Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 10
List hins ómögulega Þolinmóðir viðgerðarmenn safnmuna hafa undanfarin tvö ár unnið að því að taka niður og flytja til Kaupmannahafnar 44 fermetra veggmynd eftir Asger Jom, sem hann málaði beint á vegg í sumarbústað. Með verkkunnáttu, þrautseigju og einhverju sem líkist göldmm hefur þeim tekizt það, sem flestir hefðu álitið óvinnandi verk. Sagan hefst á Læsö í Katte- gat sumarið 1965, þegar Börge Birch, listaverkasali, er að vinna í stóra garðinum með birkitijánum við sumar- bústað þeirra hjóna. Hann nýtur aðstoðar vinar síns, Asgers Jom, og þeir eru að baxa við vél- sagir. — Eg er orðinn þreyttur og ætla að fara inn.og fá mér öl, segir Asger, um leið og hann vekur athygli á silfurlit birkitijánna. — Jájá, gerðu það bara, segir Börge og heldur áfram að saga. En þegar liðnir em næstum þrír tímar finnst honum þó sem hvíldin hjá vininum Asger sé orðin nokkuð löng. Og svo var hann orðinn þyrstur sjálfur. En á leiðinni í bústaðinn rekst hann á Asger Jom allan ataðan rauðum, grænum, gulum og bláum málningarblettum. — Þú verður að afsaka, en ég er búinn að svína út vegginn hjá þér, segir Asger. — Þá verður Karie alveg galin, segir BÖrge og verður hugsað til þess, hversu oft þau hjónin hafí talað um, að á Læsö eigi þau að vera í sumarfríi — einnig í fríi frá listinni, og þess vegna eru veggimir alhvítir. Þegar heim kemur inn i stofuna, er máln- ing í loftinu, á húsgögnunum, gólfinu og veggjunum. En útkoman! Hann er magnað- ur hann Asger! Myndin nær yfír fjóra veggi. Og slíkt fjör og kraftur er í henni, að hún hefur skotizt inn í lítinn gang og ærslazt þar um veggi líka. — Ef þér líkar ekki við myndina á morg- un, þá málum við bara veggina hvíta aftur, segir Asger. En hvorki Börge né Karie verða leið yfír því, að veggimir skuli ekki vera hvítir lengur, og á næstu summm, þegar Asger er í heimsókn hjá þeim á Læsö, grípur hann pensilinn stöku sinnum og bætir um betur. — En meira en fímm tímum samtals hef- ur Asger ekki eytt í að skreyta veggina hjá okkur, segir Börge Birch. Myndia sýnir hluta af veggmyndinni í sumarbústað Börge Birchs í Læsö, áður en hafizt var handa um að taka hana af veggnum. Hluti af málverkinu er nú tilbúinn. Lag af gerviefni, sem sprautað var á það, og ýmis konar umbúðir hafa verið fjarlægðar, en það er svo sett á ósveigjanlega plötu. Málverkið var tekið af veggnum í sjö hlutum, sem síðan voru settir saman í Kaupmannahöfn. Myndimar sýna gang mála í sumarbú- staðnum. Viðgerðarmennirnir em að gera yfirborð veggjarins það sterkt að hægt verði að vinda málverkið af veggnum. Á mynd 4 er málverkið kom- ið til Hafnar og undirbúningur hafinn að því að fjarlægja lagið af yfirborði veggmyndarinnar. m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.