Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 9
Sigrún Ó. Einarsdóttir Seren S. Larsen Bergvík: Fjárhúsið sem varð gler- listaverkstæði. Hugmynd kemst tíl skila ef efiii og handverk eru í lagi ona nokkur hefur á borði sínu bréfapressu úr gleri. Þetta er lítil kúla og inni í henni er skringilegur hlutur eða litur sem á einhvem dularfullan hátt hefur komist inn í kúluna. Oft segist konan gleyma vinnu sinni og skyld- um þegar hún handfjatli kúluna, því töfrar hennar og fegurð gagntaki hana. Hún minni hana til skiptis á horfinn heim, sem veki hjá henni eftirsjá og trega, eða þá á nýja veröld sem fylli hana von og eftirvæntingu. Þessi umrædda kona er ekki ein um að hafa heillast af glermunum Sigrúnar Ó. Einarsdóttur og Sorens S. Larsen. En um þessa helgi munu þau opna sýningu á gler- munum sínum hjá íslenskum heimilisiðnaði í Hafnarstræti, og er þetta afmælissýning, þar sem fólki verður gefínn kostur á að sjá þá þróun sem verður hjá glerverkstæði í fímm ár. Nú eru einmitt fímm ár liðin síðan þau hjónin Sigrún og Seren opnuðu gler- munaverkstæði sitt í Bergvík á Kjalamesi, en það mun vera hið eina sinnar tegundar á landinu. Það var opnað í ágúst 1982 og sama ár í október hófu þau að selja list- muni sína, bæði nytjahluti og skrautmuni hjá íslenskum heimilisiðnaði. A afmælissýn- ingunni, sem jafnframt er sölusýning og verður opin til 14. nóvember, munu þau sýna fyrstu glösin sem þau gerðu, ýmsa sérmuni, sem þau hafa gert fyrir félagssam- tök og fyrirtæki, og svo nýja muni, hliðstæða þeim sem nú eru á einkasýningu þeirra í Þýskalandi. Gler í Bergvík er 5 ára um þessar mundir og er þess minnst með sýningu í íslenskum heimilisiðnaði. Hjónin Sigrún Ó. Einarsdóttir og Soren S. Larsen hafa ekki tekið sér marga frídaga þessi ár. Þau vinna jöfnum höndum að gerð nytjahluta og listmuna úr gleri, en hvað sem unnið er við, sitja listrænar kröfur alltaf í fyrirrúmi. Eftir KRISTÍNU MARJU BALDURSDÓTTUR ÞRÓUNÍ5ÁR Litla bréfapressan varð auðvitað ekki til á neinn dularfullan hátt, heldur býr sköpun að baki hennar, hugvit og handlagni og ekki síst þrotlaus vinna. Margt hefur breyst í Bergvík á fímm árum. Gamla fjárhúsið, sem gert var að glermuna- verkstæði, stendur enn á sama stað í fangi náttúrunnar, með hafíð framundan og hina litríku Esju að baki. En verkstæðið sjálft er að breytast og listamennimir sjálfír hafa kannski breyst mest. Hafa þroskast sem lista- menn og náð enn lengra í sköpun sinni. En þau eru alltaf sömu vinnuþjarkamir. „Ef við drepum okkur á vinnu þá er það okkur sjálfum að kenna," segir Sigrún um leið og við þræðum leiðina milli ofnanna á verkstæðinu og að stiga sem liggur upp á loftið þar sem þau eru með bjart og skemmti- legt stúdíó. Þau hjónin kalla það himnaríki. „Já, héma hugsum við,“ segir Seren og danska kímnin læðist með orðum hans. Og héma er vinnuborðið þar sem þau hanna list- muni sína og meðfram öllum veggjum em dýrindis listmunir, skúlptúrar og myndvasar. Myndvasi: Vagg og velta. Úr seriu frá stórri evrópskri glerlistasýningu og samkeppni í Þýskalandi. (Sigrún 1985, fékk viðurkenningu.) Skúlptúr: Gerður fyrir starfsmenn Ríkisútvarpsins, skilnaðargjöf til Margrétar Indriðadóttur. Það skilyrði varsettað klukkuna vatnaðiþrj&r mín- útur ísjö. (Sigrún ogSeren, 1987.) Haustglös: Eru á sýningu í Japan. (Sigrún og Soren, 1987.) Skúlptúr: Á sýningu sem nú stendur yfir í Japan. (Saren, 1984) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.