Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 11
sem eru litlu stærri en grafhýsin fremst á myndinni minnka eftir því sem innar dregur og hverfa síðan í birtu kaldrar sumamætur- innar. ÁSTFÓLGNAR MYNDIR ÞÓRARINSB Þórarinn Benedikt Þorláksson er eini íslenski málarinn á þessari sýningu og eflaust vegna þess að hann var eini íslenski myndlistarmaðurinn sem féll inn í þetta tímabil. Undirrituð hefði samt óskað eftir að sjá Kjarvalsverk í stað þessara íjögurra natúralísku landslagsmjmda Þórarins. En þau eru: Þingvellir (1900), Stóri Dímon (1902), Eyjafjallajökull (1903) og Sólarlag við Tjömina (1905). Ástfólgnar myndir af ástfólgnum stöðum, sem snerta rómantíska strengi íslendings erlendis og framkalla með því nostalgíska heimþrá. Listgagnrýnandi dagblaðsins Le Monde, Frédéric Edelmann spyr réttilega að mínu mati hvort verk Þórarins verðskuldi ekki kynningu í öðruvísi samhengi? Flestir aðrir sem skrifa um sýninguna minnast á Þórarin og taka tillit til þess að hann hafí verið að ryðja brautir og sumir tala um fyrsta íslenska málarann sem hafí horft á land sitt með augum íslendings. Kynning á NORRÆNNI Myndlist Fer Vaxandi í Frakklandi Eins og drepið er á í formála sýningar- skrár þekkja Frakkar almennt mjög lítið til norrænnar menningar. Þeir þekkja yfírborð ísjakans og þá helst bókmenntimar og tón- listina en myndlistin er þeim að mestu Iokuð bók, nema Munch. Gallen Kallela vakti jú mikla athygli á sýningu sem haldin var í Stóru Höllinni, Grand Palais, 1976 og hét „Symbólismi í Evrópu" og sýningin „Gullöld danskrar málaralistar" haldin á sama stað 1984 var algjör uppljóstran fyrir franska listunnendur. Sýningin „Norðanað" sem haldin var í Musée des Arts Décoratifs í mars á síðastliðnu ári gaf örlítið sýnishom af því sem er að gerast í dag á Norðurlönd- um. En það er ekki fyrr en nú með „Lumier- es du Nord" sem Frakkar fá að sjá yfírlits- sýningu á norrænni list og ef við dæmum eftir viðtökum og aðsókn má segja að sýn- ingin hafí heppnast einstaklega vel og vakið gríðarlega forvitni, enda hafa listgagnrýn- endumir ekki farið leynt með ánægju sína í dagblöðunum og listtímaritum og ekki að ástæðulausu því sýningin er stórfalleg. HVAÐAN KOMUM VlÐ? HverErumVið? Hvert FÖRUM Við? Þjóðemisvitund Norðurlandabúa er afar sterk og era eflaust ýmsar orsakir fyrir því. Noregur losnar undan sænskum yfírráð- um 1903, Finnland frá Rússlandi 1917 og ísland frá Danmörku 1918. Þjóðemisvitund- in var mjög ofarlega á baugi um aldamótin og iöndin öll í leit að sjáifsímynd. Því verð- ur hin þríeina spuming Gauguins æði áleitin við skoðun sýningarinnar. „Hvaðan komum við? Hver eram við? Hvert föram við?“ Nor- rænu málaramir gefa okkur allir mjög persónuleg svör með því að kryfja sinn eig- in reynsluheim, umhverfí og fortíð og gera okkur með því að þátttakendum í þessum margslungna speglasal sem lífð er. Sýningunni lauk 17. maí. París 21. april 1987 Höfundurinn er listfræðingur og býr i París. PANTAGRULL EFTIR FRANCOIS RABEALAIS Fyrsti kafli af fimm, sem þýðandinn, Erlingur E. Halldórsson, hefur valið til birtingar. jögur hundruð áttatíu fjörutíu og fjögurra ára að aldri gat Garantúi son sinn Pantagrúl við konu sinni; hún hét Badebekk, dóttir konungs Amóróta í Útópíu, og dó af bamsfararsótt; því hann var svo furðulega stór og svo þungur að Franska skáldið Francois Rabealais fæddist 1483 ogdó 1553, sjötugur að aldri. Lesendur Lesbókar hafa áður haft kynni af þessum löngu liðna höfundi, þegar birtir voru kaflar úr Gargantúa, einnig í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. hann gat ekki komist inn í heiminn án þess að kæfa móður sína. En til að skilja til hlítar ástæður og orsök fyrir nafninu sem honum var gef- ið við skímina þá skuluð þið hafa í huga að á því ári var þurrkur svo mikill í Afríku að það liðu þijátíu og sex mánuð- ir, fjórir dagar, þrettán stundir og lítið eitt meira án þess það kæmi dropi úr lofti, og sólin var svo funandi að jörðin skrælnaði öll: jafnvel á dögum Elía var hitinn ekki jafn yfírþyrmandi, því ekki var eitt tré uppistandandi á landinu sem bar lauf eða blóm. Grasið gulnaði, ámar rannu burt, lindimar þomuðu; vesalings fískamir, fírrtir sínum lífheimi, kókluð- ust um landið og skræktu hroðalega; fuglamir duttu niðrúr himninum af vætuskorti; úlfar, refir, hirtir, geltir, dádýr, hérar, íkomar, hreysikettir, merð- ir, greifingjar og aðrar skepnur fundust dauð á vellinum, með gapandi skolta. Hvað mennina áhrærir, þá var eymd þeirra mest. Það mátti sjá þá með laf- andi tungu, eins og mjóhundar eftir sex tíma hlaup; margir köstuðu sér í branna; aðrir komu sér undir kviðinn á kú til að vera í skugga, og þá kallar Hómer Ali- bantes. Hvergi var lífsmark að sjá. Það var hörmulegt að sjá erfiðið sem menn lögðu á sig til að slökkva þennan hræði- lega þorsta, og það var enginn hægðar- leikur að komast hjá því að vígt vatnið í kirkjunum gengi til þurrðar; en þeir komu þvi svo fyrir, að ráði herra kardiná- lanna og Heilags föður að enginn þorði að súpa nema einn sopa. Og þó gekk enginn svo í kirkju að ekki kæmu tugir þyrstra volæðinga á eftir honum og eltu þann sem útdeildi vatninu, með munninn upp á gátt til að grípa smá dropa, eins og ríki maðurinn, svo ekkert færi til spillis. Ó, sæll var sá er áttí á þeim tfma svalan og vel birgan kjallara! Heimspekingurinn segir svo frá, þegar hann er að velta fyrir sér af hverju vatn sjávar er salt, að þá er Febus fékk stjóm hinnar ljósgæfu kerra í hendur syni sínum Fetoni, sem var reynslul&us og kunni ekki að fylgja' sporbaughum á milli hinna tveggja hvarfa á brauts ólar, þá vék drengurinn út af vegirium og nálgaðist jörðina svo mjög að hann þurrkaði upp öll löndin undir sér ög sveið stóran hluta af himninum sem Heim- spekingamir kalla Via lactea og froðu- snakkar nefna Heilags-Jakobsveg, enda þótt stórbrotnustu skáldin segi að þetta sé staðurinn þar sem niður féll mjólk Júnóar þegar hún gaf Herkúlusi bijóst: þá hitnaði jörðin svo mjög að hún tók að svitna, og þessi sviti myndaði sjóinn, sem er saltur af því að allur sviti er saltur; þetta getið þið sannprófað ef þið smakkið á ykkar eigin, eða á svita sára- sjúklinganna þegar þeir era látnir svitna; í sama kemur. Og nærri að segja það sama kom fyr- ir á þessu ári, því fímmtudag einn þegar allir vora við trúariðkanir og fóru í fína helgigöngu með alls kyns bænasöng og fallegum sálmum, og ákölluðu Guð al- máttugan að honum mætti virðast að líta sínu náðarauga til þeirra í þessari miklu neyð, þá sáust glögglega stórir vatnsdropar spretta út úr jörðinni, eins og þegar maður verður kófsveittur. Og aumingjans fólkið tók að fagna eins og hagur þess hefði vænkast, því ýmsir sögðu að nú þyrfti ekki lengur að vænta regns af því það væri ekki vottur af raka í Ioftinu, og að jörðin væri að bæta upp þennan skort. Aðrir, lærðu mennimir, sögðu að þetta regn væri frá Antipód- um, svo sem Seneca skýrir frá í Questiones Nationales (4. bók), er hann talar um upphaf og uppsprettu Nflar- fljóts; en þeim skjátlaðist, því eftir skrúðgönguna þegar hver og einn vildi safria saman þessari dögg og drekka skálarfylli af henni, þá fundu þeir að þetta var bara saltvatn, saltara og verra heldur en sjóvatnið. Og vegna þess að Pantagrúll fæddist á þeim sama degi þá gaf faðir hans honum þetta nafn: því panta á grísku þýðir allur, og gruel (eða grúll) á serk- neskri tungu merkir þyrstur; og vildi hann með því gefa í skyn að á fæðingar- stundu drengsins hafí heimurinn allur verið þyrstur, og jafnframt sá hann af sagnaranda að dag einn myndi sonur hans drottna yfir öllum þyrstum mönn- um, eins og honum var sýnt í sömu andrá með annarri jarteikn enn augljós- ari. Því þegar móðir drengsins varð léttari og nærkonumar biðu þess að taka á móti honum, þá komu fyrst út úr kviði hennar sextíu og átta múldýrasveinar, og teymdi hver þeirra á hálsbandi múl- dýr klyijað salti; þar næst komu úr kviði hennar níu drómedarar klyflaðir svínshöm og reyktum uxatungum, sjö kameldýr klyfjuð söltum ál, síðan tutt- ugu og fjögur kerrahlöss af graslauki, geirlauki og blaðlauki: við þessu öllu hraus yfírsetukonunum hugur en nokkr- ar sögu: Þetta era góðar vistir. Reyndar höfum við drakkið við sleitur, drekkum nú eins og Svissari! Þetta hlýtur að vera góður fyrirboði, það hvetur til víndrykkju. Og meðan þær höfðu uppi þetta hé- gómatal, út kom Pantagrúll, loðinn eins og bjöm; og við það að sjá hann sagði ein þeirra af sagnaranda: Hann er fæddur alhærður, hann vinn- ur kraftaverk; og ef hann lifír nær hann fullum þroska. Frh. siðar í Lesbók. Ath.: Bókin kemur væntanlega út í haust (ásamt Gargantúa) hjá forlaginu Svart á hvítu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30 MAÍ 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.