Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 13
átti að sjá um viðhald á brautarteinunum á námunni; þetta var hræðileg vinna, ég pass- aði ekki í göngin, var alltof langur, annað en samverkamenn mínir sem náttúran virt- ist í rás kynslóðanna hafa lagað að þröngum göngunum; og verkstjórinn var einn af þeim mönnum sem sífellt leikur öskur um úf og sérstakan unað hafði hann af að æpa á mig. En daginn sem jarðskjálftinn varð fékk ég sæta hefnd. Þann dag skókst gjörvallur berggrunnurinn með ólýsanlega djúpum hvin sem í raun varð ekki numinn með eyr- anu heldur skynjuðum við hann í verk- færunum sem við héldum á, teinunum, fjallinu, beinunum, hann var í öllu ánþess nokkur gæti heyrt hann; svo fór að hrynja úr loftinu, við vorum logandi hræddir í þess- um þögla hristingi en hræddastur var þó verkstjórinn. Aldrei slíku vant lék honum ekki óp á vör heldur var hann í framan eins- og hann hefði gleypt talfærin í heilu lagi og sogið augun inní höfuðið, hann var af- myndaður og lýsti einsog kyndill í daufri skímunni frá lugtunum okkar. Ég gat bara ekki setið á mér, engan veginn stillt mig: það setti að mér þvilíkan hrossahlátur að ég er viss um að hann hefur ómað um alla námuna; ég hló að þessum aumkunarverða manni svo tárin runnu og kannski hafa hlátrarokumar vegið upp titring jarðarinnar því skömmu síðar hætti bergið að skjálfa. Vinnufélagamir tóku hláturinn sem vott æðmleysis og mátu mig mikils eftir þetta. Fljótlega hætti ég þó í námunni og fór að teikna fólk á næturklúbbum og bömm bæði í Þýskalandi en seinna Frakklandi; það var mikið flakk á mér. ÁttaÁr í Grikklandi Ég skrifaði mikið á þessum ámm, bæði minnisblöð og hugmyndir, og klippti sér- kennilegar fréttir útúr dagblöðum. En það var ekki fyrren ég fluttist til Grikklands að ég skapaði mér frið til skipulegra skrifa. Ég bjó lengst af á Hýdm eh líka í Aþenu; ætli ég hafi ekki dvaíið um átta ár í allt á Grikklandi. Þama niðurfrá giftist ég norskri konu og skömmu síðar kom út fyrsta bókin mín, 0men pá Harm. Þá var ég orðinn fjömtíuogtveggja ára. Á eftir fylgdu tvær bækur til viðbótar í þessum flokki, Jom- fraen pá Harm og Brodrene pá Harm. í Harm-bókum er ég að lýsa átökum tveggja hugmyndaheima, þess heiðna og hins kristna; fyrsta bindið er fullt af heiðni en smámsaman tekur kristnin yfír. Þetta em spennandi bækur og hafa verið geysivinsæl- ar í Noregi, reyndar svo vinsælar að þeim er gjama stolið af bókasöfnunum! Lesend- umir halda allir með heiðingjunum þótt sjálfir hafi ég svona frekar verið á bandi prestsins. í bálknum um Amal Nor sem nú er orðinn ein fjögur bindi færi ég goð- sögnina um Artúr konung og leitina að bollanum heilaga í nútímabúning. Amal er gamalt germanskt nafn en Nor er viðbót frá mér og ef menn vilja má líka lesa nafn- ið a-normal, það er að segja óeðlilegur. En Amal þessi er einskonar Persival, næstum heilagur maður og fullkominn eftir því og til mótvægis fannst mér ég verða að setja sögumann, ég-persónuna, í hlutverk hins breyska efasemdarmanns. Annars em bæk- umar fullar af goðsögnum úr neðanjarðar- kristni miðalda, þeirri kristni sem fordæmd var af páfanum, en ekki síður sögnum úr heiðnum sið, keltneskum goðsögnum, persn- eskum og austurlenskum sem ölium er blandað saman til að varpa Ijósi á leit nútimamannsins að hinum heilaga bolla sem sagður var hafa geymt blóð Krists. Sagan um Amal Nor er furðusaga eða fantasía þarsem ég gef hugmyndafluginu lausan tauminn. Hvemig má líka annað vera? Ver- öldin er furðuleg, lífið síbreytilegt, ekkert er öraggt eða fast; hversvegna skyldi ég þá láta sem svo væri í bókunum mínum? Fyrir mér er rithöfundurinn ekki skrásetjari heldur góður meðbróðir með vakandi auga og fullur af ástríðu til lífsins. RáðgertAð RænaMálverki Og í mannshuganum er ekkert ómögulegt — eða veröldinni ef því er að skifta — var ég búinn að segja þér frá því þegar ég og tveir írskir félagar mínir gerðum hið ómögu- lega fyrir írska myndlist? Þegar ég bjó á Irlandi lét ég írsk málefni töluvert til mín taka og átti marga vini sem vora miklir þjóðemissinnar; þarámeðal Bill Fogerty og Paul Hugan sem var sonur írska fjármáíaráðherrans. Forsaga þess sem við félagamir brölluðum er sú að sir Hough Lane ánafnaði Dubiin-borg málverkasafn sitt með því fororði að borgin reisti yfir það gallerí; Þetta var eitthvert verðmætasta safn impressjónískra málverka sem um gat í heiminum. En sir Lane varð svo illur þeg- ar borgaryfirvöld sögðust ekki hafa ráð á að byggja galleríið að hann breytti erfða- skránni sinni og ánafnaði London myndimar í staðinn. Svo var það árið 1916 þegar sir Lane var í New York og ætlaði að sigla heim með Lúsítaníu að það kvisaðist út að Þjóðverjar ætluðu að sökkva skipinu; flestir vora þó vantrúaðir á það því slíkt mundi þýða stríð við Bandaríkjamenn. Engusíður gekk sir Hough Lane frá borði ásamt her- bergisþjóni sínum og breytti erfðaskránni enn og nú til fyrra horfs, sem sagt að Dubl- in skyldi undir öllum kringumstæðum erfa myndimar hans; skrifuðu þeir svo undir sörinn og þjónninn. Síðan sigldi Lúsítanía til hafs og var að sjálfsögðu sökkt. En þá brá svo við að Englendingar viðurkenndu ekki breytingamar á erfðaskránni þareð undirskriftimar vora bara tvær en ekki þijár einsog lög mæltu fyrir um og þvertóku ensk- ir fyrir að afhenda myndimar. írar gerðu ítrekaðar tilraunir gegnum árin til að endur- heimta safnið og Markevitch greifafrú vildi meiraðsegjá ganga svo langt að láta IRA stela því úr Tate-galleríinu í London — en allt kom fyrir ekki. Meðan á þessu gekk byggði Dublin-borg hús yfir safnið og setti upp ramma með nöfnum myndanna þannig að ekkert vantaði í raun nema sjálf verkin. Þá var það að við félagarnir létum okkur detta í hug að mínu framkvæði að það eina sem bjarga mundi þessu máli frá svefninum langa væri alþjóðleg umfjöllun sem snéri heimsálitinu íram í hag. Við lögðum því á ráðin og ákváðum að fara til London og ræna einni af myndunum; fyrir valinu varð myndin Sumardagur eftir frönsku listakon- una Berthe Morisot. Nóttina áður héldum við fund með írskum blaðamönnum í The Irish House í London samtímis því sem við sendum bréf til 200 manna með ósk um stuðning. Og klukkan 10 morguninn eftir þegar galleríið opnaði voram við mættir, Paul útbúinn sem málaralærlingur með stóra möppu undir hendinni. Fáir starfs- menn voru í galleríinu þarsem flestir vora önnum kafnir við að taka utanaf frönskum málverkum sem átti að fara að sýna í hús- inu. Og svona snemma morguns vora engir gestir í safninu. Við gengum því beinustu leið að myndinni og tókum hana niðraf veggnum og stungum í möppuna hans Pauls og gengum óáreittir út — ótrúlegt en satt! Þeir Tóku Mynd ársins Fyrir utan biðu blaðamennimir og tóku mynd ársins af Paul þar sem hann kom labbandi útúr Tate-galleríinu með Sumar- daginn undir hendinni. Ég hafði farið síðastur út ef ske kynni að einhver elti okk- ur og þegar Paul og Bill vora horfnir á brott í leigubíl bað ég blaðamennina að bíða með fréttina í tvo tíma svo við fengjum ráðrúm til að komast undan. Á hádegi hringdu þeir í forstöðumann gallerísins og spurðust fyrir um Sumardag Morisots. Nei, ekki kannaðist forstöðumaðurinn við að hennar væri sakn- að — hreint ekki — en hann skyldi þó athuga það. Og þarmeð fóra hjólin að snúast; það var skrifað um ránið útum allan heim, meir- aðsegja Time Magazine birti mikla grein um málið og í London — og Dublin — var varla um annað talað en The Tate Gallery Rate einsog ránið var kallað. Það var ætlun- in að halda stöðugu sambandi við blöðin og skyldi það koma í minn hlut en þegar til kom þorði ég það ekki því ég varð þess var að lögreglan vakti yfir hverju spori mínu. Paul og Bill vora á stöðugum flýtta en mér var leynilega boðin sigling til írlands með myndina en ekkert varð úr því. Þetta varð auðvitað pólitískt hneyksli — Paul sonur fjármálaráðherrans sem reyndar lýsti því yfir að hann kannaðist ekkert við kauða! En íram þótti þetta hið besta mál og vora himinlifandi. Lyktir þess urðu þær að við lofuðum að skila myndinni til írska sendi- ráðsins í London gegn því að við fengjum óhindrað að fara til Dublin. Þegar við stigum um borð í feijuna til írlands sáum við að leynilögreglumennimir sem gættu okkar blikkuðu okkur kumpánlega í kveðjuskjmi. Við komuna til írlands var okkur nánast fagnað sem þjóðhetjum og ekki dró það úr hrifningunni að við neituðum að selja einka- réttinn á þessu ævintýri til dagblaðs sem bauð okkur 20.000 pund. Hvað gerðist svo? Jú, nú hanga myndimar í Dublin! Þar era ekki lengur tómir rammar með nafnspjöld- um heldur allt einkasafn sir Hough Lane; og það er óhætt að segja að okkur hafí tekist hið ómögulega. Uppúr þessu fóra að ganga þær sögur að ég væri foringi í IRA sem auðvitað var ósatt en hinsvegar var ég gerður að heiðursfélaga í The Irish Nation- al Student’s Council sem er einskonar undirdeild í Sinn Féin, Þjóðemisflokki íra. Já, allt er hægt — jafnvel hið ómögulega — og ævintýrin halda áfram að gerast eins Iengi og menn hafa ástríðu til lífsins — veistu annars um nokkum sem vill leigja út herbergi í Reykjavík?" Erast Ludwig Kirchner (1880—1938): Stúlka undir japanskri sólhlíf, 1909. ANNA MARÍA ÞÓRISDÓTTIR: í garðinum Kvöldkoma Grenitréð og öspin heilsa kvöldstjömunni framréttum greinum og grámálaði Ijósastaurinn teygir líka álkuna í átt til hennar. Kvöldgestir í garðinum Bláir rökkurhnoðrar hreiðra um sig í runnunum, ætla að gista. Stjama sest á grenigrein, hún dvelur ekki lengi. Óveður Veturinn flengir trén stormvendi og lemur þau regnsvipu. Hvers eiga þau að gjalda? Votur koss / óveðrinu á dögunum kom lítið laufblað og kyssti gluggarúðuna votum kossi: Hann varir enn! Fuglasöngur Úr blýgráum himni falla snjókom á tré og runna. Þó syngja fuglar í garðinum. Sumarið býr þeim ennþá í brjósti. Fuglar og grjón Drottinn kastaði handfylli af snjótittlingum á skaflinn í garðinum. Ekki er til of mikils mælst að ég kasti til þeirra handfýlli af gijónum. Vetrarrunni Haustið reytti öll blöðin af runnanum og skildi hann eftir nakinn. Þrastahópur klæddi hann rauðbrystum laufum eina morgunstund. Vetrarmorgunn í morgun breiddi drottinn táhreinan snjódregil á stíginn heim að húsi mínu. Ekki spora, ekki spora! Höfundurinn er húsmóöir [ Reykjavfk og hefur árum saman skrifaö í Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.