Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Page 2
Nýjasta mynd
Kubricks
Miskunnarlaust hamast
stórtækar klippumar
við að krúnuraka höf-
uðið ... Þetta er
upphafsatriðið í nýrri
mynd Stanleys
Kubrick, Ful! Metal
Jacket, en hennar
hefur verið beðið með óþreyju í heil 7 ár.
Kvikmyndin er gerð eftir skáldsögunni The
Short-Timers. Rafinagnsklippumar láta
ekki eitt einasta hár óskert á höfði ungu
sjóliðanna, sem em í sérþjálfun í herbúðum
úti á Parriseyju í Suður-Karólínu.
ÖÐRUVÍSISTRÍÐSMYND
Það verður strax augljóst af áhrifamiklu
upphafsatriðinu, að þessi kvikmynd líkist
engri af þeim myndum, sem hingað til hafa
verið gerðar um Víetnam-stríðið. Eins og
nærri má geta kemur Kubrick öllum á óvart
í þessari nýjustu mynd sinni. Leikstjóramir
Cimino, Coppola og Oliver Stone höfðu
áður lýst því ægilega víti, sem stríðið var,
en í kvikmyndum sínum notuðu þeir stór-
kostlegar sviðsetningar. Víetnam-styijöld
Kubricks vekur beinlínis líkamlega ógleði
hjá áhorfendum. Sviðsetningin er afar ein-
föld í sniðum og virðist sálarvana og
hjartalaus. Kvikmyndavélin lætur engan
veginn gamminn geysa eins og oft hefur
átt sér stað undir stjóm Kubricks. Lýsingar
hans á stríðinu takmarkast við hið allra
nauðsynlegasta: Nokkra hermenn, sem
áhorfendur fá ósköp lítið að vita um —
hvorki um fortíð þeirra né framtíðar-
drauma; við óvinina, oftast ósýnilega, sem
ioks taka á sig mynd ungrar, saklausrar
stúlku í dauðateygjunum; húsarústir, þijá
skriðdreka.
Þá er næstum því allt upp talið. Þó hef-
ur eitt atriði gleymst í þessari upptalningu:
Málmklædda skothylkið (Full Metal Jacket).
I þessari kvikmynd er ekki reynt að höfða
til vorkunnsamra tilfinninga með því að
sýna fjöldamorð í víetnömsku þorpi, þar sem
mýmargar þyrlur em að verki — ekki held-
ur sýnt bam, sem grætur í örvæntingu
yfir líkum foreldra sinna, með litskrúðuga
sprengingu í bakgrunni.
Frá nýju sjónarhorni: Kvikmyndaleik-
stjórinn Stanley Kubrick við töku
myndarinnar Full Metal Jacket.
Með alvæpni í hita og þunga dagsins. Vincent d 'Onofrio í hlutverki „Pyle“.
Fómarlamb hagsmunaárekstra stórveidanna er víetnamska þjóðin: Dagar ungu
stúlkunnar em taldir.
Forsmekkinn fá menn í þjálfunarbúð-
unum: Matthew Modine í hiutverki
unga Bandaríkjamannsins, sem á að
verja hagsmuni Bandaríkjanna í Víet-
nam.
Niðurlægingin
Það er liðþjálfínn Hartman sem skólar
til hina ungu, grænklæddu hermenn
Kubricks í óvistlegum æfíngabúðum banda-
ríska hersins. Og það eru hörmungar einar,
sem ungu mennimir eiga í vændum. Harð-
stjórinn Hartman lætur höggin dynja á
þeim, og af óviðjafnanlegri hugvitssemi og
orðgnótt hellir liðþjálfínn yfír þá heilu flóði
af móðursýkislegum klúryrðum og svívirð-
ingum á tæpitungulausu hermannamáli.
Lee Emery, fyrrverandi atvinnuhermaður
leikur hlutverk liðþjálfans af stakri sniild.
Upphaflega var Lee Emery ráðinn sem
tæknilegur ráðgjafí við gerð myndarinnar,
en því starfí hafði hann áður gegnt hjá
leikstjóranum Coppola við tökur á mynd-
Eftir SÓLVEIGU
ANSBACH
inni Apocalypse Now. Stanley Kubrick gerði
sér hins vegar fljótlega grein fyrir því, að
þessi kraftalegi náungi, sem færði honum
200 blaðsíður af fúkyrðum upp í hendum-
ar, var einmitt sá liðþjálfí, sem hann þurfti
á að halda í myndinni.
LEIKSIGUR D’ONOFRIOS
Með hlutverk ungs hermanns fer leikar-
inn Matthew Mondine. Hann lék m.a.
sálsjúkan mann í mjmdinni Birdy eftir Alan
Parker, og á síðastliðnum fjórum ámm
hefur hann alls leikið í 7 kvikmyndum.
Ungi maðurinn tekur heilaþvottinum hjá
liðþjálfanum ekki alveg mótþróalaust; þeg-
ar á vígstöðvamar er komið blasir raun-
vemleikinn við honum í allri sinni skelfílegu
mynd. Vincent d’Onofrio leikur vin hans,
„Pyie“, d’Onofrio varð að safna nokkmm
holdum til að falla vel að hlutverkinu.
„Pyle“ er blíðlyndur, óseðjandi mathákur,
og verður í fyrstu fómarlamb Hartmans
liðþjálfa. „Pyle“ breytist í eins konar vél-
menni í þjálfúnarbúðunum. En þessi
auðsveipa sál fer þó fljótt úr skorðum: Eft-
ir að hafa sprengt liðþjálfann í tætlur
stingur „Pyle“ byssunni upp í munninn og
hleypir af. Gert er ráð fyrir því, að Vincent
d’Onofrio hljóti Óskarsverðlaunin fyrir
frammistöðu sína í þessari mynd. Þá þykir
og líklegt, að d’Onofrio leiki Elvis Presley
í sjónvarpsþáttum, byggðum á æviminning-
um fyrrum eiginkonu hans, Priscillu. Áður
eij d’Onofrio getur tekið að sér að leika
Elvis Presley verður hann þó að grenna sig
aftur eftir vistina hjá Kubrick og öðlast
eðlilega líkamsþyngd á ný.
Sneri Baki Við
HOLLYWOOD
Þegar Stanley Kubrick hafði lokið við
gerð kvikmjmdar sinnar Lolita 1962, settist
hann að fyrir fullt og allt í Englandi. Og
þar var þessi nýjasta mynd hans, Full Met-
al Jacket, tekin upp. Velgengni hans á sviði
kvikmyndagerðar hefur gert honum kleift
að byggja upp smátt og smátt, lið fyrir lið,
þétta viðamikla og sérstæða kvikmynda-
verk, sem hann hefur nú látið frá sér fara.
í Estree kvikmyndaverinu í Lundúnum hef-
ur hann ákjósanlegustu aðstöðu til kvik-
mjmdagerðar, og þar hefur hann unnið að
gerð mynda á borð við 2001 (1965), Clock-
work Orange (1971), Barry Lyndon (1975)
og svo Shining( 19J9). I Estree hefur hann
fijálsar hendur. Á sama hátt og Orson
Welles forðum, stjómar Kubrick sjálfur eig-
in Hollywood,' ef svo má að orði komast.
í Qölmörg ár hefur hann verið að vinna
að undirbúningi að töku kvikmyndar um
Napoleon. Hann þekkir orðið út í æsar
hvert atriði í söguþræði væntanlegrar
myndar, og hann er meira að segja búinn
að leysa vandann í sambandi við Napoleon
á jmgri árum og á síðari æviskeiði eins og
hann þarf að birtast í kvikmvndinni. Sú
lausn, sem Kubrick fann því á máli, er að
vinna einfaldlega við upptökur á myndinni
á það löngum tíma, að A1 Pacino í hlut-
verki Napoleons verði orðin fímmtugur að
aldri þegar kvikmjmdatökunni lýkur.
Svo einfalt er málið — og ekkert virðist
Kubrick ómögulegt.
Hinn skelfílegi raunveruieiki Víetnamstríðsins.