Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Síða 11
saman úti á Skólavörðuholti og biðu eftir
vinnu sem fékkst svo kannske ekki nema
þriðja hvem dag. Þama urðu menn oft
innkulsa. Matarskortur var því sjálfsagt víða
og húsnæði þröngt og kalt. Ég man eftir
því að hafa komið inn á heimili þar sem
vom þrír prímusar í gangi í sameiginlega
eldhúsinu fyrir þijár ijölskyldur. Og þeir sem
áttu heima í „Pólunum" og í lélegum húsum
við Fálkagötu t.d. þurftu að sækja allt vatn
í branna árið um kring.
Hér var líka mikið um einstaklinga sem
bjuggu við kröpp kjör — efnalitla pilta utan
af landi sem bjuggu 2 og 3 í sama litla
herberginu. Þeir gátu orðið veikir eins og
aðrir.
Þegar upp komu farsóttir var fólki komið
fyrir í Franska spítalanum, en þessar
farsóttir komu oft verr niður hér en t.d. í
Danmörku. Fólk varð miklu veikara og
nægir þar að nefna spönsku veikina."
ÞAÐ VORU OFT ERFIÐ SPOR
„Eins vora berklamir taldir hræðilegur
sjúkdómur og fólk oft tregt til að koma til
skoðunar. Ég þekkti orðið ákaflega margar
Qölskyldur í Reykjavík af fyrri störfum við
bæjarhjúkran og ungbamavemdina og átti
hægar með að tala um fyrir fólki og fá það
til að koma. En hræðslan var svo mikil við
að verða sent á Vífílsstaði.
Mest var berklaveikin um 1920 en síðan
komu ljrfín. Fólk kom á stöðina og fékk
sprautu en ef það reyndist vera með smit
var það sent á Vífílsstaði. Það vora oft erfíð
spor að þurfa að fara aftur á sjúkrahús.
Oft þurftum við að fara heim til fólks, og
sækja það í skoðun. En Sigurður Magnússon
yfírlæknir á Vífilsstöðum skoðaði það
endurgjaldslaust.
Það var líka erfíður fylgifiskur fyrir það
fólk sem reyndist vera með berkla þótt ekki
væri með smit, að það var nær útilokað
fyrir það að fá leigt þótt það væri undir
ströngu eftirliti og engin hætta væri á
ferðum.
Þá var holdsveikin ekki síður ógnvaldur
á sínum tíma þótt aldrei væri eins algeng
og berklamir urðu, en holdsveikisjúklingar
vora sendir á Laugamesspítalann.
Nú er hvorttveggja úr sögunni sem betur
fer.
Reyndar breyttust allar aðstæður til betri
vegar þegar elliheimili komu til sögunnar
og starfsemi hófst á Landspítalanum árið
1930.
En mestu umskiptin urðu í þessum málum
eins og svo mörgum öðram á stríðsáranum.
Þá var ekki lengur þrúgandi atvinnuleysi
og fólk hafði meiri peninga handa á milli.
Aður vora ekki önnur ráð við
lungnabólgunni t.d. en digitalis-dropar og
heitir bakstrar sem vora strengdir yfír
bijóstið. Fólki fannst því Iétta við það.“
AlltafáHjóli
Þess má geta til gamans að öll þau ár
sem Bjamey starfaði að heimahjúkran fór
hún á milli húsa á reiðhjóli sínu — og reyndar
alltaf síðan þar til fyrir nokkram áram.
„Þetta hjól var mesti kostagripur", segir
hún, „sem ég keypti hjá Imbu Brands", og
Bjamey kímir við, „og gaman að hjóla í
góðu veðri."
Hún er spurð hvort ekki hafí stundfum
verið erfitt að fara hjólandi í fannfergi og
hálku og hún svarar með sínu æðraleysi:
„Það var nú mokað."
Alla sína ævi naut Bjamey trausts
samstarfsmanna sinna ekki síður en
sjúklinga. Hún var gjaldkeri
Hjúkranarfélags íslands 1920—43. Árið
1969 var hún kjörin heiðursfélagi í Norsk
sykeplejerskeforbund og sömuleiðis í
Hjúkranarfélagi íslands 1969 á 50 ára
afmæli félagsins. Bjamey var sæmd
riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
1976 og orðu Florence Nightingale 1977
sem er eitt æðsta heiðurstákn í röðum
breskra hjúkranarstétta.
Um ævina hefur Bjamey sótt mörg þing
erlendis á vegum íslenskra
hjúkranarsamtaka og sat m.a. alheimsþing
hjúkranarkvenna í London árið 1937.
Bjamey hefur staðið einna fremst í flokki
þeirra mörgu ágætu og dugmiklu íslensku
kvenna sem lögðu fyrir sig hjúkrunarstörf
á þeim áram þegar slík störf voru að færast
yfír á íslenskar hendur. Bjamey var fjórða
íslenska konan sem varð fullnuma í
hjúkranarfræðum. Þær sem á undan henni
komu til starfa voru Þóra J. Einarsson
(1903), Oddný Guðmundsdóttir (1914),
Kristín Thoroddsen (1918) og 1919 kemur
Bjamey frá námi. Þessum konum og
mörgum fleirum ber að þakka fyrir
brautryðjendastarf á sviði hjúkrunar
hérlendis. Þær lögðu grunninn að því trausti
sem hjúkranarstéttin nýtur í dag með
hugsjón mannúðar og líknar að leiðarljósi.
HRYÐJ UVERKAMENN
Rætur hryðjuverka raktar
til glataðrar æsku
Nýjar rannsóknir hafá
leitt margt athyglisvert
í ljós á leið hryðjuverka-
manns frá bemsku til
þess tíma, er hann frem-
ur sérstakt ofbeldisverk.
Þeir, sem að þessum
rannsóknum stóðu, hafa
komizt að raun um, að hryðjuverkamaðurinn
mótist af sérstæðum víxláhrifum milli sann-
færingar og atorku hóps hryðjuverkamann-
anna og hinum sálfræðilegu eiginleikum
félaganna.
Hinar nýju upplýsingar, sem mestu máli
skipta, hafa fengizt með ítarlegum viðtölum
við og sálfræðilegum prófunum á yfír 500
félögum í hryðjuverkasamtökum, sem enn
era við lýði, og yfír 100, sem hafa verið
handteknir fyrir hiyðjuverk í ýmsum löndum.
Við marga þeirra, sem könnunin náði til,
hafði verið rætt áður í könnun, sem gerð var
á bömum, sem ólust upp í andrúmslofti of-
beldis, svo sem á Norður-írlandi.
Hér var um að ræða menn úr hópum
hiyðjuverkamanna í írska lýðveldishemum
til dæmis sem og úr Frelsissamtökum Pal-
estínumanna (PLO) og allt til hins eina, sem
lifði af árásina á Lod-flugvöllinn í fsrael. Og
alveg nýlega hafa kannanir einnig verið gerð-
ar á „Félögunum", hinum blökku unglingum
í Suður-Afríku, sem ráðast á og drepa aðra
blökkumenn, sem þeir saka um samstarf við
stjómina í Pretóríu.
Þessar rannsóknir voru helzta umræðuefn-
ið á fundi í Bandaríska sálfræðifélaginu í
Washington fyrir skömmu. Enda þótt það
séu margir þættir, sem leiða til hiyðjuverka-
starfsemi, var ekki nema eðlilegt, að athygli
sálfræðinganna beindist mest að hinum geð-
rænu og tilfinningalegu þáttum, sem leiða
til þess, að einn frekar en annar verði hryðju-
verkamaður.
Þjást Ekki Af Geðveiki
Að sjálfsögðu á engin alhæfíng við um
hvem hryðjuverkamann. Það, sem einum
kann að fínnast meginatriði hryðjuverka-
starfsemi, kann öðram að virðast föður-
landsástin holdi klædd. En yfirleitt telja
sérfræðingar hiyðjuverkamenn vera fólk,
sem í nafni þess, sem það telur göfugan
málstað, tekur þátt í miskunnarlausum of-
beldisverkum, sem bitna á saklausu fólki.
Það er þessi grimmd hryðjuverkamanna
og tilfínningaleysi fyrir þeim sársauka, sem
þeir valda fómarlömbum sínum, sem gerir.
það að verkum, að þeir virðast vera önnur
manntegund en venjulegt fólk. En rann-
sóknimar sýna, að flestir hryðjuverkamenn
þjást ekki af neinni sérstakri geðveiki. Sér-
fræðingamir segja, að það verði ekki aðeins
að skilja hryðjuverkamenn með hliðsjón af
sálarástandi þeirra sem einstaklinga, heldur
Það er þessi grimmd
hryðjuverkamanna og
tilfinningaleysi fyrir
þeim sársauka, sem þeir
valda fómarlömbun
sínum, sem gerir það að
verkum, að þeir virðast
vera önnur manntegund
en venjulegt fólk. En
rannsóknir sýna, að
flestir hryðjuverkamenn
þjást ekki af neinni ^
sérstakri geðveiki. Á bak
við hegðun þeirra er
hinsvegar vonleysi, sem
hefur orðið að logandi
heift.
einnig með tilliti til hinna ytri afla, sem
hafa áhrif á líf þeirra.
„Það era í senn persónuleg og söguleg
öfl að verki, sem skapa það ofstæki, sem
leiðir til hiyðjuverka," segir Robert Lifton,
geðlæknir, sem hefur rannsakað margs kon-
ar öfgamenn. „Umrót í þjóðfélaginu, svo
sem breytingar á hefðbundnum háttum eða
röskun af völdum stríðs, elur af sér of-
stæki. Fólki fínnst sem kippt sé undan því
fótunum og að heimur þess sé að hrynja."
„Þegar hefðir glatast, sem gefa lífínu
gildi, hneigist fólk að öfgastefnum," segir
hann ennfremur. „Að gefa sig á vald ein-
hveijum algildum sannleika færir mönnum
festu og létti."
„Aðal hugmyndafræði öfgamannsins er
spámannsleg sýn, sem skiptir heiminum í
hinn góða og hinn illa," segir Mortimer
Ostow, sálgreinir. Að hans áliti og fleiri er
þetta lífsviðhorf að baki kenningum allra
hópa hryðjuverkamanna í raun og vera og
þar á meðal jafn ólíkra og Baader-Meinhofs
í Vestur-Þýzkalandi, hinna Rauðu khmera
Pol Pots í Kambódíu og flokks Khomeinis
í íran.
VONLEYSISEM VERÐUR
Að Logandi Heift
Þessu viðhorfi gagnvart veröldinni, sem
er annað hvort góð eða ill, fylgir djúp von-
leysiskennd þeirra, sem verða hryðjuverka-
menn, að því er rannsóknin sýnir. Hjá
mörgum bömum, sem síðar ganga í flokk
hryðjuverkamanna, verður þessi vonleysis-
kennd að logandi heift samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Rona Field, geðlæknir í
Alexandría, hefur aflað, en hún hefur gert
kannanir á meira en 200 bömum, aðallega
í Norður-írlandi, í palestínskum flótta-
mannabúðum og á hemámssvæðum ísraela
á vesturbakka Jórdanár.
Dr. Rona Field hefur eytt 20 áram í að
ræða við hryðjuverkamenn og böm víða um
heim og annast sálfræðilegar prófanir á
þeim. Hún hefur sagt, að hún hafí síðar
hitt mörg þeirra bama, sem hún hafði próf-
að, eftir að þau höfðu gengið til liðs við
hópa hryðjuverkamanna.
I einni tilraun, þar sem bömum era sýnd-
ar myndir og þau eiga að búa til sögur í
sambandi við þær, var þeim ómögulegt að
tengja þær við neinar vonir í huga sér. í
sögunum, sem þau spunnu upp úr sér, henti
bömin margt hræðilegt, og það vora engir,
ekki einu sinni foreldrar þeirra, sem gátu
hjálpað þeim. Dr. Rona Field segir: „í sögum
flestra heilbrigðra bama enda flest vand-
ræði af svipuðum toga með giftusamlegri
björgun."
„Þessi böm fyllast bamalegri, vánmátt-
ugri reiði, sem síðan fylgir þeim fram á
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ 1987 1 1