Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 9
Hin fræga nektarmynd Goya, sem talin er vera af ástmey hans, hertogafrúnni af Alba, er meðal dýrgripa í Pradosafn- inu, en sú mynd þessarar aldar, sem án efa hefur þótt mestur fengur í að fá, er hin fræga Guernica Picassos.. Sigurganga Bakkusar eftir Velasques Hvernig væri að auðga andann í Prado-listasafninu? Ekki leikur nokkur vafi í því að Prado-safnið er sem konungur meðal spænskra safna og eitt af bestu málverkasöfnun í öllum heimin- um. Nafn þess hljómar auk þess kunnuglega í eyrum jafnt heimamanna sem útlendinga, de Mendoza de Silva y de la Cerda gerði hann að aðseturstað sínum. Dofia Ana tók sér bólstað í hðll er reist var á hennar veg- um í garðinum. Höllin stendur enn, hefur verið gerð upp og endurbætt, og hýsir nú náttúruvísindamenn þá, sem eru að störfum í garðinum. Þeim sem heimsækja Dofiana-garðinn er skylt að ferðast um hann fótgangandi eða að nota ökutæki sem fara yfir hvers kyns landsvæði án þess að valda tjóni, og eru hluti af þjónustu þeirri, sem rekin er í garð- inum. Ef farið er um fótgangandi skulu menn fylgja merktum leiðum. I þjóðgarðin- um sjálfum er hvorki leyfilegt að tjalda né gera sér næturstað undir berum himni, en gististaðir eru auðfundnir í námunda við garðinn. Tímabilið frá mars til júní hentar best til heimsókna í garðinn. Þetta er tími æxlunar og mikill fjöldi dýrategunda er á stjái. Um miðjan júní linnir rigningunum og þá hefst langt og heitt sumar, mýrin þomar upp svo að sprungur myndast í jörðina. Vatnsmengun og vatnsskortur eru nú hvað alvarlegastir ógnvaldar lífríki þjóð- garðsins. Með því að banna notkun plágu- eyðiefna svo og frárennsli iðnaðarúrgangs, sem gæti valdið skaða í garðinum, og með tilkomu sérstaks áyeituskipulags hefur Dofi- ana-garðurinn verið varðveittur næstum villtur til dagsins í dag. Þetta er talið hafa tekist vegna þess að um aldir var garðurinn veiðiland, einnig hafa menn trúlega veigrað sér við að nytja strendumar, sandhólana og jarðveg mýranna vegna erfiðleikanna sem það hefði haft í för með sér. Einangrun og óbyggð þessa svæðis hafa stuðlað að því að varðveita ósnortið þetta sýnishorn af náttúrulífi við Miðjarðarhaf, eins og það var fyrir daga hinna örlagaríku umbreytinga af völdum „homo turisticus". þó svo margir nálgist veggi þess til þess eins að geta sagt seinna: „Þama var ég einu sinni.“ Prado-safnið er gæfulegasta sköpunar- verk konungs sem annars er ekki minnst af góðu: Femando VII. í nóvember 1819 var el „Real Museo“ í Madrid (hið konung- lega safn) opnað almenningi og var þetta samansafn konunglegra málverka sem ráð- gjöfum konungs fannst viðeigandi að almenningur fengi að njóta. Þess ber þó að geta að á tímum fyrirrennarans Felipe IV bám vissar uppstillingar í Escorial-höllini, 50 km fyrir utan Madrid, þegar keim af listasafni. í upphafi lagaði safnið sig algerlega að hallarlífinu og var starfsemi þess á allan hátt háð hirðinni og vom forstöðumenn þess háttsettir aðalsmenn innan hirðarinn- ar. Til 1845 var Prado samkvæmt lögum einkaeign Isabel II drottningar. A þessum ámm var haldið áfram að bæta verkum í safnið og stóð vinna við skreytingar á hinni fögm höll, sem upphaflega hafði verið teikn- uð af Juan de Villanueva árið 1785 til að hýsa Náttúrufræðisafnið, yfír og er núver- andi ásýnd framhliða byggingarinnar frá þessum tíma. Safnið var þjóðnýtt árið 1868 og var nafninu breytt úr „Mueso Real“ í hið þekkta og einfalda nafn Prado, sem haldist hefur til dagsins í dag. Safninu óx ásmegin við sameiningu þess og annarra safna eins og „Museo Nacional" (Þjóðarsafnið) og bættist þá við fjöldi mál- verka frá Madrid og Kastilíu, sem nær öll em trúarlegs eðlis. A þessum tíma er safn- inu ekki lengur stjórnað af aðlinum heldur af fæmm málurum. Árið 1912 var settur á stofn sjóður með það fyrir augum að end- urnýja og endurskipuleggja starfsemina, stækka húsnæðið, skipuleggja ráðstefnur og finna leiðir til að auka gjafir og styrki til safnsins. Það eina sem varð svo úr öllum þessum áformum var stækkun á hinni gömlu byggingu Villanueva. Þegar spænska borgarastyijöldin braust út, var Pablo Picasso falin stjóm safnsins af augljósum ástæðum; hann var mikils metinn pólitískt og þekktur á alþjóðavett- vangi. En ekki tókst honum þó að taka við starfinu. Safninu var lokað í ágúst 1935 og var hluti verka þess íjarlægður af örygg- isástæðum, fyrst til Valencia og Katalóníu til vörslu í Genf í umsjá Þjóðabandalagsins. Eftir að stríðinu lauk var haldin stór sýn- ing á dýrgripum safnsins í Genf, sú fyrsta utan veggja þess. Sýning þessi var kölluð heim í flýti og með gífurlegri áhættu þegar heimsstyijöldin síðari skall á í september 1939. Frá 1956 til 1968 var byggingin enn stækkuð með því að fóma innri húsagörðun- um og voru möguleikar til að stækka bygginguna þar með nýttir til fullnustu. Núverandi útlit þess á lítið sameiginlegt með áhrifum þeim sem spænska skáldið Alberti varð fyrir og lýsti sem „angan af lakki og innilokuðum viði“. í dag endur- speglar safnið augljóslega fortíð sína og er það enn að stórum hluta hið konunglega safn, sem spænskir konungar hafa safnað saman í aldanna rás, með stuðningi sínum og lifandi áhuga á framgangi listarinnar. Auk spænskra listaverka er að fínna í Prado-safninu ítalska og flæmska málaralist og ennfremur frönsk, þýsk, hollensk og ensk málverk. Seinni tíma innlimanir á öðr- um söfnum hafa svo gert það að verkum að segja má að Prado endurspegli að miklum hluta sögu spænskrar málaralistar. í safninu eru varðveitt verk eftir E1 Greco, sem kom til Spánar 1577, líklega vegna þeirra at- vinnumöguleika sem skreyting Escorial- hallarinnar bauð upp á. Finna má þar myndir eftir Ribera frá Valencia, sem settist að í Napolí upp úr 1616, og nefna má fyrsta fulltrúa gullaldar spænskrar málaralistar. Þar er einnig að finna Zurbarán frá Extremadura, sem end- urspeglar í verkum sínum hið dæmigerða úr klausturheimi gagnsiðbótarinnar spænsku. Velázquez skipar heiðurssess í safninu, hann settist að við hirðina árið 1623 og var mestur hirðmálara. í Prado er hægt að virða fyrir sér verk hans eins og myndimar af konungum, prins- um og trúðum, myndir sem tengjast goðafræði, söguleg verk eins og „Las lanz- as“ (spjótin) svo og seinni tíma trúarlega listsköpum meistarans. Þá er að nefna Murillo frá Sevilla, mál- ara, sem tók upp raunsæishefð hins trúar- lega málverks og mikið er af í sölum safnsins og svo er þar auðvitað Goya, mesti snilling- ur átjándu aldarinnar, sem opnar með verkum sínum leiðir í átt að ýmsum stefnum samtímalistarinnar — frá draumsýnunum, sem eru fyrirrennarar súrrealismans, til hinna áhrifaríkustu afmyndana á raun- veruleikanum, sem fyrirfinnast í listinni í dag. istasafnið álitið í landinu var í uppnámi vegna styijald- arinnar við Bandaríkin þegar Spánn varð að þola missi síðustu nýlendna sinna í Ameríku. 30 árum síðar, með tilkomu ann- ars lýðveldisins, var safninu komið fyrir í SÖlum Landsbókasafns Spánar. Þar var fátt verka og voru þau hvorki ný né spænsk. í kringum 1934 var byijað á algerri end- umýjun safnsins sem leiddi til þess að salir þess sem höfðu að geyma verk frá 19. og 20. öld voru taldir til fyrirmyndar á ráð- stefnu sem haldin var í Madrid um það leyti. í Borgarastyijöldinni 1936—39, var safnið tekið niður og voru mörg verkanna geymd í kjöllurum bóka og myndlistasafns- ins. Eftir stríðið var komið á fót stofnun til að sjá um safnið og vegna þess ástands sem ríkti á eftirstríðsárunum og pólitískrar stefnu stjórnvalda var hætt við öll áform um frekari listaverkakaup. Milli 1951 og 1968 voru 19. og 20. aldar hlutar safnsins skildir að. Var 19. aldar verkunum komið Rafael Zapaleta: Mynd frá Andalúsíu. fyrir í „Casón del Buen Retiro“-einni af fáum höllum sem enn eru til af þeim sem hertoginn af Oliveras lét reisa fyrir konung- inn Felipe IV á 17. öld. Þessi höll sem í upphafi var ætluð undir móttökur og veislu- höld, er nú einn mest metni hluti Prado- safnsins og hýsir hún verkið „Guemica" eftir Picasso. 20. aldar verkunum var hald- mm Salvador Dali: Kona við glugga, 1925. Joan Miro: Til heiðurs Picaso, 1970. ið eftir í Landsbókasafninu þar til núverandi húsnæði var loksins reist 1975. Árið 1955 var byijað að leggja drög að nýrri byggingu, sem hýsa átti nútíma borg- arskipulag, með útivistarsvæðum, bama- leikvelli, veitingasölu, kvikmynda- og skyggnusýningarsal og grísku leikhúsi fyrir ballett og tónlistariðkun ... Með þessar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNÍ 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.