Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 10
verki Jens Ferdinand Willumsen, „Eftir storminn", sem í hástemmdum litatónum hefur yfír sér djarfan „kitch" blæ og minnir um sumt á verk nokkurra nýmálverksmála. En Willumsen var einna fyrstur til að slíta af sér bönd natúralismans og hann hafði mikil áhrif á ungu kynslóðina í kringum 1890. En stjama dönsku málaralistarinnar og opinberun sýningarinnar er Vilhelm Ham- mershai. Hann er sá málari sem hefur fengið mesta athygli vestan hafs og hér fyrir aust- an. Listgagnrýnandi dagblaðsins Liberation Hervé Gauville skrifaði heilsíðugrein um sýninguna, þar sem Hammershoi er megin uppistaða greinarinnar. Hinir málaramir eru að hans mati aðeins skrautbúnaður í kring- um hann (að undanteknum Munch og Strindberg) og hann heldur því fram að þó ekki væri nema fyrir hann sé sýningin þess virði að berja hana augum. Hammershai (1844—1916) sem var nem- andi Krayer er nokkurs konar tengiliður aldarinnar milli gullaldarskeiðs dönsku mál- aralistarinnar og aldamótaáranna. Mynd- heimur hans er innhverfur og leyndardóms- fullur og hvort sem hann málar portrettmynd eða landslag beitir hann alltaf sömu ströngu myndskriftinni og einatt er það birtan sem situr í fyrirrúmi. Hann setur efnisvali sínu þröngar skorður og takmarkar litaspjald sitt nær eingöngu við svart og hvítt og tónana þar á milli. „Fimm manns- myndir" (1901) sem sýnir fímm þekkta karlmenn sitjandi kringum hvítan borðdúk sem er í laginu eins og líkkista, er eitt besta Jens Ferdinand Willumsen: Eftir storminn, 1905 I r» '/rntVrTtoMii -»o "mm+o r»T4"rT rmo rrrck'3 andstæða í öllu þessu nostri, kímni og inni- legheitum við hin verk sýningarinnar, sem myndu flest hver teljast vera á alvarlegri línunni. Emst Josephson og Strindberg eru sér á parti, snillingar og öfgasinnar báðir tveir. Sá fyrmeftidi varð geðveikur 37 ára gam- all eftir að hafa átt litríkan og fjölbreyttan listamannsferil. Hann dvaldi langdvölum á eyjunni Bréhat við Bretagneskagann, eins og drepið var á hér fyrr, þar sem hann stund- aði andatrúarfundi, dáleiðslu og lét jafnvel „dauða málara mála í gegnum sig“. Mál- verk hans og teikningar sem eru oft einkenniieg blanda fegurðar og furðuleika, ólgandi af hugmyndaauðgi, bera vott um mjög sterkt myndrænt frelsi. Rithöfundinn Strindberg þekkja flestir en fáir vita að hann málaði. Myndverk hans voru álitnar kenjóttar tilraunir á sínum tíma en eru nú loksins metin að verðleikum. Ég verð að viðurkenna að það voru verk Strind- bergs sem komu mér mest á óvart, en þessi málverk eiga sér eflaust engar hliðstæður í evrópskri list á þessum tíma. Þau eru afar nútímaleg, næstum abstrakt og minna í sterkri efnisáferð sinni frekar á verk eftir listamenn eins og Fautrier, Wols eða jafn- vel Pollock, sem máluðu löngu síðar. MUNCH, LOKSINS í RÉTTUSAMHENGI I Noregi var það Munch sem reif sig fyrst- ur út úr hömlum natúralismans og steig öruggur með báða fætur inn í tuttugustu Vilhelm Hammarshöi: Innimynd með sitjandi konu, 1908 Laurits Andersen Ring: Gamla konan og dauðinn '1 dæmið um fæmi hans á eintónasviðinu. Myndin gæti verið sena úr kvikmynd eftir Alfred Hitchcock og hin mikilfenglega stærð skósóla Carls Holsee, sem er lengst til hægri á myndinni, er afar skondin. Kvenfígúrur Hammershoi eru oftast dökkklæddar og snúa baki í áhorfendur. Innimyndin með sitjandi konu frá 1908 er að mínu mati ein fallegasta mynd sýningar- innar. Það er eins og ekkert geti raskað þögn og ró þessara kvenna sem eru njörvað- ar við iðju sína í grámósku hvunndagsins. Hér hefur tíminn staðnæmst. Vissulega minna þær okkur á Vermeer, en litaspjaldið og umhverfíð er allt annað og datt mér einn- ig ameríski málarinn Edward Hopper í hug. Snillingar Og Öfgasinnar Þekktustu málarar Svíþjóðar á þessum árum eru Anders Zom, Bruno Liljefors og Carl Larsson. Orðstír Zom náði út fyrir Svíþjóð og er óhætt að segja að hann hafí verið einn virtasti málari á Norðurlöndum á þessum tíma. Það voru einkum portrett- myndir hans ásamt myndum af nöktum, hraustlegum stúlkum í baði við tjöm, læk eða sjó, sem nutu hvað mestra vinsælda. Carl Larsson þekkja mörg böm vegna bókaskreytinga hans sem hafa víða farið. En málverk hans minna einnig sum hver á síður í myndabók og em hér skemmtileg Ejnar Nielsen: Og í augum hans sá ég dauðann, 1897 öldina. I síðasta sal sýningarinnar hanga sjö verk eftir hann öndvert við hafrótsmynd- ir Strindbergs líkt og skipuleggjendur sýningarinnar hafi viljað ljúka sýningunni á mikilfenglegan hátt. Myndir Munchs em hver annarri dul- magnaðri. „Inger á ströndinni“ (1889) og „Portrett af Inger", (1892) virðast friðsælar í dulrænni fegurð sinni við hliðina á myndum eins og „Ösku“ (1894) og „Rauða vín- viðnum" (1898—1900) sem eru kynngi- magnaðar og örvæntingarfullar. Konan sem hann dáði og óttaðist varð aðalþema verka hans ásamt ástinni og dauðanum og fáir hafa túlkað tíðarandann betur né verið næmari á samtíð sína en Munch. Mynd- heimur hans er innhverfur sjálfsskoðunar- heimur handan allra tímasetninga. Loksins gafst tækifæri fyrir þá sem dá Munch og þekkja að sjá hann innan um norræna alda- mótamálara og sést hér mjög vel hve innbyrðis tengsl þeirra era sterk. Því þó Munch sé fullkomlega alþjóðlegur em rætur hans og uppmni samgróin þessari norrænu arfleifð. Fyrir utan Munch er Harald Sohlberg eftirtektarverðastur af norsku málumnum og má sjá sterk áhrif frá Munch í verkum hans. Myndin Nótt (1904) er mjög áleitin. Kirkjan sem stendur fyrir miðju háleit og tíguleg verður eins konar tengiliður á landa- mæmm hinna lifandi og dauðu. Þorpshúsin ú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.