Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 16
Vignir í Galleríi Borg Hann kom ungur ofan af Skaga, var óráðinn og lærði rafvirkjun á meðan hann var að hugsa sig um, en myndlistin varð fljótlega ofaná. Eftir að hann var búinn að fóta sig þar, hafði hann tæpast viðkomu í höfuðstaðnum, því hugur hans stóð til þess að sigra heiminn og til þess að svo megi verða fer maður til New York og setur sig niður í tómu pakkhúsi eða á lofti yfír aflóga verksmiðjuhúsi. Það gerði Vignir Jó- Vignir Jóhannsson hannsson og að sjálfsögðu var það aðeins byrjunin. Hann fékk sér umba því umbalaus málari á ekki sjens í höfuðborg heimslistarinnar, - og annað veifið hefur hann skot- izt til föðurlandsins og lofað okkur að fylgjast með þróuninni hjá sér. Síðan Vignir kom hingað síðast með sýningu hefur orðið sú breyting á hans högum, að hann er kominn með einskonar útibú vestur í Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar hefur hann vinnustofu einnig og miðar við að vera jöfnum höndum á þessum fyrr- verandi indíánaslóðum villta vest- ursins og í sjálfum frumskóginum New York. í fyrrasumar vann hann í Hásselbyhöll í Finnlandi svo segja má, að hann sé ekki hnepptur við eina og sömu hundaþúfuna. Hitt er svo annað mál, að ekki hentar öllum að eiga sér vinnustaði víða um lönd. Vigni finnst bráðnauðsynlegt að vera á hreyfingu og skipta alveg um umhverfi líkt og Erró, sem starf- ar hluta úr árinu austur í Thailandi og stundum á Spáni. Það kostar lítið að fljúga frá New York til Santa Fe, segir Vignir, og fjölmarg- ir myndiistarmenn hafa flutzt þangað. Raunar hefur borið nokkuð á því, að listamenn gefist upp á New York og flytjist til annarra bandarískra borga, ekki sízt til Kalifomíu og norður til Seattle. Vignir hélt nýlega stóra sýningu vestur í Santa Fe og hann er farinn að selja myndir fyrir verð, sem hér heyrist nefnt í sambandi við eftir- sóttar Kjarvals- og Ásgrímsmyndir. Vignir hefur einnig í vaxandi mæli snúið sér að skúlptúr og býst við að sinna málverki og skúlptúr jöfn- um höndum, en hafa teikningar sem einskonar aukabúgrein. Skúlptúr Nýleg mynd eftir Vigni, sem gefur allgóða hugmynd um, hvar hann er staddur þessa stundina í myndlist sinni. Þessi mynd er unnin með olíukrít á pappír. Vignis er mjög í anda þess, sem nú tíðkast, ekki sízt í Bandaríkjun- um, og hefur veitt nýju blóði í höggmyndalistina. Gjaman er unn- ið með blönduð efni, t.d. notar Vignir málað gijót, brons og stein- steypu í eina og sömu myndina. Hugmyndafluginu er gefinn laus taumurinn og þessir skúlptúrar eru oft málaðir, enda virðist mun al- gengara en áður var, að málarar fáist einnig við skúlptúr. Umfjöllun um Vigni var ekki hægt að koma að í Lesbók, þegar hann opnaði sýningu sína í Galleríi Borg, en hann átti samtal við Súsönnu Sva- varsdóttur, sem birtist í Morgun- blaðinu og vísast til þess. Sýning Vignis stendur enn og fer hver að verða síðastur að sjá hana. Á sýningu fyrir nokkmm ámm vakti Vignir athygli fyrir stórar myndir, þar sem logandi fígúmr svifu um myndrúmið og getur að líta eina þeirra í Listasafni Háskóla íslands. Eins og nærri má geta, hefur Vignir gengið í gegnum ýms- ar breytingar síðan, en eftir sem áður er maðurinn helzta viðfangs- efni hans og þungamiðjan í flestum verkum hans. QS. ERLENDAR BÆKUR PAUL ZWEIG: WALT WHITMAN The Making of the Poet. Penguin Literary Biographies 1986. Walt Whitman líkti sér við hænu sem kjagar þetta fram og aftur um stíu sína í Ieit að einhveiju og skyndilega er hún sest úr alfaraleið til að verpa. Þannig sagði hann að hann hafi farið að þegar hann orti Gras- laufin sín. Þetta skáld opinbemnar og predikunar, skáld, sem hafði tröllatrú á því sem koma skyldi, kom og koma skal, skáld vegarins, æskunnar, ellinnar, skáld konu og manns; skáld alls, fæddist 1819 í New York-fylki. Ungur rataði hann í blaða- mennsku, skrifaði pólitískar greinar, slæm kvæði, ómerkilegar smásögur og skáldsögur sem seldust betur en annað sem hann skrif- aði. Þijátíu og sex ára gaf hann út kvæðabók sem þykir eitthvert mesta lista- verk bandarísks skáldskapar. Það er Leaves of Grass. Whitman lést á sjötugasta og þriðja aldursári sínu og hvað fleira? Hvað kom til að þessi maður varð ekki einasta rödd einnar kynslóðar, heldur margra? Hvemig fór hann að því að syngja, ekki bara sjálfan sig, það sem hann hafði barið augum, heldur alla víðáttu Norður- Ameríku í hjörtu lesenda sinna? Svarið er að miklu leyti hægt að finna í þessari ágætu ævisögu eftir Paul Zweig. CANDACE FLYNT: SINS OF OMISSION. Penguin Books 1986. Atarna er glúrin bók. Geggjunin er alls- ráðandi. Gengilbeina á pönnukökuhúsi heldur á spilum sem hvert og eitt er tromp á móti hundunum sem fórnarlömb hennar hafa á hendi. Sagan hefst á því að hún hringir í mann sem tekur fólk í einkatíma í gítarleik. Hún flekar hann og býr eigin- konu hans einkar snoturt helvíti með símhringingum og bréfum. Foreldrar og vin- ir eiginkonunnar fá sinn skerf af geggjun gengilbeinunnar og þegar á söguna líður býst maður við því versta. Fleiri persónur koma til sögunnar og greinilegt að gengil- beinan Suzanne hefur fleiri en eitt jám í eldinum og hamrar þegar vel stendur á. Sins of Omission er ein af þessum bestu nýju skáldsögum sem undirritaður hefur lesið á þessu ári og kannski því fyrra einnig. PETER LEVI: THE PELICAN HISTORY OF GREEK LITERATURE. Penguin books 1986. Þegar allt hefur verið ritað (komi sú stund þá einhvemtíma) og mannfólkið hefur af- lagt lestur með öllu en tekur við upplýsing- um í gegnum aðra miðla sem ekki em jafn tímafrekir og bækur og blöð, er viðbúið að margur borgarbijótur bókmenntanna gleymist, því hvaða máli skipta þeir í þjóð- félagi sem óhjákvæmilega hlýtur að byggj- ast á fallvaltri samtíð hvers tíma? Þá verður Snorri loksins höfuðlaus og Egill líka, Hóm- er gleymdur í blindni þess sem praktískt telst, Hallgrímur loksins sunginn undir eitr- aðan svörð og Dostojevskí, Dante og Schiller hafðir að athlægi. En mikið eigum við þó gott ennþá að geta horfið aftur og skoðað veröldina með svo ótalmörgum augum. Við verðum að skilja til að skoða, það á við um bókmenntir og allar aðrar listir. Til að skilja verðum við að tileinka okkur eitt og annað og þá veltur á lærimeistaranum hvort vel tekst til. Peter Levi er prýðilegur fræðimaður og í þessu riti um fomgrískar bókmenntir sýn- ir hann að hann er fær lærimeistari. Hann fjallar um bókmenntir Grikkja, frá Hómer til Plútarks, á skemmtilegan hátt. Lýrísku skáldin, leikskáldin, heimspekingarnir, ræðulistin og sagnfræðin fá sitt rúm sem vera ber og hjálpar höfundur lesandanum til skilnings á þessum glæstustu meðal glæstra bókmennta. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.