Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 4
Hamsun Penna- teikning eftir Karl Erik Harr. Kerlingarey, norðan við Bodö. Eyjan kemur fyrir í sögum Hamsuns, Viktoríu, Grónum götum og Umrenningum. KNUT HAMSUN Rödd lífsins í bjartnætti Hálogalands Eftir ÓSKAR VISTDAL Teikningar: KARL ERIK HARR ert er að vekja athygli á Knut Hamsun, helsta skáldjöfri Noregs á þessari öld. Um áratuga skeið átti hann stærra rúm í hugum Norð- manna en flest önnur skáld þeirra, frá því hann kvaddi sér hljóðs með skáldsögunni „Sultur" árið 1890, allt til þess að hann flutti skilnaðarkveðju sína með minninga- bókinni „Grónar götur" sex áratugum síðar, níræður, skjálfhentur og saddur lífdaga. Hamsun ólst upp í fátækt og átti erfitt uppdráttar í æsku. Kannski einmitt þess vegna gerðist hann afburðaskáld æskunnar. En engu síður var hann skáld náttúrunnar, skáld gróðurs og grænna skóga „að sumar- lagi á Hálogalandi, þar sem alltaf er eilífur dagur“, eins og t.d. í nóbelsverðlaunabók- inni „Gróðri jarðar", þessari hetjukviðu um friðsamlegt starf, um komið sem vex, um fullnægju mannsins í sigursælli baráttu við náttúruna. Einmitt þráin eftir hinni jarðbundnu gleði gerði Hamsun á sínum tíma dáðan og elsk- aðan víða um heim, ekki síst hér á Islandi. Og ekki nóg með það: „Þetta norska stór- skáld hefur haft stórvæg áhrif á íslenzkar nútímabókmenntir, miklu meiri en menn almennt gera sér grein fyrir," eins og Krist- mann Guðmundsson orðaði það í dánarminn- ingu um Hamsun á góu árið 1952. Pan-óður Um ástir OgDrauma Við lestur verka Hamsuns er það ekki síst hinn óviðjafnanlegi snillingur máls og stfls sem blasir við. „Hvenær verður aftur skrifuð bók á borð við Pan,“ spurði landi hans, Nordahl Grieg einhvem tíma og hélt áfram: „Sinnið hvítglóandi eins og náttlaus sóldagur norðurhjarans. Það er hið hrað- fleyga, dásamlega, óafturkræfa nú jarðlífs- ins, sem Hamsun hefur í hærra ve!di.“ Skáldsagan „Pan“ frá árinu 1894 er helsta æskuverk Hamsuns. Hún er óður íóbundnu máli um ástir og drauma ungmennis undir áhrifum villtrar og voldugrar náttúm í bjart- nætti, hafrænu og skógardýrð Hálogalands. Hún á rætur sínar í svo ríkri og auðsnort- inni ímyndun að steinar fá svip og sál og strá sem titrar á jörðinni verður að atburði á leið söguhetjunnar. „Pan“ er sagan af Thomasi Glahn liðs- foringja, sem ráfar stefnulaust um refilstigu lífsins og grípur þá ávexti sem á leiðinni verða, boðna og bannaða. Glahn er veiði- maðurinn, hirðinginn sem hvergi hefur fastan bústað og sem viðurkennir hvorki hin jarðnesku né hin himnesku lagaboð. Aðeins náttúmnni, sem þekkir enga synd, lýtur hann í auðmýkt, tekur sömu þökkum sól og regni, illu og góðu. Hann er náttúm- bam með heitt og ólgandi blóð í æðum, skyldur felli og fjalli, mýri og mó, skógi og skeri. Undmnaraugum lítur hann allt hið annarlega, leggur eyrun við og heyrir radd- ir sem eiga hljómgmnn í bijósti hans, finnur ilm og angan er örvar skynjan hans, svo að hvarvetna er líf, hvarvetna starf, hreyf- ing og umbreyting. Jafnvel fúið sprek verður lifandi. Giahn leggur það varlega frá sér, „stendur yfir því og þykir vænt um það.“ HiðÓvænta 011 æskuverk Hamsuns eiga það sam- merkt að hið óvænta ræður miklu og verður áberandi, óvæntar hugsanir og óvæntar gerðir. Flestar persónur hans em þann veg gerðar að þær vilja sem mest dylja hið innra, breiða yfir það með ailskonar látalát- um og útúrdúmm. „Pan“ er einkennileg Hamsun-saga um ástríður og geðshræring- ar tilfininganæms og sérviturs einstaklings í leit að hamingjunni, en þegar hún mætir honum, fatast honum fyrir duttlunga örlag- anna og eigin skapofsa. Þrátt fyrir löngun til hins gagnstæða getur Glahn ekki gefið sig með lífi og sál að samfélagslegri þátt- töku. Eins og Nagel í „Dulmögnum" eða Jóhannes í „Viktoríu" er hann „útlendingur í tilvemnni". Náttúmlýsingamar og náttúrutilbeiðslan gefa verkum Hamsuns sérstakan geðblæ og gera ekki síst „Pan“ að stflrænum gim- steini. Það er skógarangan af hverri blaðsíðu bókarinnar. Hamsun leiðir okkur um vor eða haust, upp í skóg eða út að sjó og sýn- ir okkur hversu grasnálin „gægist græn upp fyrir kalinn mosann" og hversu sólin „dýfír snöggvast skildinum niður í hafið og kemur síðan upp aftur rauð og hress, eins og hún hafi verið niðri í að drekka." Mjög athyglisverð er samfelld lýsing manna og náttúm hjá Hamsun. Persónur renna svo að segja saman við náttúmna, fá hennar svip, hennar ástríður. Gleði per- sónanna verður eins og þeyvindurinn, ást þeirra eins og fijóhvöt blómanna, reiði þeirra eins og svipvindamir og brimið. Stflrænt töfravald Hamsuns nýtur sín sérstaklega vel í „Pan“. Málið leikur honum á tungu og sindrar af fágætum hæfíleikum. Eins og leiftur fljúga hugsanir og. myndir gegnum höfuð lesandans. „Ég þekki ekkert skáld sem er sýnna um það að fá lesandann til þess að yrkja með sér, til þess að láta heillast af því ósegjanlega", eins og Kristján Albertsson kemst að orði í ritdómi um íslensku þýðinguna á „Pan“. Sem dæmi má taka útdrdátt úr einum fegursta kafla bók- arinnar, Iýsingu Glahns á jámnóttum svokölluðum og einkum í endurtekningu orða og setninga. Þetta mætti nefna galdra- lag á „hamsunsku": Snilld hamsuns 0g Jóns Frá Kaldaðarnesi „Og limið gulnar enn, það líður að hausti, stjömum fjölgar á himninum og tunglið er héðan í frá eins og gullroðinn silfurskuggi. Ekki var kuldinn, ekkert nema lognsvali og líf um allan skóg. Hvert tré var hugsi. Ber- in vom þroskuð. Svo kom tuttugasti og annar ágúst og jámnætumar þijár. Fyrsta jámnóttin! segi ég. Og ég skil ekkert í því, ofsalegur fognuður yfír stund og stað skekur mig eins og hríslu ... Menn og dýr og fuglar! Blessuð sértu, eyðinótt í skógi, í skógi! Blessuð sé dimman og eintal guðs milli tijánna, þögnin, niðandi ljúft í eyrum mér sömum og jöfnum hreim, grænt lim og gult lim! Blessað sé hljóðið sem ég heyri, lífsmarkið, snuðrandi trýni ofan í grasið, hundur að hnusa eftir jörð- inni! Heill að verki, villiköttur, sem liggur á bijósti og miðar og býst til að hendast á smáfugl í myrkri, í myrkri! Blessuð sé fró- andi kyrrðin á jarðríki, hálftungl og himin- stjömur!"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.