Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Page 11
RAGNHILDUR ÓFEIGSDÓTTIR Ástarsorg / Nóttin er braut mín án þín stjörnulaus eilíf nótt II Ég geng svartan mjúkan flauelisdregil iljar mínar naktar kyrtill minn sundurrifinn í miðju í hendi minni liljan svarta opin dögg hennar vín hennar rautt sem blóð III Nótin er braut mín stjörnur hennar löngu etnar af hlébarðanum svarta mjúka með rauðu augun rándýrið mitt sem gengur án afláts í kringum mig óendanlega hringi þófatak þess minn eigin hjartsláttur Dagarnir eru sem svartar perlur Dagamir eru sem svartar perlur ég handleik eina eftir aðra hvítum fingrum ég rýni í eina eftir aðra eins og þær væru svartar kristalkúlur með framtíðina í djúpi sínu en þær eru óræðar ógagnsæjar án Ijósbrots eina eftir aðra festi ég þær upp á gullinn þráð tímans sem aldrei slitnar festi úr svörtum perlum óslítanlegur hlekkur Höfundur hefur BA-próf f þjóðfélagsfræði og er húsmóðir í Reylqavík. JAKOB JÓNSSON FRÁ HRAUNI Snerting Þeir væntu skaparans í skýjum himins. Gangandi maður þræddi göturnar við ána, hvarf í vatnsins gröf, reis upp úr hylnum, og yfir höfði hans sveif hvítur fugl. Guð snerti grátglaða jörð. Höfundur er dr. theol. og fyrrum prestur í Reykjavík. Matt 15, 32—38 „Ég kenni í btjósti um mannfjöldann" í Afríku. „Þeir hafa ekkert til matar. “ En kartöflur vaxa, kjúklingar fitna, lömbin stækka, loðnan veiðist. „Og allir neyttu og urðu mettir“ á Islandi. E R L E N D A R B Æ K U R Patricia Highsmith: FOUND IN THE STREET Pengxiin Books 1987. Eins og fyrri daginn heldur Patricia High- smith lesandanum fongnum allt frá fyrstu síðum og til þeirrar síðustu. Hún er ótrúlega lagin við að leika á lesandann sem ósjálf- rátt fer að draga hinar svæsnustu ályktanir af því sem fyrir ber á síðum bókanna en verður að játa sig sigraðan þegar á hólminn kemur. Það á við um flestar skáldsögur hennar og er Found in the Street engin undantekning. Sagan gerist í New York. Elsie er ung stúika sem nýkomin er til borgarinnar. Hún kemst í kynni við sérvitringinn Ralph sem er siðferðispredikari, næturvörður og upp- fínningamaður. Jack er þriðja aðalpersóna sögunnar og hann er það sem kalla má ofur venjulegur. Hann glatar peningaveski sínu en skilvís fínnandinn, Ralph kemur því í hendur hans og er þá hafíð samband þess- ara þriggja. Ralph, sem er ekki sérlegur mannvinur, æfír predikanir á Jack sem fer að trúa öllu illu um einfarann. Þessa bók má enginn aðdáandi High- smith láta fram hjá sér fara og aðrir sem vilja lesa nútímalega skáldsögu ættu að líta vel í hana. 0 Pl N«;»:i.N 1.1 I I HAHY lÍKX.HAI'llll S HEMÍNGWAY A UFKSTUliY CAHLOS BAKKH Carlos Baker: ERNEST HEMINGWAY A Life Story. Penguin Books 1987 Á titilsíðu þessarar miklu bókar er vitnað í James Joyce. „að lifa, að skjátlast, að falla, að sigra, að endurskapa líf af lífí ...“ Svo stendur í A Portrait of the Artist as a Young Man. Þessi orð eiga við, ekki einasta um ritið heldur og um ævi Hemingways sem til umræðu er í því. Carlos Baker helgaði sig ritun þessarar bókar i ein sjö ár. Hafi þau verið mögur þá ættu næstu sjö að vera feit því aðra eins ævisögu hefur undirritað- ur ekki lesið lengi. Það er kafað djúpt og lesandanum er skemmt með atriðum úr lífí Hemingways, hnefaleikatilburðum og sam- skiptum við aðra menn, fræga rithöfunda, nautabana, konur. Hemingway var goðsögn í lifanda lífí, hann var hatursmaður harð- stjóra, elskandi náttúrunnar og svo þunga- vigtarmaður á sviði bókmennta. Hann ætti að vera óþarfi að kynna hér. Bækur hans nokkrar eru til á íslensku og njóta þeirra væntanlega allir sem lesa. Fyrir ævisagna- þyrsta áhuga- eða atvinnumenn á bók- menntasviðinu er þessi mikla bók um þann mikla Hemingway hvalreki. I’l N..I'!N'Í|l I ASSI... Cassius 1)10 THI RöMAN HlSTORY: llll Hl K.NOI \l (.USIUS Cassius Dio: THE ROMAN HISTORY: The Reign of Augustus. Þýðandi Ian Scott-Kilvert. Inngangsorð eftir John Carter. Penguin Books 1986. Tacitus var mestur rómverskra sagnfræð- inga, hann reit glæsilega um það tímabil sem leið milli dauða Ágústusar og lát Domit- ians. Um Ágústus, þann mikla, reit aftur Cassius Dio. Dio var fæddur árið 163 eftir Krist og var stjómmálamaður. Rómveija- sögu skrifaði hann og er nú margt glatað af henni en varðveist hafa kaflar hennar sem fjalla um tímabilið frá 69 f. Krist og fram að keisaratíð Kládíusar, þess sem hafði klumbufót. í sjö köflum eða bókum er við- fangsefnið Ágústus og enda þótt sagnfræðin sé kannski ekki eftir kröfum hvorki nútím- ans né annarra tíma þá er ritið um margt upplýsandi. Dio byijar á því að segja frá atinu milli Antoníusar og Oktavíans og end- ar á dauða þess síðamefnda sem þá hét reyndar Ágústus. PKTRONIUS Thk Satyricon SlNI.CA Tm Ai’ocoi.ocyn rosis PETRONIUS: SATYRICON og STMPT A • APOCOLOCYNTOSIS. Þýðandi og höfundur inngangsorða J.P. Sullivan. Endurskoðuð útgáfa. Penguin Bopoks 1986. Ævintýrum Encolpiusar hefur Fellini gert góð skil í kvikmynd sem hann gerði eftir ritverki Petroniusar; Satyricon. Encolpius var náttúmlaus, hann leitaði kynferðislegrar fullnægingar dymm og dyngjum, ferðaðist um Ítalíu, hitti margan skemmtilegan mann- inn og reyndi allt til þess að njóta þess sem hann var ófær um að njóta. Hann reyndi til við kvenfólk og unga drengi, tvltólu og fleira en án árangurs. Petronius var samtímamaður Nerós. Það fór vel á með þeim. En þar kom loks að Neró varð honum óvinveittur og framdi Petronius sjálfsmorð. Hann gerði sér þó lítið fyrir skömmu áður en hann gerði það og skrifaði ádeilu á keisarann og upplýsti al- þjóð um lesti hans. Satyricon er ekki til í upphaflegri lengd og er það sem í þessu bindi er prentað það sem varðveist hefur í gegnum aldimar. Apocolocyntosis er stutt úttekt á þeim miður þokkaða keistara Kládíusi sem var forveri Nerós í keisarastarfinu. Seneca, sem skrifaði margt, var heimspekingur. Hann var ekki í náðinni hjá Kládíusi sem dæmdi hann til útlegðar á Korsíku. Að Kládíusi gengnum hlaut Seneca uppreisn æru og varð ráðgjafi Nerós. Það er erfitt að lesa þessa úttekt hans á því þegar Kládíus vildi í guða tölu hafi maður ekki fyrir kynnt sér tísku þeirra daga sem Neró lifði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. NÓVEMBER 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.