Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 8
FERÐALOG / Donana-þjóðgarðiaum, sem er nærri helztu ferðamannaslóðum íslendinga á Spáni, getur að líta fjölskrúðugt dýralíf og furðu óspillta náttúru. Öðruvísi Spánarferð Margir fara til Spánar ár eftir ár á sömu sólarstrendurnar og það er vitaskuld gott svo langt sem það nær. En með tímanum verður þetta æði tilbreytingar- laust og hver ferðin annarri lík. Hvemig væri nú að gefa sér smá tíma til þess að sjá eitt- hvað eftirminnilegt? Möguleik- arnir em vissulega margir, en hér er ferðamönnum á Costa del Sol bent á Donana-þjóð- garðinn í Andalúsíu, sém er náttúruparadís og í annan stað er bent á söfnin í Madrid, sem eru þess virði að þangað sé gerð sérstök ferð, fyrir utan allt annað, sem er að sjá í höfuð- borg Spánar. T?1?TTP AITOR YRAOLA sólríkum ströndum Costa del Sol má ekki aðeins hitta fyrir ógrynni ferðamanna, skýja- kljúfa úttroðna af dvalargestum, skyndibita- staði, diskótek, leðurvöruverslanir og veitingastaði undir berum himni sem hafa ódýran bjór á boðstólum. Costa del Sol hef- ur einnig að geyma andstæðu alls þessa, Donana-þjóðgarðinn, náttúrulega vin og friðland dýra, sem er einstakt í sinni röð, í aðeins 100 km fjarlægð frá Sevilla. í lok janúar á ári hverju birtast hvítstork- amir í Kastilíu. Þeir gera sér hreiður í stöplum og kirkjutumum í mörgum spænsk- um borgum, fjölga sér, og í júlílok halda þeir burt í flokkum. Storkamir koma frá Afríku og þangað snúa þeir aftur. Leið þeirra getur orðið allt að Í0.000 km löng, en áður en þeir halda yfir Gíbraltarsund hafa margir hvítstorkanna viðdvöl í Dofí- ana-garðinum í Andalúsíu. Stærsti þ jóðgarður Spánar Á Spáni eru nú 9 þjóðgarðar, 5 á megin- landinu og 4 á Kanaríeyjum. Dofiana-garð- urinn er stærstur, nær yfir 65.000 ha landsvæði. Hann er þeirra þekktastur og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í al- þjóðlegu tilliti, þar sem hann er aðaláningar- staðurinn á leiðum farfugla milli Evrópu og Afríku. Milljónir fugla fara um Doftana á hveijum fartíma, að þessu leyti er garðurinn helst sambærilegur Camargue-garðinum í Frakklandi, óshólmum Dónár eða þjóðgarð- inum í Lapplandi. Frá Donana-þjóðgarðinum. Dofiana er á suðvesturhluta Iberaskag- ans, við mynni árinnar Guadalquivir og því steinsnar frá Afríku. Á þessum slóðum eru einkar hagstæð veðurskilyrði, en í Doftana eru þijú stór gróðursvæði: ströndin og sand- öldumar mynda eitt, mýrlendið annað og skóglendið þriðja. Garðinum tilheyrir 30 km óræktuð strandlengja, þar sem gjaman myndast sandöldur. Á þessu svæði er fábrotið gróður- far og dýralíf af skomum skammti, þar lifa eðlur og eitumöðrur. En einnig má finna þar gróðurríkari bletti, sem sandurinn nær ekki að þekja og þar halda ýmsar dýrateg- undir sig, svo sem hjörtur og gammöm. Þar sem sandhólnum sleppir tekur við stór slétta kjarri vaxin þar sem gaupur, hirtir og villisvín lifa. Á þessum slóðum er aðsetur fleiri spendýra en annars staðar í garðinum. Hér og þar stendur stöku kork- eik upp úr kjarri vöxnu sléttlendinu. Á runnasvæðinu lifa um 80 tegundir hrygg- dýra, af þeim er helmingur fuglar. Þegar af runnasvæðinu er komið breiðir óendanleg mýrin úr sér. Á þurrkatímum virðist hún ófijó, en á rakatímum breytist hún í víða og slétta tjöm, sem er þá heim- kynni þúsunda ferskvatnsfugla og vaðfugla. Hér er stærsta og mikilvægasta vistkerfið: mýrin er í raun sléttlendi, þangað rennur yfirborðsvatn í mörgum litlum ám og safn- ast þar fyrir, því afrennsli af sléttunni er tregt. SÍÐASTAVÍGIÐ Dofiana-garðurinn er síðasta vígi nokk- urra næstum útdauðra dýrategunda, hann er áningarstaður fugla sem ferðast milli Afríku og Evrópu og svæði þar sem þeir ala ótal afkvæmi, sem árlega hafa síðan vetursetu við vatnið. í þessum garði fjölga sér 8 fiskategundir, 9 tegundir froskdýra, 17 skriðdýrategundir, 125 fuglategundir og 28 spendýrategundir. Frá fomu fari hefur frægðarorð farið af garði þessum. Um miðja 13. öld gerði Al- fonso konungur 10. hinn vísi svæðið að konunglegum veiðilendum og minntist í króníkum sínum á fjölskrúðugt dýralíf þar. Garðurinn, þekktur sem Coto-Real — kon- ungsland — fékk í lok 16. aldar nafnið skógur eða land Doflana, þegar dofia Ana Spænska samtímal í Madrid agt hefur verið að um Madrid liggi leiðin til himna, en hvað er við Madrid sem réttlætir slíka nafngift? í Madrid eru þröngar götur og sund með blómaskreyttum svölum sem virðast til- heyra borg frá því fyrir 200 árum og rétt hjá eru neonljós og ys og þys borgar tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Eitt þeirra atriða sem á einhvem hátt skapa borgarbrag á hveijum stað, er hvaða söfn þar er að finna. f Madrid eru u.þ.b. tylft safna sem eru þess verð að láta ekki framhjá sér fara, eins og „Museo Ro- mántico" (Rómantíska safnið), sem býður upp á angurværa ferð inn í 19. öldina. Prado er safn sem fleiri útlendingar en Spánveijar flykkjast að sjá. San Antonio de la Florida er safn sem býður upp á ró- legt stefnumót við meistara Goya. Svo er hinn konunglegi mikilfengleiki Palacio de Oriente og hin stöðuga endumýjun í Arte Contemporáneo (Samtímalistasafnið). Eitt af þeim söfnum í Madrid sem mætt hefur hvað mestum erfiðleikum áður en það náði að blómgast eins og það gerir í dag sem miðstöð varðveislu og sýninga á spænskri tuttugstu aldar list er án efa: „Museo Espanol de Arte Contemporáneo" eða Spænska samtímalistasafnið í Madrid. Franco opnaði listasafnið sjálfur þó skoðun hans á innihaldi þess hafi ekki beinlínis verið jákvæð: ,Það sem hér er að finna er ekki málaralist." Safnið varð til árið 1894, þegar Picasso var þrettán vetra gamall, á heldur döpru tímabili spænskrar sögu, þegar almennings-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.