Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 13
Paradísarauðn. 1987. 200x140 sm. I un en það breytir enginn alveg eftir því sem Jesús sagði. Innst inni held ég að maðurinn eigi alla möguleika á að verða betri. Hann er hvort tveggja lítill og stór: lítill þegar hann er skoðaður í heimsmyndarvinkil. Svo getur hann verið stór heima hjá sér og í verkum sínum. Og ef maður hugsar um lífíð þá er það stórfenglegur hlutur sem ekki má skemma. Eg held að manneskjan sé í eðli sínu góð en það sé eitthvað utanaðkomandi sem gerir að hún fer yfir sín mörk og verð- ur grimm. Mig langar til að gera fallegar myndir og að áhorfandinn finni til einhvers í sér. Höfða til hins fagra í okkur. Það er gott að sjá eitthvað fallegt. Hversdagsleikinn verður að vísu grárri en samt — auðveld- ari. Það er ekki þarmeð sagt að ég sé að búa til eitthvert meðal. Mér finnst ég alltaf hafa verið að fást við ákveðinn realisma. Líka það sem ég er að gera núna. Þó bollinn sé ekki eins og bollinn og manneskjan ekki lík manneskju á ljósmynd. Raunsæi er ekki bara hlutveru- leikinn. Raunsæi getur líka verið hugsun þín. Mér finnst stundum eins og fólk sé svo- lítið hrætt við að taka inn á sig mjög tilfínn- ingaríkar myndir, finnist þær óþægilegar. En... ég veit það ekki. List á alltaf að vekja, hún á að segja eitthvað og skipta máli. Og öll góð list skiptir máli. — Ljóðrænar... — Já, eitthvað ljóðrænni með árunum. En það er kannski ekki óeðlilegt. Maður var að yrkja mikið á skólaárunum og maður hefur tekið það inní málverkið. Mér fínnst ég hafa mjög ljóðræna tjáningarþörf. Ég held að það sé bara gott og líka gott fyrir málverkið. — Sterkir litir... — Finnst þér þeir sterkir? Maður málar bara eins og manni býr í bijósti hveiju sinni. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir málara að vera óháður einni ákveðinni tækni. Ég hef aldrei skilið fordóma gagn- vart litum. Það hlýtur að vera mjög bind- andi. Maður þjónar bara málverkinu og getur ekki annað. Það getur allt gerst á Ég var í grafík á þessum skólaárum ’74 til ’78 og þegar ég kem heim stunda ég hana dálítið en fer fljótlega að einbeita mér að málverkinu. Tek það alveg fyrir eins og ég hafði gert með módelteikningu og grafík. Fer að einbeita mér að litnum, forminu og innihaldinu líka. Ég held ég sé alveg sokkinn inn í málverk- ið. Mig langar stundum til að nota grafík svona til hliðar en málverkið er svo krefj- andi að ég hef ekki tíma né aðstöðu til þess. En það er svona draumur, að geta notað hana með. — Hvað ertu að mála? — Ég mála manneskjuna. Það hef ég alltaf gert. Einu sinni málaði ég hápóli- tískar myndir, tók Víetnam-stríðið fyrir, málaði svokallaðar atvinnulífsmyndir. Myndir mínar hafa alltaf fjallað um mann- inn. Manninn í heiminum. Manninn í þjóð- félaginu. Svo reyni ég að túlka manninn, samskipti hans, kynjanna, togstreitu þeirra á milli og reyni að túlka þetta sálræna utan- aðkomandi álag sem maðurinn er undir. Svo er það fegurðin ... Þegar ég hverf frá atvinnulífsmyndunum þá er eins og ég fari úr ytri veruleikanum í þann innri. En þó losnar maðurinn aldrei við ytri veruleikann. Maður hlýtur alltaf að hafa hann yfir höfði sér. Ég held ég sé líka að reyna að túlka það. Sjáðu til, maður býr við ofboðslega feg- urð, eins og við sáum áðan úti. Svo er nú allur ljótleikinn. í heimsósómamyndum mínum var ég að túlka hann. Síðan fer maður að spekúlera í því hvort það vanti ekki alla fegurðina. Hvort hún hafi ekki orðið svolítið útundan. Bæði í málverkinu og öllum okkar lífsháttum. Manneskjan hlýtur að hafa mikla þörf fyrir fegurð. Ef hún kastar sér útí efnis- hyggjuna verða öll andlegu verðmætin und- ir. Maður er inní borg, á þönum allan dag- inn, hugsandi um hluti. Það gleymdist að það er til eitthvað sem er fallegt og kostar ekki neitt. Þá þarf ekkert að fara langt til að uppgötva fegurð, — aðeins að opna aug- un. Hún hlýtur nefnilega að vera inní okkur öllum. Hún býr með okkur en fær kannski lítið pláss í nútímanum. Það hefur verið mikið um það í Nýja málverkinu, að lýsa ljótleikanum. Þar var gengið útfrá því að heimurinn væri ljótur, Nærvera. 1987. 80x100 sm. 1 ■ 'a • > * 1 \ ' § > Mi — sem hann þarf alls ekki að vera. Um þetta leyti fer ég að hugsa sem svo: hvers vegna ekki að lýsa andstæðunni — fegurð- inni. Sástu Blue Velvet? Þar var æðislegri fegurð og svakalegum ljótleika stillt saman og þessum andstæðum lýst á rosalegan hátt. Sakleysinu. Fegurðinni og svo ljótleik- anum. — Ertu þá núna að mála fegurð mann- eskjunnar? - Fegurð hennar og einhvem veginn byrðina sem hún verður að axla ... Mér finnst maðurinn mjög heillandi við- fangsefni. Bæði maðurinn Sem vera og maðurinn sem hugsandi siðmenntuð vera. Ég er oft að hugsa um siðmenntunina í heiminum. Hvað erum við komin langt í siðmenntuninni? Það sem við sjáum í sjón- varpinu frá útlöndum er ekki beint fréttir af siðmenntun — stríð, hörmungar... — ég sé enga siðmenntun þar. Hvað er sið- menntun? Trúarbrögð eru ákveðin siðmennt- meðan maður málar en umfram allt er ver- ið að þjóna myndinni því hún lifir sínu lífi. Tæma hugann og byija að mála. Málarinn getur gert allt í mynd og þarf ekki að hugsa rökrétt. Ég er farinn að líta á myndina sem ákveðinn raunveruleika. Hún er þama og henni verður ekki b’reytt. Eg blanda öllu saman. Upplifun, reynslu, skáldskap, minningum, gömlum og nýjum. Ég nota ekki lifandi módel á vinnustofunni. Ég nota þau aðeins í stúdíur. Myndimar em uppúr mér, úr mínum hugarheimi. Ég les mjög mikið og bókmenntir hafa mikil áhrif á mig. Ég tíni bara upp allt sem ég get notað og hika ekkert við það. Svo á maður sinn grundvallartúlkunar- heim. Og fær hugmyndir hvaðanæva. Við það að lesa bók, horfa á sjónvarpið, sitja í strætó, sjá fallega stúlku eða fallegan dreng. Maður vinnur þetta svona, sískissandi. Hvort sem maður notar það eða ekki. Svo málar maður mynd og um leið spretta ótal hugmyndir. Vinnan er svo gefandi. Vinnan er svo fijósöm. — Ertu að halda áfram því sem gömlu málararnir voru að gera? — Myndlist á íslandi er svo ung. Við höfum landslagið og það hefur verið málað. En það er lítil hefð fyrir manneskjum í íslenskri myndlist. Málverkið byijar með þeim Þórami B., Ásgrími og Kjarval og þeir byija að túlka eða tjá landið — landið er svo sterkt í vit- und íslendinga. Þegar bændamenningin gamla flyst í borg þá tekur fólkið landið með sér inní stofu. Síðan kemur abstraktið og það flæddi útum allt. Nú finnst mér íslenskir málarar taka manneskjuna meira fyrir. Náttúmlega hefur hún alltaf verið í bókmenntunum. En hún hefur verið lengi að koma inní málverkið. — Finnst þér þú vera einhverskonar „Palli var einn í heiminum"? — Ég hef verið utangarðsmaður í mál- verkinu alla tíð en tímamir hafa líka breyst. Abstrakt-málaramir t.d., þeir héldu hóp- inn. Bökkuðu hver annan upp og ruddust inn. Þessir menn tóku upp erlenda strauma, komu hingað og bættu inn einhveiju þjóð- legu. Það er ekki eins mikil harka í tíðarandan- um í dag. Það er engin ein stefna alls ráð- andi og kannski er ekki annað hægt. Áður var bara Listamannaskálinn og sýning þar var stórviðburður, menn vom kannski þljú ár að undirbúa sýningu. Þetta er öðmvísi í dag. Einhvem veginn fínnst mér að listamenn hafi verið meira metnir áður fyrr. Þjóðin vissi að hún þyrfti að eiga þessa menn. Þetta var partur af sjáifstæðisbaráttu þjóð- arinnar að eiga listamenn, eignast Þjóðleik- hús o.fl. Á tímabili abstraktsins var mikil umræða í gangi um list. Þó menn hafí stundum ver- ið óvægnir og sumir orðið úti í kuldanum. Það var rifist og skammast, en líka verið að tala um gmndvallaratriði í list. Ef maður hugsar um alla þessa fjölmiðlun í dag, þá er bara verið að tala við einhvem um eitthvað. Við höfum t.d. ekkert sértíma- rit um list. Nú er eins og öllum sé sama og voðalegt umburðarlyndi í tísku. Tökum „prófessjónal" list og frístunda- list. Það er ekki mikill greinarmunur gerður á þessu tvennu í umfjöllun um list. Maður sem hefur stundað myndlist í þijátíu ár og lagt allan sinn tíma og metnað til, fær ekki svo ósvipaða um§öllun og sá sem stundar hana í fríunum sínum. Þetta er slæmt. Hugsaðu þér ef ég mundi opna tannlækna- stofu eða færi að gera við flugvélar í frístundum. Það vantar alla umræðu um hvað er góð og vond list. Svo er annað, menn eins og Kjarval, Jón Stefánsson og fleiri, þeir máluðu topp- landslagsmyndir. En það hefur ekki skilað sér. Fólk sér landslagsmynd og segir: — Já, þetta er landslagsmynd — og síðan ekkert meir. Fæstir gera greinarmun á, hvort þar er á ferð landslagsmynd af tilfínningu eða ekki. Ég held að hér hafi skólakerfið eitthvað brugðist. Þú ferð inná skrifstofu hjá há- menntuðu fólki. Allt mjög fínt. Flottir stólar og borð. En vegna þess að maður er í þessu fagi þá hefur maður tilhneigingu til að líta upp á veggina — og þar hangir oftast drasl. Það hlýtur barasta að vanta eitthvað í menntun þjóðarinnar. Hún hefur sans á að segja sér hvað eru góðir og fínir stólar en ekki vit á að segja sér hvað er góð eða vond myndlist. — Það tekur kannski lengri tíma en eina öld að mennta heila þjóð í myndlist? — Kannski. Það er í rauninni mikil gróska í listum hér á landi. En mér finnst þessi gróska ekki haldast í hendur við gæðin og umræð- una. Myndlist er ekki eitthvað sem maður stundar á meðan maður horfir á sjónvarpið. Mér virðast margir ekki gera nægar kröf- ur til sjálfs sín. Vera sjálfsgagnrýnislausir. Og jafnvel komast upp með það. Ef maður er ekki nógur harður og óvæg- inn við sjálfan sig þá er auðvelt að gefast upp. En auðvitað getur það líka verið auðvelt að fást við myndlist en það er erfitt að vera myndlistarmaður og ekki skánar það ef maður er metnaðargjam og það í þágu málverksins. Sjáðu til, ef maður trúir ekki á sig sjálf- ur getur maður ekki ætlast til að aðrir geri það. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988' 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.