Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 15
THOMAS BERNHARD: PROSA Suhrkamp Verlag. Thomas Der Zauberberg Mann Roman 4 THOMAS MANN: DER ZAUBERGERB Fischer Taschenbuch Verlag. Þroskasaga Hans Castrops, Töfrafjallið, er eitt þeirra meistaraverka bókmenntasög- unnar sem allir sem lesa hljóta að vera sammála um að seint verði oflofað. Nóbels- skáldið Mann ætlaði sér svo sem ekki annað en rita stutta gamansögu þegar hann hóf að segja frá Hans Castrop en heimsbók- menntunum til mikillar blessunar varð verkið annað og meira. Það tók hann fimm ár að skrifa verkið sem er mikið að vöxtum, visku og vönduðum húmor. Lesið þessa bók. Notalegri lesningu er erfitt að finna og hafíð hugann opinn því meira býr að baki en hrá frásagnargleði og list. Samuel Beckett SAMUEL BECKETT: DER AUSGESTOSSENE L’Expulsé _ i The Expelled. Með myndskreytingum eftir Roswitha Quadflieg. suhrkamp taschenbuch 1006. - ' Þessi litla saga er meiri en svo að um hana verði fjaliað í stuttu máli. Þó ieyfí ég mér að geta hennar í fáum orðum. Fyrsta útgáfa sögunnar birtist 1946 en endanleg gerð hennar 1955. Einfold verður frásögnin að teljast. Sögumaður segir frá því er honum er bókstaflega varpað á dyr úr húsi sem hann hefur lengi búið í. Hann gengur götur heimabæjar síns, sest upp í hestakerru og leitar að afdrepi fyrir nóttina. í sögunni koma fyrir atriði sem Beckett hefur notað í önnur verk sín. Nægir að nefna talningu trappanna úr leikritinu „All That Fall“, brottvísunina úr föðurhúsinu í „Fyrstu, ástinni" og hnébeygingamar úr „Watt“. Þetta kver er, sem fyrr segir, ekki langt og í þessari útgáfu er franski textinn prent- aður auk enskrar þýðingar og þýskrar. Þessi stykki leikskáldsins og rithöfundar- ins Thomas Bemhards komu fyrst út 1967. Síðan þá hefur kverið verið prentað alloft. Höfundurinn fæddist í Heerlen í Hollandi árið 1931. Hann býr í Austurríki ög er vafa- lítið einn færasti og jafnframt frægasti núlifandi rithöfundur landsins. Viðfangsefni hans hefur löngum verið óttinn og mátt- leysi mannsins gagnvart nánasta umhverfi sínu og samfélagi. Það sem jafnan gerist er magnað ofurvenjulegum furðum sem hefjast upp úr þögninni og koma róti á les- andann sem máski svitnar við tilhugsunina um samskipti manna eftir þeim nótum sem Bemhard gefur strax í upphafí frásagnanna. Þetta kver hefur sjö sögur að geyma og era þær hver fyrir sig ágætt dæmi um hæfni Bemhards sem smásagnahöfundar. Akihjr ENHAUER SCHOPENHAl THEORIE ‘_sr V( . denken: e: Aus dem handsdiriftkhen Nachlifi Henusgegeben und eingekitet vonVblkcr Sfnerimg ARTHUR SCHOPENHAUER: THEORIE DES GESAMMTEN VOR- STELLENS, DENKENS UND ERKENN- ENS Volker Spierling sá um útgáfuna og skrifar inngang. Piper 1986. Nýverið las sá sem þetta skrifar einkar skemmtilega frásögn af manni í sjávar- háska. Það kver er eftir þann ágæta rithöf- und Gabriel Garcia Marquez. Skipbrotsmað- urinn sér ekki annað en 'hafíð og himininn og velkist hann á prammanum um Karabíu- hafíð í marga daga og margar nætur. Ámóta hrakningum bjóst ég við að lenda í þegar ég hóf lestur þessa mikla heimspekirits Schopenhauers. Einhvemveginn náði ég landi, reynslunni ríkari og nokkra fróðari um speki Prússans Schopenhauers. Mér segja fróðir menn að þessi bók sé piýðilegur inngangur að höfuðverki Schop- enhauers „Die Welt als Wille und Vorstell- ung“ og trúi ég því. A næsta ári era liðin tvöhundrað ár frá fæðingu Arthurs Schopenhauers og má búast við mikilli vakningu vegna þess. Því er ekki úr vegi fyrir atvinnumenn sem og áhugamenn að sigla hægan í gegnum þetta bindi sem er mikið að vexti og visku. Og skoði hver fyrir sig. GEORG TRAKL: DAS DICHTERISCHÉ WERK. Deutscher Taschenbuch Verlag 6001. Öld er liðin frá því að Georg Trakl fædd- ist í Salzburg í Austurríki. Sjötíu og þijú ár síðan hann lést í Kraká af völdum kók- aíneitranar. Hann varð því ekki langlífur en lengi munu ljóð hans lifa með þýskumæl- andi og -lesandi kvæðaunnendum. Þessi bók sem hér skal getið hefur að geyma öll kvæði Trakls, mörg hver í fleiri en einni útgáfu, og er farið í saumana á þeim í eftirmála. Þetta er vel unnin útgáfa og hvalreki á fjörar ljóðaunnenda. Trakl gaf ekki út nema tvær ljóðabækur en birti allmörg kvæði í tímaritinu Der Brenner. Ljóð hans era vissulega fögur þó yrkisefni hans hafí ekki verið eintómar rós- ir sætleikans. Óhugnaðurinn kemur æ fyrir og skáldið bölvar svefninum, dökku eitri hans og skuggi aðkomumannsins verður sjóræningi í söltu hafi sorgarinnar. Svefninn er sem fugl sem hvítur flýgur upp af næt- urstígum og svífur yfír hrapandi stálborgir. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Hallar að haustgrímu Sof nú, sóley, sofþú, ftGll, væn í varpa. Sof, Baldursbrá við bæjarvegg. Vak vindharpa. Svefn mig sækir, sofa ég vil. Dul draumheima dregur, seiðir, laðar íil sín land lífgeima. Hvað mun bíða, þá bregðum lit? Skammt nær spaks spá. — Finnumst aftur fítill, sóley og Baldursbrá. Stund á Þingvöllum Sat ég á kletti við Öxará. Iðandi fossinn þaut frá stalli á stall og steyptist í hylsins skaut. Niður hans hreinsaði hlustir frá hávaða dags og gný sem leggst á hug og hjarta, harðar en nokkurt blý. Sól skín á víða velli. Vindurínn sefur í ró um þröngar gjár og þögula tinda og Þingvallasjó. Andartök aldanna hvfsla, eitt ég verð með þeim; vil deyja inn í fagurblá fíöllin, er fer ég bráðum heim. Höfundurinn er fyrrum prófastur í Saurbae á Hvalfjaröarströnd. JÓN STEFÁNSSON Þú dögun sólargeislamir harðir megna ekki að má þykkt ryklagið af línum bókanna og úr rústum næturinnar rís hann veiklulegur muldrandi skotheldum orðum eins og við sjálfan sig dagblöðin stækkandi ijall á gólfínu og slfellt falla skriður af hungurmorðum og mönnum vaktir upp þegar enn er nótt af stígvélaharki og hverfa og það er sem kippir fari um arma líkt og ég ætli að kreppa hnefa (til dæmis bjarga heiminum) en fyrir ofan mig loftið sundurslitið af augum og ekkert rýfur þögnina með rennandi vatninu en á áður gleymdum stað geymi ég rakvélablaðið og mín síðasta hugsun verður þú Höfundurinn er ungur Keflvíkingur. HERDlS HALLVARÐSDÓTTIR Sálmur leitandi Sál mína þyrstir eftir friði, hjarta mitt kvelst og sinni mitt brennur. Alla daga er sem ég gangi á nálum, þær stingast í mig og særa iljar mína en auga mitt eygir hvergi auða jörð. hins manns Ég er sem leitandi sauður, mig hungrar og mig þyrstir. Fjandmenn mínir ofsækja mig, hörund mítt er bl&tt og marið, ég kemst ekki undan þeim. Ég sný mér við og reiði hnefa minn til höggs, en þeir skjótast undan eins og snákar, svo bíta þeir mig aftur. Þá minnist ég bróður míns og býð þeim hinn vangann. En þeir hlæja, þeir hæðast að mér. Ég sný frá þeim og bið þig að veita mér hvfld, koma og búa í hjarta mínu þvi ég þarfnast þín eins og eyðimerkurfarinn þarfnast vatns. Hugur minn hrópar — komdu, miskunnaðu mér, á meðan efínn hvíslar í eyra mitt — þú ert ekki verðug, og þá lokast hjaríá mitt eins og það væri blóm en þú skuggi. — Guð minn, hvað get ég gert? Ég loka þig úti eins -og þú værir pestin. Er fyrirgefning þín einnig mér til handa, eða dó bróðir minn á krossinum bara tyrir hina? Höfundurinn er tónlistarmaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.