Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 4
Sitt hvað um Laugaveg fyrr og síðar BI.ÓMAIÍMI Auðvitað — og gráfíkjurnar. Svo arfleiddi hann þig. Það var seinna. Ellefu þúsund krónur í beinhörðum peningum. Og þá var króna króna. Ég lærði fyrir þær í Kaupmanna- höfn.“ Dóttursynir Jóns Á Hjalla Kaupmenn, söðlasmiðir, járnsmiðir, gullsmiðir, veitingamenn og hótelhaldarar tóku þegar að setjast að við Laugaveginn eftir að hann hafði verið lagður og margir reistu sér íbúðar- hús við þtta langa borgarstræti. Húsin teygðu Jón á Hjalla var bamlaus í hjónabandi en hafði átti dóttur á laun, sem gerðist bóndakona í Ölfusi. Hún hét Guðrún og giftist Einari Eyjólfssyni á Grímslæk. Og það hefur svo sannarlega mnnið kaup- mannsblóð í gegnum þessa dóttur hans, því afkomendur hennar hafa mjög komið við sögu verslunar, ekki síst á Laugaveginum. Einn sona hennar var Marteinn Einarsson, sem verslaði lengi á Laugavegi og reisti m.a. árið 1929 eitt glæsilegasta verslunar- hús sem reist hefur verið á íslandi. Það er Laugavegur 31, þar sem Alþýðubankinn er til húsa núna. Einar Erlendsson teiknaði Jón á Hjalla fór að verzla við Laugaveginn á efri árum og seldi steinolíu, brennivín og matvöru jöfnum höndum og efnaðist. Dóttursynir hans komu síðar við sögu við Laugaveginn, Marteinn Einarsson sem reisti þar glæsihús með frægri verzlun, Ólafur, sem verzlaði einnig og Kristinn, sem fyrirtækið K. Einarsson og Björnsson er kennt við. Þannig hefur kaupmennskan stundum lagst í ættir. EFTIR GUÐJÓN FRIÐRIKSSON sig innar og innar. Sumir þeirra, sem veittu þjónustu, vildu vera fyrir innan alla aðra til að hafa forgang að ferðalúnum sveita- mönnum er þeir komu í bæinn. Þegar líða tók á þessa öld blómstruðu hinir smáu íslensku kaupmenn. Gömlu stóru verslanirn- ar eins og Thomsensmagasín og Bryde lögðu upp laupana en í stað þeirra spruttu upp smáverslanir á hverju götuhorni um allan bæ. Oft voru þær í kjöllurum eða skúrbygg- ingum og varningurinn, sem var á boðstól- um, komst stundum fyrir í nokkrum hillum. Aðrar voru á virðulegri stöðum í húsunum, stærri eða sérhæfðari. Það var eins og kaup- mennska væri lausnarorðið og ótrúlegustu menn vildu spreyta sig á henni þó efnin væru engin og hæfileikarnir misjafnir. Og húsin við Laugaveg fylltust af verslunum, smáum og stórum, alveg inn að Hlemmi. Stundum entust kaupmennirnir ekki nema í nokkra mánuði en aðrir urðu ríkir og rót- grónir. Ætli þær skipti ekki orðið þúsundum verslanirnar sem hafa verið Laugaveg þá öld sem hann hefur verið við lýði? Einkenni á þeim sem byijuðu verslun við Laugaveginn framan af voru smá efni. Oft voru þetta sveitamenn, sem voru nýfluttir í bæinn og áttu kannski einhveija aura sem þeir höfðu nurlað saman eða selt eitthvert kotið fyrir, eða þá verslunarþjónar úr hinum stóru verslunum í miðbænum sem höfðu fengið næga þjálfun í verslunarstörfum til þess að vilja reyna sjálfir. Einstaka dæmi voru líka um það að tómhentir útlendingar rækju á fjörurnar og færu að versla við Laugaveginn. Hér verður vikið að örfáum mönnum. HÚS JÓNS Á HJALLA Standa Enn Árið 1901 fluttist lúinn bóndi á sextugs- aldri austan úr sveitum og settist að í Reykjavík. Hann hét Jón Helgason og hafði verið bóndi á Hjalla í Ölfusi, notið virðingar í sinni sveit, gegnt þar trúnaðarstörfum og auk þess hafði hann jafnan róið á vertíðum frá Þorlákshöfn, þar af sem formaður í 18 ár. Jón keypti tvílyft, lítið hús við Laugaveg 45, líklega fyrir andvirði jarðar sinnar, flutti þar inn ásamt konu sinni og hóf að vinna ýmsa algenga vinnu í bænum. Tveimur árum síðar fór hann í bríaríi að fika við að versla í íbúðarhúsi sínu og var þá innstur allra Ljósm.: Magnús Ólafsson/ Ljósmyndasafnið Á Laugavegi 64 var verslunin Vöggur sem GunnarÞórð- arson setti á legg árið 1916, en þegar þessi mynd er tekin hafði GunnarJóns- son tekið við búð- inni. Hann verslaði hérá árunum 1926 til um 1930. Húsið stendur enn á horni Vitastígs en hinn sérkennilegi turn erhorfinn ogannar kominn í staðinn auk þess sem húsið hefur verið múr- húðað. Verslunin Frón Árna Einarssonar var á Laugavegi 28 til ársins 1919 og þar var höndlað með allt milli himins ogjarðar. Uppi á lofti bjó Halldór Laxness á menntaskólaárum sínum og hefur hann sagt frá þeirri dvöl í endurminningabók- um sínum. Húsiðá Laugavegi28 er enn tilen hefur veriðgjörbreyttaðytra útliti. Ljósm.: J. Dahlmann. Þjóðminjasafnið. kaupmanna við Laugaveg. Verslun hans varð fljótt ábatasöm, enda Jón á Hjalla, eins og hann var ávallt kallaður, útsjónar- samur eins og traustum bónda sæmir. Árið 1906 urðu húsakynnin þegar of þröng. Þá reisti hann stórt tvílyft hús áfast gamla húsinu og byijaði að reka þar vefnaðarvöru- verslun en hélt áfram að versla með nýlenduvörur í gömlu búðinni. Það er skemmtilegt að bæði þessi hús Jóns á Hjalla standa enn við Laugaveg 45 og eru eins og af tveimur kynslóðum. Bæði eru þau tvílyft timburhús en hið nýrra samt helmingi hærra en hitt. Sjálfur bjó Jón jafn- an uppi á lofti í gamla húsinu í þröngri og lágri íbúð. Það var ekki hans stíll að berast á. Og verslun Jóns blómgaðist ár frá ári. Þegar hann lést, árið 1922, var hann orðinn einn af kunnustu kaupmönnum í Reykjavík og jafnframt einn af efnuðustu borgurum bæjarins. Jón Engilberts var frændi Jóns á Hjalla og bar nafn hans. í ævisögu hans, Húsi málarans, sem Jóhannes Helgi skráði, er vikið að kaupmanninum og verslun hans. Þar segir m.a.: Steinolía, Brennivín Og Matvara „Jón hafði kramvörubúð í bænum, nokk- urs konar magasín og höndlaði með allt milli himins og jarðar eins og þá tíðkaðist og þó sennilega í ríkari mæli en aðrir kaup- menn. Ég man eftir steinolíutunnum í búðinni hans, ljáum, brennivíni og allri matvöru sem nöfnum tjáir að nefna.“ Um viðskipti þeirra frænda segir Jón Engilberts: „Ég sýndi honum ekki teikningar eftir mig nema einu sinni, svo furðulostinn var hann. Ég gleymi ekki andlitinu á kemp- unni. Hvíta skeggið seig alla leið niður á bringu. Hann sagði ekkert, ekki orð, ekki í það sinnið. Þá sýndi ég honum skip, sem ég hafði smíðað og var listavel gert. Þá var karlinum nóg boðið og hann brá við hart og sagði fokvondur: Ég held að þú ættir að hafa eitthvað þarflegra fyrir stafni. Ég ætla að tala við foreldra þína. Heimsóttirðu karlinn oft? Jájá. Réði arfsvonin einhveiju þar um? húsið og þar var verslun Marteins Einars- sonar, dóttursonar Jóns á Hjalla, í mörgum deildum og hefði getað sómt sér með prýði í hvaða stórborg sem er. Annar dóttursonur Jóns á Hjalla var Kristinn Einarsson, sem bæði var heildsali og leikfangakaupmaður. Fyrirtæki hans, K. Einarsson og Bjömsson, er enn rekið í stórhýsi á Laugavegi 25. Þriðji bróðirinn var Olafur Einarsson, sem um tíma rak verslun á Laugavegi 44. Hans sonur er Ragnar, kaupmaður í Breiðholti. Og enn má þess geta að Kristrún, systir þeirra bræðra, var gift Hannesi Ólafssyni kaup- manni á Grettisgötu 2. Einn af erfmgjum Jóns á Hjalla var frændi hans, Þórður Þórðarson. Hann eign- aðist verslunarhúsin á Laugavegi 45 og rak þar lengi verslun, kallaði sig Þórð frá Hjalla. Jafnvel Bændur Fóru Að Verzla Kaupmenn við Laugaveginn vom margir ættaðir austan úr sveitum og það er ekki ólíklegt að einmitt sveitamennimir sem komu árlega, vor og haust, í kaupstaðinn hafi séð möguleikana við þennan alfaraveg inn í höfuðborgina. Stundum tóku heilu fjöl- skyldurnar sig upp austur í sveitum, fluttust til Reykjavíkur og fóm að versla hér og þar um bæinn. Kaupmannseðlið hafði sofið um aldir en fékk nú útrás um síðir. Þannig var um afkomendur Ámunda Guðmundssonar, bónda á Sandlæk í Gnúpveijahreppi. Ólaf- ur, sonur hans, freistaði snemma gæfunnar í Reykjavík, lærði til verslunar og gerðist bókhaldari og var síðan lengi verslunar- stjóri fyrir eina stærstu verslun Reykjavíkur um aldamótin. Það var Brydes-verslun. En síðustu æviár sín, eftir að Bryde fór á haus- inn 1914, rak hann eigin verslun á Lauga- vegi 22a, í húsi sem enn stendur og hýsir veitingahús á homi Klapparstígs. Eftir and- lát Ólafs Ámundasonar, 1919, tók Móritz, sonur hans, við versluninni og flutti hana á Laugaveg_ 24 og síðan upp á Grettisgötu. Bróðir Ólafs var Guðmundur Ámundason, jafnan kenndur við Urriðafoss. Hann flutti. til Reykjavíkur að austan 1901, byggði stórt timburhús á Laugavegi 70, þar sem Jón og Óskar em núna, og stofnaði hótel. Hann tók C * 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.