Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 15
Báturinn Litli-Frægur frá Bolungorvík, sem er af sömu stærð og gerð og bátar Friðriks Magnússonar og Gísla Sigurðssonar, Vonin og Björgvin. * ILesbók 7. febrúarsl. birtistgrein eftir sama höfund um strand Goðafoss við Straumnes íAðalvík 30. nóvember 1916. Þar sagði frá aðdraganda ogstrandinu sjálfu, svo ogfurðulegu eftirmáli ísjórétti. Hér segir aftur á móti frá hinni giftusamlegu björgun farþega ogáhafnar. bamaskólahúsið og gert það eins vistlegt og kostur var, þangað fór fólkið jafnóðum og það kom í land, þar var því færður heit- ur matur og drykkur. Ekki man ég hversu margar ferðir hvor bátur fór út að skipinu, en farþegar og áhöfn munu hafa verið 58 talsins. Það atvik- aðist svo að Björgvin fór síðustu ferðina út að Goðafossi þenn,an dag, að sækja þá sem síðastir fóru í land. Þegar þeir lögðu Ólafur Sigurðsson, 1. stýrimaðurá Goða- fossi. Friðrik Magnússon, Látrum í Aðalvík. Hann var aðalmaður- inn við björgunina af hálfu heimamanna. Bjarni Dósóþeusson, Látrum. Gísli Sigurðsson frá Látrum í Aðalvik. Guðmundur R. Bjarnason. hvað það segir um það. Zöllner stórkaup- maður var farþegi á Goðafossi. Hann segir í samtali í Morgunblaðinu 11. desember 1916, eina viðtalinu, sem birt var í blöðum vegna strandsins: „Þegar birti um morgun- inn var stýrimaður sendur ásamt 5 hásetum í björgunarbáti skipsins áleiðis til Aðalvíkur til þess að sækja hjálp. Um daginn gerði ofsarok og þar eð báturinn ekki kom aftur að kvöldi, hugsuðu menn á Goðafossi, að hann hefði farist og menn allir sem á honum voru. — Sem betur fór var það eigi svo, því á þriðja degi (á að vera á öðrum degi. O.E.) kom skipsbáturinn og nokkrir vélbátar frá Aðalvík á strandstaðinn. — í tvo sólarhringa (á að vera hálfur annar sólarhringur. Ó.E.) urðu farþegar að dvelja í hinu strandaða skipi. Var það eigi áhættulaust, því sjóamir og brimið gat mölbrotið skipið á hverri stundu. Enda reyndi skipstjóri að koma kaðli á land, en það var ekki hægt vegna brims.“ Jónas Þorbergsson, síðar útvarpsstjóri, var einnig farþegi á Goðafossi. Hann segir í blaðinu Islendingi á Akureyri 8. des. 1916: „Um morguninn í birtingu ijeðist 1. stýri- maður ásamt fímm öðram í bát til landtöku í Aðalvík. Tókst þeim eftir mikla erfiðleika að ná landi skamt þaðan og ganga til bæja. Varð nú uppi fótur og fít í víkinni og bragðu við margir sjógarpar til bjargar. Var þegar hlaupið til að setja á flot vjelbáta, en í þeim svifum gekk upp veðrið með afskaplegum ofsa, svo því nær var óstætt í byljunum. Var þá álitið ófært í sjó að leggja, og eng- in bjargráðavon þó reynt yrði. Hurfu þeir frá við svo búið. Þetta veður stóð með eng- um hvíldum þann dag allan og næstu nótt, en slotaði undir birtingu." Guðmundur Rósi Bjamason heldur áfram frásögn sinni: „Um kvöldið komu menn sam- an í húsi Friðriks Magnússonar og ræddu um hvemig haga skyldi björgunarstörfun- um, ákveða hveijir skyldu vera á mótorbát- unum tveimur og á tveimur sexæringum sem nota átti til þess að flytja fólk og far- angur úr mótorbátunum til lands, og hvemig og hvar fólkinu skyldi komið fyrir. Með Friðriki Magnússyni á báti hans Voninni var Magnús sonur hans, 16 ára gamall, vélamaður, Kristján Guðnason, sjómaður á Látrum, duglegur maður og traustur í öllu og Friðrik Finnbogason, bráðlaginn maður til allra verka og þrekmaður. A báti Gísla Sigurðssonar, síðar símstöðvarstjóra í Bol- ungarvík, Björgvin, var hann sjálfur vélamaður, formaður var Bjami Dósóþeus- son, og með þeim vora þeir Ámi Gíslason og Hermann FViðriksson, sjómenn á Látram. Allt voru þetta úrvalsmenn, þaulvanir sjó- menn og á besta aldri. Fyrst Þú Komst Ekki Fyrir Straumnes ... Klukkan fjögur um morguninn vora allir komnir niður að sjó og var þá komið skap- legt veður. Nú vora höfð hröð handtök og bátamir settir á flot. Kol og olía hafði ver- ið sett um borð svo hægt væri að hita upp í lúkamum og hita kaffi handa fólkinu af Goðafossi. Lagt var af stað um klukkutíma fyrir birtingu. Ólafur Sigurðsson stýrimaður fór með þeim á báti Friðriks Magnússonar en hinir fimm munu hafa orðið eftir í landi. Þegar þeir komu að skipinu stönsuðu þeir og athuguðu allar aðstæður. Þeir urðu að hinkra við eftir straumskiptum því straum- brot vora allmikil við skipið frá Straumnes- löpp. Ólafur stýrimaður hafði vasaljós og talaði við þá á Goðafossi með morsi. Meðan biðin stóð yfir bjuggu skipverjar á Goða- fossi sig undir það að taka á móti bátunum að skipshliðinni með því að leggja á hana fríholt. Þegar Friðriki fannst öllu vera óhætt lagði hann báti sínum að síðu Goðafoss. Þá kom skipstjórinn á Goðafossi út á brúar- vænginn og hrópaði til Friðriks hvort hann gæti flutt hann til ísafjarðar. Friðrik var óviðbúinn slíkri spumingu og svaraði snöggt að hann hefði öðra að sinna og mikilvæg- ara — „og getur þú skilið það Júlíus að úr því að þú komst ekki fyrir Straumnes þá kemst ég ekki til ísafjarðar á mínum litla báti í þessu veðri,“ sagði hann. Meira var ekki talað um Isafjarðarferð að sinni. Giftudrjúg Björgunarstörf Skipshöfnin á Goðafossi vann að því að koma fólkinu niður í bátana, kvenfólkinu fyrst að sjálfsögðu. Þetta gekk allt vel, þó að erfítt væri að komast hjá því að báturinn lemdist við skipssíðuna, og gæta þurfti þess vandlega að ekkert kæmist í skrúfuna. Um leið og Vonin er full af fólki heldur hún frá skipinu og til lands, en Björgvin leggur að. Skipveijar á Goðafossi leyfðu hveijum og einum að hafa með sér það sem hann gat haldið á af farangri. Um tíu manns fóru í hvom bát, í lest og í lúkar. Bátamir vora litlir, Vonin 5 tonn og Björgvin 4. Hörku- ágjöf var inn Aðalvíkina svo að ekkert var hægt að hafa á dekki. Vora bátamir einn og hálfan til tvo tíma inn að Látram. Þegar komið var á leguna vora þar til staðar sex- æringamir tveir, Trausti Sigurðar Þorkels- sonar að Látram, og Unnur Benedikts Þeófilussonar bátasmiðs og bónda á Jaðri á Látram. Þeir lögðu sinn að hvorru síðu mótorbátsins og fluttu í land farþega og farangur í einni ferð. Mótorbáturinn lagði strax af stað aftur, því engan tíma mátti missa, veður gat breyst til hins verra á hverri stundu, en það mátti ekki lakara vera framan af deginum. Öllum var ljóst að mannslíf gátu legið við að allt gengi sem fljótast og öruggast fyrir sig. Sem betur fór skánaði veðrið eftir því sem leið á daginn og auðveldaði það björgunarstörfín. Konumar í þorpinu höfðu hitað upp bátnum að skipssíðunni kom skipstjórinn út að borðstokknum og sagði: „Hvers vegna get ég ekki fengið stærri bátinn?" Þessu svaraði eigandi bátsins, Gísli Sigurðsson, þannig: „Ef þú getur ekki komið með okkur Júlíus, þá er mér sama þó þú verðir hér eftir.“ Skipstjórinn varð ekki eftir og skip- veijar hans höluðu hann styrkum höndum niður í bátinn, eins og þeir höfðu gert með allt hitt fólkið. Þegar Björgvin kom úr síðustu ferðinni og mennimir vora komnir í land, stóð skip- stjórinn í fjöranni. Ég man það eins vel og það hefði gerst í dag hvar Júlíus stóð, ég gæti bent á staðinn. Mér virtist hann fyrir- ferðarmikill, með teppi á herðunum og honum virtist vera kalt. Hann spurði okkur Finnbbga Friðriksson, jafnaldra minn og leikbróður, sem nú er látinn fyrir nokkram áram, hvar skólahúsið væri. Við bentum honum á það og sögðum honum, að hann ætti ekki að vera þar, heldur hjá kaup- manninum, Guðmundi Sigurðssyni, við ættum að fylgja honum þangað. Þegar við voram að snúast í kringum fólkið sem kom- ið var í land heyrðum við að það var að tala um það hvar skipstjórinn mundi eiga að vera. Okkur virtist sem það kærði sig ekki um það að hann yrði í skólanum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því þá, hvers vegna það var að spyija að þessu, en við vissum hvert við áttum að fylgja honum og voram því viðbúnir. Júlíus var með tvær töskur, ekki stórar, og tókum við Finnbogi sína hvor og gengum á undan honum að húsi Guðmundar, þar sem hann og kona hans, Pálína Hannes- dóttir, systir Guðmundar Hannessonar bæjarfógeta á Siglufirði um áraraðir, tóku á móti honum og var honum ekki í kot vísað. Gleði ríkti á Látrum Síðdegis þennan dag, sem var föstudagur 1. desember 1916, má segja að friður, gleði og lukka hafi ríkt í þessu litla þorpi, þegar allir vora komnir í land. Mönnum þótti það mikil guðsgjöf að svo vel tókst til með björg- un fólksins úr hinu strandaða skipi. Það var nokkuð oft sem hrakta sjógarpa bar að landi þar á þessum árum, þegar norðlensku skút- urnar lágu í stórviðram í Aðalvík. Á laugardagsmorguninn fór Friðrik Magnússon á báti sínum Voninni til ísafjarð- ar í norð-austan leiðindaveðri. Ekki man ég hveijir fóra með honum, en líklega hefur Magnús sonur hans verið vélamaður í ferð- inni. Magnús drakknaði árið 1924, þegar mótorbáturinn Leifur frá ísafírði fórst í róðri. Meðan Friðrik Magnússon var í ísafjarð- arferðinni fór bátur Gísla Sigurðssonar, Björgvin, nokkrar ferðir fyrir skipveija á Goðafossi út í skipið og sótti þangað mat- væli, kol, olíu, teppi og fleira til aðhlynningar farþega og skipvetja, því þó nokkuð þurfti til þar sem þetta vora nær sex tugir manna. Þegar Friðrik Magnússon var kominn aftur úr ísafjarðarferðinni var þætti Látra- manna í þessu máli eiginlega lokið, að öðra leyti en því að þeir tóku að sér að ná upp úr einni lestinni á Goðafossi olíufötum er þar flutu, og var það gert eftir ábendingu eða beiðni umboðsmanns viðkomandi aðila á ísafirði, sem mig minnir að hafi verið Jón Auðuns. Vora menn að þessu í smástreymi þegar vel viðraði. Tunnumar vora á 4. hundrað, en björgunarlaunin vora hálf tunna af steinolíu á hvert heimili í þorpinu, veit ég ekki til þess að þeir hafi hlotið önnur laun fyrir björgunarstörf sín í þessu sam- bandi. Við Látramenn voram þeir fyrstu sem fregnuðu af þessu furðulega strandi og við höfðum fréttimar frá fyrstu hendi, frá mönnunum sex sem komu þangað á einum skipsbátnum. Oddur Sigurðsson skipstjóri frá Hrísey, sem áður er minnst á, var far- þegi á Goðafossi, en hann gerðist sjálf- boðaliði með 1. stýrimanni, af því að hann var kunnugur í Aðalvík. Ég man alltaf ummæli Odds, sem hann viðhafði við föður minn meðan verið var að færa hann úr vosklæðunum, en þau vora þessi: „Þvílíkt andskotans asnaspark." Hann átti varla til orð yfir þennan atburð og var þungorður. Það var að sjálfsögðu mikið um þetta strand rætt, því mörgum þótti það harla einkenni- legt, en ég held ég megi segja það að mönnum blandaðist ekki hugur um það hver bæri ábyrgð á því. Sorg manna, ef svo mætti segja, vegna þessa strands var mik- il, en gleði okkar í þessu litla þorpi var mikil, að hafa orðið til þess að bjarga úr nauðum Ijölda fólks, og að það skyldi tak- ast svo giftusamlega sem það gerði." „BJÖRGUNARAFREK“ Skipstjórans Þetta var frásögn Guðmundar Rósa Bjamasonar. Rétt er nú að athuga hvað stendur um þessa atburði í samtíma „fjöl- miðlum". Eins og segir fór Friðnk Magnús- son á Látram á báti sínum til ísafjarðar í leiðindaveðri, með símskeyti frá skipstjóran- um á Goðafossi. Skeytið var sent frá Isafírði strax og báturinn kom þangað, eða kl. fjög- ur sautján síðdegis, laugardaginn 2. desember. Það var birt í Morgunblaðinu daginn eftir, sunnudaginn 3. des. Þar segir skipstjóri, eftir að hann hefur skýrt frá strandinu: „Hefí nú í dag bjargað farþegum hingað (Aðalvík) með mótorbátnum. Júlíní- usson.“ Þar var hógværlega að orði liomist, fleiri en hann hafa víst ekki komið þar við sögu. Skeytið mun skipstjórinn hafa skrifað á föstudeginum eftir að allir vora komnir til Aðalvíkur. í Morgunblaðinu 2. febrúar i917 er grein undir fyrirsögninni „Goðafoss-strandið í dönskum blöðum". Þar segir að Ekstrablad- et flytji hinn 10. jan. grein um Goðafoss- strandið og þykist hafa neimildir sinar frá manni, sem hafi verið með skipinu þá er það strandaði. Þar segir þessi heimildarmað- ur blaðsins meðal annars: „Að mínu áliti mega skipveijar og farþegar þakka það still- ingu og hugrekki skipstjórans að þeir komust lifandi í land. — Þegar óveðrinu slotaði svo, að nokkur tiltök vora á þvi að skjóta úr báti, bjargaði hann öllurn skip- veijum og farþegum til Aðalvíkur. — Og það er ég viss um, og um það munu allir aðrir sammála, að það er skipstjóranum að þakka, að slysið varð eigi meira, því að hann sýndi það í öllu að hann var maður til þess að ráða fram úr vandanum." Svo mörg voru þau orð. Það eina sem sagt er í íslenskum blöðum um afrek skip- stjórans er það sem Zöllner stórkaupmaður segir í viðtalinu í Morgunblaðinu 11. desem- ber eins og áður segir: „—reyndi skipstjóri að koma kaðli í land, en það var ekki hægt vegna brims.“ Daginn eftir, sunnudaginn 3. desember, kom eimskipið Flóra, sem statt var á Ísafírði, til Aðalvíkur og tók alla þá farþega sem gátu notað ferð hennar norður. Höfundurinn er fyrrum bankastarfsmaður og er nú á cand. mag.-stigi í sagnfræði við Há- skóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNÍ1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.