Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Side 8
Graphica Atlantica 400 myndir frá listamönnum í 25 löndum eru á sýningu, sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag Isífellt yaxandi mæli er verið að draga ísland inn í miðju heimsvið- burðanna: Fjölþjóðleg grafíklist- arsýning í dag og utanríkisráð- herrafundur síðar í sama mánuði.ísland er ekki afskekkt lengur, heldur þýðingarmikill mið- punktur milli Evrópu og Ameríku. Þessa aðstöðu ber okkur að nýta miklu meira en gert hefur verið, til dæmis með ráðstefnuhaldi, en það er önnur saga. Öll sú fréttaumfjöllun, sem ísland hefir fengið og hefur kippt því inná kortið, verður til þess að það hættir að vera þetta flarlæga heimskautssker, sem það hefur verið í hug- um margra og að hafa viðkomu á íslandi verður í senn forvitnilegt, sjálfsagt og eðli- legt. Það er Reykjavíkurborg og félagið Islenzk grafík, sem standa að þessari glæsilegu grafíksýningu og um leið verður haldin ráð- stefna um vestræna grafíklist. Þetta mál er búið að eiga langan aðdraganda, enda þarf margt bréfið að skrifa, áður en svo flókið fyrirtæki verður að veruleika. Niðurstaðan af umfangsmiklum undir- búningi var áú, að ákveðið var að bjóða hingað 100 erlendum grafíklistamönnum og þar að auki gafst öllum félögumn í grafík- félaginu kostur á að senda inn myndir, svo og öðrum, sem fást við grafík. Fjölþjóðleg dómnefnd mun veita sérstök verðlaun að upphæð kr. 200 þúsund. Er skemmst frá því að segja, að viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrir utan myndimar, sem komn- ar em fyrir allnokkru - m.a. vegna þess að þær varð að ramma inn hér- er einnig von á verulegum fjölda þátttakendanna sjálfra á ráðstefnuna. Þekktir fyrirlesarar hafa einnig verið fengnir, en ætlunin með öllu þessu er að kanna, hvert grafíklistin stefnir báðum megin Atlandshafsins. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að mun auðveldara er að senda óinnrömmuð grafíklistaverk milli landa, en flest önnur listaverk og hefur þetta haft í för með sér, að flestir grafíklistamenn, sem einhvem metnað hafa á annað borð, leitast við að taka þátt í samsýningum í fjörrum heims- homum og „safna löndum". Sagt hefur verið, að þetta hafi m.a. haft þau áhrif, að séreinkenni þjóða hafi horfið fyrir einhveiju, sem kalla mætti alþjóðlegum stíl. Um það segir Leslie Luebbers, listfræðingur frá Bandaríkjunum, í formála að vandaðri sýn- ingarskrá vegna sýningarinnar á Kjarvals- stöðum, en auk hennar skrifa Þorgeir Ólafs- son og Ingunn Eydal í skrána: „Sumir gagnrýnendur segja að alþjóðleg- ar grafíksýningar leiði til þess að listaverkin fái öll sama svipmótið, þjóðlegum og per- sónulegum stíl sé kastað fyrir róða en fylgt þeim tískustraumum, sem hæst ber í heim- inum hveiju sinni. Dómnefndir og þeir sem velja verk á sýningar, oft sama fólkið á hverri sýningunni eftir aðra, fá sinn skerf af ákúmnum ekki síður en listamennimir sem sakaðir eru um að afneita eigin stfl til þess að koma verkum sínum á sýningamar. Þessir gagnrýnendur segja að grafíkverk frá Argentínu séu í engu frábmgðin verkum frá Zaire - ellegar Búlgaríu, Kanada eða Spáni. Þeir leggja listamönnunum í munn þessi orð New Yorkbúa: „Það sem gengur gengur en það sem ekki gengur er ekki fengur" Við gætum samkvæmt þessu átt von á að sjá mezzotintu eða chine collé á gríðarlega vinsælum alþjóðavettvangi en dala síðan á ný; ellegar að New Imagery rísi til vegs og virðingar í löndum heimsins en hyrfi síðan af sjónarsviðinu; nú eða þá að allir hrifust af NeoGeo“. Þessi orð em íhugunarefni. Þau sýna - og sjálfsagt að fenginni reynslu- að sjálf- stæði listamanna sýnist vera í nokkurri hættu, vilji þeir ieggja stund á eitthvað, sem ekki er „in“ eins og það heitir á ensku, eða er í náðinni þá og þá stundina. í vaxandi mæli minnir þróunin í listinni á hin og þessi boðorð fatatízkunnar: Pilsfaldurinn síkkar í ár og grátt er í tízku. Hvað sem því líður verður fróðlegt að gaumgæfa, hvemig íslenzk grafík stendur sig í svo fjölþjóðlegum félagsskap. GS. Michael Rothenstein, Bretlandi, án titils. S.W.Hayter, Bretlandi: Torso. Robert Kushner, Bandaríkjunum: Angurvær baliaða. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.