Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 4
Úr sjálfsævisögu Armands Hammers. Artnand með Anastas Mikoyan 40 árum eftir að hann hóf að sefja Rússum drátt- arvélar. hafði Armand rétt fyrir sér, sýning sló í gegn og salan var ótrúleg. Með þessu kom Armand sér endanlega fjár- hagslega vel fyrir í Bandaríkjunum. Hann fjárfesti í verksmiðju sem framleiddi vískítunnur og græddi vel á því. Síðar fór hann sjálfur út í bruggun og sölu á brennd- um drykkjum og einnig prófaði hann að fara út í verslun með holdanaut. M.a. keypti hann eitt frægasta undaneldisnaut Banda- ríkjanna „Prince Eric“ eða Eika prins, eins og við íslendingar gætum kallað hann, á 1 miljón dollara! Hammer lendir í miðald- ra„krísu“ Ekki gekk þó allt Armand í haginn. Hann var að vísu farinn að skipta sér af alþjóða- stjómmálum og komu við að því seinna. Onnur kona Armands Hammer var drykkju- sjúk og réð ekkert við drykkjuna. Þar á ofan bættist að faðir hans hafði látist, og gall- og nýmarsteinar vom að gera Ham- mer lífið leitt. Þegar hann skildi við konuna setti hún fram óheyrilegar kröfur og á sama tíma hafði sonur hans, sem Armand átti með fyrstu konu sinni, verið sakaður um I kunningsskap \ið flesta leið- toga risaveldanna í árratugi Armand Hammer tókst með brögðum að komast í samkvæmi, þar sem hann gat kynnst Deng Xiaoping og gerði síðan stóran viðskiptasamning við Kínverja. Hann varð vinur Brezímevs, fór í erindum Bandaríkjaforseta til Sovétríkjanna og þakkar sér jafnvel hlut í Reykj avíkurfundi Reagans og Gorbatsjofs Síðari hluti Armand hafði fengið skriflega yfiriýsingu frá Lenín þar sem foringinn lýsti því yfir að hann myndi ábyrgjast alla samninga sem Armand myndi gera. Þetta plagg var margsinnis virði sinnar í gulli og kom sér vel fyrir Hammer- fyrirtækið, þegar rússneska skriffínnsku- kerfíð ætlaði sér að læsa klónum í viðskipti fyrirtækisins. Lenín lést hinsvegar árið 1923 og þá fór að þrengja að hag fyrirtækisins. Erfíðara gekk að fá útflutningsleyfí og as- bests-námumar gáfu ekki það af sér sem búist hafði verið við. Armand var nú samt ekki á þeim buxunum að gefast upp og fyrir algjöra tilviljun datt hann niður á hugmynd, sem átti eftir að gera nafn hans þekkt um öll Sovétríkin. Hann þurfti að kaupa sér blýant á árinu 1923 og komst að því að einn slíkur kost- aði 50 cent, á sama tíma og slíkur kostaði 5 cent í Bandaríkjunum. Armand fékk leyfí til að opna blýanta og pennaverksmiðju í Moskvu. Tæknimennina, í þá vinnu, sótti hann til Þýskalands og Bretlands og byggði upp heilt verksmiðjuþorp í útjarðri höfuð- borgarinnar. Eftir rúm tvö ár unnu um 1000 manns við þessa verksmiðju - framleiðslan náði 500 þúsun skriffærum á sólarhring og brátt voru allir skólar og aðrar menntastofnanir í Sovétrílq'unum famar að nota skriffæri merkt Hammer. Fékk hann viðumefnið blý- antskonungurinn og var ætíð langur biðlisti að komast í vinnu hjá fyrirtækinu. Einnig fór mikið af framleiðslunni til útflutnings og var m.a. flutt til Bandaríkjanna! En þegar vel gengur, þá er öfundarraddim- ar fljótar að koma upp á yfírborðið. Mörgum óx það í augum að útlendingur gæti grætt á þessari framleiðslu og reynt var að koma á fót verksmiðjum til að keppa við Hammer- verksmiðjuna. Hinsvegar hafði Hammer verið úthlutað leyfi til 10 ára til að starf- rælq'a þessa verksmiðju og að vanda stóðu Rússamir við gerða samninga. En ríkissó- síalismi Stalíns þrengdi mjög að allri starf- semi Hammers í Sovétríkjunum og árið 1930 ákvað hann að selja ríkinu alla starf- semi sína og flytja úr landi. Frakklandsárin Hammer hafði gifst rússneskri konu, Olgu, og ákváðu þau að flytja til Frakklands. Hún var leikari og söngvari og vildi ekki flytja til Bandaríkjanna. Armand hafði fengið mikinn áhuga á listaverksöfnun, þegar hann var í Sovétríkjunum og hafði keypt mikið Armand Hammer 1945. af listaverkum frá keisaratímanum þau ár sem hann var þar. í Frakklandi setti hann á stofn listaverkasölu og hélt áfram að kaupa vörur frá Rússlandi. Það gekk ekki nema svona sæmilega og brátt skildi hann við konu sína og flutti til Bandaríkjanna aftur. Þar setti hann líka á stofn listaverkagallerí og gekk það ekki heldur neitt sérstaklega, þar til hann datt niður á snjalla hugmynd. Fyrirtækið átti orðið mjög mikið af vörum en salan var dræm. Armand datt þá í hug að setja af stað sölusýningu í stórmörkuðum í Banda- ríkjunum. Margir töldu þetta hið mesta glap- ræði, þama verslaði sauðsvartur almúginn og hver myndi hafa efni á því árið 1934 að kaupa hluti, sem höfðu verið í eigu rúss- nesku keisaraættarinnar. Landflótta aðals- menn frá Rússlandi voru líka mjög móðgað- ir að selja ætti eigur keisarafjölskyldunnar í „Hagkaupum" og „Miklagörðum" þeirra Bandarílq'amanna. En eins og venjulega morð. Þetta allt saman virkaði mjög þungt á Harnmer og hann segir í bók sinni að á tímabili hafi allt virkað mjög svart. Sem sagt, slæmt einkenni af miðaldra„krísu“ En öll él styttir upp um síðir og svo var líka hjá Hammer vini okkar. Sonurinn var sýknaður af ákærunni um morð og hann, eftir ráðlegginu frægs lögfræðings, fór fram á skilnað frá konu sinni á grundvelli andlegr- ar þjáningar, sem hann hafði þurft að þola í hjónabandinu vegna drykkju konu sinnar! Lögmenn hennar náðu ekki upp í nef sér vegna þessa mótleiks en urðu síðan að semja um lífeyri henni til handa og báðir aðilar féllu frá málssókn vegna þessa máls! Hammer gfiftist aftur Fljótlega eftir þetta hitti Hammer núver- andi konu sína. Þau höfðu að vísu verið eitthvað að skjóta sér saman 20 árum áð- ur, en ekkert varð úr því sambandi þá. En hún frétti af erfíðleikum hans og hafði sam- band. Það gekk svona ljómandi vel og þau giftust árið 1956. Þau settust að í Kali- fomíu og Hammer ákvað að fara að njóta þess að vera til. En brátt sá hann að þar myndi hann fljótt leggjast í kör, ef hann myndi ekki hafa neitt fyrir stafni. í gegnum endurskoðanda sinn frétt hann af litlu olíufyrirtæki sem væri í erfíðleikum vegna skorts á lausafjármagni. Það varð ofan á að þau hjónin keyptu fyrirtækið „Occidental", aðallega vegna þess að það var hagstætt vegna mikilla skatta á eigna- fólk í Kalifomíu. Þama hófst einn ótrúleg- asti vöxtur olíufyrirtækis á síðari ámm. Fyrirtækið var lítið staðbundið olíufyrir- tæki, sem leitaði að gasi og olíu í Kali- fomíu. Nú er það áttunda stærsta olíufyrir- tæki heimsins og getur með réttu kallast áttunda „systirin" í olíufyrirtækjafjölskyl- dunni svokölluðu. Heildarvelta fyrirtækisins var 16 biljón doll- arar á síðasta ári og starfsmenn þess vora 46 þúsund að tölu. Það gerir fyrirtækið að tólfta stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna og um 350 þúsund manns eiga hlut í fyrirtæk- inu. Fyrirtækið er með boran og rannsóknir um allan heim, m.a. í Kína, í Norðursjónum, í Perú og Pakistan. En hveiju vill Armand Hammer þakka þennan ótrúlega vöxt. Fyrst og fremst góðri stjómun og vakandi auga með fjárfestingum fyrirtækisins, segir hann. Á sjötta áratugnum kom meirihluti olíu frá Líbýu og var þar oft heitt í kolunum eftir að Gaddafí kom til valda. En með skynsam- legri stjómun og rannsóknum annars stað- ar, tókst félaginu að losa sig við að vera háð óútreiknanlegum stjómvöldum. Sérstaklega er gaman að lesa hvemig Ham- mer tókst að ná tali af Deng-Xiaoping,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.