Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 22
t-
' . *>5JH
BARNASKIÐAPAKKAR
Pakki I
Pakki III
Blizzardskíði 70-90 cm ...kr. 2.580,- Blizzardskíði 130-150 cm ...kr. 3.760,-
Geze skíðabindingar.. ...kr. 1.580,- Look skíðabindingar.. ...kr. 1.820,-
Blizzard skíðastafir ...kr. 420,- Blizzard skíðastafir ...kr. 420,-
Nordica skíðaskór ...kr. 2.270,- Nordica skíðaskór ...kr. 2.580,-
kr. 6.850,-
Pakki II
kr. 8.630,-
Pakki IV
Blizzardskíði 100-120 ..kr. 2.930,- Blizzardskíði 160-175 ....kr. 4.270,-
Geze skíðabindingar... ..kr. 1.580,- Look skíðabindingar. ....kr. 1.820,-
Blizzard skíðastafir „kr. 420,- Blizzard skíðastafir ....kr. 470,-
Nordica Nordica
skíðaskór „kr. 2.270,- skíðaskór ....kr. 3.600,-
kr. 7.200v- kr. 10.160v-
FU LLORÐINSSKIÐAPAKKAR
Pakki I Pakki II
f. byrjendur f. dömur
Blizzard skíði Blizzard Vice
160-185 cm ....kr. 4.550,- 160-185 cm ....kr. 6.100,-
Look Look
skíðabindingar. ....kr. 1.950,- skíðabindingar. ....kr. 1.950,-
Blizzard Blizzard
skíðastafir ....kr. 890,- skíðastafir ....kr. 890,-
Nordica 1 Nordica
skíðaskór ....kr. 3.810,- skíðaskór ....kr. 3.810,-
kr. 10.900v- kr. 12.450,-
Pákki III f. herra
Blizzard Aluflex 170-195...........kr. 6.100,-
Look skíðabindingar................kr. 1.950,-
Blizzard skíðastafir...............kr. 890,-
Nordica skíðaskór..................kr. 3.810,-
kr. 12.450,-
Póstsendum um allt land.
I
T
unuF
Glæsibæ, sími 82922.
Zell am See í vetrarbúningi.
Zell am See
Það er aðeins klukkustund-
arakstur frá Salzburg til Zell
am See. Bærinn teygir sig út i
Zellersee-stöðuvatnið, í 750-800
metra hæð. Staðsetningin er
frábær. Nágrannabæirnir Zell
am See og Kaprun voru út-
nefndir sem „íþróttasvæði
Evrópu“ árið 1968 og hafa
gengið undir því nafni síðan. Á
svæðinu er gefinn kostur á að
stunda 31 alhliða iþróttagrein
jafnt sumar sem vetur. Hægt
er að æfa margskonar íþróttir
eftir að komið er af fjalli á
svæði sem liggur á milli jökuls
og stöðuvatns.
í Zell am See er skautahöll,
sundhöll, reiðhöll og tennissalir.
Að sjálfsögðu líka heilsu- og gufu-
böð. Auk þess býður stöðuvatnið
upp á skautaferðir á veturna.
Mjög góð aðstaða er fyrir
gönguskíðafólk. Ef einhver vill
líta yfir svæðið án þess að klifra
of hátt á skíðum, þá er boðið upp
á útsýnisflug. Fyrir ofan bæinn
rís Sehmittenhöhe-fjall í 2.000
metra hæð. 25 lyftur liggja upp
á fjallið og flytja 48.500 manns
á klukkustund. Skíðabrautirnar
eru við hæfi flestra. Svigskíða-
brautimar eru samtals um 125
km, en gönguskíðabrautir um 300
km. Ibúar Zell am See og Kapmn
eru 10.600, gistirúm fyrir 13.500
manns.
Innan við bæinn Kapmn er
hægt að taka lyftu upp í fjalla-
stöðina — Alpincenter. Þaðan er
frábært útsýni yfir elsta sumarskíða-
svæði Austurríkis. Frá fjalla-.
stöðinni liggja lyftur upp í hlíðar
Kitzsteinshom-jökulsins sem
gnæfir í 3.209 metra hæð yfir
„íþróttasvæði Evrópu". Þama er
skíðað allt sumarið.
Boðið er upp á margskonar
skemmtanir eftir að fólk kemur
af skíðum — og reynt að sjá til
þess að ekki sé gengið of snemma
til hvílu. Flugleiðir bjóða upp á
íjóra gististaði í Zell am See, tvö
hótel þar sem hálft fæði er inni-
falið, gistiheimili sem býður upp á
morgunverð og íbúðahótel. Dvöl
í fjögurra manna íbúð í hálfan
mánuð kostar um 30.000 krónur
fyrir manninn. Gistiheimilíð Lind-
enthal býður upp á tveggja manna
herbergi í tvær vikur fyrir kr.
31.299 á mann, kr. 30.313 um
páska. Flug og ferðir innifalið.
AUSTURRÍSKA FJALLA
ÞORPIÐ
Ischgl
Þeir sem vilja komast í lítið,
friðsælt fjallaþorp og jafnframt
fá tækifæri til að skíða á fjöl-
breyttu skíðasvæði, ættu að
skella sér til Ischgi með Ferða-
skrifstofu Guðmundar Jónas-
sonar, dagana 6.-20. febrúar.
Flogið er til Zilrich með Arnar-
flugi og ekið þaðan til Ischgl.
Rútuferðin tekur um tvær og
hálfa klukkustund.
Ischgl er yfir 1000 ára gamalt
fjallaþorp með aðeins 1200 íbúum.
Það stendur í Paznau-dal, í 1400
metra hæð, á landamærum Aust-
urríkis og Sviss, með há fjöll á
báða vegu. Þorpið er einkar hlý-
legt, gömul bændabýli standa við
hlið nýtísku hótela sem að sjálf-
sögðu eru byggð í alpastíl. Þegar
" . . I
Madeira. Tíu vikur
evrópuferðir
Klapparstig 25-27 101 Reykjavik
2? 628181
gengið er eftir þorpsgötunni rekst
maður annaðhvort á tískuvöru-
verslun eða fjós. Á kvöldin er lokað
fyrir bílaumferð um þorpið svo
ekki þarf að kvarta um hávaða frá
bílum. íþróttamiðstöð er í Ischgl
með sundlaug og aðstöðu til ann-
arra íþróttaiðkana.
Fjallaþorpin Ischgl og Samnaun
í Sviss bjóða upp á sameiginlegan
tveggja landa skíðapassa. Hann
gildir í 57 lyftur í Paznau-dal auk
Samnaun, einnig í strætisvagna á
milli staðanna. Passinn kostar um
8000 krónur fyrir fullorðinn, en
um 4.400 fyrir börn 6-15 ára.
Silvretta-skíðasvæðið er talið mjög
gott og fjölbreytt. Skíðað er á
svæðunum Idalp (2311 m), Idjoch
(2760 m), Greispitz (2872 m) eða
Palinkopf (2864m). Sá sem er
kominn í næga þjálfun rennir sér
yfir til Samnaun (1840 m) og ekki
sakar að hafa bakpoka með sér
því Samnaun er tollfijálst svæði
og þar er vinsælt að gera innkaup.
Síðan er farið með pokann, fullan
af tollfijálsum varningi, til baka í
gegnum tollstöð í fjallaskarðinu,
þar sem gamall maður bankar í
Svifið upp í fjöllin.
hann og spyr: „Hvað ertu með í
pokanum góði?“
Gistirúm í Ischgl eru 5.500.
Lyftugeta er fyrir 35.000 manns
á klukkustund og Ischgl-búar
hrósa sér af því að enginn biðtími
sé í lyfturnar. Skíðabrautir eru um
150 km að lengd. Mikil áhersla var
lögð á að spilla ekki samræmi við
náttúruna þegar skíðalyftur voru
byggðar í Ischgl.
Eftir að komið er af fjalli er
mikið §ör á litlu kaffihúsunum,
jafnvel dansað á skíðaskónum.
Mjög góð veitingahús eru í þorp-
inu. Ferðaskrifstofa Guðmundar
Jónassonar býður upp á gistingu
í nýju hóteli — Garni Brigitte —.
Þar er hægt að velja um tveggja
manna herbergi eða íbúðir fyrir
3-4. Tveggja manna herbergi með
morgunverði er á 49.850 krónur á
mann. íbúðir með morgunverði eru
á 57.250 krónur á mann.