Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Qupperneq 13
Teikningin er eftir fanga úr Buchenwald-fangabúðunum.
Ég frétti af handtöku Hermanns síðla
hausts 1935, hálfu ári áður en ég yfirgaf
Þýzkaland. Énginn vissi neitt um tildrög
handtökunnar. Augljóslega hafði leyni-
lögreglan verið þar að verki. Ekki var
vitað nákvæmlega hvar Hermann var í
haldi; ef til vill var það í Albertstrasse.
Síðar kom í ljós, að hann hafði endað í
Buchenwald.
litla bók um fólk af minni kynslóð sem fall-
ið hafði í baráttunni gegn Hitler. Ég ritaði
nöfn á lista, og eitt þeirra var nafn Her-
manns.
Mig fýsti að vita hvort hægt væri að ná
til einhverra ættingja hans. Ég komst að
því að móðir hans hafði dáið í Berlín í
stríðinu. Systir hans, sem hann hafði stund-
um talað svo innilega um við mig, bjó
erlendis; hún var gift breskum liðsforingja
og hafði þá fyrir tveimur árum flust frá
Berlín til Lundúna. Hún var nú frú Young,
ég hafði fundið hemilisfang hennar.
Ég sendi henni alllangt bréf, þar sem ég
gerði grein fyrir erindi mínu. Ég sagði að
sú mynd sem ég hygðist gefa af Hermanni
í frásögn minni yrði að lifa. En mig vantaði
sitthvað um æsku hans og unglingsár. Mig
vantaði allt það sem gerst hafði í lífi hans
áður en ég kynntist honum. Ég fór fram á
það í bréfinu að ég fengi að sjá bréf hans
og skjöl, ef hún vissi um einhver þeirra.
Ég kvaðst vona, að sakir vináttu bróður
hennar og mín, væri nafn mitt ekki ókunn-
ugt henni. Sökum þessarar vináttu, skrifaði
ég, væri ég að vona að hún liðsinnti mér.
Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir svari.
Nafn mitt hafði hún heyrt öðru hveiju. Hún
mundi enn hve hlýlega bróðir hennar hafði
talað um mig. Samt sagðist hún ógjarnan
láta frá sér þau gögn sem ég hafði falast
eftir. Það væri líka óhægt um vik að gera
eftirrit af þeim. Því væri best að við hitt-
umst einhvern tíma í Lundúnum og ræddum
málin; hún bjóst ekki við að koma til Berlín-
ar á næstunni. Undir niðri bar bréfið vitni
um efasemdir. Þetta verður erfltt, hugsaði
ég-
Það atvikaðist svo, að ég varð af ýmsum
ástæðum að fara til Lundúna þremur mán-
uðum síðar. Ég tilkynnti frú Young komu
mína tímanlega.
Ég hafði ekki komið til Lundúna síðan
skömmu fyrir stríð. Það var margt sem
tengdi mig þessari borg; ég hafði heimsótt
hana alloft. Þó fannst mér í senn sem ég
þekkti hana og hún væri mér ókunn. Hún
var eins og fjarskyldur ættingi, sem bam
er feimið við og umgengst með óttabland-
inni virðingu.
Frá jámbrautarstöðinni hélt ég á lítið
hótel í Kensington. Ég tók fljótt að sinna
því verkefni sem í rauninni var megin-
ástæða ferðar minnar. Næsta morgun
hringdi ég í frú Young.
„Eg er hún,“ svaraði rödd í símanum.
„Hvað er þér á höndum?" Ég kom ekki upp
orði af undmn: „Fyrirgefðu," bætti röddin
við, „auðvitað veit ég hver þú ert og hvers
þú óskar. Ég hef oft hugsað um bréf þitt.“
„Ef til vill gætum við ...“ sagði ég, en
rödd mín brast.
„Hermann minntist oft á þig,“ sagði hún
hægt. „Eða var það annars ekki svo oft?
Við sáum hann svo sjaldan, móðir mín og
ég. Við vissum ekki heldur hvað hann hafði
fyrir stafni. Nafn þitt nefndi hann aldrei.
Hann talaði um vin sinn, og þegar þú skrif-
aði þóttist ég vita að þú værir hann.
„Já,“ sagði ég, „ég er þessi vinur.“
Hún ræskti sig öðm hverju. Stundum
hikaði hún. Eftir nokkra stund tók ég eftir
því að í hvert sinn sem hún talaði hélt ég
niðri í mér andanum. Ég hélt niðri í mér
andanum til að hlusta betur á rödd hennar.
Til að finna í henni aðra rödd sem auðvitað
var dimmari og ömggari, og einu sinni hafði
sagt: „Eiginlega fæmð þið býsna vel sam-
an.;.“
„Ég vildi gjaman," sagði ég, „tala við
þig um Hermann."
„Guð minn góður,“ sagði hún, „það er
nú langt um liðið. Hermann, Guð minn góð-
ur. Stóri bróðir minn sem hugsaði svo lítið
um okkur. Hann vildi heldur breyta heimin-
um. Og svo dundi ógæfan yflr. Það hefði
svo sem mátt sjá fyrir."
„Hann hugsaði," sagði ég: „Hann hugs-
aði líka um þig. Hann hugsaði einmitt
sérstaklega um þig. Hann ..."
„Ég veit hvað þú átt við,“ sagði röddin.
„Ég hef reynt ýmislegt sem ég þekkti ekki
þá.“
„Ef til vill gætum við hist,“ sagði ég.
„Það gleddi mig, ef ég mætti einhvemtíma
heimsækja þig.“
Ég heyrði að hún ræskti sig. „Það er því
miður ekki hægt í dag,“ sagði röddin eftir
nokkra þögn. „Ég er vant við látin allan
daginn."
„Ef til vill hentaði þér það betur á morg-
un, “ sagði ég: „Eða hinn daginn."
„En hvað þú ert þijóskur, kæri vinur,"
sagði röddin með háðskri undmn. Ég fann
að ég skalf, því að þetta var rödd Her-
manns. Ég hafði þá enn heyrt hana! Samt
var þetta líka kvenrödd, rödd systur hans
sem hugsanlega líktist honum í útliti. Syst-
ur sem hann hafði hrósað svo mjög í eyru
mér. „Hvers vegna þennan asa. Hvers vegna
þarf yfírleitt að draga alla þessa hluti fram
í dagsljósið? Látnir skulu fá að hvfla í friði.
Við fórum í gegnum öll skjöl þá.“
„Ég kem þegar það hentar þér,“ sagði
ég vonsvikinn. „Á morgun eða hinn daginn
eða enn seinna. Vegabréfsáritun mín gildir
í tvær vikur.“
„Ég losna víst ekki auðveldlega við þig.“
Röddin reyndi að vera glaðleg, en ég heyrði
aðeins gremju. „Sjáðu nú til. Það er ekki
hægt heima hjá mér. Hittumst því frekar
niðri í borginni. Klukkan átta í kvöld." Hún
nefndi veitingastað í Soho sem ég kannað-
ist við.
„Ég verð þar klukkan átta,“ sagði ég.
„Þú hlýtur að fínna mig. Á borði mínu mun
liggja eintak af Financial Times. Ég geri
tæpast ráð fyrir að margir komi með Financ-
ial Times á þennan stað."
Hún hló lítillega og lagði á heymartólið.
Ég reyndi að eyða tímanum. Ég lét vin
minn D. bjóða mér í klúbb sinn, þræddi
götur í Albany og las fjölda dagblaða í
Hyde Park. Ég kom á veitingastaðinn tíu
mínútum fyrir átta. Hann var nokkuð þétt-
setinn. Ég sagði þjóninum að ég ætti hér
stefnumót, væri að bíða eftir konu. Ég drakk
eitt glas af campari og hafði ekki augun
af dyrunum. Klukkan var orðin tæplega
hálfníu þegar þjónninn kom til mín og sagði
að sér skeikaði varla, ég hlyti að vera rétti
maðurinn. Það væri kona í símanum sem
vildi tala við mig. „Gjörið svo vel að koma
með mér,“ sagði hann. „Símaklefinn er hér.“
„Mér þykir það leitt," sagði röddin. „En
ég er hrædd um að ég eigi ekki heiman-
gengt.“
„Ég gæti vel beðið lengur,“ svaraði ég.
„Ég hef hugsað mig um,“ sagði hún. „Eg
vil síður koma. Ég þoli ekki að æsa mig
upp. Það er líka svo langt um liðið, hvaða
máli skiptir allt þetta ...“
„Hann á það hjá mér,“ sagði ég. „Skil-
urðu það ekki?“
„Ég skil þig fyllilega," sagði röddin. „En
ég efast um að þú skiljir mig. Líf mitt hef-
ur breyst, nú er allt öðru vísi. Ég er ánægð
með, að það skuli vera þannig. Ef þú skrif-
ar um Hermann og það birtist á prenti þá
gæti það valdið mér óþægindum.“ Röddin
líktist nú skyndilega engri annarri rödd.
Hún kom úr nöprum fjarska. Hún þagnaði
skyndilega.
„Ég held,“ sagði ég, „að þú hafi óþarfa
áhyggjur. Hveijir ættu að tengja þig ein-
hveijum tilteknum Hermanni R. ef þú vilt
það ekki?"
„Þeir eru margir," svaraði röddin, „sem
eru forvitnir um það sem kemur þeim ekki
við. Veistu það ekki? Hér vita margir að
ég er þýsk, að ég kem frá Berlín, hvað ég
hét_ í æsku.“
Ég fann til ömurlegs tómleika. „Þér get-
ur ekki verið alvara," sagði ég. „Ég er
kominn hingað vegna Hermanns, að vísu
ekki eingöngu, en samt mest vegna hans.“
„Mér þykir það mjög leitt," sagði röddin.
„Ég hef samúð með þér, þótt þú sért einn
þeirra sem stöðugt hræra upp í því liðna,
geta ekki látið heiminn í friði.“
„Hvaða heim áttu við?“ spurði ég. „Ef
til vill væri heimurinn dálítið rólegri og
skynsamari ef menn eins og Hermann hefðu
)ar einhveiju ráðið. En þeir drápu hann."
„Ég ætla ekki að þrasa við þig,“ sagði
röddir., „Ég ætla ekki heldur að æsa mig
upp. En þú getur ekki reitt þig á mig.“
„Sjáðu til,“ sagði ég, „sjáðu til. Hugsaðu
um...“
„Þetta er mitt síðasta orð,“ sagði röddin.
„Nei, annars, dokaðu við . . Reyndar ætlaði
ég ekki að segja þér það. En sennilega er
betra að þú vitir það. Þegar Hermann var
handtekinn trúði hann ekki lengur á þær.“
„Á hvað trúði hann ekki lengur?" spurði
ég og fann til nístandi hrolls.
„Hann trúði ekki lengur á þær,“ sagði
röddin. „Á hugsjónir sínar, á þínar hugsjón-
ir. Hann trúði ekki lengur á neinar þeirra.
Hann trúði því ekki lengur að þær hefðu
borgað sig. Ég hitti hann í fangelsinu áður
en þeir fóru með hann til Buchenwald.
Hann sagði mér það sjálfur,"
„Þú lýgur,“ sagði ég. „Nú hefurðu drepið
hann í annað sinn! En þér skal ekki takast
það.“
„Æstu þig ekki svona upp,“ sagði röddin.
„Góða nótt.“
Það gnauðaði í línunni. Það heyrðist sónn.
Þúsundir ógreinilegra radda hvísluðu.
Ég hrasaði þegar ég hratt upp hurðinni
á símaklefanum. Ég staulaðist að borði
mínu og settist. í huga mér bærðust þúsund
flóknar hugsanir en engin þeirra var skýr.
Ég pantaði annað glas af campari. Þegar
þjónninn kom með það sagði hann: „Ég
held að konan í símanum vilji tala meira
við þig.“ Ég þeysti aftur inn í símaklefann.
„Ég vildi gjaman að við skildum ekki
svona kuldalega," sagði röddin. „Þú ert
hugsjónamaður og skilur ekki að venjulegt
fólk vill ekki einlægt setja sig upp á móti
hlutunum. Reiðstu ekki...
Ég sagði áðan,“ endurtók ég, ,,að þú
hefðir drepið hann í annað sinn. Ég tók
víst nokkuð djúpt í árinni. En þú sagðir til
hans . ..“
Aftur hvísluðu raddimar. Það varð djúp
þögn. Þá sagði hún. „Já.“ Aftur varð þögn.
„Hvað kemur þér þetta við?“ sagði hún.
„Þetta kemur þér ekkert við. Þér og þínum
fáránlegu hugsjónum. Ég var sex árum
yngri en Hermann en samt nógu gömul til
að vita hvað hann var að gera og hvers
vegna hann var að því. Ég vildi ekki að
hann dæi. Hann var bróðir minn. Hann átti
aðeins að læra að taka tillit til fjölskyldu
sinnar. Þá var talað um vemd, skjól. Fang-
amir áttu að laga sig að nýjum hugsjónum,
laga sig að nýju þjóðfélagi. Ég vildi ekki
þurfa að hrökklast frá námi vegna hans.
Ég vildi ekki láta eyðileggja líf mitt. Móðir
mín vissi ekkert um það þegar hún dó. Og
hann gmnaði það ekki heldur ...“
Ég færði símtólið hægt frá eyranu, lét
það hanga í snúmnni og gekk hægt út úr
klefanum. Svo greiddi ég reikning minn og
yfirgaf veitingastaðinn.
Eg þrammaði um götur eins og í svefni.
Stundum, stundum tók að bærast með mér
hugsun: Ef til vill hafði Hermann gmnað
mig. Ég vaknaði hér og þar. í mókinu
þekkti ég eina og eina götu, eitt og eitt torg.
Út úr knæpu á götuhomi barst djasstón-
list. Glæsilegir bílar stóðu yfirgefnir framan
við hús á Park Lane. Inni á kaffihúsum var
ungt fólk sem hló og söng. Rödd í hálf-
rökkrinu sagði: „Gleymið okkur ekki, herra!“
Ég beygði mig niður og sá mann sem sat
þama hreyfingarlaus og horfði framhjá
mér. Ég gekk nær og gat þá lesið áletrun-
ina á spjaldinu: PEOPLE LIVING IN A
WORLD OF DARKNESS DESPERATELY
NEED YOUR HELP. Fyrir neðan stóð ritað
smærri stöfum: The Royal School for the
Blind, Leatherhead, Surrey. Ég seildist í
vasann eftir nokkmm skildingum.
Það hímdi slikja af óhreinu lofti, birtu
og reyk yflr borginni. Á næturhimninum
glóði endurskin af fjarlægum götuljósum.
Það heyrðist lágvært urg úr járnbrautar-
lest. Ég fann til nístandi sársauka sem
nálgaðist mig líkt og úr fjarska. Hann átti
langan veg ófarinn og var ekki í neinu tíma-
hraki. En ég var rólegur. Hann næði mér
skjótt.
Þýöandinn er viö nám í þýzkum fræöum í Frei-
burg í Þýzkalandi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAl 1987 13