Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Síða 14
stöðu. Það var hálfgerður vísindaskáldsögu-
bragur á hugmyndum hans, en samt vakti
fyrirlestur hans áleitnar spumingar sem
skipta jafnvel eins miklu máli og töraunir
Edelkort til að vinna sig inn í nánustu
framtíð.
Sameiginleg einkenni líftækni, efnistækni
og tölvutækni eru að vísindamenn eru farn-
ir að vinna með innri gerð efna, iífvera og
boðferla. Lífiæknin fæst að hluta til við
„stýrikerfi" sjálfra frumnanna eða lífsíns;
erfðaeiginleikana. Með því að breyta erfða-
eiginleikum er hægt að búa til nýja eigin-
leika. Jafnvel þótt flestir vísindamenn
myndu afskrifa möguleikann á því að í
framtíðinni væri hægt að skapa eftirmynd
mannsins (og taka þar með það sæti sem
guð hefur haft einkaleyfi á fram að þessu)
er nú hægt að búa til „nýja“ tómata og
hanna nýja ávexti (eins og t.d. Kiwi). Bakt-
eríur eru „sérhannaðar" í stórum stíl.
Vísindin hafa um nokkurt skeið ráðið yfir
tækni til að búa til efni sem ekki eru til í
náttúrunni og örgjörvamir nálgast æ meira
þá orku sem býr í smæstu einingunum.
Ofurleiðaramir ýta enn undir þessa þróun.
Þekking okkar á innri gerð efna, bæði
lífrænna og ólífrænna er orðin slík að hag-
nýting hennar getur á mjög skömmum tíma
gjörbreytt atvinnulífinu. Fimm ár eru jú
skammur tími í atvinnuþróun. Hönnun á
innri gerð og ytri umgjörð verða þá að miklu
leyti óaðskiljanlegir þættir.
Það er hættulegt að tapa sér í framtíð-
armúsíkinni, en þó er enn hættulegra að
horfa framhjá þessum breytingum, vegna
þess að þær eru raunverulegar og hafa
mikil áhrif. Tækni getur á 30 árum breyst
úr því að vera sérvitringslegar tilraunir yfir
í að verða öflugustu iðngreinar heims, eins
og efnafræðin og tölvutæknin eru skýrustu
dæmin um. Menntunarstig mannkynsins er
orðið slíkt að þróunin tekur jafiivel enn
styttri tíma. Það er Ijóst að mestöll hönnun
og framleiðsla verður unnin með aðstoð
tölvu og einnig er hægt að gefa sér að hlut-
ur líftækninnar eykst í nánustu framtíð,
sérstaklega fyrir matarframleiðsluland eins
og Island.
Þetta var innskot, en varðandi raunsæjar
þróunargreiningar er Ijóst að án þeirra kom-
umst við ekki iangt. Framtíðarspár eru
orðnar jafn mikilvægum þætti í hönnunar-
starfinu og útfærslan sjálf — að vera í takt
við tímann svo notað sé slitið orðtak.
TÁKNHEIMUR HLUTANNA
Hönnun nær ekki aðeins til hiutarins
sjálfs eins og áður var getið heldur einnig
tíl umhverfis og ímyndar. Það sést t.d. í
þeim tilfellum sem húsgögn hafa orðið sölu-
vara að góð hönnun á eínum hlut dugir
ekki. Bæðí Staceó- og Sóleyjarstóllinn hafa
kallað á viðbótarlausnír ' þannig að hægt
væri að bjóða upp á ákveðna heildarlausn.
Sama er að segja um bamasvefnherbergis-
húsgögnin sem Pétur Lútersson hannaði
fyrir Axis. Markaðurinn krefst lausna, ekki
einangraðra hluta. Áherslan á heildarlausn-
ir leiðir til að þær verða að höfða til ákveðins
og vel skilgreinds markhóps. Þetta eru ekki
annað en grunnreglur nútíma markaðs-
fræði.
Síðan hefur verið farið að krefjast þess
af hönnuðum að þeir séu sér meðvitaðir um
þær leikreglur sem einstök „stílbrigði" krefj-
ast. Að vissu marki kemur þetta að sjálfu
sér. Ákveðnir litir eru í tísku, hönnuðir
þekkja til nýrra tæknilausna sem vitað er
að eftirspum er eftir o.s.frv. Það liggur svo
að segja í loftinu að nærtækara sé að út-
færa hlutina á einn hátt fremur en annan.
Innan raálvígindanna hefur verið þróuð
greiningaraðférð, málmyndunarfræði, sem
gerir það mögulegt að bijóta texta niður í
frumeindir sínar og kortleggja þannig leik-
reglumar. Fyrir þó nokkru var farið að
nota þessar aðferðir í bókmenntum, lista-
og kvikmyndagagnrýni og er táknfræði (se-
manties/semioties) nú orðin að mjög öflugri
greiningaraðférð. Fyrir nokkrum árum fóru
síðan hönnuðir að ræða það sín á milli hvort
ekki væri raunhæft að nota greininguna sem
verkfæri og snúa þar með dæminu við. I
stað þesa að lesa eingöngu umhverfið er
niðurstíiðum lestrarms beítt á sjálfu hönnun-
arst.iginu. Rétt eins og hægt er að fá
uppflettibækur um líkamsbeitingu ogergón-
ómíska útreikninga þá er nú að verða hægt
að fá leifcreglur mismunandi stílbrigða.
Hér er iíklega verið að segja frá einföldum
hlutumi á flókinn hátt, en breytingin felst í
eftirfarantfe Áður fyrr iitu hönnuðir hönnuð-
ir svo á íog reyndar affir skapandi listamenn)
að þær aðferðir sem jjedr ynnu eftir og þau
stílbrögð sem þeir þróuðu væru framþróun
sem væri komm ti! að vera. Menn aðhyllt-
ust ákveðna hugmyndafræðj og trúðu að
sjálfsögðu & það sem þeir' voru að gera.
Þannig var fúnksjónalismmn svar við þeirri
kröfu tímans að hanna emfaida og stflhreirva
Það smáa er stórt -jafn-
vel pennasett selst í
stórum stíl vegna góðr-
ar hönnunar. Lamy-
pennasett eftir
Þjóðveijann Wolfgang
Fabian.
hluti sem væru fjöldaframleiðanlegir. Sama
var að segja um mismunandi myndlistar-
stefnur, þær voru ákveðin leið til að sjá
heiminn á nýjan og ferskan hátt. Nú er
aftur á móti komin upp sú staða að stflbrigð-
in eru orðin fjölmörg og það er ekkert sem
segir að einn stfll sé öðrum æðri.
Að baki liggur þróun sem Edelkort myndi
nefna „langbylgju!. Áhrif fjölmiðlunar hafa
aukist verulega og einkum er myndræn §öl-
miðlun orðin stærri þáttur í lífi okkar. Til
eru kenningar um að myndmálið sé að taka
við af ritmáli sem meginleið til skilnings
okkar og upplifunar á umhverfinu og stöðu
okkar í heiminum. Sjónvarpið, kvikmyndin
og þróun í prentmyndatækni hefur gert
heim okkar „myndrænni" og við erum að
verða duglegri við að lesa myndir — erum
orðin sjónrænt læs (visually literate) eins
og það heitir á hönnunarmáli.
Reynsluheimur okkar mótast í æ ríkara
mæli af myndrænum upplýsingum. Með
reynsluheim er átt við þá þætti í umhverfí
okkar og samskiptum við aðra sem við
meðtökum, meðvitað eða ómeðvitað og bú-
um síðan til heimsmynd okkar úr. Það er
ekki langt síðan landsmenn gátu tjáð hugs-
anir sínar meðjþví að vísa í setningu eða
sögupersónu í Islendingasögunum og við-
mælendur voru með á nótunum. Nú er
auðveldara að vísa í mynd eða fréttaþátt í
sjónvarpinu ef koma á boðum til skila í
knöppu fnrmi. Stríðið milli írans og íraka
eru í. hugum okkar brennandi olíuborpallar,
ekki málefnalegur ágreiningur.
Hvort sem okkur líkar þessi þróun betur
eða ver þá er hún staðreynd og ein af afleið-
ingunum er að hún gerir hönnun mikilvæg-
ari. við gerum strangar kröfur til forms og
útlits.
Reinhart Butter flutti fyririestur sem
hann nefndi Semantics as Design Tool.
Butter er prófessor við Ohio State Univers-
ity og sagði frá lokaverkefni nemenda sinna
sem unnið var í samvinnu við vörubfladeild
Daimler Benz. Nemendumir fengu það verk-
efni að hanna innréttingar vörubfla með
tilliti ti! mismunandi stflbrigða. Þeir skipt-
ost í hópa og höfðu aðgang að söíwö
tæknðegu oppiýsjngunum og gáttr þar með
I sönwi fbrsenður tfl; útfærste- Hver bópur
athugaði síðan ieikreglur þess stíls sem
þeir ætluðu að vinna eftir sem voru m.a.
fúnksjónal, nútímalegur. eða framúrstefnu-
legur. Nútímalegi stíllinn tók t.d. mið af því
að algengt er að hjón skiptist á að keyra
vörubíla á langferðum. Þá skiptast þau á
um að aka og sofa. Það var sem sagt tekið
tillit til þeirra þarfa sem tilheyrðu hverjum
stí! fyrir sig, en það sem Butter lagði áherslu
á var að táknheimur hlutarins eða um-
hverfisins væri nánast jafn mikið mótaður
af fyrri reynslu okkar og hugmyndum eins
og hvemig hluturinn sem slíkur væri. Hann
tók dæmi af „míkrófónum". { rauninni er
nú hægt að hafa míkrófóna þannig að þeir
sjáist varia, sbr. þá sem notaðir eru við
ráðstefnur og festir eru á jakka, en popp-
stjömur nota míkrófóna sem þátt í sviðs-
framkomu sinni og hafa þeir þá óteljandi
vísanir, eða mörg tákngildi. Hlutir hafa áru,
ef þannig mætti að orði komast og við erum
orðin leiknari að lesa þessa áru.
Staðan Á Íslandi núna
Vera má að þær hugmyndir sem hér
hafa verið reyfaðar virðist sundurleitar og
fræðilegar og komi okkur lítið við. Það
væri þó varasöm afgreiðsla að mínu mati
og mun ég reyna að færa rök fyrir því.
En fyrst er hér örlítil samantekt. Þarfir
eru margþættari og betur skilgreindar og
tæknilegar forsendur til að uppfylla þær
þróaðri. Niðurstaðan er aukin fjölbreytni.
Það er ekki eingöngu notkun hlutarins sem
ræður úrslitum heldur „sú saga sem hann ;
segir" eða ára hans. Samkeppnishæfni nú
ræðst öðru fremur af þeim skiiningi sem
framleiðendur og söluaðilar hafa á möricuó-
um, eða notkunarsamhengi þeirrar vörti sem
selja á.
Ég ætla að nefna tvö dæmi um vefhepp®-
aðar íslenskar „uppfinningar" þar sem
markaðsskilningur var til staðar og vörunm-
ar voru hannaðar í takt við þann skiirííríg. f
Þegar athugaðar voru horfur fyrir fiskaf- I
urðir á Bandaríkjamarkaði kom í ljós að j
neytewtom fétt efckr ttvfta hetóið á fiskinam
né jrfirfettt það omátang sem fiskneysla til- 1
heyritt (í mörgum Evrópulötxtom þykir j
fiskur ekki ætur nema harm sé matreiÁtor i
í heilu lagi) og því var ákveðið að búa til
fiskstauta. Fiskstautar falla fyllilega inn í
skyndibitaímyndina. Brauðmylsnan hylur
holdið og einsleit lögun veitir óvönum neyt-
endum tryggingu fyrir því að hér sé á
ferðinni hreinleg og „örugg" neysluvara,
auk þess sem slík afurð er auðveld í með-
ferð og neyslu. Neytandinn veit að hveiju
hann gengur. íslendingar voru fyrstir til að
markaðsfæra þessa vöru á Bandaríkjamark-
aði og fjölmargir fylgdu á eftir, en náðu
ekki sama árangri. Hönnunarhugmyndin
var að feia fískinn og gera þar með mat
úr einhveiju sem neytendum almennt var
ekki um geð.
Nú hafa aðstæður breyst. Hvítt fisk-
holdið er orðið tákn heilbrigðis og hreinlætis
og fiskurinn fellur vel að „langbylgju" létts,
bragðmilds matar sem í senn er hollur, hita-
einingasnauður og auðveldur í meðförum. Á
sama tíma og stórfyrirtæki á borð við Camp-
ell’s eru að fara úr dósasúpunum yfir í
fiskrétti hefur annarri brauðhúðunarverk-
smiðju ISC verið lokað.
íslenska lopapeysan sem komst inn I
bandarískar stórverslanir var hönnuð með
hliðsjón af „millibylgju" eþnísks áhuga. Það
komst í tísku að sækja í aðra menningar-
heima stfl og venjur. Nægir að nefna
indversku áhrifin og síðar þau japönsku.
Snilldin í markaðshugmynd ullarpeysunnar
var að grófleikinn og einfaldar framleiðslu-
aðferðir urðu að jákvæðum eiginleikum.
Mosatægjur eða mislitun, voru teikn um
upprunaleika og náttúruleg einkenni vör-
unnar (það var verra ef baggabönd fundust).
Lopavörumar voru á ákveðinn hátt andsvar
við borgarmenningu og nafnlausri fjölda-
framleiðslu; afturhvarf til náttúrunnar.
Fiskstautamir og lopapeysan hafa undan-
farin ár verið stór þáttur í velheppnaðri
útflutningsstefnu okkar, en nú eru báðar
þessar vörur að nálgast hrörnunarskeið sitt,
svo notað sé hugtak frá vömþróunarfræðun-
um. Það þarf því að finna nýjar hugmyndir
og nýjar ímyndir, sem eru í takt við þá
strauma og þróunartilhneigingar sem nú eru
ráðandi eða á uppleið. í því starfi verður
hönnun að vera í lykilhlutverki, spá um
væntanlega þróun og um leið skilningur á
táknheimi hlutanna.
Hvað fiskinn varðar verður okkur að tak-
ast að vera með í þeirri byigju sem nú er
á uppleið og kalla mættf „aóra kynstóð
skyndibitanna“: Hvað ullina varðar verðum
við að breyta ímyndinni úr „eþnískrí túnsta-
vöru“ í „vandaða náttúruvöru” jafnvel með
tengsl við útilíf.
NIÐURLAG
Ráðstefnur á borð við þá sem haldin var
f Amsterdam era vítamínsprautur og heild-
aráhrif þátttökunnar etv, að rrú fara í hönd
áhugaverðír tímar fyrir þá sem fást víð
hönnun og vöruþrówn. Gerðar eru mtklar
kröfur til allra sem nálægt þessum mátom
komast, en tækifærin era morg. Heiidin
skiptir mestu mátí, eða eins og, handarískur
markaósmaður sem Mr vstr & ferð fynr
nokkm orðaði það á möðurmáli sínu: „If
you ðoit't know where you are goin’, you’ll
end etp somewhere,” sem má útleggja: Ef
þó veíst ekki um ákvörðunarstaðinn, endar
ferðin einhvers staðar.
Möfwytor er <ramk.v8emdastjö<f lönfasirrssfo'fn-
mar istaods-.