Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Síða 10
leyfist listamönnum aftur að vera á stöðugu egóflippi og þykir engin óvirðing við listina! Listin er ekki eitthvert fyrirbæri, sem tekur manninn í þjónustu sína eftir eigin henti- semi, eins og konseptmennimir hneigðust til að álíta, heldur skapar maðurinn hana.“ Þú talaðir um að færa listina aftur til alþýðunnar. Hvemig hefur alþýðan — það er að segja þeir sem ekki em sjóaðir listskoð- • endur — tekið þínum verkum? „Alþýðan, já. Það er náttúmlega engin stéttaskipting meðal listskoðenda hér á landi. Alþýðan em bændur og sjómenn og lögfræðingar og læknar og allt þar á milli. Ég kvarta ekki, þó auðvitað ætti ég að emja eitthvað eins og aðrir iandsmenn. Ég sel svo sem engin býsn og hef ekki getað iifað alveg eingöngu af myndlistinni heldur hef ég kennt dálítið meðfram. En það er líka allt í lagi — ég held ég hafi bara gott af því að kenna, þó maður verði að passa sig á því að gera ekki of mikið af því. Þeg- ar maður er að kenna verður maður að leggja ýmsa hluti niður fyrir sér, sem mað- ur myndi annars ekki velta mikið fyrir sér, og það er ágætt. Auk þess em nemendur alltaf mjög skemmtilega miskunnarlausir við kennarann sinn — og öfugt. Þeir em því mjög harðir og góðir gagnrýnendur, enda halda þeir allir að þeir séu séní. Sem betur fer — það er ekkert eins leiðinlegt í listaskóla og nemandi sem ekki er sannfærð- ur um að hann sé séní!“ Að Hafa Pallettið Alltaf Blautt Myndimar þínar, hvemig verða þær til? „A mjög hefðbundinn hátt, býst ég við. Ég byija oftastnær með einhverjar teikning- ar eða skissur en hið endanlega málverk < ber oft ekki mikinn svip af þeim því ég mála hveija mynd að minnsta kosti fimm, sex sinnum. Hér áður fyrr geymdi ég alltaf ófullgerðar myndir og fór svo að mála í þær aftur seinna en nú er ég farinn að taka ljós- myndir af málverkum sem ég veit að ég á eftir að kmkka eitthvað í. Þetta er þægi- legra, sparar hreinlega pláss. Svo byrja ég á nýrri mynd á léreftið. Þetta getur endað alla vega — það er til í dæminu þegar ég er hálfnaður með nýja mynd yfir gamalt uppkast þá láti ég staðar numið; nýja mynd- in verður þannig allt öðmvísi en þær tvær . sem ég hafði í hyggju. Umfram ailt þá reyni ég að láta myndina ráða ferðinni, eins og ég orða það gjaman við nemendur mína. Ég vil gefa myndinni séns, ef svo má segja, þó það kosti að ég verði að bakka með eitt- hvað af minni visku eða hugmyndum." Málarðu mikið — á hveijum einasta degi? „Ég reyni það, já. Það er bara til þess að viðhelda höndinni. Fiðluleikari dettur fljótt úr þjálfun ef hann æfir sig ekki á hveijum degi og eins er um málara. Ég finn það ef ég er ekki símálandi þá missa krull- umar mínar töluvert af þenslu sinni, litimir dofna. Þar að auki hallast ég að því að mikil vinna sé eina leiðin til þess að ná árangri. Latum bara á rithöfund eins og Halldór Laxness — eða þá Guðberg Bergs- son — sem aldrei fellur verk úr hendi. Kannski ég sé bara að reyna að telja mér trú um að öll þessi vinna sé ekki unnin til einskis en ég reyni alla vega að hafa pallettið alltaf blautt." Daði glottir. „Ég nota að vísu ekki pallett...“ Dauðinn er hreinn og hvítur snjór Um veturinn í íslenskum ljóðum Ifari hins norðlæga vetrar er margt, sem menn kviðu. Kuldi, myrkur, einangrun. Orka í fljótum og fossum rann óbeisluð til sjávar fram á síðustu öld, og eldurinn í iðrum jarðar, sem kyndir undir hvera- vatninu, er nú vermir híbýli þjóðarinnar, var „íslands Veturinn er fyrirferð- armikið yrkisefni í íslenskum bókmennt- um og það mundi ugglaust fylla margar Lesbækur, væru því gerð full skil. Hér er stiklað á stóru og fáein dæmi tekin um vetur- inn í íslenskum bókmenntum SAMANTEKT EFTIR SIGURLAUGU BJÖRNSDÓTTUR óhamingja, sem varð allt að vopni". Bókmenntir íslendinga segja frá barátt- unni við hörku vetrarins. Þær lýsa í senn ógn hans og fegurð. Fyrsta lýsing á íslenskum vetri mun vera frásögn Landnámu af för Flóka Vilgerðar- sonar hingað til lands. Höfundur segir svo frá: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð og tók þar land, sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap, og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó allt kvikfé þeirra um veturinn. Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fyöllin Qörð fullan af hafísum. Því kölluðu þeir landið ísland, sem það hefir heitið síðan." Flóki var hinn næsta vetur í Borgarfirði. Þeir sigldu um sumarið eftir til Noregs. Landnáma er ekki fjöiorð um vetrar- þrautir Flóka Vilgerðarsonar. En í viðauka Skarðsárbókar er vetrarlýsing, sem fer hér á eftir. „Óaldarvetur varð mikill á íslandi í heiðni í þann tíma, er Haraldur konungur féll, en Hákon jarl tók ríki í Noregi. Sá hefir verið mestur á íslandi. Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óáta ill var etin, en sum- ir létu drepa gamalmenni og hrinda fyrir hamra. Þá sultu margir menn til bana, en sumir lögðust út að stela og urðu fyrir það sekir og drepnir." Varla er unnt að gefa í jafnfáum orðum áhrifameiri lýsingu á vorhug og vetrarkvíða en í ljóðinu „Firðir" eftir Látra-Björgu. Það skiptist jafnt milli sumars og vetrar. í fyrra helmingnum ríkir gleði yfir blíðviðri, gæft- um og gróandi, þegar allir fá saðningu, en í þeim síðari felst vetrarkvíði og dauðabeygj- ur. Fagurt er í Fjörðum, þá frclsmnn gefur veðrið blítt, hey er grænt í görðum, grös og heilagfískið nýtt; en þá veturinn að þeim tekur sveigja, stað eg engan verri veit um veraldar reit, menn og dýr þá deyja. Ólafur Einarsson 'ýsir þrautum vetrarins á þessa leið í Ættleraaldarhætti. Frost og kuldi kvelja þjóð, koma nú sjaldan árin góð; ef inn skal setja allt íljóð, auma fæstir rækja; í æru allir sækja. Guð minn, guð minn, gæt þú mín fyrir gæzku þín og lát mig ei löstu flækja. Bjami Jónsson tekur í sama streng í Alda- söng. Nú dregur fjúk og frost úr fénaði öllum kost, oft koma ísar og snjóar, óár til lands og sjóar, sumarið, sem menn kalla, sjást nú fuglamir varla. Kvæðið Jarðbann eftir Guðmund Frið- jónsson lýsir lífsgleði hreystimanns, sem hefur yndi af náttúrunni bæði í blíðu og stríðu. Hríðarbyljimir, sem eru búnir að færa allt í kaf, yrkja eins og skáídið, og era ærslafullir eins og baldnir unglingar. Öll eru nú á kafi kjörr, klaki á rjúpu vinnur. Ekki nokkurt æti spörr, út í haga Snnur. Geymir í barmi gráklædd hlíð gígju linda kátra - alltaf meðan ærslatíð yrkir kuldahlátra. Menn óttuðust myrkrið, og það jók á vetrarkvíðann. Það er margt, sem myrkrið veit, — minn er hugur þungur. ERLENDAR B Æ K U L 1 73 DELACORTA: Nana. Þýðandi: Victoria Reiter. DFVA. Þýðandi: Lowelli Bair. Penguin Books 1985. Það er sem englahjarðir eða púkar þjóti hjá þegar þessar tvær stuttu, hnitmiðuðu, viðburðaríku og stórskemmtilegu bækur era lesnar. Þetta eru svona nýmóðins reyfarar með hefðbundnum ránum, morðum, kynlífi og að auki mótorhjólum, fikniefnum og létt- um móral, allt á léttu máli. Stíll höfundar er bráðskemmtilegur, Hemmingway í bland við sjónvarpsauglýsingar, máski ekki annað en skreytilist, design, hönnun, og eins og atvinnumennskan í auglýsingagerð, tískunni, sem sjálfsagt fer að deyja eins og guð hjá Nietzche, nær höfundur að halda manni föngnum frá fyrstu síðu og aftur á þá síðustu. Og hvað með það, verði þessar bækur skammlifar, af þeim má hafa gaman meðan þær eru lesnar. Og það má lesa þær aftur og aftur rétt eins og maður er gjam á að gera komist maður í tæri við glans- myndablöð. í þessum tveimur sögum fara sömu per- sónur með aðalhlutverkið. Það era þau skötuhjú Serge og Alba. Hann undir fer- tugt, hún þrettán. Þau kynnast í heimaþorpi hennar þar sem hann nýtur lífsins um stund og saman eiga þau ævintýri sem engum líkjast. Diva hefur verið kvikmynduð og er kult- filma sem allir sjá. ALAN PALMER: The Penguin Dictionary of TWENT- IETH-CENTURY HISTORY Second Edition. Penguin Books 1983. Hér er handhægt uppsláttarrit sem tekur yfir stjórnmál, hemað, efnahag, félagsleg og' trúarleg efni og samskipti þjóða á þess- ari vorri öld. Ekki er fjallað um listir og leiki í henni né heldur vísindi og hjáfræði. Það er svo sem ekki margt um rit af þessu tagi að segja í kynningu en það reyn- ist notadijúgt. Höfundurinn er snjall ágrips- höfundur og til að mynda nægir honum hálf síða til að koma öllu því helsta um heimskreppuna miklu til skila. Bókin er rúmar fjögur hundrað síður og AlmPahmr 0 7 lic Penguin Dicfionary of TWENTIETH-CENTURY HISTORY1900-1982 N F. W F D I T I O N gæti ég trúað að pistlamir væra hátt í þijú þúsund en hef ekki nennt að gerast svo nútímalegur að telja þá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.