Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Side 23

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Side 23
t Kort yfir svæðið. Spánn hefur löngum heillað íslendinga. Imynd Spánar teng- ist fyrst og fremst sólheitum baðströndum. En Spánn getur lika hoðið upp á hvítar snjó- breiður og góða skíðaaðstöðu. I vetur bryddar ferðaskrifstofan Utsýn upp á þeirri nýjung að blanda saman skíðaferð og bað- strandarlífi. Farþegar geta tekið beint leiguflug aðra leiðina til eða frá Malaga — og Flugleiðaflug með tengingu við áætlunaifiug spánska flugfélagsins Iberia í gegnum London, hina. Að sjálf- sögðu eigu farþegar völ á að stoppa í London til að gera hentug inn- kaup, fara í leikhús og fleira. Komið er til Malaga að kvöldlagi svo að farþegum er ráðlagt að dvelja fyrstu dagana á ströndinni. Daglegar áætlunarferðir eru frá ströndinni til Sierra Nevada. Ferðatilhögunin gefur marga val- Á gönguskíðum i Ischgl. Þarna eru líka hestasleðar. Kvöldverður skíði Og r 1 solar- strönd kosti. — Þú getur sólað þig við sjóinn í nokkra daga — farið síðan upp í fjöllin og á ströndina aftur ef þig lystir. Sierra Nevada er syðsta skíða- svæði Evrópu og trúlega það sólríkasta. Hæsti fjallatoppur er 3.500 metrar, en hæsta lyftustöð er í 3.000 metra hæð. Fyrir tveim- ur árum var lyftubúnaður og aðstaða endumýjuð og lagfærð. Skíðasvæðið er með 50 km af lögð- um skíðabrautum og 18 skíðalyft- ur. Hægar, aflíðandi brekkur eru ríkjandi á svæðinu. Sex daga skiðapassi kostar um 2.900 krón- ur. Aðeins 130 skíðakennarar em við störf svo að auðvelt ætti að vera að læra réttar svigbeygjur. Fjögur veitingahús eru uppi í ijall- inu þar sem hægt er að sitja og sóla sig og njóta útsýnisins. I góðu skyggni má sjá Costa del Sol og Afríkustrendur. Skíðabærinn Solynieve liggur 5 2.100 metra hæð. Þar er boðið upp á gistingu bæði í íbúðum og hótel- um. Fæði er yfirleitt ekki innifalið, en mörg alþjóðleg veitingahús eru í bænum. Meðalmáltíð kostar frá 350 krónum og upp úr, eins og hver vill. Upphituð sundlaug er á staðnum, aðstaða til íþróttaiðkana, ölkrár og skemmtistaðir svo að Spánvetjamir sjá um að engum leiðist eftir að hann kemur af fjalli. Um 30 km frá Sierra Nevada ligg- ur borgin Granada sem er vinsæll ferðamannastaður. Dæmi um verð: Lægsta verð fyrir tvær vikur er í litlum tveggja manna íbúðum, 26.500 krónur fyr- ir manninn. Aukavika á fjalli kostar 6.100 krónur, en 2.900 krónur niðri á strönd. Verðmunur- inn stafar af því að verðinu er haldið lágu við ströndina þar sem fátt er um ferðamenn á þessum árstíma, en uppi í fjalli er aðal- ferðamannatíminn. m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.