Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Síða 10
Hræðslan við Vífilsstaði var svo mikil að fólk þorði varla að koma í skoðun Bjarney á yngri árum. Rætt við Bjarneyju S. Samúelsdóttur hjúkrunarkonu, sem lauk námi 1919, enda er hún 94 ára og man tímana tvenna úr heilbrigðisþj ónustunni Hjúkrun sem fræðigrein á ekki langan aldur hér á landi eins og fram kemur í bókinni Hjúkrunarsaga, sem María Pétursdóttir hjúkrunarkona tók saman og út kom árið 1969. Fyrsta bókin á íslensku um þau fræði kom út árið 1881 en þá gaf Jón Hjaltalín læknir út bækling um þau efni tii að bæta úr brýnni þörf. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Reyndar er ekki lengra um liðið síðan íslenskar konur tókust það á hendur að verða fullnuma í hjúkrunarfræðum en svo að sú kona sem varð fjórða í röðinni fulllærðra íslenskra hjúkrunarkvenna er hér enn meðal okkar. Þessi kona er Bjamey S. Samúelsdóttir. Hún er að vísu orðin 94 ára en hún ber aldurinn vel — bæði að því er innra og ytra atgervi varðar. Bjamey má sannarlega muna tímana tvenna þar sem hún starfaði að hjúkrunarmálum i Reykjavík allt frá því hún kom heim frá námi í Kaupmannahöfn árið 1919 og fram til ársins 1964 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir, eða í samtals 45 ár. A þessum árum urðu miklar breytingar og framfarir á sviði heilbrigðismála og em þær ekki hvað síst að þakka því öndvegis fólki sem réðst til þessara starfa á fyrri hluta aldarinnar — sem vann sín verk af elju og fómfýsi. Ein úr þeim hópi er Bjamey S. Samúelsdóttir. Bjamey var sótt heim einn góðviðrisdaginn í vetur og hún beðin að riija upp sitthvað úr starfsferlinum, einkanlega fyrri hlutanum sem sennilega er einna ólíkastur því sem nú gerist. Menn geta hins vegar velt því fyrir sér hvort einhver sá þáttur sem þá var hvað vandasamastur sé ekki að skjóta upp kollinum a nýjan leik. Þama fer kona með mikla lífsreynslu að baki — kona sem vön er nánum samskiptum við fólk, hugsa menn ósjálfrátt við fyrstu kynni. Hún talar um starf sitt, samstarfsfólk og sjúklinga af hlýhug og tilhlýðilegri virðingu sem vekur traust. Einkennisbúningur hjúkrunarkvenna, sem notaður var við bæjarhjúkrun og á hjúkrunarkvennamótum var öðruvísi en þeirra sem störfuðu á sjúkrahúsum og var blár að lit. Myndin er af frú Sigríði Eiríksdóttur í þeim búningi en hún starfaði um tíma við bæjarhjúkrun eins ogBjamey. (Myndin ertekin 1926.) sérstaklega til dr. Bjöm Bjamason frá Viðfirði. Arið 1914 fór Bjarney til Reykjavíkur þar sem hún hafði ráðið sig í vist hjá Eggert Claessen lögfræðingi og fyrri konu hans, Soffíu Jónassen Claessen. Þau bjuggu í húsinu nr. 17 við Pósthússtræti en þess má geta í leiðinni að í því húsi átti Bjamey heimili sitt allt til ársins 1960 er hún flutti í eigin íbúð í Eskihlíð þar sem hún býr nú, að undanskildum þeim rúmlega þremur árum sem hún dvaldist í Danmörku við nám. „Fljótlega eftir að ég kom til Reykjavíkur ákvað ég að leggja fyrir mig hjúkmn," segir Bjamey. „Bæði hafði ég kynnst starfi á sjúkrahúsinu á ísafirði þar sem mitt fólk hafði notið aðhlynningar þegar veikindi sóttu að. Svo hafði ef til vill líka sín áhrif að í húsinu á móti, við Skólabrú, bjó Ólafur Þorsteinsson læknir og ég sá oft danska hjúkrunarkonu á ferli inn og út úr húsi hans því hann hafði líka mikinn „praksis" úti í bæ. Ég fór þá að hugsa um hvort ég gæti ekki starfað við eitthvað slíkt. Ég kunni vel við mig í vistinni í Reykjavík en líklega hefur einhver útþrá verið innra með mér.“ ENGIN LAUN - NEMA SkórOgSokkar „Ég naut svo aðstoðar Eggerts Claessens og Gunnlaugs bróður hans þegar kom að því að sækja um námsvist í hjúkmn í Danmörku en Gunnlaugur varð síðar eins og kunnugt er yfirlæknir við röntgendeild Landspítalans. Hann lagði áherslu á að ég færi á aðalsjúkrahúsið — Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn — en ekki á deildarsjúkrahúsin, og þar var ég allan námstímann utan tvo mánuði. Ég átti sjálf fyrir farinu,“ segir Bjamey, „en ekki mikið meira en það. Gat eftir að ég kom til Danmerkur ætlað mér 10 krónur til eigin þarfa á mánuði. Laun vom engin meðan á náminu stóð en sjúkrahúsið lagði nemum til skó og sokka. Danskan var mér enginn fjötur um fót og mér féll strax vel EFTIR HULDU VALTÝSDÓTTUR Stefndi Fljótt I Hjúkrun Bjamey fæddist árið 1893 í Naustum við SkutulsQörð og ólst þar upp fram að fermingu. Faðir hennar, Samúel Halldórsson, stundaði búskap og sjómennsku eins og títt var á þeim slóðum. Móðir hennar, Sigríður Pálsdóttir, var einnig ættuð af VestQörðum, frá Amardal við SkutulsQörð. Bjamey var yngst 8 systkina og eftir lát foreldranna fluttist hún til systur sinnar á ísaQörð, en hún var gift Jóni Hróbjartssyni kennara þar. Þar sótti Bjamey unglingaskóla, sem hún segir að hafí verið góður skóli. Hann hafí haft á að skipa góðum kennumm og nefnir þar Þessi mynd var tekin á tröppum Landspítalans, sem þá var í smíðumj tilefni norræns hjúkrunarkvennamóts hér á landi árið 1927. í fremstu röð má sjá frú Sigríði Eiríksdóttur, sem þá var formaður F.Í.H. og fyrír miðju stendur próf. Guðmundur Hannesson. Aftar má greina Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins, próf. Jón Hjaltalín og Ingibjörgu Bjamason skólastjóra. Yzt til vinstri í 2. röð er Bjarney Samúelsdóttir, sem þá var gjaldkerí F.Í.H. Bjarney S. Samúelsdóttir námið þama. Ég eignaðist fljótt góða vini sem ég hélt lengi sambandi við. Sumir nemamir höfðu ekki úr miklu að spila en aðrir komu frá vel efnuðum heimilum. Mér var t.d. boðið að búa í sumarfríini á heimili einnar skólasystur minnar í Árhus, og þar var ég í góðu yfírlæti." Bjamey lauk hjúkmnamámi árið 1919 eins og áður sagði og kom þá heim til starfa. Síðar fór hún til framhaldsnáms í heilsuvemd við Royal Infírmary í Edinborg og þar dvaldist hún um hálfs árs skeið. Fram að aldamótum höfðu eingöngu starfað hér danskar hjúkmnarkonur, en fyrsta fulllærða danska hjúkmnarkonan sem starfaði hér á landi var Christophine Bjamhéðinsson sem ráðin var yfírhjúkmnarkona við Laugamesspítala en hún giftist síðar Sæmundi Bjamhéðinssjmi læknir. Hún starfaði mikið að hjúkmnarmálum hér og átti frumkvæðið ásamt fjórum öðmm konum að stofnun hjúkmnarfélagsins Líknar árið 1915. Tilgangur félagsins var í fyrsta lagi sá að beita sér fyrir því að efnalitlir sjúklingar gætu fengið hjúkmn í heimahúsum endurgjaldslaust og í öðm lagi að vinna að bættu heilsufari og heilsuvemd í Reykjavík. Árið 1927 hóf hjúkmnarfélagið Líkn starfsemi ungbamavemdar í Reykjavík og var þá aðeins skammt liðið frá því að samskonar starfsemi hafði bytjað á Norðurlöndum. Eftir heimkomuna hóf Bjamey störf hjá Hjúkmnarfélagi Reykjavíkur en það félag var stofnað að tilhlutan sr. Jóns Helgasonar biskups. Þar starfaði Bjamey frá 1919 til 1923 en þá hóf hún störf hjá Líkn við ungbamavemd og vann þar árin 1923—1937 og síðan við berklavamardeild Líknar 1937—53 eða þar til Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur tók til starfa. Þá réðst hún til berklavamardeildarinnar þar og vann við hana til ársins 1964 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Lungnabólgan Var Skæðust „Já, ég var bæjarhjúkmnarkona í Reykjavík árin 1919—1923,“ segir Bjamey, „sem svo var kallað til aðgreiningar frá þeim sem störfuðu á sjúkrahúsum. Okkar starf var í því fólgið að fara í hús eftir beiðni lækna og veita sjúklingum hjúkmn og aðhljmningu, oft tvisvar á dag. Við höfðum þá nákvæm fyrirmæli frá læknunum um hvað gera skyldi. Þama var um að ræða sjúklinga sem óþarfi var að sitja yfír allan daginn. Þessi þjónusta var veitt endurgjaldslaust enda margir sem ekki gátu borgað — sjúkratryggingar varla komnar til sögunnar. Frú Oddný Guðmundsdóttir sem útskrifaðist frá Danmörku á undan mér, vann við sams konar störf, en við unnum ekki mikið saman þótt við þekktumst vel. Aftur á móti unnum við mikið saman við frú Sigríður Eiríks eftir að hún kom frá námi. Þá var ég á ungbamadeild Lfknar en hún á berklavamardeild." Þegar Bjamey er spurð hvaða sjúkdómar hafí aðallega hijáð fólk á þessum fyrstu starfsámm hennar, segir hún að lungnabólga hafí verið einna skæðust. „Þá var ástandið almennt bágborið, atvinnuleysi og húsnæðisleysi. Ég minnist þess að oft sátu menn að vetri til tímunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.