Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 2
Ein allsherjar bomba í gemlmgsms gátt Ýmis gamall kveðskapur í samantekt Björns Magnússonar Amma mín, Ragn- heiður Jónsdóttir frá Kúvíkum á Ströndum, sem fædd var árið 1829, kenndi mér ungum nokkrar vísur, sem mér finnast þess virði að haldið sé til haga. Móðir hennar var fædd og upp- alin í Eyjafirði, og þaðan eru runnar eftirfarandi vísur, sem ég hef hvergi séð á prenti. Ekki er mér kunnugt um höfunda þeirra, en sú fyrsta gæti verið runnin frá Þórunni Jónsdóttur biskups Arasonar, sem var að minnsta kosti þrígift, og bjó á Grund í Eyja- fírði með tveim bændum sínum og lifði báða, barnlaus. Þessi vísa gæti átt við hinn fyrri þeirra, ísleif sýslumann Sigurðsson, e» hinn síðari, Þorsteinn lögréttumaður Guðmundsson, átti nokkur böm með öðrum konum (sem hún reyndist vel), og ekki getur vísan því átt við hann. En vísan er svona: í Eyjafirði uppi i Grund á þeim garði fríða. Þar hefur bóndi búið um stund, sem böm kann ekki að smíða. Næstu vísur tel ég líka geta átt við Gmnd í Eyjafírði, þótt ekki sé ég svo kunnugur þar, að ég viti, hvort þær eiga þar heima, og því síður fullyrt, að þær eigi við Þómnni: Grundarvakan gmnar mig, að gerí margan svangan: sjöstjömumar sýna sig suður á móts við tangann. Húsmóðirín, það heillaspnmd, hungrínu mun svo forða, að skóna hér á góðu Grund geríst ei þörf að borða. Hera rær á hendur tvær hungríð nær að sjatni. Skyrið hrærir óð og ær og ögn af tæru vatni. Ekki þori ég að fullyrða, að annað vísuorðið í síðustu vísunni sé hér rétt með farið. Gaman væri, ef einhver kannaðist við þessar vísur, og gæti bætt um, ef ekki er rétt hermt. Þijár vísur kann ég eftir ömmu- bræður mína, sem ekki er líklegt að nokkur kannist við, en sú fyrsta þeirra minnir á alþekkta vísu um málfar á Ströndum: Nordan hardan gerdi gard, sem mikið hefur verið rætt um í le- sendabréfum nýlega. Þau systkin námu norðlenzkan framburð af móður sinni, og gerðu því gaman að Stranda- framburðinum. Vísan fjallar um líkför norðan af Ströndum. Lagdi nordan hirdin hörd hardir skördin bördu. Vard í ordi verdug gjörd virda ferd af jördu. Nokkuð ærslafengnir vom þeir bræður í leikum, og þessa vísu mun Benedikt (fremur en Sigvaldi) hafa ort til bróður síns: Jón minn góður, ég bið þig, éttu mig ekki núna. Of stór er ég ofan í þig. Hla ferðu þá með mig. Þeir tegldu sér skip til að Ieika sér að, en ekki tókst alltaf vel til: Hlægilegt var hlunnajóð, hlykkur á öðrum sporði. Upp á annan endann stóð, eins og ponta á borði. Loks koma hér þijár vísur úr bréfí frá séra Áma Þórarinssyni, eftir Guðr- únu eldri Kolbeinsdóttur prests í Miðdal, sem lengst bjó með seinni manni sínum, Eiríki dannebrogsmanni Vigfússyni á Reykjum á Skeiðum. Sú fyrsta var prentuð með öðmm kveð- skap þeirra hjóna í íslenzkum sagna- þáttum Biynjólfs frá Minnanúpi, en ég læt hana samt fljóta með, því að sennilega er sú bók ekki i margra höndum. Hinar hef ég hvergi séð ann- ars staðar en í nefndu bréfi. Tilefni fyrstu vísunnar var þetta að sögn Brynjólfs, og séra Áma bar saman við hann: Vinnukonur töldu vandkvæði á að fara til kirkju einn sunnudag: eina vantaði skó, önnur átti eitthvað ógjört, þriðju þótti of seint að fara: Þá kvað Guðrún: Mörgu að þjóna, mörgu að svara, maigt sem hindra kynni. Ég á skóna. Ég skal fara. Eg næ blessuninni. Hinar vísur Guðrúnar urðu til af því tilefni, að bam spurði hana: Hven- ær ber tíkin? Guðrún svaraði: Þú átt ekki að segja: Hvenær ber tíkin? held- ur: Hvenær leggur tíkin? Og svo bætti hún við: Konan fæðir, kýr og ærín bera. Kastar fyli kapalhró. Kötturinn og tíkin leggja þó. Fuglar verpa, fískar hrognum gjóta. Pöddur kvikna, grasið grær. Guð því vöxtinn öllu ljær. Skyldu öll böm nú á dögum fá svona góða fræðslu? Vísumar tvær, sem hér fara á eft- ir, em yngri, og getur vel verið, að þær hafí áður birzt, þótt ekki viti ég til þess. Þær kenndi mér Ragnheiður 0. Bjömsson, frænka mín, og hefur líklega lært þær af Ragnari Ásgeirs- syni, sem var bæði góðkunningi hennar og höfundar, Jóhannesar S. Kjarvals. Þær bera með sér greinileg höfundareinkenni, og ætla ég mér ekki að skýra þær að öðm leyti en því, að þær munu vera frá stríðsámn- um fyrri, þegar búast mátti við árekstmm á tundurdufl. Ein allsheijar bomba I gemlingsins gátt í grallaraleysisins flæðandi mátt í heisigemlingsins hráslaga vind hrekst hún um náhöfín skynlaus og blind. I algleyming skelfúlan skrönglast um nátt Skelmorinn starir með glórunum hátt. Eitt áralegt brak, eitt boldangsins slum og burt hverfur gleiddin af skelfulurum. Koffein gegn krabbameini IKoffein kemur í veg fyrir, að krabbameinsfrumur, sem verða fyrir árás frumueiturs, nái aðjafna sig Koffein, sem kaffimenn og -kerling- ar innbyrða í ríkum mæli, hefur verið sakað um að valda krabba- meini, en nú hefur komið í ljós á því nýr eiginleiki, sem flestum mun koma á óvart. Vísindamenn em nefnilega að rann- saka, hvort hægt sé að nota koffein við meðferð á krabbameini. Rannsóknimar byggjast á 40 ára gam- alli vitneskju: Efni, sem bijóta sundur litninga, em miklu áhrifameiri ef þau em gefín með koffeini. Mörg krabbameinslyf virka þannig, að þau slíta í sundur litning- ana í hinum illkynja fmrnurn, svo að nærri lætur, að koffein ætti að gera aukið áhrif þessara lyfja. Hin frumueyðandi krabbameinslyf ráðast á litningana í frumum, sem em að skipta sér, svo að þær deyja í stað þess að ljúka skiptingunni. Þar sem illkynja frumur skipta sér oftar en eðlilegar fmmur, ráðast lyfín mest að þeim fmmum. En stundum standast krabba- meinsfmmumar árásina. Þær jafna sig og halda áfram að skipta sér, eins og ekkert hafí gerzt. Og hér er það, sem koffeinið kemur til sögunnar. Sé koffein gefið með hinum frumueyðandi efnum, halda hinar sködduðu fmmur áfram að skipta sér í stað þess að lagfæra hina skemmdu litninga. Hinar nýju fmmur, sem verða til við skiptingamar, verða þá svo vanskapaðar, að þær deyja fljótt. Vísindamenn vita enn ekki svo gjörla, hvemig koffeinið virkar, og það er einnig erfíðleikum bundið að rannsaka það því það magn af koffeini, sem þarf til þess að með- ferð beri tilætlaðan árangur, er svo mikið, að sjúklingunum væri hætt við eitrun. Næsta skref hjá vísindamönnunum verður því að fínna efni, sem líkjast koffeini, en valda ekki eitrun, þótt þau geti aukið áhrif fmmueitursins. Eitt slíkt efni, pentoxifyllin, er verið að reyna á tilraunadýmm um þess- ar mundir. En það em þó ekki allar tegundir krabba- meins, sem hægt er að meðhöndla með koffeini eða pentoxifyllin í sambandi við fmmueitur. Viðbrögð sumra krabbameinsfrumna em nefnilega þau að verða enn verri viðureign- ar, sem torveldar þessar rannsóknir. Erlendar bakur Guðbrandur Siglaugsson tók saman Leslie Thomas: In My Wildest Dreams. Penguin Books 1986. Rúmlega fímmtugur skrifaði Leslie Thomas þessa sjálfsævisögu. Hún nær fram yfír það er fyrstu bækur hans, This Time Next Week og Virgin Soldi- ers, komu út. Thomas fæddist í Wales 1931 og átti heldur dapra æsku. Honum var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þegar hann var tólf ára. Um þá reynslu skrifaði hann í fyrstu bók sinni og hér má lesa meira um þau ár sem hann dvaldi þar. Hann gegndi herþjónustu í austurlöndum fjær og um þann þátt lífs síns skrifaði hann The Virgin Soldiers. Seinna meir gerðist hann blaðamaður og loks rithöfundur. Hann hefur skrifað hátt á annan tug skáldsagna og að auki nokkrar ferðabækur. Þessi sjálfsævisaga er glannaleg, full af kátínu og sorg. Thomas segir skemmtilega frá og er þessi bók full af skemmtilegum frásögn- um. F. Scott Fitzgerald: Srnásögur í fimm bindum. Penguin Books 1986. Til þess að átta sig á F. Scott Fitz- gerald verður maður að þekkja þann draug sem kallaður hefur verið Ámeríski draumurinn og er ekki neitt sér-amerískt fyrirbrigði núorðið, því hann hefur víða numið lönd eins og Þorgeirsboli sem fyrst varð vart við norður í landi og síðast spurðist til í Vesturheimi. Þessi ameríski draumur samanstendur af auði, félagslegum frama og eilífri æsku. Menn eru ólatir við að elta hann. í sögum Fitz- geralds kemur þessi eftirsókn æ fram. Hetjur hans vaða í peningum, eiga innan- gengt í samfélag virtra borgara og eru ungar og fallegar. Hamingjan er þó fjarri og verða hetjurnar fyrir skipbrot- um. Frægasta verk Fitzgeralds er The Great Gatsby, en hann var duglegur smásagnaritari og eru sumar hveijar sagna hans meistaraverk, má nefna The Rich Boy og The Diamond as Big as the Ritz í því sambandi. The Pat Hobby Stories, sem voru síðustu sögur Fitz- geralds, eru og afskaplega góðar og má vera hann hafí ætlað sér að skrifa stórt verk í þeim anda. í þeim sögum eða brotum hefur draumurinn snúist upp í martröð og er hetjan, Pat Hobby hand- ritahöfundur í Hollywood, skemmtileg- asti karakter Fitzgeralds. William Makepeace Thackeray: The History Of Pendennis. Donald Hawes sá im útgáfuna. J.I.M. Stewart ritar inngang. Þetta er ein af þessum bókum sem eru svo skemmtilegar aflestrar að manni fínnst synd að endir skuli vera á. Hér er sagt af hinum unga Pendennis, örlög- um hans, vinum og versta óvini hans, honum sjálfum. Sagan hefst á því að þessi ungi maður er yfír sig ástfanginn af sér eldri leikkonu sem vissulega er mikill kvenkostur að fegurð og þess háttar en er því miður nafnlaus, peninga- laus og svolítið vitlaus í þokkabót. Frændi ungu hetjunnar og alnafni, Art- hur Pendennis, major á eftirlaunum, kemur í veg fyrir hugsunarlítið hjóna- band elskendanna og áfram heldur sagan. Við fylgjum unga manninum í skóla inn í herbergi þar sem hann fæst við skriftir, inn í stofur þar sem blátt blóð og rautt streymir um æðar og upp á loft í húsi í London þar sem Pendenn- is býr með vini sínum og ætlar að verða lögmaður en hann leiðist út í blaða- mennsku og verður seinna frægur rithöfundur. Ástimar hlaupa á hann og af og alltaf er föðurbróðirinn einhvers staðar nærri með ráðleggingar sínar, snobb og skemmtilegheit. Þetta er bók sem sífellt sækir á eftir því sem fleiri síðum er flett. Thackeray var mikið lesinn af samtíð sinni, hann fæddist 1811 og dó 1863. Ásamt Dickens er hann mestur skáld- sagnahöfunda enskra á nítjándu öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.