Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 13
Brautryðjandinn. Lágmynd eftir Einar Jónsson á fótstalli styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli.
Ivan Franko,Einar Jónsson
og Davíð Stefánsson
Eftir GUÐMUND DANÍELSSON
Skáldið Ivan Franko fæddist
27. ágúst 1856. Hann var
Úkraínumaður, frá Austur-
Galisíu, sem í þá daga
tilheyrði Austurríska keis-
aradæminu, bóndasonur, en
braust til mennta bæði í
Lemberg og Vín. Hann var
mikill þjóðernissinni og föðurlandsvinur,
þrisvar sat hann í fangelsi vegna skoðana
sinna. Frá unga aldri lagði hann stund á
skáldskap í bundnu máli og lausu, auk þess
liggur eftir hann bókmenntasaga og þjóð-
sagnafræði. Mikill var hann tungumálamað-
ur og þýddi á úkraínsku verk eftir
Shakespeare, Calderon, Burns, Dante, Vict-
or Hugo, Goethe, Chiller og Byron. Frumort
ljóð Frankos voru fjölbreytileg að efni og
formi. Hann dó í Lemberg 1916.
Ljóð hans „Kamenjari" — „Brautryðj-
endur“ er líklega frægasta kvæði hans.
Árið 1983 var það til að mynda gefið út
eitt sér, hjá Dniproútgáfunni í Kiev, í 70
þýðingum, á nærri því jafnmörgum tungu-
málum. Þessa bók hef ég milli handanna.
Og ég hugsaði sem svo: Úr því að skáld
allt að því 70 þjóða hafa lagt á sig að þýða
þetta langa ljóð á þjóðtungur sínar, því
skyldi ég þá ekki gera mína tilraun? í bók-
inni er engin þýðing ljóðsins á Norðurlanda-
málum, nema á finnsku, aftur á móti tvær
mismunandi þýðingar á ensku og þijár á
þýsku. íslensku þýðinguna gerði ég eftir
þei_m ensku og þýsku.
í formála fyrir „Kamenjari“ á úkraínsku
er tekin upp stutt umsögn um ljóðið eftir
úkraínska skáldmeistarann Mykhailo M.
Kotsjúbinski, höfund skáldsögunnar
„Skuggar feðranna" sem Menningarsjóður
gaf út 1986 í þýðingu okkar Jerzy Wiel-
únski. Kotsjúbinski segir um „Brautryðjend-
ur“:
„Samfara trú á jákvætt eðli mann-
kynsins, ól Ivon Franko í eigin hjarta von
um bjarta framtíð þess á jörðinni. Sú framtíð
er í vændum með nýtt og betra mannlíf,
en fýrst verður að mola harðan klett rang-
lætisins. Gegnum hann verður að bijótast
til bjartari tíma, hversu margar beinagrind-
ur sem eftir liggja meðfram veginum til
mennskari tilveru. Eins og voldugt undir-
spil endurómar þessi helga trú Ivans
Frankos í ljóði hans „Brautryðjendur“.“
Á dögum þeirra Kotsjúbinskis og Frank-
os, sem voru samtímamenn, var engin
sjálfstæð Úkraína til. Landið laut að hluta
til keisaranum í Austurríki og að hluta til
zarnum í Rússlandi.
Um það leyti sem ég var að ljúka við að
íslenska „Brautryðjendur", rifjaðist það upp
fyrir mér, að á stöplinum undir styttu Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli, gerðri af Einari
Jónssyni, er lágmynd, sem höfundurinn
nefnir „Brautryðjandinn". Hún sýnir mann,
sem brýtur björg og ryður veg miklum skara
fólks, sem á eftir honum kemur. Myndin
er gerð 1902, ljóð Ivan Frankos er ort nokkr-
um árum fyrr. Þó að í ljóðinu sé það ekki
einn maður, heldur samhlekkjaður múgur
manna, sem ryður veginn, þá virðist svip-
mót þessara tveggja listaverka, myndskálds-
ins íslenska og ljóðskáldsins úkraínska, svo
líkt, að tilviljun er nálega útilokuð. Þekkti
Einar frá Galtafelli ljóð Ivans Frankos frá
Lemberg? Eða hafði sömu eldingu slegið
niður í sálir þeirra beggja? Eða áttu þeir
sér sameiginlega fyrirmynd? Þessu get ég
ekki svarað. En eitt er víst: báðir eru þeir
að túlka sömu hugsjónina. Síðar tekur Davíð
Stefánsson undir við þá í ljóðlínunni: „Fáir
njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“
í apríl 1987.
Á SPÆNSKU Á UNGVERSKU
Á FRUMMÁLINU, ÚKRAÍNSKU PICAPEDREROS A KÖTÖRÖK
51 öawHB anBHHii coH. HevioB nepeao mhoio 5e3MÍpHa, Ta nycia i AHKa njiouiHHa, ] H, npHKOBaHHH .TSHUeM 3a,nÍ3HHM, CTÓIO nia BHCOHeHHOIO rpaHÍTHOK) CKaJlOIO, A iia.TÍ THCHMÍ TaKH.X CaMHX, HK H. He vivido un ráro sueno: como si a mi holgada frente se extendiera un gran llano salvajino sin poblar Y y° de P'e. encadenado por un sordo hierro hirient bajo una roca firme de granite y prominente, Y otros mi|es como yo, en este indómito luga’r. Álmomban elvadult, zordon vidékre leltem: sivár köpusztaság, kietlen, végtelen. És álltam közepén, csak álltam, láncraverten, egy gránit-sziklatömb az égre tört felettem, s sorstársak ezrei állottak ott velem.
Á ENSKU Á ÞÝSKU Á frönSku
PAVERS OF THE WAY DIE STEINBRECHER LES CASSEURS DE PIERRES
I dreamed a wondrous dream. Before my eyes unfoided A vast and barren plain, a flat, forbidding moor, And I was standing there, with heavy irons loaded, Before a mighty rock, a lofty granite boulder, And alongside oí me stood many thousands more. Es dunkte mich im Traum, ais ob vor mir sich dehne Unendlich weit und wild ein Anger, leer und stumm, Und ich, an eine Kette, die ich eisern wahne, Geschmiedet, am Granit von hohen Felsen lehne Und Tausende, gleich mir gefesselt, stehn ringsum. J’ai fait un réve étrange. A l’infini s’étend Une steppe sauvage, un espace désert; Enchainé á un roc de granite géant, J’aper^ois alentour des milliers de gens Qui restent comme moi prisonniers de leurs fers.
Fyrsta erindi Brautryðjenda á sex tungumálum
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚNl 1987 13