Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Sverrir Timburhúsið á Laugavegi 32B stendur falið og aðþrengt & bak við önnur hús. Það er reist af Guðjóni Helgasyni vegaverkstjóra árið 1903 og í því sleit sonur hans, Halldór Laxness, fyrstu barnsskóm sínum. breyst frá árinu 1920. Þá opnast sund og við blasir bemskuheimili skáldsins. Bakhúsin Heill Heimur Bakhúsin við Laugaveg eru heill heimur út af fyrir sig og þar er ákaflega margt skrýtið og sérkennilegt, sums staðar pínulít- ið timburhús eða jafnvel heilu húsaþyrping- arnar. í bakhúsi við Laugaveg 34 bjuggu skáldin Tómas Guðmundsson og Sigurður Einarsson, komungir menntaskólapiltar, veturinn 1917—1918_og þá var Halldór frá Laxnesi á nr. 28 hjá Áma Einarssyni í versl- uninni Frón. Bakhús við nr. 36 stóð áður frammi við götuna og það átti hin merka skáldkona Torfhildur Hólm. Friðfínnur Guð- jónsson leikari bjó í bakhúsinu nr. 43B og seldi þar afmælis-, fermingar- og jólakort. Og í tvílyftu steinhúsi sem leynist á bak við húsið nr. 70 fæddist Albert Guðmunds- son ráðherra. Á bak við Fáikann á Laugavegi 24B er timburhús sem stendur óþægilega fast utan í steinhúsi fyrir framan. Þetta hús kemur við sögu í ævisögu Jóns Engilberts, Húsi málarans, sem Jóhannes Helgi skráði. Á Laugavegi 24B bjó Finnbogi Rútur Valdi- marsson, seinna þingmaður og bankastjóri, á námsárum sínum og var þá þegar tekinn að brugga launráð. Jóni Engilberts segist svo frá: Galdra-loftur Hinn Nýi „Og nú var mér snarað í læri til Finn- boga Rúts Valdemarssonar. Skyldi Rútur, sem var tveim árum eldri en ég, búa mig undir menntaskóla. Rútur var þá til húsa á baklóð Fálkans við Laugaveg, átti þá f úti- stöðum við skólann, las utanskóla og hafði ofan í sig með kennslu. Rútur var þrælles- Morgunblaðið/Sverrir Ingólfur Hafberg stendur fyrir framan sjoppu sína á Laugavegi 12A en hann og faðir hans hafa rekið þessa sjoppu í meira en 60 ár. Húsið er tvílyft af þeirri gerð er tíðkaðist fyrir aldamót. Ingólfur býr uppi á lofti. Morgunblaðið/Sverrir Rauða herbergið hans Rúts var í þessu bakhúsi á Laugavegi 24B. Það er reist af Guðmundi Hallssyni árið 1901. inn í heimspeki, hafði um sig hirð í húsinu og stundaði margvíslegt kukl á kvöldin, var eiginlega nokkurs konar Galdra-Loftur hinn nýi. Ég sé fyrir mér rauða herbergið hans Rúts, þar erum við allir önnum kafnir við dulspekigrúsk og kukl í flöktandi skímu kertaljóssins og dregið fyrir gluggana, Bjarni Guðmundsson, Eggert Guðmunds- son, ég, Rútur og Sveinn Benediktsson, en yngri bróðir Sveins, Bjami, þá smápatti, í myrkinu fyrir utan, ólmur í kuklið þótt ung- ur væri og sótti fast inngönguna." Þannig geymir Laugavegurinn mikla sögu og verður nú látið staðar numið að sinni. Höfundurinn er sagnfræðingur. F rækileg björgun í Aðalvík Frásögn Guðmundar Rósa Bjarnasonar EFTIR ÓLAF ELÍMUNDARSON Þegar eimskipið Goðafoss strandaði við Straum- nes í Aðalvík aðfaranótt fimmtudagsins 30. nóvember 1916 var engin loftskeytastöð í landinu. Loftskeytatæki voru hinsvegar í Goðafossi, fyrstu íslenskra skipa, en þau komu ekki að gagni. Loftskeytatækin úr Goða- fossi voru notuð í hana. Á Straumnesi var ekki kominn viti, hann var byggður 1921. Trúlegt er að þetta strand hafí flýtt fyrir hvorutveggja. Hér verður sagt frá björgun farþega og skipshafnar á Goðafossi, sem voru nær sex tugir manna. Þar var unnið mikið afrek og tókst giftusamlega. En þetta mikla þrek- virki féll algerlega í skuggann af því gífurlega umtali sem strandið olli meðal þjóðarinnar og sem bergmálar af enn í dag. Þessi frásögn var skráð 1980 og er í rit- inu Frá ystu nesjum, 3. bindi, 1982. Hér er hún örlítið stytt. Að Ásbraut 19 í Kópavogi búa hjónin Guðmundur Rósi Bjamason og Pálína Frið- riksdóttir. Þau eru bæði úr Aðalvík og bjuggu þar uns byggð lagðist niður um 1950. Guðmundur var þar bóndi og formað- ur og á vetrum var hann á togurum frá Reykjavík. Hann var 14 ára gamall þegar þessi atburður varð og fer hér á eftir frá- sögn hans af því hvemig björgunarstörfin fóru fram. Yfirþyrmandi Fregn „Já, ég man vel eftir þessum atburðum, lengi eftir að þeir gerðust var mikið um þá rætt, svo að þeir festust í minninu. Kvöldið áður en strandið varð vorum við bömin á Látmm að leika okkur á skíðum í muggu- kafaldi en blæjalogni. Við vomm mörg, því þá var margt fólk á Látmm. Um morguninn var kominn norð-austan hríðarrenningur, eða allt að því hríðarbylur. Það var ekki hugsað til sjóróðra í slíku tíðarfari, þess vegna vom mótorbátamir báðir, Vonin og Björgvin, efst uppi í kampi, hjá spilinu. Plássið var allt í ró þegar óvænta gesti bar að garði. Upp úr klukkan 12 komu að dyr- um þriggja ystu húsanna 6 menn, tveir að hveiju. Að Neshúsi til Friðriks Magnússon- ar, föður konu minnar, og föður núverandi forseta Slysavamafélags Islands, Gunnars, komu Ólafur Sigurðsson, sem var 1. stýri- maður á öðm hinna nýju skipa Eimskipafé- lags íslands, Goðafossi, og háseti af skipinu með honum. Pálína, konan mín, sem þá var 10 ára gömul, fór til dyra og bauð mönnun- um að ganga í bæinn. Að húsi föður míns, Bjama Dósóþeusson- ar komu þeir Oddur Sigurðsson, skipstjóri frá Hrísey, og Gils Kristjánsson frá Hellis- sandi, sem var háseti. Að húsi Friðriks Finnbogasonar komu tveir menn, sem ég man ekki hvað hétu. Mennimir vom allir blautir, klökugir og þreyttir. Þeir skýrðu frá því að eimskipið Goðafoss hefði þá um nótt- ina strandað við innanvert Straumnes. Um kl. 9 um morguninn höfðu þeir lagt af stað frá hinu strandaða skipi á einum skips- bátnum. Höfðu þeir verið rúma þijá klukku- tíma að komast að Látmm, á móti veðrinu, leið sem tekur tuttugu til þijátíu mínútur að róa í góðu veðri. Þeir höfðu lent í vogi sem heitir Réttarbás utanvert við þorpið. Þeir spurðu um möguleika til björgunar, hvort bátar og mannskapur væri fyrir hendi. Þar var ekki latan að keyra. Strax vom þrír piltar sendir um byggðina til þess að skýra frá atburðum og hóa saman mönnum. Það vom: Magnús Friðriksson frá Neshúsi, 16 ára, Finnbogi Friðriksson frá Ystabæ, Flakið af Goðafossi í fjörunni, löngu eftir strandið. Ijósm. Daníel Sigmunds- son. 14 ára og ég, sem einnig var 14 ára. Ekki þótti unnt að senda menn fyrir Núpinn (Hvarfnúp), yfír að Sæbóli; vegna ófærðar og illveðurs. Þessi fregn um strand Goða- foss var yfirþyrmandi, alla setti hljóða, svo ótrúlegt þótti þetta. Menn báðu guð að hjálpa sér þegar þeir hugsuðu til þess að skip með yfír fímmtíu manns innanborðs var strandað við Straumnes, í þessu veðri, sem á hverri stundu gat orðið svo slæmt að björgun væri útilokuð. Látramenn þekktu það hve ógnvekjandi brimið við Straumnes gat orðið. FariðVerðurAð Öllu Með Gát Strax og fregnin hafði borist um byggð- ina komu allir verkfærir menn niður að sjó á Látmm og fóm að huga að mótorbátunum tveimur, Voninni og Björgvin, hreinsa af þeim snjóinn, moka braut fyrir þá til sjávar og þeir settir fram í flæðarmál. Vélamar vom ræstar og allt gert klárt sem hugsast gat. Samstaðan í þorpinu um að gera allt sem hægt væri í þessum efnum var einlæg. Þegar þessum verkum öllum var lokið var komið myrkur, mjög svo liðið á daginn og veðrið hafði versnað. Þó hafði einhver orð á því að líklega væri best „að leggja í hann“. Bjami Dósóþeusson lét þau orð falla að kapp væri mest með forsjá. Friðrik Magn- ússon sagði þessi orð: „Hér verður ekkert feigðarflan, heldur farið að öllu með gát.“ Ólafur stýrimaður tók í sama streng. Það var þannig samdóma álit allra sem þama vom í forystu að ekki væri viðlit að fara út í hið strandaða skip í því veðri sem þá var komið og það í náttmyrkri. Þeir álitu að þótt vistin væri eflaust köld um borð í skipinu þá væm menn samt ömggari þar, að minnsta kosti meðan ekki breytti um átt og ekki í eins mikilli hættu staddir og vera að velkjast á hinum litlu mótorbátum. Þeir álitu það skynsamlegast að bíða morguns í von um að veðrið batnaði." Gekk Upp Yeðrið Með Afskaplegum Ofsa Áður en lengra er haldið með frásögn Guðmundar Rósa Bjamasonar er rétt að athuga hvemig fólkinu á skipinu leið og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.