið og ég tala nú ekki um konseptið réðu ríkjum þá var fólk eigin- lega hætt að þora að fara á málverkasýning- ar; það þurfti að setja sig í svo gáfulegar stellingar. Konseptið var náttúralega svo til eingöngu fyrir listfræðinga. Það má því segja að við ungu mennimir höfum fært listina aftur til alþýðunnar, svo ég taki há- tíðlega til orða! Annað mikilvægt atriði er að nýja málverkið hefur leyst einstaklinginn úr læðingi. Þegar konseptið var og hét var mikið um alls konar hópvinnu og sameigin- leg verkefni. Höfundurinn átti helst ekki að skipta neinu máli — þó innan um konsept- listamennina hafi vissulega verið ágætir egóistar eins og Joseph heitinn Beuys. Nú LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MARZ 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.