Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 7
ÞRJÚ UÓÐ EFTIR SEAMUS HEAIMEY Karl Guðmundsson þýddi HARMATÖLUR SVIGIMIS í kvöld er mjöllin köld. Ég var kominn að þrotum en hungur og angur eiga sér engin þrot. Sjáið mig, auman og illa til reika, Svigni frá Rósarkinn. Sjáið mig á sífelldum erli marka ný spor og sífellt í nótt. Við ber að setji’ að mér geig. Við óttans grip yndi ég segl og sigldi út yfir öll þekkt höf, Ég er sá óði í Bálkadal, Vind-strýktur, nakinn eins og vetrar tré fært í svart frost og freðna mjöll. Ath.: í fornum kvæðabálkum írsku, sem þeim er þetta kvæði á upp- runa sinn í, kemur einatt aöalorð upphafs-línu kvæðisins fyrir endurtek- iöilokalínunni. (Frumkvæðið er frá því seint á 12. öld, um 1170. (Þýð.).) LÖGREGLUMAÐUR KVEÐUR DYRA Hann hafði losað ól af þungum kladda, og hann pabbi taldi fram ræktað land — / ekrum, kvart-ekrum, og brotum. Útreikningar og ótti. Mér varð starsýnt á gljáfáið hylkið með hnepptu loki, og axlasnúran íbjúgsveig að handfangi byssunnar. „Nokkrir aðrir garðávextir? Fóðurrófur? Mergstönglar? Nokkuð af því tagi? „Nei“. En var ekki’ eitthvert beð með rófum þar sem fræið þraut og kartöflurnar tóku við? Ég renndi grun í vott af sekt og sá í hug mér svartholið á stöðinni. Hann stóð upp, færði kylfuhylkið til á beltinu lítið eitt, lokaði dómsdagsbók, setti' aftur upp húfuna höndum tveim og leit ámigum leið og hann kvaddi. EFTIR BAÐIÐ (La Toilette) Hvíti baðsloppurinn htjúfmjúki flakandi, hárið enn vott magnolíusvali bijóstkinnungs einsog oblátubikar í lófa. Líkami vor er musteri anda heilags. Þið munið? Og smáfelld, uppíklippt fortjöld að og frá þeim helgu kerum reglubundið? Og höklinum svo fimlega lyft? En skrýðstu samt orðinu þú kenndir mér og stoffinu sem ég ann: yrgju-silki. Þýðandinn er þjóðkunnur leikari. og annarra menntastofnana. Þessi ljóða- kvöld hans eru afar fjölsótt, og áheyrendur hlýða á ljóð hans fullir hrifningar og at- hygli. Við að hlýða á Seamus Heaney lesa upp úr ljóðum sínum, verður manni ósjálf- rátt hugsað til Ijóðakvölda Dylans Thomas frá Wales, sem vöktu gífurlega hrifningar- öldu fyrir rúmum aldarfjórðungi. Heaney býr yfir áþekkum, ómótstæðilegum persónu- töfrum, en hann er langtum heilsteyptari persónuleiki, laus við þær öfgar, sem ein- kenndu svo mjög framferði Dylans Thomas, hefur til að bera meiri sjálfsaga. Áheyrend- ur láta heillast af þeirri heilbrigðu lífssýn og því klassíska jafnvægi, sem verk Hea- neys búa yfir. I ljóðum sínum megnar hann að kryija áleitin vandamál samtímans eins og einangrun nútímamannsins, styijaldir, kynþáttaóeirðir og trúardeilur á þann hátt, að þau veita mun víðfeðmari sýn yfir innra samhengi einstakra þátta. Seamus Heaney orðar þetta þannig: „í augum írskra skálda, Yeats og margra ann- arra, felur ljóðlistin á þessari öld í sér viðleitni til að líta yfirstandandi tíma í skýr- ara ljósi, greina þá, túlka og skoða þá ítarlega út frá réttu orsakasambandi þeirra við fortíðina, og ég álít, að við ríkjandi að- stæður sé okkur brýn nauðsyn á að end- urnýja þessa viðleitni." í ljóðum sínum, háttum og á fræðaferli sínum hefur Seamus Heaney vissulega end- urnýjað viðleitnina. Með ljóðslist sinni hefur hann af fyllstu nærfærni rennt nýjum, styrk- ari stoðum undir írska menningarhefð og aftur opnað augu enskumælandi lesenda víða um heim fyrir fegurð og reisn írskrar ljóðlistar. Halldór Vilhjálmsson þýddi Höfundur þessarar greinar, bandaríska Ijóð- skáldið Jay Parini, bjó um sjö ára skeið á Bretlandseyjum og ferðaðist þá viða um irland. Nýjasta Ijóðabók hans, „Anthracite Country" („Steinkolaland"), kom út i maimánuði 1985. s 1 T T 1 mm 1 r T 1 Ð A F H V E R J 1 J Þannig er hið fullkomna bros Snögg útvíkkun munnvikanna, það á vara í mesta lagi sjö se- kúntur og svo á að depla augunum, og það er hápunktur- inn. Að sögn vestur-þýzka mannfræð- ingsins Carsten Niemitz og aðstoðar- manns hanS, Jörgs Killingers, við Freie Universitát í Berlín, er þetta uppskriftin að aðlaðandi og hlýju brosi, eins og það gerist bezt. Þeir félagar hafa kannað það vísinda- lega, sem ástfangin pör hafa haft eðlis- læga vitneskju um öldum saman. Vísindamennirnir fengu hóp sjálfboða- liða til að horfa á fólk á myndbandi brosa á ýmsa vegu og báðu þá um að dæma um brosin samkvæmt einkunnagjöf, sem náði frá því að vera „mjög hjartanlegt" og allar götur til að vera „tilgerðarlegt" og loks „alls ekki vinalegt". Umsagnirnar voru síðan bomar saman við tölvugreiningu á myndbandabrosun- um. Niðurstöðurnar leiddu í ljós, að það að depla augunum var hið mikilvægasta við hjartanlegt bros. Stóð brosið lengur yfir en í sjö sekúntur, missti það aðdrátt- arafl sitt, en þó var það verra, ef augun voru höfð lokuð of lengi eða ef brosið breiddist aðeins hægt yfir andlitið. Carsten Niemitz skýrir áhrif þess að depla augunum með því, að því sé yfir- leitt illa tekið að starað sé lengi og stöðugt á fólk. Hins vegar sé litið á Að Ijúka brosi með því að depla augunum eykur áhrifin. Brosið virk- ar vinalegra og alúðlegra, af því að lokuð augun tjá ósk um frið og umburðarlyndi. augnadeplið, þegar augunum er lokað augnablik, sem ósk um frið og umburðar- lyndi. Áhrifin styrkjast við það, að maður láti hjá líða að horfa beint í augu viðkom- andi, þegar maður opnar augun aftur. Carsten Niemitz ætlar að setja saman kerfi, svo að hann geti búið stjómmála- menn, blaðafulltrúa og poppstjörnur út með óskabrosið eða hvað helzt ætti að kalla það. Sjálfur mun hann vafalaust af góðum og gildum ástæðum geta bros- að í kampinn, þegar þýzku mörkin taka að streyma inn. Bronsspeglar Grikkja til forna Fornleifafræðingur finnur framleiðsluaðferðina Snyrting, fegrun. Að skoða sjálfan sig og hrífast eða örvænta og allt þar á milli. Kostir spegil- myndarinnar eru margir, að- dráttarafl hennar mikið og saga hennar að sama skapi löng. Bandaríski fornleifa- fræðingurinn Lucy Congdon hefur nýlega bætt einum kafla við hana með ritgerð sinni um spegla Grikkja til forna. Nánar tiltekið borð- spegla þeirra, sem litlar kvenverar bára uppi. Þessir speglar era frá 5. og 6. öld f.Kr. en þá vora gler- speglar ekki komnir til sögunnar. í staðinn var notað bronz, en sá málmur endurkastar mynd prýðilega, sé hann gljáfægður. Speg- ilplöturnar voru kring- lóttar og að jafnaði 16—18 sm í þvermál. Margar voru bognar alveg eins og tvöfaldir speglar á voram dögum, þar sem íhvolfa hlið- in stækkar, en hin ávala minnkar myndina. Flestir speglarnir eru steyptir eftir móti úr vaxi. En það vakti aðdáun og undrun Lucyar Congdon hve þeir voru nákvæmlegajafn- þykkir og hinir bognu fletir fullkomnir. Hún ákvað að freista þess að leika þessa list eftir hinum gömlu Grikkjum. Og þá komu óvæntir hlutir í ljós. Eins og Grikkir notaði hún náttúra- legt efni við tilraunimar, þ.e. býflugna- vax. Það verður að hreinsa vel, áður en það er notað. Vaxið er brætt og skolað margsinnis í heitu vatni, en síðan dregst það saman og storknar, eftir því sem vatnið kólnar. Þegar Lucy Congdon leit niður í pottinn sinn einn daginn, sá hún, að vaxið flaut ofan á vatninu, og hafði myndað fullkomna plötu! Síðan hefur hún gert hverja tilraunina á fæt- ur annarri og niðurstöð- urnar era nú fyrir hendi: Bráðið vax, sem hellter í sívalan pott með mátulega heitu vatni, dreifirsérjafntá yfirborðinu og myndar plötu. Sé hiti vatnsins 60—66 gráður, verður yfirborð vaxins full- komlega ávalt að lögun, en íhvolft að neðan á samsvarandi hátt. Báð- ar hliðar verða alveg sléttar og eftir þornun verður vaxplatan hin ágætasta fyrirmynd til að steypta eftir í bronz.. Vaxið verður að fullnægja margvíslegum kröfum sem og kerið, sem notað er, og það verður að gæta vel lofthitans, meðan á verkinu stendur, en enginn vandi í þessu sambandi var hinum grísku handiðnaðarmönnum ofvaxinn. Þegar fyrir meira en 2000 árum steyptu Grikkir fullkomna bronzspegla. Nú hefur fornleifafræð- ingur fundið út, hvernig þeir fóru að því. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30 MAl' 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.