Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 3
E. H IMWf @ ® H [o) [ý] (3 ® 53 0 © IS E 0 E Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvatj.: HaraMur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arrítstjðrí: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Bakfvin Jóns- son. RHstjóm: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er frá Noregi og birt í tilefni umfjöllunar um Knut Hamsun. Þetta er málverk eftir norska listamanninn Karl Erik Harr úr bæjarstjómarhúsi Björgvinjar og sýnir farmskip við eyjuna Torgar við Hálogaland. Á þessum slóðum gerast flestar sögur Hamsuns. Greinin um Hamsun er eftir Óskar Vistdal, noskan sendikennara hér og heitir hún: Rödd lífsins í bjartnætti Hálogalands. Spánarferðir eru venjulega farnar á sólarstrendur og verða hver annarri líkar. Aitor Yralola, lektor í spænsku við Háskólann, skrifar um öðruvísi Spánarferð, þar sem farið væri í Donana-þjóðgarðinn og litið á listasöfnin í Madrid. Laugavegurinn tekur á sig nýja ásýnd um þessar mundir, en um gamla Laugaveginn íjallar Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og er grein hans, sem ber heitið: Rauða herbergið hans Rúts, sú síðasta í þessari greinaröð. GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR Svefnfarir Hann var aleinn í geimnum umluktur myrkri og þögn — yfir og undir næturhiminn alsettur stjörnuhópum sem snerust kerfisbundið um miðbik sitt og allir þessir stjörnuhópar — eins og eyjar í regindjúpi alheimsins - snerust um fjarlægan og óskynjanlegan kjarna sem hlaut að vera Guð Þá komst hann að raun um að hann var að hrapa — hraðar og hraðar — og meðan á fallinu stóð sá hann fyrir sér lífið á jörðu frá alda öðli: hvernig ríki risu og liðu undir Iok — hvernig stríð voru háð með síaukinni tækni og hvernig að Iokum .. . Þessi upplifun átti eftir að marka spor í vitund hans og vekja áleitnar spurningar því honum tókst ekki að muna drauminn í lokin — og honum varð ljóst að mannfólkið fengi aldrei skyggnst á bak við fortjald framtíðar og Guð yrði ávallt tilgáta sem eigi var í mannlegu valdi að sanna . . . Höfundurínn er rithöfundur í Reykjavík. B B Ábyrgð egar mál fara öðruvísi en æskilegt þykir era algen- gustu viðbrögðin jafnan þau að leita að sökudólgi. Það er eins og það sé sáluhjálparatriði að það sem gerðist sé einhveiju eða einhveijum að kenna. Þegar niðurstaða er fengin léttir öllum. Enginn þarf að efast um hvert vandlæting- in á að beinast og sjálfur er maður undan- þeginn allri ábyrgð. Meðvitað og ómeðvitað eram við nefnilega alltaf að víkja okkur undan ábyrgð, þótt við viljum gjaman trúa því að við séum ábyrgð- arkenndin holdi klædd, því að ábyrgð í hefðbundnum skilningi er sæmd. En kannski skilgreinum við hana stundum dálítið þröngt. Eg hygg að ungu fólki komi til dæmis fyrst í hug ábyrgðarstörf og þar með velgengni, þegar það heyrir orðið ábyrgð. Fyrsta hugsun einstæðra foreldra yrði eflaust um bömin, ef þeir væra spurðir um sama orð. En maður heyrir ekki oft talað um þá ábyrgð sem hver og einn ber á sjálfum sér, gagnvart sjálfum sér. Þó er það kannski eina ábyrgðin sem skiptir einhveiju máli, því allt annað ræðst af hvernig til tekst í þeirri glímu. Þegar maður beygir hegðun sína undir óskir annarra af hræðslu við að missa vin- sældir eða vera álitinn öðravísi, þá er maður að svíkja sjálfan sig. Þegar maður talar þvert um hug sinn til að vinna sig í álit, þykist vita sem maður veit ekki, eða vera það sem maður er ekki, þá er maður að svíkja sjálfan sig. Og þegar kíkirinn er sett- ur fyrir blinda augað og öðra fólki eða aðstæðum kennt um eigin afglöp, þá er líka verið að svíkja sjálfan sig. Stundum er reyndar sagt að sjálfsblekk- ingin sé sú guðsgjöf sem geri lífið hvað bærilegast og líklega er dálítið til í því. Við eram líka býsna fundvís á röksemdir sem fírra okkur ábyrgð. Sá sem særir annað fólk með tilhæfulausum ávirðingum, gat ekkert að því gert af því hann var svo reið- ur. Drukknum manni sem gerir slíkt hið sama er vorkunn af því hann var undir áhrifum áfengis. Unglingar eða háskóla- nemar sem ná ekki prófum era með vilhalla kennara eða allt of erfið próf. Þeir sem fara út í ijárfestingar sem þeir ráða ekki við vora ekki fljótfærir, óraunsæir eða óvarkárir, heldur féflettir, óheppnir eða fómarlömb óvita í ráðherrastólum. Þeim sem bjóða sig fram í prófkjörum stjómmálaflokkanna er að sjálfsögðu ljóst að það er keppni sem aðeins fáir geta sigr- að í. Þó er eins og niðurstöðumar komi þeim sem ekki ná öraggum sætum oftast í opna skjöldu, einkum ef þeir hafa áður ver- ið í öraggu sæti. Þá fær hið marglofaða lýðræði gjaman annað og ófínna nafn og ýmsar samsæriskenningar eru dregnar fram í dagsljósið. Það er afar sjaldgæft að loknum prófkjöram eða kosningum að heyra fram- bjóðendur, sem náðu ekki þeim árangri sem þeir vonuðust til, tala eins og niðurstöðum- ar séu eðlilegar. Þaðan af síður er ástæðan rakin til eigin frammistöðu. Stuðningsmenn- irnir og frambjóðendur era „stikkfrí". Kennarar, löggiltar fyrirmyndir barna, drógu sumir hveijir nemendur sína inn í eigin kjarabaráttu hér um árið og vöktu þannig sektarkennd hjá börnunum. Þetta var auðvitað gert í því augnamiði að gera bömin að samheijum og talsmönnum kenn- ara á heimilum sínum og var ekki að heyra að viðkomandi kennurúm þætti slík fram- koma neitt skerða starfsheiður sinn. Enda var þetta fjármálaráðuneytinu að kenna en ekki þeim. Loks má nefna algengt dæmi um sjálfs- blindu. Þegar við kynnumst einhveijum sem okkur líkar vel við, drögum við oft ályktan- ir af framkomu hans sem era ekki endilega réttar. Við geram okkur hugmyndir um að viðkomandi sé ákveðinnar gerðar og í eigin huga verða til væntingar i samræmi við það. Við nánari kynni kemur síðan í ljós að þetta var rangt mat. Þá snúast von- brigði okkar og reiði að einstaklingnum sem kannski gerði aldrei neitt annað en vera hann sjálfur, í stað þess að viðurkenna eig- ið dómgreindarleysi eða skort á mannþekk- ingu. Nú er í uppsiglingu hérlendis, sem og erlendis, mál sem mjög mun reyna á ábyrgð- arkennd og manndóm hvers og eins. Þetta er alnæmi. Málið _er þannig vaxið að það varðar okkur öll. Eg hef orðið þess vör, að vandaðasta fólk fær á sig einhvem óbeitar- og mérkemurþettaekkertvið-svip, þegar al- næmi ber á góma. Það er helst að unglingar og ungt fólk skilji að þekking er besta vópn- ið í baráttunni við þennan vágest. Enginn ætti að láta framhjá sér fara afbragsgóða sýningu Alþýðuleikhússins á verkinu „Era tígrisdýr í Kongó“. Tveir rithöfundar hyggj- ast skrifa um einstakling sem hefur smitast af alnæmi og reyna að setja sig í spor hans. Þeir búa til mörg dæmi um eigin viðbrögð og annarra, sem era mjög trúverðug. Hvað á að segja við eiginkonu, börn, vinnufélaga og vinnuveitendur og hvemig bregst þetta fólk við? Á að segja frá eða þegja? Þeir sem fá veirana, geta smitað, en eru einkennalausir með öllu og geta lifað eðli- legu lífí, standa frammi fyrir þeirri freist- ingu að hlífa sér við fordæmingu umhverfísins og láta eins og ekkert hafí í skorist. Þessir einstaklingar skipta að líkind- um hundraðum hérlendis. Samkvæmt upplýsingum lækna smitast alnæmi ekki nema við blóðblöndun, kynmök og frá smit- aðri móður til bams við meðgöngu eða bijóstamjólkurgjöf. Allir verða að vera upp- lýstir um hvað hér er á ferðinni, ekki síst vinnuveitendur. Það er ekki lítil ábyrgð að kveikja fordóma sem byggðir era á þekking- arleyti og verða til þess að það jafngildir opinberri krossfestingu að vera sýktur af alnæmisveiranni. Það er misskilningur að þeir einir sem eru sýktir af veiranni beri ábyrgð. Menn verða að horfast í augu við það að hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og þar með sínu kynlífi. Alnæmi er ekki granur heldur staðreynd sem allir verða að gera ráð fyrir og haga sér í samræmi við — eða taka af- leiðingunum. Þær raddir sem heimta að fólk með alnæmi sé lokað inni, era ekki síst raddir þeirra sem kæra sig ekki um að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það verður aldrei hægt að loka allt fólk sem sýkist af þessum sjúkdómi frá þjóðfélaginu. Það er hugsunar- háttur miðaldaþjóðfélags, en við lifum í upplýsingaþjóðfélagi og við skulum ekki gleyma því. Við beram öll ábyrgð. Fyrst og síðast á okkur sjálfum, en einnig á öðram. Þar er enginn undanskilinn. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNÍ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.