Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 11
hvers af honum eða henni er vænst," segir einn af aðaldönsurunum við New York City Ballet. „Eina leiðin til að komast að því, hvemig manni gengur og hvar maður stend- ur er að miða við þau hlutverk, sem dönsurun- um er úthlutað. Stundum er það þannig, þegar dansarar úr flokknum hafa ekki feng- ið neitt hlutverk í ballet, sem verið er að æfa til sýningar, að ástæðan er sú, að ein- hver önnur balletsýning er þá í uppsiglingu. En menn fá annars ekkert að vita um það fýrirfram. Þeir dansarar, sem lenda í uppn- ámi út af þannig löguðu eða verða miður sín, hætta þá ef til vill að stunda æfingamar af kappi eða fara á fyllerí og taka að svalla eða safna á sig nokkrum kílóum. Og þegar þeim svo skyndilega gefst kostur á hlutverki em þeir búnir að klúðra öllu.“ Hreinræktaður Narkissmus Það sem þó veldur balletdansara mestum áhyggjum og sífelldri skapraun er hans eða hennar eigin líkami; hann er stöðugt tekinn til athugunar hátt og lágt af hinni mestu gaumgæfni og er dönsurunum eilíf upp- spretta óánægju. Þeir allt að því geðveikis- legu megrunarkúrar, sem Gelsey Kirkland var stöðugt að leggja á sig, voru að vísu óvenjulega strangir og tíðir, en annars er regluleg vannæring balletdansmeyja orðin svo algengt fyrirbrigði núna, að þær eiga orðið margar á hættu að fá osteoporosis — beinþynningu — þegar á unga aldri. Athugan- ir, sem gerðar hafa verið á almennu heilsufari balletdansmeyja, sýna glögglega, að alls kon- ar meiðsli, veimsýkingar og óregla í mánaðarbundnu blóðláti em líka mjög svo tíð fyrirbrigði í þeirra hópi, því að ballet- dansmeyjar sækjast almennt eftir framúr- skarandi grönnum vexti og ganga svo langt í þeim efnum, að það er nánast fáránlegt. „Eg þekki fjölda balletdansara, sem skrimta nær eingöngu á kaffi og-sígarettum," segir ein ballerínan við American Ballet Theatre. „Þær líta líka alveg frábærlega vel út og em hinar spengilegustu, en að ári liðnu em þær nánast að hmni komnar." Nýtískulegir megmnarkúrar og hirðuleysi um þau meiðsli, sem menn hljóta, virðist vera allt að því hin hefðbundna leið til að takast á við aðsteðjandi vandamál í ballet- heiminum. „Á meðan Balanchine var á lífi vom dansaramir miður sín af skelfingu yfir því að þurfa að láta hann vita, að þeir hefðu orðið fyrir meiðslum af eintómum ótta við að fá þá ekki ákveðið hlutverk," segir ein af dansmeyjunum við New York City Ballet. „Ég hef það sjálf ennþá á tilfinningunni, að ég verði endilega að fela meiðsli, sem ég verð fyrir," bætir hún við. „Þetta er alveg innprentað í rnann." AukinAðgát Á síðari ámm virðist þróunin þó vera sú, að listdansarar ánetjist síður sterkum og stór- hættulegum eiturlyfjum. Það er almennt álit meðal þeirra, sem best þekkja til innan ballet- heimsins, að langmest hafi borið á eiturlyfja- notkun í hópi dansara á ámnum um og fyrst eftir 1980 og var fikniefnanotkun m.a. orðin vemlegt vandamál við tvö helstu balletleik- húsin í New York-borg, við NYCB og við ABT. Nú er hins vegar svo komið að sögn, að flestir eiturlyfj aneytendumir og eiturlyfja- salamir hafa tekið saman föggur sínar og leitað á önnur mið utan leikhúsanna. í heims- borginni New York er núna talið, að það séu eingöngu nokkrir dansarar við American Ballet Theatre, sem reyki gjaman marijuana í .búningsherbergjunum út af eintómum leið- indum yfír efnisskrá leikhússins. Væri þá von til þess, að balletdansmær, sem lenti núna í álíka sálarháska og Gelsey Kirkland á sínum tíma, ætti auðveldara með að fá viðhlítandi þjálp í neyð sinni? Það má vel vera. Nokkrir hinna stærri dansflokka, meðal annars vest- anhafs, hafa komið á beinum tengslum við sjúkrahús, sem bjóða upp á sérhæfða læknis- þjónustu í sambandi við sjúkdóma og sálræna erfiðleika, sem tíðum hijá balletdansara. En annars er óhætt að fullyrða, að hefð- bundnir lífshættir listdansfólks hafi harla lítið breyst; Dansarar eru þrautþjálfaðir í að hlýða fyrirskipunum balletmeistarans og í því að dansa og þá er alveg sama hvemig þeir eru á sig komnir og fyrir hvaða skakkaföllum þeir kunna að verða. Það er þeirra mál. „Við höfum sjúkraþjálfara og sérfræðing í bæklunarskurðlækningum á okkar snærum og fleira þess háttar,“ segir ein af dansmeyj- unum við American Ballet Theatre. „En ef ætlunin er að fara að huga að geðheilsu dansaranna, þá mundi það fela í sér þá kröfu, að þeir fæm að temja sér hugsunar- hátt fiilltfða fólks á því þroskastigi, að þeir gættu sjálfir sinna hagsmuna og eigin vel- ferðar." En hún bætir jafnframt við: „Og það er einmitt þetta, sem menn vilja ekki í fari listdansara. Balletmeistaramir vilja stjóma krökkum, sem halda sér saman og gera það I sem þeim er sagt.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987 Rússneski ballettmeistarinn Balanchine í hópi ungra dansmeyja - Gelsey Kirk- land er lengst tii hægri. myndaðar með silikoni, sem sprautað var inn í vefina; og hún lét einnig lagfæra eyma- sneplana. Hún svelti sig algjörlega við og við og síðar meir lærðist henni að kasta upp til þess að halda líkama sínum físléttum. Flestir, sem em jafn illa á sig komnir af vannæringu eins og hún var stundum, fá hjálp til að öðlast fulla heilsu og þrótt aftur. Gelsey Kirkland fékk aftur á móti dynjandi lófaklapp fyrir sjálfspyntingar sínar og sá ógnvelq'andi vaxandi frami á listabrautinni, sem hún uppskar að launum, vekur vissar óþægilegar spumingar varðandi það, hvað oft á tíðum felst á bak við stórkostlegan framaferil listafólks. UppáKantVið Balanchine Hún er ekki nema 162 sm á hæð, vegur aðeins um 45 kg og virkar því einkar fíngerð, næstum brothætt veimiltíta á sviðinu í ballet- leikhúsinu. í opinskáum frásögnum í endur- minningum sínum lýsir hún því á hinn bóginn, á hvem hátt hún varð í senn að reglulegri ófreskju og fómarlambi í heimi balletsins, þar sem hún strax í upphafí ferils síns hafn- aði því eindregið að fylla flokk þeirra fyöl- mörgu, sem Öýrkuðu balletmeistarann Balanchine við New York City Ballet. Þó var Gelsey Kirkland ekki með öllu ónæm fyrir töframætti hins dáða balletmeistara. Fyrsta alvarlega kastið af viðvarandi lystarleysi samfara stöðugum uppköstum — eða anorexíu eins og það er kallað á máli læknis- fræðinnar — gerði vart við sig, þegar hún af ofurkappi tók að reyna að verða í engu eftirbátur uppáhalds ballerína Balanchines. Innst inni fannst henni samt, að þeir dans- ar, sem Balanchine samdi og æfði með dansflokknum, væru harla innantómir. Af- strakt og fráhverf raunverulegum efnivið, ófrávíkjanlega háð músíkinni en með jass- undirtóni og ofboðslegum hraða í uppfærslu þótti henni balletverk Balanchines vera eins- konar sjúklegt fráhvarf frá klassískum hefðum evrópsks ballets. Lýsingar hennar á Balanchine eru fullar beiskju. Kvöld eitt, segir hún m.a. í bók sinni, þegar hún var of veik til þess að geta dansað hafi Balanc- hine látið hana fá eitthvað, sem hann kallaði fjörefni. Hún hresstist samstundis af þessu flörefni og dansaði frábærlega — en einhver varð til þess að vara hana við því að taka meira af svo góðu. Gelsey Kirkland álítur núna, að kennarinn hennar hafí verið að gefa henni amfetamín. FALLVÖLT Hamingja Ástarsamband hennar við balletdansarann Peter Martins sannfærði hana um, að þau tvö mundu geta skapað sér framtíð sem list- dansarar á eigin spýtur og ef til vill fengið ráðningarsamning við einhvem balletflokk í Evrópu. Henni var mjög í mun að losna frá New York City Ballet, úr þeim viðjum, sem henni fannst Balanchine leggja þar á sig og dansflokkinn í heild. En það varð aldrei neitt úr þeim ráðagerðum, því að Martins snerist hugur — eins og hún orðar það — og núna er hann orðinn eftirmaður Balanchines sem balletmeistari New York City Balletsins. Það var að lokum hinn vfðfrægi rússneski sólódansari, Mikhail Baryshnikov, sem opn- aði henni leið út úr þessum ógöngum á listabrautinni. Baryshnikov hafði séð hana dansa, þegar New York City Ballet var eitt sinn á sýningarferðalagi um Rússland; skömmu eftir að hann hafði beðið um land- hún kæmi fram á sviði. Það er skoðun henn- ar, að jafn lengi og aðgöngumiðar seldust út á nafn hennar, sem balletdansara, mundi hún hafa verið látin dansa og dansa þar til hún dytti dauð niður. Hún bendir jafnframt á, að hún hafi ekki verið einasti eiturlyfjaneyt- andinn, sem dansaði á sviði American Ballet Theater. Það var einmitt við dyr eins þeirra eitur- lyflasala er hún skipti við, að hún hitti að lokum þann mann, sem átti eftir að þjarga lífi hennar. Gelsey Kirkland og Greg Law- rence urðu ástfangin hvort af öðru meðan þau neyttu saman kókaíns og ræddu ljóð hans. Þeim tókst raunverulega að koma hvort öðru til hjálpar og út úr ógöngum eiturlyfja- neyslunnar og losna úr fjötrum kókaínsins á meðan þau dvöldu í því skyni á sveitabæ einum í norðurhluta New York-fylkis. Þau sneru bæði aftur til lífsins, giftu sig og búa núna í London, þar sem Gelsey Kirkland dansar í Royal Ballet Theatre. Á myndinni af þeim hjónum á bókarkápunni er Greg al- vörugefinn á svip og karlmannlegur ásýndum en hún svolítið feimnisleg eins og hennar er yfirleitt vandi — en það yfirbragð á rætur sínar að rekja til sílikon-stútsins, sem hún lét setja á munninn á unga aldri. Stormasöm ástarsambönd Geisey Kirkland við tvær stórstjömur balletts- ins, Peter Martin og Baryshnikov, sem sést hér & myndinni með henni, urðu einnig til þess að brjóta hana niður. vist í Bandaríkjunum sem pólitískur flótta- maður árið 1974 fór hann þess á leit við Gelsey Kirkland með aðstoð túlks, að hún dansaði á móti sér. Samvinna þeirra við American Ballet Theatre varð eftirminnilegur listrænn stórsigur en samband þeirra í ein- kalífínu varð á hinn bóginn reglulegur harmleikur og ástarsambandið, sem fylgdi í kjöifar samvinnu þeirra á balletsviðinu, var gleðisnautt og lýjandi fyrir þau bæði. Hún lýsir Baryshnikov sem ákaflega mis- lyndum manni, fámæltum og sem hirðulaus- um elskhuga. Og það sem verra var að hennar mati var að hann sýndi aldrei neinn minnsta skilning á þörf hennar sem list- dansara til að rýna í og greina í sundur einstök atriði í sérhveiju danshlutverki, sem hún hóf að æfa til sýningar með honum. Með tímanum urðu vaxandi greinir með þeim út af ýmsum tæknilegum atriðum í útfærslu dansa og einnig á tilfinningasviðinu og leiddi það ósætti þeirra til ofsafenginna og harðvítugra rifrilda jaftivel á leiksviðinu við æfingar: Stórkostlega listrænt samstig, pas de deux þeirra Kirklands og Baiys- hnikovs leystist upp og leiðir þeirra skildu að fullu. Upplausn En það var meira en samband þeirra Bar- yshnikovs, sem þar með fór út um þúfur, því að iistaferill Gelsey Kirkland sjálfrar varð mjög skrykkjóttur upp frá því, á tímabili sárra vonbrigða, vonleysis og listrænnar ein- angrunar, sem nú fór í hönd. Hún tók að neyta kókaíns og steig þannig fyrstu skrefin inn á braut nokkurra ára ógæfuferils sem eiturlyfjaneytandi með öllum þeim vítiskvöl- um, sem þeim lífsháttum er samfara. Hún hélt þó áfram að dansa en þó einungis við og við; það varð sífellt lengra milli þess að Stórgrýtt Framabraut Að sögn balletdansara og annarra aðila innan balletheimsins er hinn hörmulegi lífsferill Gelsey Kirkland naumast dæmigerð- ur fyrir þennan hóp listafólks, en hins vegar eru þau mörgu og margvíslegu vandamál sem að steðja, og hún var að leitast við að leysa með kókaínneyslu, vel kunn sérhverjum með- limi dansflokks: Að æfa og sýna ballet veldur dönsurunum að sjálfsögðu líkamlegum sárs- auka. Æfingamar eru mun stífari og gera meiri kröfur til líkamlegs þols en flestar íþróttagreinar og dansaramir verða auk þess að líta fagurlega út á meðan þeir eru að sýna. Auk allrar þeirrar lfkamlegu áreynslu, sem balletdans krefst, kemur líka til mikið sálrænt álag sem vegur jafnvel enn þyngra en hið líkamlega. Það er byijað að þjálfa balletdansara strax á bamsaldri og við 12—13 ára aldur em þau tekin að búa sig fyrir alvöm undir framtíðarstarf sitt sem list- dansarar. Með litla almenna menntun að baki og naumast nægilegt þrek og þor til að hasla sér völl í lífinu utan balletflokksins lifa listdansarar lífi sínu eiginlega í sérstök- um, lokuðum gerviheimi, umkringdir sínum eigin draumómm um fullkomleika í listinni, sem þeir þó með engu móti em færir um að gera nokkum tíma að vemleika. Sú umbun, sem dansamir svo hljóta fyrir alla þessa langtíma erfíðisvinnu, er gott hlut- verk, en stærstu og þekktustu balletflokkum í heimi er enn þann dag í dag stjómað í anda allsráðandi föðurlegs valdkerfis, þar sem komið er fram við dansarana eins og böm (það er t.d. hefð að kalla þau „pilta" og „stúlkur"), og þeim er aldrei sagt, af hveiju þau hafi verið valin í hlutverk né held- ur hvemig og enn síður af hveiju þeim hafi verið hafnað, þegar skipað var í hlutverkin. „Þetta er ekkert til umræðu; enginn veit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.