Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Síða 5
Laugavegur um aldamót. Eins ogsjá má ergatan moldarborin með opnu ræsi. íþurrviðrigeisaði moldrok um götuna, en írigningatíð varhún ein samelld for. Tvílyfta
húsið tii vinstri er Laugavegur 7, en þar var hin þekkta verzlun Bensa Þór ogm.a. bakaríá hans vegum eins ogsjá má á skiltinu. Skútusjómenn sóttu mikið til Bensa Þór til
að „fá sér í teinæringinn “ en það kölluðu þeir að fá sér í staupinu. Mynd úr Ljósmyndasafninu.
öðrum en verslunarfólki, sem hálfsofandi
og svipgrett hraðar sér í búðimar — og
kemur auðvitað of seint. Verkamenn rölta
til vinnu sinnar með morgunkaffið í nestis-
malnum — og eru ef til vill líka á eftir
tímanum, því þeir hafa setið fram á nótt á
„Dagsbrúnar“-fundi og verið að efla samtök
sín gegn auðvaldinu. Einstaka gömul kona
er á heimleið með físk í soðið, fáeinir árrisul-
ir krakkar eru ef til vill komnir út á götuna
og æpa þar eins og lífíð liggi við. En aldrei
er maður svo snemma á fótum, að öskrandi
bifreið sé ekki einhversstaðar í nánd við
mann. Bifreiðastjórar er sú eina stétt manna
hér í bæ, sem aldrei sefur.
En þegar fram fyrir hádegið kemur, þá
fer fljótt að fjölga. Þá eru allar blómarósir
bæjarins risnar úr rekkju, allar frúnar bún-
ar að lesa „Morgunblaðið" og allir götuherr-
ar bæjarins komnir á vettvang. Og því
meir sem fram á daginn kemur, þess meir
fjölgar í Austurstræti, Bankastræti, Lauga-
veg, Aðalstræti, Kirkjustræti og Pósthús-
stræti. Þá mætir maður ilmandi ungfrúm í
hverju spori, með allavega undursamlega
hatta og fjaðraskraut á höfðinu, í ennþá
undursamlegri kápum með flaksandi krög-
um, fellingum og skúfum, svo manni dettur
í hug vísa Jónasar: „Skötubörðvængjuð
fjandaijöld" o.s.frv. En allar þessar ungfrúr
eru sakleysið sjálft, og gera aldrei meira
en ef þær skotra glampandi augum til veg-
farandans eða brosa saklausu brosi, svo sem
til uppörfunar. Þar mætir maður líka frúm,
þéttum á velli og þungum í rásinni, alvarleg-
um og hugsandi. Þær líta með róseminnar
augum á öll ærsl og hlaup unga fólksins.
Og loks sjást ungu mennimir hvar sem litið
er, uppstroknir og hnarrreistir, rétt eins og
þeir ættu allan heiminn. Og allur heimurinn
er auðvitað ungu stúlkumar á götunni. Og
enginn getur tekið kurteislegra ofan, enginn
brosað ástúðlegar og enginn verið sælli en
þessir götukonungar, þegar þeir ná að
mæta einhverri viðurkenndri fegurðardrós-
inni.“
PlLSIN RÉTT AÐ BYRJA
Að Styttast
Þessi örlítið háðska götulífslýsing er úr
Morgunblaðinu 21. september 1921. Þetta
er á þeim dögum þegar pilsin vom rétt að
byrja að styttast svo að sá í silkisokkana
og ungar stúlkur skiptust í tvo hópa, þær
sem klæddust íslenskum búningi og þær sem
klæddust dönskum búningi sem þótti vafa-
samt af þjóðlegum öflum. Reykingar vom
að stóraukast og upp með öllum Lauga-
vegi, sérstaklega neðanverðum, spmttu upp
tóbaks- og sælgætisverslanir. Hin unga og
ört vaxandi borgarmenning gleypti við er-
lendum áhrifum, kvikmyndir, grammófón-
plötur og dönsk vikublöð vom hin stóra
fyrirmynd. Ungu mennimir gengu með
hatta eða sixpensara og gerðu sig heims-
borgarlega á svipinn með sígarettuna
lafandi út í munnvikið eins og þeir höfðu
séð á kvikmyndatjaldinu.
Þegar margt var um manninn á götunum
höfðu karlmennimir ekki við að taka ofan
fyrir kvenfólkinu. Svo segir í Ingólfí 1905:
„ . .. hattamir og húfumar hafa engan
frið; ef einhver æðri „herra“(!) mætir
„dömu“(!) — einkum ef hún er búin að
leggja niður íslenzka búninginn, — þá tekur
hann ofan með lotningu mikilli, og strák-
tappar með harðan hatt á höfðinu og vindil
í munninum, sem annars rigsa áfram og
líta hvorki til hægri handar né vinstri, taka
viðbragð og ætla að missa harða hattinn
sinn, ef á móti þeim kemur fjaðurhöttuð frú
eða jungfrú, þótt hún sé lítið annað en tóm-
ur hattur, svo mikið flýta þeir sér að þrífa
af sér höfuðfatið.“
Lítið virðist ástandið hafa skánað 1926
því þá er kvartað undan því að mikill hluti
karlmanna sé rífandi ofan höfuðföt sín í
sífellu ef þeir fara húsa á milli. Til að spoma
við þessu voru gerðar fleiri en ein tilraun
til að stofna „hattafélög" þar sem karlmenn
svóru þess dýran eið að taka ekki ofan fyr-
ir kvenfólki að óþörfu.
SÍGARETTUR URÐU
TÍZKUTÁKN
Eins og áður gat spmttu upp tóbaks-
búðir upp um allan Laugaveg framan af
öldinni og hétu ýmsum nöfnum svo sem
Tóbakshúsið, Víkingur og Kolbrún. Ein hét
því fmmlega nafni Ljúfffengisvömverslunin
á Laugavegi 18 en önnur hét Lucana á nr.
12 og var hún nefnd eftir þekktri sígarettu-
tegund. Um aldamótin vom vindlareykingar
mun algengari en sígarettureykingar en á
fyrri heimsstyijaldarárunum urðu sígarettur
tískutákn. Það vora Teofani, Army Club,
Abdulla, Melachrino, Huddens, Grey’s og
Kensitas. Og þeir sem reyktu mest vom
verðlaunaðir með myndum af kvikmynda-
stjömum, landslagi eða myndum úr fomsög-
um. Árið 1929 er auglýst að þeir sem reyki
Commander, Elephant, Four Aces, Westm-
inster eða Capstan þurfí nú aðeins að safna
350 myndum í stað 500 til að fá ókeypis
flugferð. Sama ár ákveður Teofani-umboðið
að efna til fyrstu fegurðarsamkeppni á ís-
landi. Auglýst var eftir myndum af fallegum
stúlkum og síðan var mjmdum af 50 þeim
fallegustu dreift með sígarettunum og áttu
kaupendur að senda inn mynd þeirrar falle-
gustu og greiða þannig atkvæði. Við þessu
öllu gleypti unga fólkið og enginn talaði um
óhollustu.
En sumir litu þetta nýja líf í borg illu
auga. Ungur maður segir t.d. í bréfi til
mágs síns um aldamótin:
„Lífíð hér í Reykjavík er það rotnasta sem
ég hef nokkum tíma séð, heyrt getið um
eða lesið um, það hlýtur að vera margfalt
verra en í París. Ég átti tal við betri unga
menn fáeina hér um kvöldið og vom þeir
að gefa sitt álit samviskusamlega um ungar
stúlkur bæjarins, og kom þeim saman um
að það væm aðeins 2 stúlkur hér í bænum
sem væm lausar við allt dubl, hinar
meira eða minna demoraliseraðar.“
Höfundurinn er sagnfræðingur.
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON
Gamli
bóndinn
Hann gengur daglega eftir götunni
gamli bóndinn,
með beizlið í hendinni.
Boginn í baki,
bólgnar em hendur.
Hann er hugsi,
hann sér sjálfan sig:
Á skaflajámuðum hesti
á skagfírzkum, gráum ísum,
eða í sólvermdri hlíð
á hásumardegi,
með bijóstbirtu í vasanum.
Bóndinn með beizlið.
Ég sé hann koma til baka
eftir skamma stund.
Bros stirðnað á vör.
Vonsvikinn,
vantar hestinn.
Hvar em þeir allir:
Brúnn, Blakkur,
Léttfeti, Logi,
Lýsingur og Mósi?
Margvísleg em örlög
mannsins á götunni.
Ég horfi á eftir honum
fyrir húshornið.
— Genginn í bamdóm,
beizlið í hendinni.
Guð sé honum næstur.
Höfundurinn er fyrrum prófastur í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ1987 5