Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Page 4
Sitt hvað um Laugaveg fyrr og síðar — 2. hluti ,JJÚFWMÆTT1 ÉG SNÓT‘ Tveir herramenn á Laugaveginum, sennilega á 3. áratugnum. Húsið til hægri með turninum er Vöggurá Laugavegi 64. Það stendur ennþá, en hefur verið mikiðbreytt. tök, véladrunur, barnsgrátur, ryk og leðja. Allt í órofa ringulreið. ,,Vegna Mikillar Og Oþarfrar UMFERÐAR“ í Morgunblaðinu 1. október 1924 er vikið að Laugaveginum í blaðagrein og lýsir hún vel stemmningunni á Laugavegi: „Eitt af því sem miður fer í þessum bæ, og sem nauðsynlegt væri að lagfært yrði af stjómvöldum bæjarins, er það, hvemig nú er hagað allri keyrslu um austurbæinn, og á jeg þar sjerstaklega við Laugaveginn. Hann er eins og kunnugt er ijölbygðasta gata bæjarins og gæti verið helsta skemmti- gatan, enda eru í þeirri götu langflestar og ijölbreyttastar verslanir bæjarins, þar af leiðandi mun það fólk, sem vill ganga sjer til skemtunar, hvort heldur em innlendir eða útlent ferðafólk, ganga mest um hana. Þó ekki kæmi hjer annað til greina, væri ekki til ofmikils mælst þó sjeð væri um að umferð væri svo að sómdi höfuðstað, en væri ekki eins og í útkjálka kauptúni. En það, sem kemur mjer til að vekja máls á þessu, var þó aðallega það, að það er vart búandi við þessa götu, vegna alt of mikillar og óþarfrar umferðar, þar sem það má heita svo að allur flutningur, hvort sem er með bílum eða vögnum, fari úr og í bæinn um þessa einu götu. Þar af leiðandi er þar sífelt og óslitið bíla- og vagnaskrölt, og flutningstæki þessi þyrla rykinu upp í miðjar húshliðar, ef nokkur vindgola er úr lofti. Við þetta andrúmsloft eiga svo bæði böm og fullorðnir að lifa, og ekki nóg með það, heldur má heita að sami hávaðinn og óhljóðin eigi sjer stað allar nætur, minsta kosti að sumrinu til, enda er það að vonum, á meðan allur flutningur má heita óhindrað- ur fara fram um þessa einu götu, hvort sem það er blautur eða þur fiskur, grútartunn- ur, gijótvagnar, kolavagnar og hvað annað, sem flytja þarf.“ SUKKSAMT Á FJALLKONUNNI Þegar komið var fram á annan og þriðja áratug aldarinnar fóru Reykvíkingar ekki bara „rúntinn" í miðbænum eins og Þórberg- ur hefur lýst skemmtilega heldur var ærinn ástæða til að „spássera" upp á Laugaveg sbr. dægurlagatextann: „Ég labbaði inn á Laugaveg um daginn, ljúfri mætti ég snót ...“ o.s.frv. Þegar árið 1910 var kaffí- og matsöluhúsið Ejallkonan komið á Laugaveg 23, í hús sem enn stendur og alveg fram til um 1930 var þessi frægi veitingastaður í ýmsum húsum við Laugaveg. Við hann þótti ærið sukksamt og sóttu ekki síst danskir dátar af Fyllu eða Islands Falk upp á Laugaveg í hann. Og þar sem dátar eru þar eru stúlkur. Til er lýsing úr bæjarlífínu úr Morgun- blaðinu frá árinu 1921 og hér kemur hluti hennar. Hún á ekki síst við um Laugaveg. „Reykvíkingar eru útiverumenn miklir og þykir auðsjáanlega vænt um götumar, þó þeir formæli þeim í rigningu fyrir forina og í þurk fyrir moldrykið. Allur fjöldi þeirra býr á götunum — sumir nótt og dag. Og þar gerast mörg furðulegustu æfíntýri þessa lands. A morgnana og framan af deginum, er vanalega fátt um manninn. Reykvíkingar eru morgunsvæfír. Þá mætir maður fáum Rykið á götunum í gær var alveg óskaplegt. Einkum á Laugaveginum var bylurinn svo svartur á stundum, að eigi hefði veitt af að nota heygrímu. Ef þess væri nokkur kostur, ætti að væta götumar þegar stormur er í „... hattarnir og húfurnar hafa engan frið; ef einhver æðri ,,herra“(!) mætir ,,dömu“(!) — einkum ef hún er búin að leggja niður íslenzka búninginn, — þá tekur hann ofan með lotningu mikilli, og stráktappar með harðan hatt á höfðinu og vindil í munninum, sem annars rigsa áfram og líta hvorki til hægri handar né vinstri, taka viðbragð og ætla að missa harða hattinn sinn, ef á móti þeim kemur Ijaðurhöttuð frú eða jungfrú, þótt hún sé lítið annað en tómur hattur, svo mikið flýta þeir sér að þrífa af sér höfuðfatið“ EFTIR GUÐJÓN FRIÐRIKSSON þurkum, því að það er meira en lítil óholl- usta af slíku sandroki." Svo hljóðar lítil frétt í dagbók Morgunblaðsins 1. júní 1921. Yngra fólk og miðaldra á sennilega bágt með að hugsa sér verslunargötuna Lauga- veg svarta af moldroki en svona gat það orðið áður en malbik og hellulagðar gang- stéttir komu til sögu. Og í rigningum þurfti fólk að tipla milli stórpolla eða vaða eðjuna. Þá gat verið erfítt að vera fínn í tauinu. í þessari annarri grein um Laugaveginn ætla ég að grípa niður í sögu hans þegar hann er orðinn mesta verslunar- og þjónustugata Reykjavíkur um 1920 og jafnframt fólks- flesta gatan. Gullgrafarabragur Ör uppbygging Reykjavíkur á fyrstu ára- tugum aldarinnar hefíir sennilega gert hana líkasta frumstæðum gullgrafarabæ. Reyk- víkingar voru samt ákaflega stoltir af hinni nýfæddu borgarmenningu þó að þeir væru sveitalegir öðrum þræði — enda flestir sveitamenn að uppruna — og fullir minni- máttarkenndar gagnvart útlöndum og áliti útlendinga. Fastur liður var að spyija er- lenda ferðamenn um skoðun þeirra á borginni og er stundum hægt að sjá hvem- ig útlendingamir á vandræðalegan hátt reyna að setja fram skoðun sína undir rós án þess að móðga landann. Árið 1925 kom hingað stúdentasöngfélag frá Danmörku og var formaður þess spurður álits á Reykjavík í blaðaviðtali. Hann sagði: „Jeg er ekki í nokkmm vafa um það, hvað það er, sem gestir reka fyrst augun í hjer í bænum. Það er hinn hraði vöxtur bæjarins. Alt ber þess vott hve breytingam- ar hafa verið og em hjer örar. Jeg segi það ekki til lasts. Því það er ekki nema eðli- legt, að margt verður með því móti hálfkarað og flausturslegt í frágangi og útliti bæjar- ins. Ef allar breytingamar tækju langan tíma, væri nógur tími til að ganga frá hveiju einstöku. Hjer hefur bærinn stækkað of ört, til þess að það gæti orðið svo.“ Sennilega hefur Laugavegurinn verið dæmigerður fyrir þetta ástand. Þar hefur ægt saman kofum og stórhýsum, hálfkömð- um húsum og fullgerðum, þar vom verslanir í öðm hveiju húsi, íbúðir í hveiju húsi og §ós og hesthús að húsabaki. Hanagal, hófa-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.