Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 14
MÁTTUR HUGSUNAR að er skoðun þess, sem hér heldur á penna, að hver maður búi yfir tvenns konar hæfileik- um, hvort sem menn gera sér það ljóst eða ekki. Við erum nefnilega tvennt í senn: út- varp og viðtæki. Við útvörpum ekki einungis því sem við segjum, heldur einnig hugsunum okkar, og aðrir geta tekið við því síðar- nefnda ekki síður en hinu, sem menn heyra okkur segja. Það virðist hins vegar vera ríkjandi skoðun, að hugsunin skipti litlu máli, því aðrir vita ekkert um hvað við hugs- um, fyrr en við látum slíkt í ljós í mæltu máli. Þetta er hrapallegur misskilningur, sem meðal annars er grundvöllur að þeirri hræsni, sem er ríkjandi meðal mannanna. Hugsun er vitanlega oftast undirstaða at- hafna, svo að sjá má hvað menn hugsa með því að íhuga athafnir þeirra. En hugsun er ekki einungis afl athafna, heldur lifandi máttur, sem áhrif getur haft beinlínis á aðrar manneskjur. Þótt mönnum stundum takist að leyna hugsun sinni, einkum ef talið er að slík hugsun sé höfundi hennar til lítils sóma, þá dregur það ekki úr virkni hennar. Af þessu leiðir, að það er ekki nóg að gæta þess að gera sig ekki sekan um ill verk, heldur er hveijum manni nauðsynlegt, að forðast illar hugsanir eins og heitan eld- inn, því þær verða jafnan höfundi sínum til tjóns, þótt ætlaðar séu öðrum til ófara. Hugsun hvers manns hefur í för með sér útgeislun frá honum, sem viðkvæmt fólk getur beinlínis orðið vart við og því beinlín- is valdið óþægindum. Lesandi góður! Hefurðu nokkru sinni hugleitt hvemig á því stendur til dæmis, að nálægt sumum manneskjum líður þér Hver maður er bæði útvarp og viðtæki og þess vegna er nauðsynlegt að forðast illar hugsanir, því þær verða höfundi sínum til tjóns jafnan vel, en illa í návist annarra. Þetta stafar beinlínis af mismunandi útgeislun, annars vegar jákvæðra hugsana, en hins vegar neikvæðra. Sama skýring gildir einn- ig um það, hvers vegna þér líður betur á sumum heimilum en öðmm, þegar þú kem- ur í heimsókn. Það er þessi mismunandi útgeislun þeirra sem þar eiga heima, sem því veldur. Þegar þetta er haft í huga verður ljóst, hve gífurlega mikilsvert það er hverri mann- eskju, að temja sér góðvild og jákvæðan hugsunarhátt. Þannig getur þér ekki liðið vel nema í návist kærleiksríkrar manneskju, það er því ekki nóg að forðast ómsæmilegar athafnir. Það verður að temja sér góðvild til allra í hugsun. Það er nefnilega misskiln- ingur, að hægt sé til frambúðar að leyna hugsunarhætti sínum. Hann brýst út í at- höfnum fyrr eða síðar. Rangar hugsanir eru undirstaða rangra athafna, því ber að forð- ast þær. Og ekki nóg með það. Þær geymast í svonefndum hugsanagervum. Hugsanagervi Þegar einnig er haft í huga, að hugsanir geta með vissum hætti tekið sér um tíma eins konar bólfestu á þeim stöðum þar sem þær verða til, í hugsanagervum, þá verður enn ljósara hve mikilvægt er að gefa hugs- unum sínum gaum. Skal ég nú nefna einfalt dæmi um jákvæð hugsanagervi. Hver mað- ur, sem á ferð um landið hefur gefíð sér tíma til þess að koma einn síns liðs inn í gamla kirkju og dvelja þar um stund, hlýtur að kannast við það, að hugur hans lyftist til þess sem gott er og fagurt, sökum þeirr- ar stemmningar, sem ríkir í gömlum guðshúsum. Hvemig stendur á því? Það stafar af þeirri einföldu sannreynd, að þeg- ar við göngum til guðsþjónustu hlýtur hugur okkar að verða jákvæður. Sálmamir sem við heyrum og orð prestsins minna okkur á hina miklu fyrirmynd okkar allra, Jesúm Krist. Hvemig sem hugur okkar kann að snúast í önnum hversdagsins fer ekki hjá því, að hann lyftist og göfgist í guðsþjón- ustu. Við erum vafalaust flest skárri þá stundina en ella. Þegar við göngum inn í gamla kirkju, þá er þar að finna hugsana- gervi §ölda fólks, og þau eru af framan- greindum ástæðum jákvæð. Þess vegna líður okkur vel. Hugsanagervin haldast þótt þeir sem hugsuðu séu fyrir löngu búnir að kveðja þessa jörð. Þannig halda hugsandir með vissum hætti áfram að lifa, löngu eftir að hugsandi er horfínn. Ég vil nú nefna dæmi um neikvæð hugs- anagervi, því það, sem ég benti á hér að framan, var vissulega um jákvæð hugsana- gervi. Kunningi minn einn, sem stundaði nám um tíma í Þýskalandi, ákvað, eins og nú er títt, að skreppa til útlanda sér til ánægju og skemmtunar. Hann ákvað að velja sér ferð með báti upp hið fræga Rínar- fljót, en við það fljót er frjöldi fomra kastala, sem eiga sér langa og merka sögu og eru því sýndir ferðamönnum sem þess óska. Hann kom í einn þessara fomu kastala, sem þama vom sýndir ferðamönnum. Þeir höfðu vitanlega leiðsögumann, sem var þaulkunn- ugur allri sögu þessarar fomu byggingar og hafði frá ýmsu athyglisverðu að segja. Þetta gekk nú allt saman vel, þangað til komið var að stóm herbergi neðarlega í byggingunni. Þegar hópurinn fór í gegnum þetta herbergi brá svo við hjá þessum íslenska ferðamanni, að það fór um hann mikill ónotahrollur og honum tók að líða mjög illa. Honum þótti þetta kyndugt sem von var, og það var jafnvel farið að hvarfla að honum, að hann væri að verða veikur. Hann ákvað þó að gefast ekki upp við svo búið. Það reyndist hyggileg ákvörðun, því þegar hann er kominn út úr þessari vistar- vem og hópurinn hélt áfram skoðunarferð sinni um kastalann, jafnaði hann sig brátt aftur og virtist ná sér að fullu. Þegar þessari skoðunarferð var lokið ákvað hann þó að ná tali af leiðsögumanni þeirra andartak. Þetta var vingjarnlegur roskinn maður. íslendingurinn sagði honum frá þeim áhrifum sem hann hefði orðið fyrir í þessu herbergi. Leiðsögumaðurinn spurði hann þá nánar um það hvar þetta hefði gerst. Þegar honum var orðið það ljóst brosti hann svolítið útí annað munnvikið og sagði, að hann væri ekki eini ferðamaður- inn, sem hefði orðið var slíkra slæmra áhrifa, einmitt á þessum stað. Hann sagðist svo sem ekki hafa neitt vit á dulrænum áhrifum eða þess háttar, en taldi þó rétt að segja honum, að fyrrmeir hefðu í her- bergi þessu verið ýmiss konar áhöld á veggjum og víðar, en væri nú búið að fjar- lægja allt slíkt dót, því þetta hefðu verið fom tæki ýmiss konar til þess að pynda menn. En það væri vitanlega ekki tilgangur- inn að hræða ferðamenn með sögum af slíku, eða sýna þarna verkfæri sem notuð hefðu verið til pyndinga. Þetta var nefnilega hluti af fangelsi kastalans, þó nú sæjust þess engjn merki. Það þarf ekki að taka það fram, að sér- stakt hugarfar þarf til þess að fást við pyndingar, og grimmd. Ahrifin sem landi okkar varð þama fyrir stöfuðu því af nei- kvæðum hugsanagervum, sem þama er enn að fínna, þótt langt sé liðið síðan grimmdar- verk vom þama framin. Ef ég um þessar mundir hefði í hyggju að kaupa mér gamalt hús til þess að búa í myndi ég því reyna að afla mér sem bestra upplýsinga um það, hvaða fólk þar hefði áður búið og hvemig það hefði lifað og hugsað. JENNA JENSDÓTTIR: Gugguhús Gugguhús grá þúst á sandorprtum malarkambi skammt frá vörinni í nótt slokknaði líf Friðriks ræðara í Gugguhúsi hijótt meðan svefninn þrýsti því útfyrir draumlaus endamörk sín Sjötugt iíf líkt og norðan nístingurinn er barði utan húsið og bar sjávarseltu á flagnaða málningu og litlar veðraðar rúður. Tveir bræður lágir í lofti er morgunninn birti þeim gráma í fjöllum kólgu við hafrönd leiddust að Gugguhúsi Rjóðar kinnar ullarhúfur hlýir vettlingar sem urðu að veruleika þegar prjónarnir tifuðu án afláts í höndum gamallar konu í Gugguhúsi meðan vorið sat enn að völdum. Fiskur og ull gjafmildar hendur ástríkt viðmót lokkuðu, töfruðu ung spor frá ári til árs tendruðu innsæi opnum barnshugum. Auð og tóm bæði sætin í Gugguhúsi tár á hvörmum sorg og sviði ung spor þung. Enn skín sól góðviðrisdaga er gefur á sjó geislar hennar bera ekki sömu birtu í sálir þeirra sem áttu lítil spor í Gugguhús er þeir nú líta rúst á malarkambi og horfinn bát úr vör. Höfundurinn er rithöfundur í Reykja- vík. Höfundurinn er landsþekktur leikari og skrifar mánaðarlega þætti í Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.