Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 2
 Alva Myrdal - hörð í metorðastiganum, en fær hrikalega Gunnar Myrdal - það var undantekning að hann væri sam- einkunn sem móðir. vistum við bömin. Sósíalisminn var góður handa öðrum Ifebrúar 1986 lést Álva Myrdal, og í maí 1987 kvaddi Gunnar Myrdal, maður hennar, þennan heim. Þau hlutu hvort sín Nóbelsverðlaun, hann í hag- fræði 1974, en hún fyrir störf í þágu friðar 1982. Á margan hátt virtist líf þeirra ævintýri líkast — fullt af glæsilegum sigrum og afrekum, heiðri og sóma. En — á bak við tjöldin leynd- ust sárindi, ósigrar og mannlegir harmleikir. Bæði voru þau heimskunn, en fram á þennan áratug vissi fólk almennt lítið um einkalíf þeirra. En sonur þeirra, Jan Myr- dal, sem er afkastamikill rithöfundur og samfélagsfræðingur, sendi svo frá sér tvær bækur um bemsku sína, og þær komu út 1982 og 1984. Þær höfðu að geyma nánar lýsingar á foreldrunum og fjölskyldulífinu, sem komu mjög á óvænt. Og á þessu ári, 1987, nokkrum dögum eftir lát Gunnars Myrdal, kom enn út bók um fjölskylduna, minningar Sisselu, dóttur þeirra, sem er gift Derek Bok, rektor við Harvard-háskóla. Ætlun hennar virðist vera að lýsa fjölskyldu- lífínu á „hlutlægari" hátt en bróðir hennar gerði, en eigi að síður leiðir bókin glögglega Alva og Gunnar Myrdal komust hátt í metorðastiganum í Svíþjóð og á alþjóðlegum vettvangi. En Jan Myrdal sonur þeirra telur þau hafa verið afleita foreldra. Hann gekk í einkaskóla og sjálf dvöldust þau síðast á einka-elliheimili, en í orði ráku þau sífellt erindi sósíalisma. í ljós, að hún hefur átt bemsku sína og unglingsár í ijölskyldu, sem hefur átt við alvarleg vandamál að stríða. Dapurleg Bernska Alva virðist hafa átt fremur dapurlega bemsku, en móður hennar var um megn að sýna henni neitt, sem minnti á ástúð og öryggi. Olvu fannst hún vera eins og óskilabam og óskaði þess heitt, að hinir „raunvem- leg^u" foreldrar hennar birtust einn góðan veðurdag og tækju hana að sér. Það var ekki fyrr en eftir harðar deilur við foreldr- ana, að hún fékk að ganga menntaveginn. Þegar hún var 17 ára, gerðist svo mikill og örlagaríkur atburður í lífí hennar — hún hitti Gunnar Myrdal, sem þá var tvítugur stúdent. Þau urðu ástfangin og giftust 5 árum síðar. Þá, árið 1924, hafði Alva lokið prófí í stjómmálafræði við Stokkhólms-háskóla og Gunnar tekið lögfræðipróf. Þremur árum síðar hlaut hann doktorsgráðu í hagfræði. Árið 1929 héldu þau bæði til Banda- ríkjanna, þar sem þau dvöldu í eitt ár og nutu til þess styrks úr Rockefeller-sjóðí. Fyrsta bam þeirra, Jan, sem fæddist 1927, var skilið eftir heima í Svíþjóð í umsjá ömmu sinnar. Foreldramir fóm frá bami sínu tæpra tveggja ára, þegar það var mjög háð þeim og á einkar viðkvæmu þroska- stigi. En þetta var dæmigert hjá Myrdal- flölskyldunni. Reglan var sú, að starf og frami væri þörfum baraanna æðri. Það var ekki aðeins Gunnar sjálfur, heldur flestir aðrir og þar á meðal Alva, sem litu á hann sem útvalinn snilling, andlegt ofurmenni. Honum fannst hann vera borinn til að leysa af hendi mikil verkefni og ekkert, ekki einu sinni hans eigin fjölskylda, skyldi koma í veg fyrir, að hann einbeitti sér til fullnustu að starfí sínu. Það var undantekning, að hann hitti böm sín heima, og hann hafði sjaldan tíma afíögu handa þeim. í augum þeirra var hann fremur gestur en faðir. Og auk þess vildi hann alltaf, að Alva væri hjá sér og hjálpaði sér, þegar hann var heima, og hann kunni lítt að meta það, að Alva væri að „eyða tíma" í bömin. Vinnukonur og bamfóstrar áttu að sjá um þau. BARNATÍMAR Loks ákvað Alva, þrátt fyrir mótmæli Gunnars, að taka frá einn tíma á dag handa bömunum, en það fól í sér 20 mínútur á hvert þeirra. Og svo þegar Gunnar varð óþolinmóður og heimtaði, að Alva kæmi inn á kontórinn til sín, bað hún hann að bíða í Jan Myrdal - hætti öllu samneyti við foreldra sína. 13 mínútur, sem þá voru eftir af „foreldra- tímanum" (að því er Jan segir). Að sjálfsögðu hlaut slíkt fyölskyldulff að hafa djúp áhrif á tilfinningar og persónu- leika bamanna. Jan bar sömu tilfínningar í bijósti og móðir hans hafði gert í æsku sinni — honum fannst hann vera óskila- bam. Eftir margra ára harðar deilur við föður sinn fluttist hann að heiman, þegar er hann var á 16. ári, til að lifa sínu eigin líffl. Árið 1967 hitit Jan móður sína í síðasta sinn. Alva átti þá sæti í ríkisstjóminni (ráð- herra afvopnunarmála) og hafði góða von um að öðlast aukinn frama og verða utanrík- isráðherra, en á því hafði hún mikinn hug. Hún komst þó reyndar að því að samband hennar við soninn, Jan, sem þá var þekktur og mjög virkur kommúnlskur rithöfundur, væri henni til trafala á þeirri framabraut. Þess vegna bauð hún honum til miðdegis- verðar og lagði til, að þau hættu að hittast um skeið. Hann féllst á það, og eftir þann málsverð rauf hann öll tengsl við foreldrana fyrir fullt og allt. Hann var ekki einu sinni viðstaddur jarðarfarir þeirra. TÍMAMÓT Árið 1938 markaði tímamót í lífi fjöl- skyldunnar. Camegie-stofnunin bauð Gunnari Myrdal til Bandaríkjanna og fól honum að rannsaka ítarlega vandamál negra í Bandaríkjunum. Þess vegna fluttist öll fjölskyldan til New' York. Vegna stríðsins sneru þau aftur til Svíþjóðar 1940. en þegar ári síðar vildi Gunnar halda aftur til Bandaríkjanna til að ljúka rannsóknum sínum. í þetta sinn fékk hann Ölvu til að fara með sér, en bömin yrðu skilin eftir í umsjá ömmu sinnar. Þau voru þrjú, Jan, 14 ára, Sissela 6 ára og Kaj 4 ára. Foreldramir dvöldust vestra í eitt og hálft ár, sem var erfiður tími fyrir bömin og þau, sem báru ábyrgð á þeim heima. Niðurstöður rannsóknanna birtust 1944 í bók, sem bar heitið „An American dilemma" og er mikið rit og orðið sígilt. Gunnar Myr- dal var viðskiptaráðherra í stjóm sósíal- demókrata 1945 og gegndi því embætti til ársins 1947, er hann réðst til Sameinuðu þjóðanna og varð yfírmaður hinnar evrópsku efnahagsnefndar, sem hafði aðsetur í Genf. Tvö fyrstu árin bjuggu Alva og dætumar tvær með Gunnari í Sviss, en Jan var þá farinn að heiman. Gunnar lagði sig allan fram við starf sitt, en Alva naut sín ekki fyllilega í hlutverki húsmóðurinnar. Hana dreymdi um eigin frama, og árið 1949 tók hún boði frá Sameinuðu þjóðunum um starf framkvæmdastjóra á sviði félagsmála, en það var æðsta staða, sem kona hafði gegnt í nokkurri alþjóðastofnun. Hún yfírgaf manninn og bömin, var fyrst eitt ár í New York, en settist síðan að í París. Þótt um lögskilnað yrði ekki að ræða, þá var þetta skilnaður í raun og vera. LEIKIÐ VIÐ STRÁKA Þegar í bamæsku vildi Alva heldur leika og keppa við stráka en stelpur. Á starfs- ferli sínum var henni greinilega einnig mikið keppikefli að sýna, að hún væri jafnoki karla. Þrátt fyrir þann böggul, sem fylgdi því að vera kona, móðir og eiginkona, lagði hún á framabraut 1949, sem átti eftir að verða jafnglæsileg og ferill eiginmanns hennar. Að vísu varð hún aldrei prófessor, en árið 1955 var hún skipuð sendiherra Svíþjóðar í Indlandi, og eftir 6 ára dvöl þar sneri hún aftur til Svíþjóðar, var kjörin á þing og varð ráðherra afvopnunarmála 1966—’73. Eftir að Gunnar hvarf frá Genf 1957 og sneri aftur til Svíþjóðar, vann hann ötullega að málefnum þróunarlanda, og 1960 kom út síðasta meiriháttar vísindarit hans, „Det asiatiska dramaet". Eftir að Gunnar slasaðist alvarlega í bílslysi 1952, heimsótti Alva hann á sjúkra- húsið, en það leiddi síðan til þess að þau tóku saman aftur. Er Alva kom aftur til Svíþjóðar frá Indlandi, keyptu þau íbúð í Gamla stan í Stokkhólmi, sem er ekki hverfí fyrir hvem sem er. MÓTSAGNIR Það gætti allmerkilegra mótsagna í opin- bera lífí þeirra og einkalffí. Bæði Alva og Gunnar vora sósíalistar, vora flokksbundnir sósíaldemókratar og ákafir taismenn jafnað- ar og félagslegra lausna á vandamálum þjóðfélagsins. En hvað þau sjálf snerti, kusu þau ekki jöfnuð né heldur félagslegar úr- lausnir. Fræðilega vildu þau leysa húsnæðismál á grandvelli samvinnu og sameignar, en sjálf bjuggu þau í stóra einbýlishúsi, sem hinn þekkti arkitekt, Sven Markelius, teikn- aði, og það var í Áppelviken, einu af fínustu hverfunum í Stokkhólmi. Og eftir að Alva kom heim frá Indlandi, leituðu þau að einka- íbúð í hverfí hinna ríku og voldugu. Þegar sonur þeirra, Jan, átti að byija í skóla, sendu þau hann í Olof-skólann, einn hinna sárafáu einkaskóla I Svíþjóð. Og þeg- ar þau bjuggu í New York, gekk Iiann í Lincoln School, sem er í tengsíum við Col- umbia-háskóla. Þetta var ekki aðeins fyrsta flokks einkaskóli, heldur einnig augljóslega skóli útvalinna, því þangað komst enginn nemandi, sem hafði lægri greindarvísitölu en 120. Meinilla Við Heimilisstörf Alva hafði óbeit á heimilisstörfum og barðist af miklum áhuga fyrir dagheimilum handa öllum bömum, en slík lausn myndi losa mæðumar við hefðbundin þjónustustörf á heimilunum og gera þeim í staðinn kleift að fara út á vinnumarkaðinn. Böm Myrdals- hjónanna máttu þó ekki vera lengi á dagheimilum. Vinnukonur og bamfóstrar sáu um þau, að það var undantekning, ef þau voru send á leikskóla í nokkra tíma einstaka daga. Eftir að hafa stundað háskólanám í Bandaríkjunum var Alva talin einn helzti sérfræðingur í landi sínu í málefnum bama, sálfræði og uppeldi. Hún stofnaði og stjóm- aði í mörg ár skóla fyrir bamfóstrar. Með hliðsjón af sinni eigin reynslu af Ölvu kall- aði sonur hennar stöðu hennar sem sérfræð- ings í þessum efnum dæmi um „svart och surrealistisk humor“. Þegar Alva og Gunnar gátu ekki lengur séð um sig ein í íbúðinni, kusu þau að eyða síðustu áram ævinnar á elliheimili í einka- eign. Þau era reyndar mjög fá í velferðarrík- inu Svíþjóð. Og þegar tíminn að lokum var kominn til að búast til hinnar hinztu farar, kusu þau bæði að dvelja siðustu daga sína á litlu einkasjúkrahúsi — í landi, þar sem 95 af hundraði allra sjúkrarúma eru í stofn- unum, sem reknar era á vegum hins opinbera. SV. ÁSG. ÞÝDDI ÚR „FARMAND" 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.