Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 5
I I Ljósm.: Pétur Brynjólfsson/Þjóðminjasafnið Þessi fína kaffi- verslun vará Laugavegi 10 (þar sem nú erNesco) fyrir um 70 árum. Kaupmaðurinn, Ax- el Carlquist, stend- urídyrunum. í MÁL VIÐ LANDSJÓÐ Eftir að vínbannið gekk í gildi, í byrjun árs 1915, fór Benedikt kaupmaður í mál við landsjóð til að fá skaðabætur fyrir at- vinnuspjöll þau sem bannlögin bökuðu honum. Hann tapaði málinu og seldi verslun sína þó að brennivín hafi aðeins verið hluti hennar. Annars var Benedikt hinn merkasti menningarmaður, safnari og gáfumaður og arfleiddi Háskóla íslands að geysimiklu bóka-, póstkorta-, fregnmiða- og bæklinga- safni. Svo ástríðufullur safnari var hann að sagt var að hann færi og losaði auglýsinga- og fregnmiða af staurum ef hann gat ekki öðruvísi náð í slíka prentaða snepla. Það væri til að æra óstöðugan að telja upp alla kaupmenn við Laugaveg og allar verslanir en gjörólíkur var verslunarmátinn þá miðað við það sem nú er. Unnið var 6 daga vikunnar frá því eldsnemma á morgn- ana og langt fram á kvöld og stundum á sunnudögum líka. Eftirfarandi frétt var f Morgunblaðinu 6. september 1916 og lýsir hún vel þeim verslunarmáta sem hafði tíðkast fram að því: „í sumar komu allir kaupmenn á Lauga- veginum sér saman um að Ioka búðum sínum kl. 8 að kvöldi alla daga nema laugardaga, þá hefir verið opið til kl. 9 að kvöldi. — Samkomulag þetta gerðu kaupmenn með sér til 15. sept., en það mun hafa verið gert ráð fyrir því af flestum þeirra að þessi lokunartími héldist einnig í vetur. Heyrst hefir, að einhverjir vilji nú skerast úr leik og ætli að halda búðum sínum opnum langt fram á nótt, þegar komið er fram yfir miðj- an mánuð. Vér trúum því varla, fyr en vér reynum, að þeir séu margir sem ætli að taka upp gömlu venjuna og loka ekki fyr en undir miðnætti. Þeir græða ekkert á því, en það er útslit á verzlunarþjónum, sem tæplega ætti að líðast." Framhald síðar. Höfundurinn er sagnfræðingur. á móti ferðamönnum úr sveitinni og hafði stórt hesthús á baklóðinni. Sonur hans var Þorgrímur kaupmaður á Bergstaðastræti 33 og þess skal getið til gamans að bama- böm Guðmundar Ámundasonar á Laugavegi 70 voru þeir Jón Sigurðsson borgarlæknir, Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt og Hörður Ágústsson listmálari, sem allir hafa látið til sín taka um útlit borgarinnar. Systir Ólafs og Guðmundar Ámundasona hét Guðrún, en meðal bama hennar voru þau Ámundi Árnason, kaupmaður á Hverfís- götu 37 og Guðríður Ámadóttir Bramm, sem lengi rak Fatabúðina í Hafnarstræti 15. Þannig gengur kaupmennskan í ættir. Þekktir Borgarar Margir kaupmanna við Laugaveg á fyrri hluta aldarinnar voru meðal þekktustu borg- ara Reykjavíkur. Hver kannast ekki við Sigurbjöm í Vísi á Laugavegi 1, Gunnar Sigurðsson í Von á Laugavegi 55 eða Gunn- ar Þórðarson í Vögg á Laugavegi 64? Einn var Hannes Jónsson, sem verslaði á Lauga- vegi 28 á ámnum 1919—1928 eða eftir að Árni Einarsson í Versluninni Frón fór á hausinn, en Ámi kemur við sögu í endur- minningum Halldórs Laxness. Hannes þessi hafði lag á að auglýsa líflega í blöðunum og talaði þar til viðskiptavina í kumpánleg- um og heimilislegum tón. Hann þóttist vera ódýrastur allra og kallaði verð á' vöram sínum Hannesarverð. Búðarmaður hjá hon- um hét Gunnar Jónsson, en árið 1926 fór Gunnar sjálfur að versla í Vögg á Lauga- vegi 64 og auglýsti þá — kannski til að stríða fyrrverandi húsbónda sínum: Verðið jafnvel ódýrara en hjá Hannesi! Um og eftir aldamót var Benedikt S. Þórarinsson á Laugavegi 7 einna frægastur Laugavegskaupmanna, ekki síst fyrir brennivínssölu sína. Þangað fóra skútusjó- menn í hópnum til að „fá sér í teinæringinn" eins og þeir sögðu, en það var fullt pelamál af brennivíni. Bensi Þór var líka frægur fyrir líflegar auglýsingar. Þannig var t.d. texti auglýsingar frá honum í Þjóðólfi 1926: „Reynslan er sannleikur, sagði Repp. Portvínin og Sherryvínin spánsku, er Ben. S. Þórarinsson selur, era víðfræg um allan heim fyrir það, að þau lækna alla taugaveiklun og bæta meltinguna, en brennivínið þjóðfræga fyrir það, að það lífgar, hressir, huggar og gleður mannsins anda. Ben. S. Þór er þögull og segir aldrei frá, hverjir við hann verzla." Þetta glæsilega verslun- arhús reisti Siggeir Torfason kaupmaður árið 1901 á Laugavegi 13. Son- arsonur hans, Hjalti Geir Kristjánsson, verslarenn á sama stað en ínýju húsi. Ilitla húsinu á Laugavegi 15 bjó Kristín Ólafsdóttir, ekkja Ólafs Jónssonar í Hafnarfirði. Ljósm.: Pétur Brynjólfsson/Þjóðminjasafnið LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30 MAÍ 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.