Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 4
Tóvinna í baðstofu í Eyjafirði 1898. Konumar hafa klætt sig upp, en barkan lýsir af andlitum þeirra og merkilegt er, hvað barnið og ungligsstúlkan hafa gamallegt svipmót. Merkilegast af öllu er þó, að með nútíma Ijósmyndatækni væri ekki bægt að ná skýrari mynd innan úr gamaUi baðstofu, þar sem birta var næstum aUtaf af skornum skammti. að það væri til lítils að hefja rannsóknimar þar, því lykilinn að búskaparlagi norrænna manna á Grænlandi væri að finna á ís- landi. Þetta er líklega sú meginniðurstaða sem hann fékk á Grænlandi. Áhuginn beind- ist til íslands og hér dvaldi hann þrettán sumur. Fyrst kom hann árið 1896 en síðast árið 1923. Fyrsta sumarið vann hann aðallega að undirbúningsrannsóknum og ferðaðist þá með Bimi M. Olsen, síðar háskólarektor, en þeir áttu mikið samstarf, bæði þetta sumar sem og sérstaklega árið 1902. Fyrst við emm að nefna samstarfsmenn Daniels Bmun þá er rétt að nefna Finn Jónsson en þeir vom saman á ferð árin 1907 til 1909. Loks má geta Brynjúlfs á Minna-Núpi, fomfræðings, en þeir unnu saman árin 1897 og 1898. í eitt skiptið kom Bmun með danskan arkitekt og málara, Johannes Klein, en hlut- verk hans var m.a. að mæla upp bæði hús og rústir og teikna. Eftir hann em fjölmarg- ar myndir, margar í lit. Þess má einnig geta að Daniel Bmun var sjálfur ágætur teiknari. Hann teiknaði hundmð mynda í íslandsferðum sínum og tók einnig fjölda ljósmynda, sem hafa mikið heimildargildi. Ferðir sínar fjármagnaði hann með styrkj- um, lengst af frá Carlsberg-sjóðnum danska en einnig úr öðmm áttum, m.a. frá danska ríkinu." En víkjum aftur að því sem við nefndum fyrst. Hvað með fomleifarannsóknir Bruun. „Hann var brautryðjandi hér á landi á því sviði. Nokkrir höfðu að vísu hafið rann- sóknir fyrr, t.d. Þorsteinn Erlingsson, Sigurður Vigfússon og Brynjólfur frá Minna Núpi. En fyrsta stóra skrefið steigþó Bmun. Hann leitaðist við að draga fram sitthvað um hof og hörga. Þá hafði hann mikinn áhuga á þingstöðum og vann hann rann- sóknir víða. Hann stýrði uppgreftri að Gásum í Eyjafirði og mesta rannsókn hans var án efa á feykimiklum kumlateig við Dalvík." Hann gekk náttúrulega inn í mjög fijóa umræðu hérlendis, að vísu bundna við Söguöldina, og nýtti sér heimildir eins og bækur Kristian Kaalund, „Bidrag til en Historisk-Topografisk Beskrivelse af Island“ (Kbh. 1877—82), og íslendinga- sögur, sem handbækur. Bók Kaalund hefur reyndar nýlega komið út ííslenskum búningi (undir titlinum íslenskir sögu- staðir). Hann vann meðýmsum stórmenn- um þess tíma, Finni Jónssyni og fleirum. A19. öld sáu útlendir menn ísland sem afar sérstætt land og fóru evrópskir fræði- og ferðamenn tíðum að heimsækja það og skoða. Þetta var ekki síst vegna þess hve frumstæð þjóðin var, ekki ólíkt því er nútímamannfræð- Samtal við ÁSGEIR S. BJÖRNSSON eftir MAGNÚS ÞORKELSSON Daniel Bruun gaf út Fortidsminder og Nutidshjem 1897 og aukin og endurbætt útgáfa kom út 1928. Það eru ekki sízt myndirnar afíslandi og íslendingum 19. aldar, sem fengur er í og munu njóta sín vel í nýrri útgáfu bókaforlagsins Amar og Örlygs. ingar elta uppi frumstæða ættbálka í Suður-Ameríku eða Asíu. En það sem dró þó fræðimenn til landsins öðru fremur var Söguþjóðin. Þetta fólk sem átti svo merkar heimildir, sögumar, um uppruna sinn, að menn höfðu jaftian meiri áhuga á söguhetj- um fortíðarinnar en fólkinu sem hér bjó á öldinni sem leið. Ekki væri auðvelt, né ástæða til, að tíunda alla þá sem hingað komu til að líta á sögustaði. Sem dæmi mætti nefna enska frú, er sendi Þorstein Erlingsson, skáld, um landið til að finna fyrir sig sögustaði og lýsa þeim í ritgerð. En einn þeirra sem hér ferðuðust um aldamótin síðustu var Daniel Bruun, höfuðs- maður í danska hemum, verkfræðingur og ferðagarpur sem hafði víða farið. Bruun var og er afar merkilegur fyrir margra huta sakir. Hann hafði unnið við fomleifarann- sóknir í heimalandi sínu og fékk þar þá hugmynd að vert væri að fara til Græn- lands og kynna sér byggðir hinna norrænu manna. Þetta var um 1890. Hann fékk styrki til fararinnar og fór árið 1894. Hann dvaldi sumarlangt á Grænlandi við að kort- leggja minjasvæði, auk þess að grafa nokkuð. Hann fór að venja komu sínar til íslands og fyrir störf sín hér er hans minnst sem frumkvöðuls í rannsóknum og vinnu- brögðum. Eg hafði af því spumir á dögunum að í bígerð væri íslensk útgáfa af lykilverki Daniels Braun, Fortidsminder og nutids- hjem. Mér var einnig sagt að þar væri sitthvað af forvitnilegurr, hugmyndum á kreiki. Ég setti mig í samband við Ásgeir S. Bjömsson, lektor við Kennaraháskóla íslands, en hann hefur umsjón með útgáf- unni, og innti hann fyrst eftir frekari upplýsingum um Daniel Braun og ástæðum þess að hann tók ísland fram yfir Grænland. „Það virðist sem hann hafi komist að því Mjaltastúlka á beimleið af kviabóU og notar vatnsgrind tíl að létta sér burðinn. Vatnsgrindin var eitt af örfáum hjálpartækjum til að draga úr erfiði. Nær fuUvist er, að stúlkan sé Svanfríður Jónasdóttir vinnukona á Lundarbrekku í Bárðardal. Hún fluttist út í Eyjafjörð 1904 og var þá enn vinnukona. Hún virð- ist hafa karlmannshendur og gæti verið fertug, þótt aðeins sé hún tvítug. Gleðivana svipur hennar segir margt um kjör hennar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.