Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Síða 6
um litbrigðum upp á yfirborðið.
Þótt múrristan sé nýstárleg aðferð til
myndgerðar fyrir okkur íslendinga er þetta
ævagömul tækni. Fyrstu minjar af múrrist-
um eru frá 13. öld og líklegt er að handiðn-
aðarmenn hafi þekkt þessa aðferð enn fyrr.
A Endurreisnartímanum var múrristan not-
uð til jafns við freskóaðferðina, líkt og
mörg fögur dæmi á Ítalíu vitna um. Þessi
myndgerð féll síðan nánast í gleymsku í
nokkrar aldir eða allt fram á seinni hluta
19. aldar, þegar hún var endurvakin og á
þessari öld hefur það mjög færst í vöxt að
myndlistarmenn nýti sér þessa varanlegu
sköpunaraðferð.
Gunnsteinn Gíslason fæddist árið 1946.
Á árunum 1963—67 stundaði hann nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands í kenn-
aradeild og fijálsri myndlist. Hann dvaldi
um tveggja ára skeið í Edinburgh College
of art og lagði sérstaka stund á glerhönnun
og veggmyndagerð. Til Svíþjóðar fór Gunn-
steinn árið 1972 og nam kennslufræði við
Konstfackskolan. Þaðan lauk hann prófí
árið 1975. Auk þess að stunda listsköpun
hefur Gunnsteinn kennt við Pjölbrautaskól-
ann í Breiðholti og Myndlista- og
handíðaskólann.
Gunnsteinn Gíslason er því einn þeirra
listamanna sem stunduðu nám í 7. áratugn-
um, þegar framsæknir listamenn settu
afgerandi spumingarmerki við listhugtakið
og leiddu inn ný efni og aðferðir til listsköp-
unar. Á þessum tíma stóðu því ungir lista-
menn, kannski fremur en nokkra sinni fyrr,
andspænis vali á milli hefðbundinna aðferða
eða þess að leita inn á óþekkt mið og í raun
fínna upp sinn eigin tjáningarmiðil. Gunn-
steinn Gíslason hélt sér við hefðina og leitaði
fanga langt aftur í söguna. Gunnsteinn er
eini íslendingurinn sem unnið hefur mark-
visst með múrristur. Síðastliðinn áratug
hefur hann gert hefur hann gert tilraunir
með ólíkar formgerðir og kannað möguleika
miðilsins. Þegar litið er yfír þennan tíma
má vel greina einar þijár formgerðir, sem
hafa verið hvað mest áberandi í listsköpun
Gunnsteins. Fyrst er að nefna myndgerð,
sem stendur einna næst hefðbundnu mál-
verki. Listamaðurinn heldur hinum hefð-
bundna myndramma og samfelldri frásögn.
Eru þetta yfírleitt kyrrlátar og ljóðrænar
náttúrastemmningar, líkt og við höfum
kynnst í verkinu í Gegnum loftmúrinn frá
árinu 1984. Fuglinn klýfur loftstrauminn
og formin, sem endurtekin era yfír mynd-
flötinn, ríma við form fuglsins. í annari
formgerð deilir listamaðurinn myndfletinum
upp í geometrískar einingar, sem heldur
myndbyggingunni í fullkomnu jafnvægi
samtímis sem hin geometríska grind virðist
hafa það hlutverk að riðla staðar- og tíma-
einingu myndefnisins. Þessi formgerð getur
oft leitt af sér nánast óhlutlægar myndir,
líkt og við sjáum í verkinu Femingsleikur
frá árinu 1981. Þriðja myndgerðin er vafa-
lítið sú framsæknasta og framlegasta hjá
listamanninum. Þar riftir listamaðurinn hin-
um ferhymta myndramma, leysir upp form
og hluti og framkallar ærslafulla hreyfíngu,
sem minnir um margt á sundurgreiningu
og formskrift fútúrismans. í þessum mynd-
um afmarkast myndramminn af innri
formum myndverksins, formum, sem lista-
maðurinn hefur frelsað frá myndfletinum,
umbreytt og sundurgreint í sína fram-
krafta. Það er því ekki ímyndin af ein-
hveijum hlut eða fyrirbæri sem listamaður-
inn viil miðla heidur fyrst og fremst sú orka
sem í hlutnum býr. Þessi vilji listamannsins
til að framkalla þróttmikla spennu og hreyf-
ingu á myndfletinum hefur beint augum
hans að fljúgandi fyrirbæram, einkum fugl-
um og fígúram, sem hafa verið losaðar
undan jarðneskum veruleika og athafna sig
EFTIR GUNNAR B.
KVARAN
Femingsleikur, 1981.
Guansteinn Gíslason við múrristu á vinnustofu sinni.
LÍFSORKA
Gunnsteinn Gíslason
hefur lagt stund á þá
tækni í myndlist, sem
nefnd er múrrista. Hér
segir frá list
Gunnsteins í tilefni
sýningar hans, sem
verður opnuð á
Kjarvalsstöðum í dag
Gunnsteinn Gíslason vakti athygli er hann kom
fram með sýningu á múrristum á Kjarvalsstöð-
um árið 1982. Þetta var fyrsta einkasýning
listamannsins, en hann hafði þá unnið í nokk-
ur ár að þessari myndgerð, sem á ítölsku
nefnist sgraffíato og saman stendur af lituð- og gróft undirlag. Listamaðurinn ristir síðan
um múrlögum, sem lögð era á vírbindingu I teikninguna misdjúpt í múrinn til að ná ólík-
ISTEINSTEYPU