Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 8
Flestir muna efiaust eftir hinni gríðarstóru og fjölþættu menningarkynningu sem haldin var í Bandaríkjunum árin 1982—83 undir nafninu Scandinavia Today. Þar var meðal annarra sýning á verkum norrænna aldamótamálara, Um sýningu Norðurlandamálara, Þórarins B. Þorlákssonar þar á meðal, sem bundin er við árabilið 1895—1905 og hefur nú síðast haft viðkomu í Litlu Höllinni í París, þar sem hún vakti verðskuldaða athygli. „Northem Light", í ljósi norðursins, sem vakti mikla athygli og hlaut góðar við- tökur. Svipuð sýning varð síðan farandsýn- - ing í Evrópu. Fyrsta viðkoma var í London (Hayward Gallery 8. júlí—5. okt. ’86), þar sem hún hlaut nafnið „Dreams of a Sum- mer Night" síðan Dusseldorf (Kunstmuseum 26. okt.—25. jan. ’87), „Im Lichte des Nord- ens“, og nú að síðustu París þar sem hún er umfangsmeiri en áður (40 verk hafa baast við) og hér í höfuðborginni við Signu er hún nefnd „Lumiérés du Nord". Titillinn er táknrænn og vekur þegar athygli leik- manna jafnt sem fagmanna, af því að þessi norðlæga birta er öllum löndunum sameigin- leg, enda þótt hún sé misjafnlega tær eftir breiddargráðu. Sýningin var opnuð með mikilli viðhöfn í Litlu Höllinni, Petit Palais, þann 19. febrú-' ar síðastliðinn að viðstaddri drottningu Danaveldis og fleira stórmenni. Daginn eft- ir voru haldnir fyrirlestrar í tengslum við sýninguna, þar sem sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum (nema Islandi?) fjölluðu um einstaka listamenn. Frú Denise Bemard Foliiot, franskur Norðurlandavinur, list- fræðingur og þýðandi (meðal annars þýðandi sýningarskrár) vildi ekki láta við svo búið standa og tók að sér að tala um eina íslenska þátttakandann, Þórarin B. Þorláksson. ÁRIN 1885-1905 EFTIR LAUFEYJU HELGADÓTTUR Sýningin á Scandinavia Today menning- arkynningunni var bundin ámnum 1880—1914. Parísarútgáfunni hefur verið sniðinn enn þrengri stakkur, 1885—1905, sem gefur eflaust betri heildarsvip. Á þessu tímabili efldust tengslin við menningarstrauma meginlandsins, sérstak- lega við Frakkland, og flestir málaramir sem eiga verk á þessari sýningu eiga það sam- merkt að hafa farið burt til að leita sér menntunar. Thérése Burollet, ein umsjónar- manna sýningarinnar, skrifar kafla í sýningarskrá sem hún nefnir, „Þetta Frakk- land . . . þar sem allt er mögulegt” og þar gerir hún grein fýrir áhrifum franskra 19. aldar málara á norræna starfsbræður sína. Hún tekur aðaliega sem dæmi Millet og Courbet og leggur sérstaka áherslu á mikil- Edvard Munch: Askn, 1894 vægi raunsæisáhrifa Courbet á landslags- málverkið. Einnig talar hún um ferðalög norrænu listamannanna til Parísar og reyn- ir að varpa ljósi á þá miklu ringlureið og margbreytileika sem ríkti í listaheimi borg- arinnar. En þó að París hafi verið afgerandi lær- dómslind fyrir þessa norrænu málara og Jules Bastien Lepage sérstök fyrirmynd, höfðu þeir geysimikinn áhuga á mönnum eins og Amold Böcklin, Ferdinand Hodler, Caspar David Frederic, William Blake og ameríska málaranum James Mac Neill Whistler, og sjást þess merki á sýningunni allri. ÚrNatúralisma YfirÍ Symbólisma Natúralisminn, sem var útbreiddasta stefna á Norðurlöndum á þessum árum, vék smám saman fyrir víðari viðhorfum sem leituðust við að opna nýjar gáttir og skapa ný form. Tengslin milli ritlistar og myndlist- ar urðu t.d. sterkari en áður og sú hreyfing sem varð hvað mest áberandi var symból- isminn. Hann breiddist út á mjög sérstæðan hátt á Norðurlöndum og varð þekktur und- ir nafninu þjóðemisrómantík eða ný- rómantík. Þessi stefna var eins og sniðin að hugsunarhætti Norðurlandabúa, nátengd hugarheimi þeirra og full af jrfímáttúruleg- um fyrirbærum. Andstætt öðmm symbólist- um virðast þeir ekki hafa fallið í gryíju íburðar og prjáls sem síðar átti eftir að ein- kenna marga evrópska málara tengda þessum straumum. Norrænu málaramir vildu skyggnast undir hörund mannslíkam- ans og vom mjög uppteknir af dulspeki, yfimáttúmlegum hlutum og dáleiðslu, en 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.