Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 6
Smásaga eftir SOFFÍUINGVARSDÓTTUR Bæimir kúrðu á bökkun- um meðfram sjónum eins og vetrarklæddar ijúpur á frosnu barði. Það var sunnudagsmorgunn á prestsetrinu. Telpan, löng og gelgjuleg, stóð við baðstofugluggann, blés gat á hélaða rúðuna og gægðist út. Bjart var til lofts. Færðin góð. Ámar á ís. í dag yrði messað. Um hádegisbilið hafði telpan troðið sér í sunnudagakjólinn, alltof þröngan ogstutt- an, og beið nú frammi í bæjardyrum til að sjá kirkjufólkið nálgast. Fyrstir komu hundamir. Hún þekkti þá alla. Sumir voru úr frönskum skútum, aðr- ir fengnir norðan af Sléttu. Síðastur kom guli flækingshundurinn, sem enginn vissi hvaðan var. Allir bæir reyndu að sveia honum burt. Ótugtarstrákur hafði eitt sinn fest blikkdós við rófuna á honum. Síðan gekk hann alltaf með skottið niður á milli fóta. En sá guli fékkst ekki úr sveitinni. Hann virtist halda, að hann ætti þar heima. Hundamir hlupu í hnapp á hlaðinu, sner- ust hver um annan, þefuðu, urðu varfæm- ir og tortryggnir, þar til jjeir brettu vör og urruðu. Að lokum, er allir hundamir stóðu ofan á einum, skarst telpan í leikinn. Hún reiddi upp skóflu og sundraði þvög- unni. Sá sem undir lá, skreiddist háskrækj- andi undir kirkjuvegg til að sleikja sár sín, það var guli flækingurinn. í bæjardyrahúsinu hafði kirkjufólkið plaggaskipti og lagaði sig til. Einkum söfn- uðust þar margar konur. Þær leystu styttu- böndin, settu á sig aðra svuntu, næidu á sig sjalið og settu brot í herðar hver á annarri. Telpan hafði komið sér fyrir úti í homi og nú hafði hún ekki augun af konu þeirri, sem henni fannst langskemmtilegasta kon- an í allri sveitinni. Hún gat hermt ágæt- lega eftir ýmsu fólki og kunni að kveða. Hún var oft í forum milli bæja, því að hún annaðist alla aðdrætti og gekk þá alltaf á buxum. Bóndi hennar, ósköp hægferðugur, var heima við og pijónaði allt, sem með þurfti. Nú hafði hún kastað yfír sig peysupilsi. „Andskotans uppfínning þessi skotthúfa," sagði hún og stríddi við að næla hana á höfuð sér. Konumar litu á hana og sögðu: „Hvað er að sjá þig, þú ert í slifsislausri stakkpeysunni.“ „Yss, hvað gerir það, ég gleymdi slifsinu heima. Ég held þetta dugi undir sjalið," sagði hún og hún benti á peysubijóstið í barmi sér. Síðan bað hún eina stúlkuna um að hneppa fyrir sig svunt- una. „Spællinn er of langur," sagði stúlk- an. „Hnýttu bara á hann hnúta," sagði konan. „Þú þarft að sauma úr honum,“ hélt stúlkan áfram. „Sauma," sagði konan fyrirlitlega. „Frá því fyrsta hefi ég ekki haft náttúru til að sitja og sauma.“ „Þú hefur samt alltaf haft náttúm til ýmissa hluta,“ sagði einhver. „Þegar ég var unglingur fyrir vestan, sagði ég fólki, að mig langaði til að læra að gelda hesta; það þótti ekki aldeilis til- hlýðilegt fyrir stelpu. Fóstra mín blessuð bað mig um að láta mér ekki um munn fara svona tal. Hún var eins og kvenfólk á að vera, öll í stagli og grautargerð. En mest langaði mig til að ferðast um með marga til reiðar og skoða landið mitt og sjá gjósandi hveri, eldfyöll, hraun dg jökla. Mig langar þetta enn,“ sagði hún og snar- aðist út. Það fækkaði í dyrahúsinu. Úti við hurðina sat Beta litla á Bala. Hvítgult hárið hrykkjaðist niður með vöng- unum. Hún hafði fléttað blautt hárið fast í smáfléttur kvöldið áður. Beta var skær í húðinni. Öll tandurhrein. Kjóllinn var ókrypplaður, en of stór. Þær áttu hann saman þijár systumar. Beta tók innan úr klút hvítar blúnduskálmar, smeygði þeim upp á hné sér og strauk með gómunum úr blúndunum niður á fótleggina. Kona oddvitans, háleit og framsett, með reform á höndum vakti athygli á Betu. Hún sneri sér að telpunni í hominu og spurði hana óþarflega háum rómi: „Átt þú ekki svona fínerí?" „Nei,“ sagði telpan. „Jæja, þú ert þó prestsdóttir." Beta leit ekki upp en kafroðnaði. Hún vissi að pabbi hennar var fátækasti bóndinn í sveitinni og hafði orðið að leita til oddvitans. Beta setti í sig kjark og leit upp, en augnaráðið var flöktandi. „Kona fyrir sunnan sendi okkur þessar skálmar, þær eru gamlar, dóttir konunnar var hætt að nota þær.“ Beta leit í ráðaleysi til telpunnar eins og hún vænti stuðnings frá henni. En oddvita- konan drap tittlinga framan í telpuna og telpan brosti á móti, upp með sér af því að fullorðin kona tók tillit til hennar, en um leið varð hún fyrir snöggu ógeði og fann, að hún gat ekki verið þama lengur. Fólkið var að tínast í kirkjuna. Pabbi hennar var kominn í hempuna. Hún gerði hann fyrirmannlegan en framandi um leið, eins og mynd á blaði. Hana langaði að vita hvort hann væri eins handheitur og hlýr viðkomu og vanalega. En mest lang- aði hana að vita, hvort hann gæti í kirkj- unni gleymt alveg búskapnum og skepnun- um. Nú var fengitíminn nýafstaðinn. Telpan þurfti út í ijós, áður en hún gengi í kirkju. Hún yrði að gæta þess að vera stillt og hlæja ekki í kirkjunni núna. Ekk- ert var eins stranglega bannað og um leið svo æsandi. Gott hún var hætt að sitja hjá ömmu sinni og mömmu heldur hjá söng- fólkinu, þá gætu stelpumar hnippt hver í aðra. Eitt sinn steig hún svo fast ofan á stöllu sína við messu, að hún rak upp hljóð. Það var á sjálfan nýársdag, er sungið var um „Góðar og frjósamar tíðir“. Svona at- vik drógu dilk á eftir sér. Skelfíng væri samt gaman, ef eitthvað skrítið og skemmtilegt kæmi fyrir í messunni. Á leið sinni um gamla hlóðareldhúsið stansaði telpan alveg forviða. Þar voru stórar tunnur geymdar, þar var safnað keytu til ullarþvotta. Yfír einni ámunni stóð hálfboginn maður, gapti og sogaði að sér hinn ramn(ia þef keytunnar. Telpan sá, að þetta var Einar Pé. Hann var hálfgerð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.