Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Síða 6
Líkan Johannesar Klein af bænum í Gilhaga í Skagafirði eins og hann leit út rétt fyrir aldamótin. Þijátíu árum síðar fæddist þarna Indriði G. Þorsteinsson skáld. Svartárkot í Bárðardal. Bærinn sem þama er teiknaður 1897, stóð fram yfir 1930. Teiknarinn hefur skrifað ranglega Skútustaðir undir myndina. Fræðimaðurinn Bryiyólfur Jónsson frá Minna Núpi við skriftir uppi á Hruna- mannaafrétti 1898. íslenzkt þjóðlíf í 1000 ár í formála segir Þór Magnússon þjóðminjavörður svo: „Rannsóknir Daniels Bruun verða að teljast þrekvirki á sínum tíma. Ekkert virðist hafa hindrað hann á ferðum sínum, hvorki jökulvötn, hraunflákar, eyðisandar né öræfi. Hvarvetna fór hann um, lengst fram í dali norðanlands, upp um hálendi Suðurlands, um sandhéruð suðausturlands og um strandhéruð vestanlands. Og hvarvetna gerði hann athuganir, skrifaði landlýsingu og lýsingu á lifnaðarháttum fólks,lýsti húsakosti, búpeningi og verkháttum. — Fyrir þetta hefur Daniel Bruun skipað sér sess meðal fremstu fræðimanna í rannsóknum á menningarsögu íslands.“ „A.m.k. er auðsætt af skrifum hans að hann má ekki til þess hugsa að samband landanna, íslands og Danmerkur, rofni. Hann var mikill konungssinni og sá fram á betri tíð í samskiptum landanna. Það virðist sem hann hafí ekki verið sáttur við þetta sjálfstæðisbrölt íslendinga vegna þessa.“ Hvað ætlið þið að gera með gögn Dani- els Bruun og hvert er safn hans? „Það er safn af myndum, uppdráttum, teikningum, ljósmyndum, vatnslitamyndum, svo og ýmsum minnisnótum og bréfum. Þetta er flest geymt á danska Þjóðminja- safninu. Gögnin eru ekki aðgengileg því þau eru óskráð. Nú hafa verið famar fimm ferð- ir út til Kaupmannahafnar að leita mynda úr því. Steindór Steindórsson hafði þýtt aðalrit Bruun, Fortidsminder og nutidshjem, seinni útgáfuna, og er kom að því að skipuleggja prentun hennar vildu menn jafnframt fá að endumýja myndakostinn úr þeirri útgáfu, enda handahófskennt úrval þar og ekki vel nýtt eða útskýrt. Við Örlygur Hálfdánarson vomm í Kaup- mannahöfn fyrr á árinu og ljósrituðum allt safnið þannig að við gætum vitað nákvæm- lega hvað þar væri að fínna. Þar var líka leitað til fæmstu manna um eftirtökur mynda og nú hafa á 16. hundrað ljósmynda borist þannig. í safninu em í allt á þriðrja þúsund myndir. Þegar farið var að rannsaka myndimar komu upp ýmis vandamál því þær em oft ómerktar. Núverandi rannsókn miðar þann- ig m.a. að því að reyna að staðsetja myndir og semja myndatexta. Nú höfum við tölvu- skráð þessar myndir sem er mikilvægt. Hluta af þessum myndum mun bókafor- lagið Öm og Örlygur nýta sér við endurút- gáfu á meginverki Bmun, sem nú er í undirbúningi. Þeir sem hafa unnið að þessu em m.a. Steindór Steindórsson, Þór Magn- ússon og Ámi Þórðarson. Steindór þýddi, en hinir lásu yfir og lagfærðu þar sem þurfti. Auðunn G. Einarsson, sem er sérleg- ur áhugamaður um ferðir Bmun, hefur einnig ávallt verið nærri. Og svo emm það við Örlygur sem höfum séð um myndir, en ég er umsjónarmaður með útgáfu verksins." Hvemig hafið þið getað þekkt allt það fólk og alla þá staði sem hér má sjá ómerkta? Hvaða leiðir farið þið? „Allar hugsanlegar leiðir. Við höfum leit- að til fjölda fólks og í heimildir af ýmsu tagi. Tölvuskráningin hjálpar einnig því það er auðveldara að fínna og raða saman mynd- um af sömu stöðum og nota þá eina til að greina aðrar. Svo verður að nota þær nótur og merkingar sem finna má í safninu. Þetta er líka spuming um að fá tilfínningu fyrir safninu og hugsun Bmun. Ekki má gleyma því að myndimar em af mörgum toga spunnar, myndir af minjum, húsum, lands- lagi, fólki o.s.frv. Þetta allt flokkaði Bmun í Kaupmannahöfn ásamt því að fullvinna ljósmyndir, teikningar og vatnslitamyndir, — eða fá aðra til þess. Þær em því ekki alltaf rétt merktar. Þó hlutur Daniels í fomleifarannsóknum hafí verið mikill þá em þær upplýsingar sem hann skilur eftir sig um atvinnuhætti, verk- menningu, húsagerð og samgöngur kannski þær sem em samtíð okkar mikilvægari. Þær em ómetanlegur bmnnur að ausa af, ekki síst fyrir það að við höfum sýnt þessu tíma- bili mikið tómlæti. Menn hafa gjarnan verið full bardagaglaðir við eyðingu minja og torf- bæja, án rannsókna. Nú, sjálfur hefi ég kynnst því hvemig er að reyna að safna myndum af torfbæjum, til að sjá hvemig torfbæir á sínu lokaskeiði litu út og það hefur gengið ákaflega illa. Menn hafa lítið haldið upp á slík sönnun- argögn um fúkka, húsleka og vondan híbýlakost. Það þurfti einmitt útlending til að ná þessu saman því við hér á landi höf- um alls ekki hirt um þetta tímabil, aldamótin og framan af 20. öld, sem er líklega of nærri okkur, og þar bætir Daniel Bmun mjög við. Þessa danska höfuðsmanns verður líklega fremur minnst fyrir hans hlut í að varðveita þetta tímabil." (Allar tilvísanir í dagbœkur Daniels Bruun eru fengnar úr inngangi þýðingar Steindórs Steindórssonar að þýðingu hans á Fortidsminder og Nutidshjem, og birt hér með leyfi útgefanda.) Höfundurinn er fornleifafræðingur. íslenzk búháttabreyting hófst i rauninni þegar fráfærur og kvíar lögðust niður. Hér eru stúlkur við kvíar. í hinni hefð- bundnu verkaskiptingu til sveita, var það hlutverk kvenfólksins að mjólka kviaær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.