Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 12
I bliki brá fyrir í augum hans. — Nei, ég held ekki, því að litur penna míns verður dekkri með hveiju ári sem líður. Ég hef reynslu mannsins, er dáði sólina, en fannst hún brenna sig, dásamaði hafíð sem gat drekkt honum, elskaði jörðina, er gat opnazt og gleypt hann, og bar lotningu fyr- ir náttúruöflunum, sem gátu farið ham- förum og eytt honum. Ég er orðinn neikvæður í skrifum mínum. Enginn les lengur ljóðin mín, og þau visna vegna þess að ekkert lifir tímann nema það, sem er guði til dýrðar og þá jafnframt sköpunarverki hans. En vert þú viðbúinn, þegar ástin sezt að í hjarta þínu. Hún getur komið til þín, þótt hún hafí sneytt hjá mér. Og þá muntu gefa þjóð okkar dýrmætan óð um ástina, sem er kjami alls er lifír. Ég hafði starað fram hjá honum líkt og sæi út í óendanlegan fjarska og ætti þar eitthvað dýrmætt er kæmi innan stundar til mín eins og kærkomin sending frá skap- aranum. Þessi orð skáldsins flugu sem leiftur um huga minn. Svo gekk ég til hans. Ég hef saknað nærveru þinnar, voru fyrstu orðin er hann mælti, og horfði rann- sakandi á mig. Ég þagði við. Mig langaði til að vita hvort hann yrði var nokkurrar breytingar í fari mínu. Lengi ríkti þögnin milli okkar. Loks mælit hann, og furðu brá fyrir í röddinni: Það hefur eitthvað komið fyrir þig. Ef ekki værir þú, myndi ég spyija: Hefurðu unnið hæsta vinninginn í happdrætti? Svo þagnaði hann, lét augun hvarfla um mig alla og sagði síðan með vaxandi ákafa: Hreyfíngar þínar em mýkri en venjulega. Þú berð þig eins og kona, sem ber fmm- burð sinn undir bijósti og vill forðast að láta hann verða fyrir nokkm hnjaski. I aug- um þínum, sem aldrei hafa ljómað skærar, er vissa um að þessi frumburður verði þér allt í lífinu. Allir áhyggjudrættir andlits þíns em burtmáðir, og í stað gráa fölvans, er áður hvíldi yfír svip þínum, er kominn fagur roði. Ég vissi, að þú hafði líkamsþokka til að bera, en nú er eins og fegurð þín sé ekki af þessum heimi. Aðeins eitt getur hafa gert þig svona undursamlega bjarta — Astin. Ég hneigði höfuðið samþykkjandi og undraðist skyggni hans. Ber hann ást til þín? Nei-nei! hrópaði ég upp. Fyrir mér vom þessi orð sem guðlast. Og ég hélt áfram: Það kemur aldrei til, að hann beri ást til mín. Mér nægir líka og mun alltaf nægja, að ástin í hjarta mínu er eins og bergmál, sem umhverfíð endurkastar til mín. Hún hefur losað mig úr greipum hins nakta raun- vemleika, hefur opnað mér töfraheim. Nú á ég ómetanlegan fjársjóð, sem ekki er hægt að taka frá mér. Nú er uppistaðan fengin í óðinn til ástarinnar. Hann leit á mig og mælti þunglyndislega: Þú veizt ekki endinn fyrir. Éftir sólar- upprás kemur sólarlag í lífí sérhvers manns. í lífi margra gengur hún svo skjótt til við- ar, að sálin fölnar og deyr, áður en hún hefur náð fullum þroska. Og eftir það er maðurinn eins og lifandi lík, vél, sem ekki einu sinni kemst í snertingu við aðra vél. Ég óttast ekki, anzaði ég. Sólin mun því aðeins ganga til viðar í mínu lífí, að ástin hverfí úr hjarta mér. En hún er uppspretta, er aldrei þomar. Hann svaraði hugsandi: Ástin — hún fær mennina til að færa fómir, sem ekki em taldar, og á það jafnt við alla. Því að enginn er svo snauður, að hann geti ekki gefíð eitthvað af sjálfum sér. Og hann reis upp, kvaddi mig með föstu handtaki og hvarf á brott. En ég flýtti mér heim, þar sem mín biðu auð blöð til að festa á upphaf óðsins til ástarinnar. Um kvöldið lauk ég skriftunum. Þá þvoði ég hár mitt og fór í fallegasta kjólinn minn. Því næst tók ég ofur varlega upp blöðin, sem túlkuðu hamingju mína, og lét þau hjá mynd af Beethoven. Ég hugsaði á þá leið, að hann myndi leggjast mjúklega að lífsblöð- um mínum og veija þau fyrir rykkomunum. Síðan hélt ég áleiðis til fundar við ástvin minn. Ég kom það tímanlega, að ég sá þegar hann gekk að hljóðfærinu. Ég hefði getað kysst fótspor hans. Hann snart hljómborðið, sló nokkra samhljóma og mætti augum mínum, sem litu hann í þögulli tilbeiðslu. Hann brosti og kinkaði kolli. Ég skimaði umhverfís mig. Hver hafði fengið þetta bros? Eg leit til hans, og þá brosti hann aftur, örlítið breiðar, og kinkaði kolli til mín! Ég — aðeins ég sjálf hafði fengið þetta bros! Tárin blinduðu augu mín, og mér virtist sem hjarta mitt gréti líka — heitum gleðitár- um. Þetta bros skyldi ég geyma eilíflega. Ég hefði ekki viljað afsala mér því fyrir öll auðæfí veraldar. Og kvöldið leið í ljúfum draumi. Ég hafði ekki af honum augun, og það var eins og hann skynjaði tilfínningar mínar, því honum varð æ oftar litið til mín. Og smám saman fannst mér eitthvað vera að vakna í augum hans, eitthvað, er ég gat ekki áttað mig á, en gerði mig aðeins feimna og ruglaða, svo ráðvillta, að ég slitnaði úr tengslum við tóna mína, reis úr sætinu og gekk út til að stöðva hinn óða hjartslátt, sem hið ókunna í aug- liti hans vakti í hjarta mínu. Þegar ég var komin út á strætið, jafnaði ég mig þó fljótlega, því að ekkert annað en bros hans komst að í huga mínum, bros- ið sem hafði verið svo hlýtt, að það yljaði mér í næturkulinu. Ég hélt í vesturátt, ein með hugsanir mínar að förunaut, hugsanir, sem gerðu mig alsæla. Brátt urðu húsin stijálli því lengra sem leið, unz einungis fjörusteinar umkringdu mig. Ég settist á einn steininn með gjálfrandi öldumar við fætuma og horfði til sjóndeild- arhringsins. Þama sat ég í flæðarmálinu, svo lengi að ég sá sólina koma upp og varpa frá sér geislum, sem roðuðu hafíð, fyöllin og himininn, eins og geislamir í sál minni vörpuðu bjarma á umhverfí mitt. Og mér fannst sem sólin væri nú fyrst að renna upp í lífi mínu. Ég mmskaði ekki upp frá framtíðar- draumum mínum fyrr en kaldur úðinn utan af hafínu gegnvætti mig. Liðið var að hádegi, þegar ég kom heim. Þar klæddi ég mig úr votri yfírhöfninni og hengdi hana við ofninn. Síðan tók ég fram handritið mitt. Ég var að bæta við brosi hans á lífsblöð mín svo innilega hamingjusöm, þegar til- kynningin kom frá viðtækinu um, að hann, ástin mín, væri látinn! Mér virtist tíminn standa kyrr — fannst lífíð flara úr líkama mínum — kenndi ein- hveija ósýnilega vem við hlið mér, er var að bijóta mig sundur, mylja í óteljandi mola — fann, hvemig blóðið rann í dropa- tali úr æðum mínum og sameinaðist líkamsbrotunum. Ég hrökk upp af martröð- inni að löngum tíma liðnum við regnið, er lamdi gluggann minn. Það helltist úr loftinu eins og náttúmöflin sjálf tækju þátt í harmi mínum og grétu þeim támm, sem ekki gátu sprottið fram í augum mínum. Ég fetaði mig að glugganum og horfði sljóum augum á lífið fyrir utan. Ég horfði á fuglana í tiján- um, blómin, er reistu krónur sínar mót regndropunum, og mennina, sem flýttu sér að leita skjóls. Og mér virtist ég standa svo órafjarri þessu öllu, líkt og ég stæði utan lífsins, er ég rétt áður hafði verið svo sam- tengd. Lengi beið ég eftir támnum, beið árang- urslaust. Þá tók ég upp blöðin mín og las yfír orðin, sem ég hafði ritað. Ég vonaði svo ákaft að geta endurlifað hamingju mína undir lestrinum. En mér fannst aðeins sem orðin æptu í bæn um lengra líf. Ég laut höfði í þögulli sorg. Ég myndi aldrei full- gera óðinn til ástarinnar, því að hún var mér horfin með honum. Og ég vafði hand- ritið saman, strauk það ofur hlýlega, líkt og það væri frumburður minn, kveikti síðan á kertisstubb og horfði svo á bálför fmm- burðar míns, unz ekkert var eftir neman askan tóm. — Skyndilega fann ég til yfír- þyrmandi máttleysis. Þó náði ég til rúmsins áður en ég féll. í gegnum meðvitundarleysið greindu eym mín tóna, er fóm sífellt hækkandi. Hávaðinn varð að lokum svo mikill, að ég komst til sjálfrar mín. Ég settist fram á rúmstokkinn og braut heilann ákaft um, hvaðan tónarnir mínir hefðu komið. Einhvers staðar í húsinu sló klukka. Hún sló átta, og við hvern slátt heyrðist mér nafn mitt hrópað. Ég klæddist kápunni skjálfandi höndum. — Ég kem, ég kem, ástin mín! hrópaði ég og réð mér ekki fyrir fögnuði. Óstöðv- andi grát setti að mér. Loksins komu tárin. Og ég grét þar til allar táralindir mínar vora þomaðar. Þá þurrkaði ég yfír andlitið og flýtti mér niður brakandi stigaþrepin, út á strætin og hljóp við fót að húsi tónanna. Ég kom að læstri hurð og sneri vonsvik- in burt. Strætið var flughált eftir regnið. Ég studdist meðfram húsgöflunum og reyndi að skýla mér fyrir köldum regndropunum og vindinum, sem var að færast í aukana. Og ég sendi ákall mitt út í húmið til hans, ástvinar míns. Bað hann að láta mig vita um nálægð sína, svo ég gæti fundið hann og skynjað aftur fegurð lífsins. Ég hljóp fyrir húshomið, hrasaði útaf gangstéttarbrúninni, og varð ekki vör við bílinn fyrr en hann slengdi mér niður. — IVAN FRANKO Braut- ryðjendur Guðmundur Daníelsson þýddi Mig bar í draumi um auðnarvelli víða, mér vöfðust hlekkir þétt um arm og fót, með járnum tengdur þegnum þúsund lýða, sem þarna stóðu og bjargvegg horfðu mót, og allir virtust vera hins sama að bíða. Og andlit hvert var markað reynslurúnum, en rótt í augum funi kærleiks brann, og keðjan lagðist hörð að höndum lúnum, og herðum lotnum sérhver studdi þann, sem honum næstur stóð í hópi tötrum búnum. Og sleggju þungri allir héldu í hendi. Þá hvellum rómi glumdi skipun sterk: „Þið brjótið þennan klett! Til átaks ykkar sendi hin æðsta hugsjón. Leysið þetta verk með ráðum þeim, sem reynslan ykkur kenndi!“ Og samtaka til höggsins hátt við reiddum, af hamarsslögum þungum stundi jörð, og hægt og seint við klungrum klettsins eyddum og klufum sundur granítbjörgin hörð með trumbuhljómi er höggin við þeim greiddum. Sem hryndi foss — sem högg frá slegnum vefi lét hamra okkar þrotlaust glamm við stein, og fram við brutumst áfram skref af skrefi, þótt skeinu fengjum oft og moluð bein, um sigur bjó í einskis huga efi. Við vissum gjörla að umbun engin biði — að okkar þrekraun félli í gleymskudá, og þessi vegur þá fyrst yrði að liði sem þjóðbraut greið, er lukt væri okkar brá og beinin okkar fúin lægju í friði. Án draums um frægð við áfram hiklaust héldum og hetjuljómi öngvum félli í skaut, en stein við stein í veginn fast við felldum, við frjálsir völdum kjör sem þrællinn hlaut, og skara síst að eigin köku eldum. Við vitum það, að okkar eigin hendur með orku sinni lögðu þessa braut, og vegur sá um allar aldir stendur, i okkar blóði vígður, svita og þraut, frá auðnum inn á bjartar blómalendur. Við vitum og, að þegar heiman héldum og hófum þrælsins strit með enni sveitt, var fórnað konu, barni og arineldum, og allra last í kaup við fengum greitt, á verði því við sjálfir okkur seldum. Við fundum líka angist brjóstið brenna, og beiskan kaleik sálin drekka hlaut. Frá okkar köllun enginn sást þó renna, né út af sveigja réttri stefnubraut. Þann lærdóm okkar lífið náði að kenna. Og bræður áfram byggjum veginn nýja, í breiðri fylking gijótið lemjum við. Og þó við gleymumst, hefjast skal til skýja vor skipan bræðralags og trú á frið og frjálsan heim, án harðstjóra og þýja. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.