Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 5
J- í smiðju. Hrossaborg á Hörgslandi á Síðu. Líkkista á kviktrjám, ætluð Jóni Asgeirssyni á Þingeyrum. Maðurinn til vinstri er Stefán Jónsson snikkari á Kagaðarhóli og hefur hann að líkindum smíðað kistuna. Myndin er tekin við Blönduós. En einn þeirra er þó að mörgv merki- legri en aðrir, bóndinn og ljúfmennið Brynjúlfur frá Minna-Núpi. Hann vann mikið fyrir Þjóðminjasafnið og var ekki langskólagenginn. Segðu mér frá sam- starfí þeirra. „Með þeim tókst mikill vinskapur, en Brynjúlfur var á þeim tíma sá maður sem bjó yfir hvað mestri þekkingu á sögnum um staði sem væri forvitnilegt að rannsaka. Hann hafði ferðast um landið á vegum Þjóð- minjasafnsins. Hann var víða vel staðkunn- ugur, ekki síst á Suðurlandi. Brynjúlfur er afar merkur maður og um margt á undan sinni samtíð. Það var honum því ómæld ánægja að finna það mikla álit sem Daniel hafði á honum, enda var Brynjúlfur almúga- maður sem bjó við kröpp kjör. Fræðistörf hafa ekki ávallt verið hátt skrifuð af almenn- ingi. Álit Daniels kom ekki síst fram í því að hann tók margar myndir af Brynjúlfi þar sem hann sat með kompu sína og skrifaði hjá sér, eða var hann að hvfla lúin bein og hugsa? Brynjúlfur opnaði líka fyrir Bruun ýmsa heima. Hann fór með Bruun um Þjórs- árdal og Hrunamannaafrétt og alla leið að Hvítárvatni. Á öllum þessum stöðum voru miklar eyðibyggðir sem Brynjúlfur hafði fundið. í dagbók Bruun frá 1897 segir svo við 5. ágúst m.a.: „ . . . Biynjúlfur hafði ekki vikið frá greftrinum, þessi góði, gamli mað- ur... Augu hins fátæka, ljúfa öldungs ljóma af ástúð, mildi og þakklátssemi, hveiju sinni sem ég ræði við hann um rannsóknir hans, en þær eru í sannleika sagt góðar." Var Bruun ekki líka hér um tíma á vegum herforingjaráðsins? „Árið 1900 komu hingað til landsins mælingamenn frá danska hemum og hófu undirbúning að landmælingum. Þetta var svokallað „General Stab“, sem stóð að þeim kortum sem við höfum kallað Herforingja- ráðskort, og hafa verið undirstaða mælinga hér á landi fram á seinni tíma. Þetta ár átti að vinna landmælingar á Reykjanesi. Þá var Bruun ekki hér á landi, var hann að undirbúa Heimssýninguna í París. Hann kom hinsvegar til Islands árið 1902 sem leiðsögumaður fyrir flokki mælingamanna, sem fór til Homafjarðar.“ En hver voru aðalstörf Daniels Bruun? Nú er nafni hans helst haldið á loft vegna fomleifarannsókna, en varþaðhið eina? „Nú virðist svo að það sem beindi huga hans til íslands hafi verið fomleifar fyrst og fremst. Oftast nær var hann reyndar eitthvað að fást við fomleifar á summm. En það er aðeins hluti af hans starfi því er tímar liðu vaknaði áhugi hans á þeim samtíma sem hann upplifði hér á landi. Hann dró því saman miklar upplýsingar um líferni manna við síðustu aldamót, um húsa- kost, sem hann hafði sérstakan áhuga á, um atvinnuhætti, um ferðalög manna, og samgöngutækni. Hann var sjálfur mikill ferðamaður, þótti nánast ekki einhamur á því sviði, fór fjöll og fimindi í nánast hvaða veðri sem var, enda ferðagammur þjálfaður í ýmsum heimshomum. Siðir og atvinnuhættir urðu honum smám saman hugleiknari og gmnnurinn að þeim rannsóknum var í formi mynda og málverka. Síðan gaf hann út um ferðir sínar bækur og greinar, fyrst árið 1897 bókina Fortids- minder og Nutidshjem, sem þá var reyndar ekki stór í sniðum. Hún var endurútgefin árið 1928 þá mikið aukin og endurbætt. Seinni útgáfan er langmerkilegasta bók hans og ein merkasta sem útlendingur hef- ur skrifað um ísland. Hann gaf út sæg annarra rita og ritgerða, þ. á m. sögu Danmerkur í tveimur bindurn." Þú nefnir sæg af bæklingum. Nú fínnst mér ávallt eitt það sérstæðasta úr safni Bruun bæklingasafn, sem hann nefndi Touristrouter. „Hann hafði áhuga á samgöngutækni og þá sérstaklega varðandi hálendi Islands. Þar að auki var hann einna fyrstur til að sjá ísland fyrir sér sem ferðamannaland og lagði á ráðin um hvemig ætti að opna há- lendi Islands. Hann var fyrstur til að rita ferðamannabæklinga um landið og það em þessir bæklingar Touristrouter. í bæklingunum skipulagði Bmun 15 leið- ir um hálendið og víðar, en það var að mestu lokað m.a. vegna útilegumannaótta. Hann var að vísu að mestu í rénum, en þó ekki meira en svo að árið 1907 sótti Jón söðli um styrk til þess að fara á hálendið að beija á útilegumönnum, svo ekki var trúin alveg horfin .. .“ / einni ferða sinna fór Bruun um Kjöl, sem var þá að mestu ónotuð leið? „Það var að miklu leyti vegna Reynis- staðabræðra. Menn vom teknir að fara Kjöl um aldamótin, en höfðu óbeit á leiðinni. Daniel Bmun rak áróður fyrir þessari leið sem æ síðan hefur verið mikið notuð. Hann stóð reyndar fyrir því að hún var vörðuð." Sem hluti af landkynningarstarfí hans var að vinna við uppsetningu Heimssýn- ingarinnar í París, sem áður var getið um. Hver var hans hlutur þar? „Vegna þess að hann var sá maður dansk- ur sem þá þekkti landið hvað best valdist hann til þess. Hann bar ábyrgð á því sem ísland lagði fram, lét hanna líkön, valdi gripi og minjar og vann sýninguna í sam- ráði við þjóðminjavörð íslands og danska þjóðminjasafnið. Hann virðist reyndar hafa ráðið þar ferðinni, þ.e. hvemig sýningin leit út.“ Daniel Bruun hafði mikinn áhuga á at- vinnuháttum og húsagerð. Segðu okkur frá því. „Hann lagði sig fram um að draga fram ýmis einkenni í atvinnuháttum og húsagerð. Hann lagði sig mjög fram um að sýna hvem- ig íslendingar höfðu lært að nýta þær aðstæður sem landið bauð upp á við gerð híbýla. Hann gekk langt í að sýna fram á fjölbreytni í þessum hlutum, hvemig menn notuðu hvalbein sem árefti sem og listskurð í kirkjum. Hann sem tæknilega menntaður maður hafði áhuga á byggingaháttunum sjálfum, smáatriðum sem manni hættir til að yfirsjást ef maður er ekki þeim mun áhugasamari um slfld. Hann dregur þetta allt mjög vel fram. Sem dæmi um það má nefna að af myndasafni hans er líklega um helmingur myndanna af húsum og húsa- kosti. Hvað varðar atvinnuhætti, þá leitaði hann helst uppi það sem honum kom á óvart, og ekki fannst í Danmörku, t.d. ýmis- legt sem tengist sjósókn, æðarvarpi, dúntekju, fylgdist með því hvemig menn umgengust búsmala, kannaði peningshús, réttir o.þ.h. Eitt af því sem hann hafði mikinn áhuga á var að kanna ferðatækni landsmanna, samgöngur og allan þann búnað sem því tengdist, á sjó og landi. Hann dró þannig fram mjög góða mynd af því hvemig menn stunduðu flutninga, hvemig þeir ferðuðust og það hefur greinilega haft áhrif á hann að kynnast því hvemig menn komust yfír íslensku stórfljótin ógnvænlegu, með ullar- lestir, timbur og póst.“ Það vekur athygli að sjá hve lipurlega Bruun notar myndavélina, sem þá hefur verið fremur þunglamalegur gripur og beitir henni til að taka myndir sem í dag myndu kallast tækifærismyndir. Þá tekur hann myndir sem sýna smáatriði, t.d. eitt andahreiður og það ekki ávallt frá þægilegasta sjónarhomi. „Kannski em „tækifærismyndimar" skemmtilegastar, myndir af fólki við störf. Slíkar eiga sér ekki margar hliðstæður frá síðustu öld og aldamótum. í ferð með land- mælingamönnum árið 1902 segir hann svo frá í dagbók sinni um feijuferð yfir Eldvatn- ið í Skaftártungu: „Ég spurði: „Er báturinn í lagi?“ „Hann lekur," var hið huggunarrfka svar... Marga lélega feijubáta hef ég séð á íslandi en engan líkan þessum... „Er ekki hægt að þétta hann?“ spurði ég... Svarið var skellihlátur. .. Stúlkan snýr við alein og rær sterklega og fimlega yfír aft- ur, enda þótt hún standi í vatni upp fyrir ökkla...““ Hvemig leist Bruun á landsmenn? „Það breyttist. í fyrstu var honum ekki alls kostar um þá gefið. Hann taldi þá ágenga og ekki mjög siðavanda. En eftir því sem ferðum fjölgar og hann kynnist landi og þjóð betur þá breytist þetta og hann verður ákaflega samgróinn íslenskum eiginleikum áður en yfír lýkur. Hann segir frá því í dagbók sinni, er hann kom árið 1896, að til sín hafi komið maður á Seyðisfirði og boðið sig fram sem fylgdarmann. Bruun réði hann en sagði honum upp á Akureyri, enda þótti honum maðurinn ófullkominn fylgdarmaður og áleitinn um of. Bruun skrifaði um hann í dagbókina að hann hefði borgað honum „meira en honum bar..." Þessi saga er dæmigerð fyrir Bruun framan af. Hann þótti halda sig dálítið sér, kannski ekki mjög mannblendinn, en var kurteis og vel látinn." Kannski naut hann þess að vera fulltrúi herraþjóðarinnar. Sjá næstu siðu Tí ISBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.