Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 2
ÞJOÐFRÆÐI „Hamingjan sig ei sýnir méru seinna bindi bréfasafns Bjama Thorarensen í út- gáfu Jóns Helgasonar prófessors, sem kom út í lok sl. árs, er endurprentað æviágrip Bjama sem upp- haflega fylgdi ljóðmælum hans í útgáfu Jóns fyrir rúmum 50 árum.^Þetta útgáfustarf Jóns er traust og vandað og við gerð skýringa og æviá- grips Bjama hefur hann víða leitað fanga. Eigi að síður þurfti Jón að skilja við nokkur atriði í æviágripinu í óvissu og er það auðvit- að ekki tiltökumál. Sá sem þetta ritar fann fyrir nokkrum árum heimild sem varpar nýju ljósi á einn þátt í ævi Bjama. Þó að ekki sé um stórvægiiegt eftii að ræða þykir ástæða til að koma því á framfæri svo að æviágrip Bjama megi verða eins rétt og heimildir leyfa. Það sem hér um ræðir varðar kvon- BJARNI THORARENSEN skáld virðist hafa átt í nokkrum erfiðleikum utaf kvennamálum á sínum yngri árum og er nokkurn veginn víst, að jjjrívegis urðu kvonbænir JÍians árangurslausar. Hér er orlitlu bætt við ævisögu Bjarna EFTIRPÁL BJARNASON bænamál Bjama. Alkunna er að hann átti við raunir að stríða í þeim efnum um skeið.* 1 2) Hann taldi sig trúlofaðan Guðrúnu Thor- arensen frænku sinni á Möðruvöllum 1816—18 og Elínu Stephensen á Hvítárvöll- um 1819—20, en upp úr slitnaði í báðum tilvikum. Einnig hafa heimildir gefið í skyn að hann hafí áður mátt þola sams konar raun þótt hljóðara hafi orðið um þau mál og nafn stúlkunnar ekki verið í hámæli. Skýr vísbending í þessu efni er kvæði eftir Bjama sem birtist fyrst á prenti í útgáfunni 1935 og nefnt er Hamingjan undir hóln- um: Þar hólinn reisa sig eg sér úr sandi um austur grundir, honum, segir hugurinn mér, hamingja þín býr undir. Veraldar gefa vildi eg þér vötnin, fjöll og grundir, ef gætirðu aftur gefið mér það gimist hólnum undir. Minn það versti óttinn er allar lífs um stundir, að hnossið aldrei hlotnist mér sem hólnum þeim er undir. Þó hnossið eigi hlotnist mér sem hólnum þeim er undir, blómið ei svo brigðult er sem blikar um möðru grundir. Hamingjan sig ei sýnir mér sanda hólnum undir, því að hlaupin öll hún er upp á möðru grundir. Blíðan móti breiðir hún mér barm um möðru grundir, en vill ei láta leita að sér Ijóta hólnum undir. Staðháttalýsingar bessa kvæðis eru með þeim hætti að freistandi er að geta í eyðum- ar. Ljóst má vera að „blómið á möðra grandum" sé Guðrún á Möðravöllum, en hvert er þá „hnossið undir hólnum“ sem gekk Bjama úr greipum? Jón Helgason iét það eftir sér að varpa fram getgátum um þetta í skýringum kvæðisins.3) Hann telur lýsinguna geta átt við Odda á Sangárvöll- um, en þar bjó sr. Steingrímur Jónsson, skólabróðir Bjama, ásamt Valgerði konu sinni, sem var ekkja Hannesar biskups Finnssonar, og tveimur gjafvaxta stjúp- dætram. Jón taldi þessa tilgátu ekki nógu trausta til þess að halda henni á ioft í ævi- ágripi Bjama. Þar segir einungis um þetta atriði: Það má ráða að hann (þ.e. Bjami) hafi fyrst beðið sér konu 1814 og verið synjað, en eigi er kunnugt hver það var.4 5> Oddl á Rangúrvöllum á þeim tíma, þegar Þórunn Hannesdóttir varheimasæta þar. Hún varfædd íSkálholti oghefur verið 16 ára, þegar G.S Mackensie teikn- aði myndina í íslandsleiðangri sír.um. Jón áiyktar þetta einkum af óljósum ummælum Bjama í bréfi til nafna síns Þor- steinssonar 26. ágúst 1814, þar sem hann kvartar undan óþægindum sem hann hafði orðið fyrir og óttast að verða söguburði og hleypidómum að bráð. Raunar er óvíst að kvonbænir hafí verið undirrót þessara orða,6), en Jón var ekki fjarri lagi. Hann hefði mátt treysta betur hugmyndum sínum um kvæðið því að kom- ið hefur í Ijós að þar átti hann kollgátuna. Heimild er sem sagt því til staðfestingar að Bjami hafi biðlað til Þórannar Hannes- dóttur í Odda. í útdrætti úr bréfabók Steingríms í Odda segir svo um bréf frá Steingrími til Bjama 30. jan. 1818: (Bréfið er) ... útaftrúlofun Þórunnar, „þó ei gengi að þinni vild — þú sveigir að mér að eg hefði gjört hreinna í að láta þig vita um vorið 1815 um þessa trúlofun, “ en trúl(ofun) hafði ekki kom- ið til orða fyrr en árið eftir.6) sem Bjami Thorarensen lætur sér nægja að tæpa á: Hvað þau orð í mínu bréfi í fyrra snertir, sem það lítur út til að þú hafir steytt þig á, þá segi eg þér satt að eg meinti þau ærlega eftir bókstafnum og hefi aldrei mistryggt þinn moralska caracteer, þó eg sjálf- ur ekki hafí haft verulega lukku á þér sem eg seinna skal gefa þér hrein- skilna útlistun á vegna þess eg óska vináttu þinnar sem ráðvands manns, hvöm þú einnig skalt læra að þekkja í mér ef til efha kæmi. Um hitt get eg ei frekari útlistun gjört skriflega vegna þess eg þá yrði að nefna viss- ar persónur á nafn.9) Bjami Þorsteinsson vitjaði ættlandsins sumarið 1818 og ef til vill hafa þeir þá jafn- að með sér þennan ágreining sem ekki mátti skrifa um, en framar verður ekki þessarar beiskju vart í bréfum Bjama Thor- arensens. Hann virðist jafnvel sýna nafna Þórunn Hannesdóttir á gamals aldri ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Thorsteins- syni. Bjarni Thorarensen vildi kvænast Þórunni, en varsynjað. Af þessu er ljóst að Bjami hefur leitað hófanna hjá Þóranni vorið 1815, en ekki verið vísað á bug þá þegar. Sá sem varð vonbiðill Bjama og hlaut síðan „hnossið“ var enginn annar en vinur hans og skóla- bróðir, Bjami Þorsteinsson, sem áður er nefndur. Bjami Þorsteinsson var fæddur 1781 og því 5 áram eldri en Bjami Thorar- ensen, en þeir luku íaganámi um svipað Ieyti (1806—7). Þórann var nokkra yngri, fædd 1794. Steingrímur stjúpfaðir hennar var prestur í Odda 1811—24 er hann varð biskup og fluttist til Reykjavíkur. Bjami Þorsteinsson starfaði í Kaupmannahöfn að námi loknu. Hann skrapp heim sumarið 1815 og var þá f þingum við Þóranni í Odda án þess að Bjama Thorarensen virtist vera um það kunnugt. Samkvæmt útdrætt- inum úr bréfabók Steingríms skrifaði hann Bjama Þorsteinssyni 23. ág. 1815 um „all- usioner til bónorðs hans eða huga til Þórannar, en þó hefur hann ekki þá beðið hennar. Steingrímur tekur létt undir en ósk- aði helst alvöra." Þess mætti geta sér til að legið hafi á að taka af skarið vegna þess að annar biðill beið. í sjálfsævisögu sinni kveðst Bjami Þorsteinsson hafa beðið Þórannar sumarið 1815, en ekki fengið já- kvætt svar hennar fyrr en næsta ár, „sakir tilfallandi atvika" sem hann skýrir ekki nánar.7) Bjami Þorsteinsson og Þórann gengu ekki í hjónaband fyrr en 1821. Pram að því var Bjami við störf í Kaupmannahöfn en Þórann sat í festum í Odda. Bjami hlaut amtmannsembætti 1821 og fluttist þá alfar- inn heim. Hjónaband þeirra varð langt og farsælt og meðal bama þeirra var Steingrímur skáld Thorsteinsson. Með þeim nöfnum Thorarensen og Þor- steinssyni hélst einlæg vinátta, a.m.k. í orði kveðnu, á meðan báðir lifðu, en stundum verður þess vart að Bjami Thorarensen hafi tortryggt nafna sinn.8) Augljósrar beiskju gætir í bréfi hans frá 10. sept. 1817 sem líklega er auðveldara að skýra að feng- inni þeirri vitneskju sem að framan greinir. Af bréfínu er ljóst að árið áður hafa farið milli þeirra hreinskilin orð um viðkvæm mál sínum meiri trúnað en öðram pennavinum þegar hann skrifar næstu árin um kvon- bænaraunir sínar. Þessar raunir fengu endi, sem korn. flestum á óvart, begar Bjami skrapp vestur í Stykkishólm haustið 1820 og gekk að eiga stúlku sem hann hafði að líkindum ekki séð fyrr. Þá skrifaði hann nafna sínum fréttimar strax daginn eftir brúðkaupið. Nokkra síðar skrifaði hann honum enn að hann sé „í besta máta gift- ur“ og bætir við merkilegum samanburði: „Kona mín er eins góð og eg neld að kær- asta þín sé og þarhjá rétt lagleg.“10) Bjami Thorarensen virðist nlltaf hafa laorið hlýhug til Þórannar. Fyrst eftir hjóna- band hennar og Bjama Þorsteinssonar endar B. Thorarensen jafnan bréfin til nafna síns með hjartnæmum kveðjuorðum til henn- ar eins og: „bið að heilsa þinni elskulegustu frú kærastu". í bréfi til Gríms Thorkelíns 1826 greinir Bjami Thor. honum crá dvöl amtmannshjónanna Bjama og Þórannar í Reykjavík um skeið, þar sem Þórann festi ekki yndi, og bætir við þeim einkunnarorð- um um hana sem honum hafa verið ofarlega í huga, að hún sé „en elskværdig kone."11) Höfundurinn ercand. mag. í íslenskum fræðum og kennir við Menntaskólann við Sund. Tilvitnanir 1) Bjarni Thorarensen: Bréf II. Jón Helgason bjó til prentunar. Reykjavik 1986. (Eftirleið- is skammstafað BTh.Bréf.) Bjarni Thorarnensen: Ljóðmæli I—II. Jón Helgason bjó til prentunar. Kaupmanna- höfn 1935. (Skammstafað BTh.Ljóðm.) 2) Sjá BTh.Ljóðm. I, xvi-xviii (eða BTh.Bréf II, vi-vii). Studia Islandica, 28. hefti, Reykjavík 1969, 12—24. Bth.Ljóöm. II, 78-82. 3) BTh.Ljóðm. II, 84-85. 4) BTh.Ljóðm. I, xvi. 5) Sbr. Studia Islandica 28, 13—14. 6) Útdráttur Jóns Sigurössonar forseta úr einkabréfabók Steingríms Jónssonar (Lbs. 427 fol. 7) Tímarit Hins (sl. bókmenntafél. XXIV (1903), 132-33. 8) Sbr. BTh.Bréf II, 359. 9) BTh.Bréf II, 73—74. Stafsetning er færð til nútiðarhorfs. 10) BTh.Bréf II, 85. 11) BTh.Bréf II, 49.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.