Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Page 12
/T Er hönnun okkar? "mr ugtakið hönnun hefur margþætta merkingu. í víðustu merkingu nær hönnun til þeirrar sérgáfu mannsins að geta skipulagt fram- kvæmdir sínar kemur, en það Hönnun er alltaf að verða mikilvægari, áj)ví er ekki nokkur vafi. í sumarlok sótti undirritaður hönnunarráðstefnu í Amsterdam á vegum Form ísland og vakti ráðstefnusetan nokkrar áleitnar spurningar um atvinnuþróun hérlendis og möguleika okkar. Fyrirlestrarnir á ráðstefnunni voru yfir 50 talsins, auk umræðufunda og kynninga og því er vandaverk að velja áherzluatriði. Þær hugleiðingar sem hér fara á eftir byggja að mestu á nokkrum fyrirlestranna og það eru einkum þrjú atriði sem tekin verða fyrir: mat á væntanlegri þróun, táknheimur hlutanna og að lokum hvernig tengja megi þessar hugmyndir stöðunni á íslandi nú á tímum. En fyrst verður Qallað lítillega um þátt hönnunar og skilning undirritaðs á hönnunarhugtakinu. EftirÖRND. JÓNSSON áður en til framkvæmdar er sá eiginleiki sem skilur manninn frá öðrum dýrategundum. Hönnun sem sjálfstætt starfsvið er aftur á móti nútíma fyrirbæri t.d. eru ekki nema um 10.000 „löggiltir" iðnhönnuðir starfandi í heiminum í dag. Hönnuðurinn hefur þann starfa að búa til tæknilega eða fagurfræðilega ákveðinn hlut, umhverfi eða jafnvel ákveðna þjón- ustu. Margir hlutir sem við teljum vel hannaða voru smíðaðir án þess að smiðurinn teldi sig vera að „hanna“. Hann var að vinna í anda þess verklags, tæknistigs og þeirra hefða sem ráðandi voru á þeim tíma er verkið var unnið. Þess vegna hefur það tvíþætta merkingu þegar við segjum að þörfin fyrir hönnun hafi aldrei verið meiri en nú. annars vegar hafa tengslin milli ætlunar og útfærslu sem áður voru eðlileg rofnað og hins vegar er heimurinn sem við lifum í orðinn mun margbrotnari en áður. Þarfimar eru Qölþ'ættari, tæknin þróaðri og möguleikamir á samsetningu óendanlegir. Þegar skóarinn smíðaði stígvél fyrir kerrusmiðinn var hann ekki að „framleiða fyrir markað", heldur að vinna ákveðið verk fyrir nágranna sinn. Aukin þörf fyrir hönn- un stafar fyrst og fremst af því að við emm aftur að nálgast þá stöðu sem skóarinn var í: Að vinna ákveðið verk fyrir kröfuharðan kaupanda, sem vill að verkið sé unnið sér- staklega fyrir sig. Tímabil staðlaðrar fjölda- framleiðslu er í vissum skilningi að líða undir lok. í stað seljendamarkaða koma kaupendamarkaðir. Fæstir gera sig ánægða með að kaupa tölvuhugbúnað, þeir vilja fá hugbúnað sem hæfír þeim aðstæðum sem þeir vinna við. Kaupa lausnir. Verkbókhalds- kerfið verður að vera í samræmi við vinnuskipulag fyrirtækisins og eigi að selja hann á íslandi verður hann að vera á íslensku. Krafa nútímans era sérsniðnar lausnir á fjöldaframleiðsluverði. Við slíkar aðstæður er hönnunin í fyrirrúmi. f þessari greinagerð er hönnunarhugtakið látið ná til: vöru — umhverfis — ímyndar. AÐ Sjá fram í tímann Vart þarf að ítreka þá staðreynd að for- senda fyrir samkeppnishæfni er að sjá fyrir breytingar. Eitt af því sem var hvað mest spennandi á ráðstefnunni var mismunandi framtíðarsýn fyrirlesara. Þróunin sem orðið hefur frá seljenda- markaði til kaupendamarkaðar á sér margar forsendur. Sú mikilvægasta liggur sjálfsagt í breyttum neysluvenjum. Hinn breiði hópur neytenda, miðstéttin í iðnvæddustu ríkjum heims, mótar í raun neysluvenjur alls heims- ins í dag. Þessi hópur hefur verið að breytast í samsetningu og gerir nú aðrar kröfur en áður. í takt við þetta hefur átt sér stað ör tækniþróun sem gengur í nokkuð aðra átt en menn ætluðu. Þar ber fyrst að nefna þær breytingar sem tengdar upplýsingatækn- inni. Annars vegar er það tæknin sjálf, hins vegar afleiðingar hennar. Tölvutæknin sem slík er ákveðin grann- tækni sem gerir framleiðendum kleift að sérhanna fyrir ákveðna notendahópa ná- kvæmiega það sem þeir óska eftir. Tölvu- íslenzk hönnun: Ullarfatnaður frá Sambandi ísl. samvinnufélaga í auglýsingabæklingi fj útflutning. íslenzk hönnun: Húsgagnalína í bamaherbergi frá Axis. Hönnuður: Pétur Lúthersson. vædd framleiðsla dregur úr nauðsyn seríustærðar þannig að nú er hægt að fram- leiða sérhannaða hluti í litlu magni, en með hagkvæmni fjöldaframleiðslu. A ráðstefnunni birtist þetta m.a. í því'að hönnunarstöðvar, bæði til hönnunar fram- leiðsluvara og myndrænnar framsetningar er orðin það þróuð að allar tilraunir, lagfær- ingar og sérútfærslur má gera á teikniborð- inu og í mörgum tilfellum senda niðurstöð- umar í stafrænu (digital) formi beint til framleiðslutækjanna eða til útprentunar, ef um grafíska hönnun er að ræða. Sérhæfð fjölhæfni er framleiðsluháttur nútímans, þ.e. framleiðandi eða þjónustuaðilinn velur sér afmarkað svið en ræður yfir mikilli fjöl- hæfni á því sviði. Allir fyrirlesarar vora á einu máli um þetta og þær hönnunarstöðvar sem vora til sýnis á staðnum undirstrikuðu þessar breytingar enn frekar. Neytendur gera síðan auknar kröfur þegar þeir átta sig á möguleikunum sem era til staðar. í iðnaði má m.a. sjá þetta í fataiðnaðin- um. Afgreiðslutíminn styttist verulega og í stað þess að tískubreytingar verði fjóram sinnum á ári, birtast þær nú í verslunum með slíkum hraða að göldram er líkast. Breytingamar era miklar á neysluvöra- markaðnum, en jafnvel meiri á framleiðslu- vöramarkaðnum, þar sem framleiðendur bjóða nú sériausnir sem óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum áram. Það er ekki að- eins tölvutæknin sem ýtir undir þessa þróun, framboð á sérhönnuðum efnum s.s. plasti,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.