Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 5
Þetta er einnig gott dæmi um snilldarlega þýðingu, um hversu aðaleinkenni og fegurð ritháttar Hamsuns eru eins lifandi í íslensku þýðingunni og í norska frumtextanum. Gagnrýnendur eru allir sammála í viður- kenningu á stflsnilld Jóns Sigurðssonar skrifstofustjóra Alþingis, allt frá því hann sendi frá sér þýðinguna á „Viktoríu" árið 1912 til lokaútgáfu á „Að haustnóttum" 1946. Einmitt þannig mjmdi Hamsun hafa skrifað ef hann hefði verið íslendingur. Að mati Kristjáns Albertssonar í „Skími“ 1924 hefur Jón „skapað nýjan stfl á íslenzku" með þessum þýðingum, „þær em með ððmm málblæ en nokkuð það, sem áður hefur verið ritað á tungu vorri — og sá málblær er víða með afbrigðum fagur, sterkur og mjúkur í senn, fjölskrúðugur en þó látlaus, íslenzkur en þó svo að hinn er- lendi upprani skáldverksins leynir sér hvergi, að allur andi þess hefur varðveitzt og hrífur jafnsterkt og við lestur frumrits- ins.“ Guðmundur Gíslason Hagalín kveðst hafa borið þýðinguna á „Pan“ saman við frumritið „orði til orðs, og furðulegt er að sjá, hve vel þýðandi hefir leyst af hendi verk sitt" og hafí sagan hvergi „mist hið minsta af töfrum sínum". Halldór Laxness skrifar í „Tímarit Máls og menningar" 1940: „Jón frá Kaldaðamesi er sannarlegur doktor og meistari íslenzrar tungu — ég á ekki orð til að þakka honum Hamsuns-þýðingar hans.“ ÁHRIFÁLAXNESS Rétt er að benda sérstaklega á áhrif frá Hamsun sem Halldór Laxness varð fyrir í æsku sinni, einkum og sér í lagi frá list- fengi hans, og hefur Halldór aldrei afneitað þessum læriföður sínum. Þar að auki sóttu skáidbræðumir tveir viðfangsefni í mjög svipað umhverfi þegar þeir sömdu verk eins og verstöðarlýsingamar „Konumar við bmnninn" og „Þú vínviður hreini" eða land- námssögumar „Gróður jarðar" og „Sjálf- stætt fólk“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þeg- ar innan við tvítugt réðst Halldór harkalega á þjóðfélagsfjarvídd og mannlýsingu Hams- uns í ritdómi um skáldsöguna „Konumar við branninn“. Hún vekur einungis viðbjóð hjá Halldóri, þar sem Hamsun komi aðeins auga á „lítilmenskuna og djöfulskapinn", sem hindri hann í að sjá „manngöfgina og fegurð lífsins". Eini styrkur bókarinnar sé stíllinn, en það nægi ekki: „Bók sem aðeins flýtur á stflnum [... ] minnir á fugl sem hefir mist allan fiðurhaminn, að skraut- fjöðranum leifðum." Viðbrögð Halldórs við tilteknum samanburði á „Gróðri jarðar" og „Sjálfstæðu fólki“ era einnig neikvæð. Skáldsögumar tvær séu „bersýnilega með andstæðum forteiknum", þær veiti þveröfug svör við sömu spumingum. Samt sem áður eiga að sögn „Félags- bréfs Almenna bókafélagsins" í tilefni af hundrað ára afmæli Hamsuns árið 1959, fáir eða engir erlendir rithöfundar eins sterk ítök í íslensku þjóðinni og Knut Hamsun. Þar að auki eigi norsk skáld „áreiðanlega opnari leið að hjörtum íslendinga en höfund- ar annarra þjóða, og stafar það eflaust af því, hversu líkar þjóðimar era.“ Vel mælt — svona orð vekja okkur hlýju og verða vonandi framvegis í gildi. SULTURÍ13ÞÚSUND Eintökum Eftirfarandi bækur Hamsuns era þýddar á íslensku: „Viktoría", „Pan“, „Sultur", „Að haustnóttum", „Tvennir tímar", „Gróður jarðar", „Benoní", „Rósa“, „Umrenningar" og „Grónar götur“. Ennfremur er fjöldi smásagna hans þýddur í tímaritum og dag- blöðum. „Viktoría" hefur komið út í þremur, en „Gróður jarðar" og „Pan“ í tveimur út- gáfum, en metsöluókin er áreiðanlega „Sultur", sem árið 1940 var prentuð í hvorki meira né minna en 13.000 eintökum. Að lokum má bæta því við að þýðingin á „Pan“ var fyrst gefin út í 500 tölusettum eintökum á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands í því skyni að ráða bætur á hús- næðisskorti námsmanna, enda rann allur ágóðinn af sölu bókarinnar í byggingarsjóð þeirra til þess að koma upp stúdentagarði í Reykjavík. Rétt er að vitna til auglýsingar í dagblöðum sumarið 1923: „Gefst mönnum hér tækifæri til þess að slá tvær flugur í einu höggi, öðlast eina af bestu skáldsögum Norðurlanda í mjög prýðilegri útgáfu og um leið að styrkja eitt besta og gagnleg- asta málefni sem nú er á döfinni." Gott er að vita að Gamli Garður stendur á traustum norskum menningargranni! Höfundurinn er norskur sendikennari viö Há- skóla Islands. Úr Pan: Skemmtigarðurinn í Sælundi. Benoni ogRósa. Teikning Karls Erik Harr af leikurunum í samnefndri kvikmynd. Norski myndlistarmaðurinn Karl Erik Harr er fæddur í Kviðjufirði í Tramsfylki árið 1940. Menntun sína hlaut hann við Lista- og iðnaðarskólann og Listaskóla ríkisins í Osló og auk þess hefur hann oft dvalið við nám á Italíu, í Frakklandi og Hollandi. Frá því Harr hélt fyrstu sýningu sína árið 1963 hefur hann sýnt í flestum norskum bæjum og auk þess oft í Svíþjóð, Danmörku og nú fyrir skömmu á íslandi. Hann hefur skreytt margar opinberar byggingar og fjölmörg norsk, sænsk og íslensk myndlistarsöfn hafa keypt myndir hans. Myndefni Karls Eriks Harr era náttúra Hálogalands og menning í fortíð og nútíð. Þenn- an töfraheim, sem Knut Hamsun hefur gert ódauðlegan í skáldsögum sínum, gjörþekkir Harr og gefur honum svipaða listræna túlkun og skáldið, einkum í myndskreytingum sínum við bækur Hamsuns. List málarans er af sömu rótum rannin og list skáldsins. GERÐUR KRISTNÝ Upphaf endalokanna Er þú kemur aftur hingað renndu upp að rauðu húsi efst í götu í góðu hverfi. Tefðu ekki tíminn líður. Viltu mér veita af visku þinni um upphaf alls og endalok. Viltu leysa úr Iífs míns flækjum. Ég elti þig — auðmjúkur þjónn. Hinstu nótt í Hljómskálagarði þú bíður hjá Bertel brátt þeir koma. Fyrirgefðu mér fólsku mína; ég ætlaði ekki að afneita þér. Hefðbundin eftirsjá Á ströndu minni stígur hlátur þinn upp af köldum klöppunum skellur á óviðbúið andlit mitt svo hvumpin sýp ég hveljur. Orð þín líkt og endurkast milli hníptra hamranna og hjartslátturinn heyrist mér sem ómur í öldugjálfrinu. Ennþá nýt ég nærveru þinnar þó að þér fjarverandi og ennþá vona ég að vindurinn færi boð að bíðandi ströndinni. Boð mér færandi þær fregnir þú stígir á ströndiha. Um bjartar nætur bíð ég þeirra sem Demeter dóttur sinnar. LESBÓK MORGUNBU\ÐSINS 27. JÚNÍ 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.