Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Blaðsíða 17
M O R G U N B L A Ð S 1 N S 20. FEBRÚAR 1988 Oddný Björgvinsdóttir skrifar um ferðamál. M I Ð y Kýpur * Ð A R H A F KYPUR Baðstaður Afródítu Lokuð ferðamönnum nema frá Tyrklandi Kyrenia m TYRKNESKT YFI RRÁÐASVÆÐI (FRÁ 1974) v/""'--^^NIC0SIA Hfflfflffl .. ; ^ Lokuö feröamonnum / r ‘ f —:~\/7'v_nema frá Tyrkfandi UMASSOL ■ Ríkisstjóraströndin :rúarströndin ffl s Flugvöllur Áhugaverö kirkja [J] Fornminjar [g[j Áhugaverð moska [j] Klaustur [■$■] Útivistarsvæði- Safn jtj Tjaldstæði [/ Byggingfrámiðöldum [Éj Baðströnd 0 ferðamanna mjmdi stoppa á ís- landi á leið sinni til Kýpur. Far- þegar frá Austurlöndum og Kýpur á leið til Bandarílqanna gætu líka komið hér við í stuttan tíma. Ferðamenn sem dvelja stutt á íslandi vilja sjá sem mest og reyna sem flest. Þeir eru kannski bestu ferðamennimir. Það verður að skipuleggja ferðir þeirra út í ystu æsar og skipulögð þjónusta við erlenda ferðamenn er einn þáttur ferðaþjónustu sem vert er að leggja áherslu á. Ferðamenn, sem dvelja stutt í landinu, kaupa minjagripi og íslenskan vaming ekki síður en hinir sem koma í lengri tíma og þurfa að spara hvem eyri vegna þess hve margt er dýrt héma. Þróun Ferðaþjón USTUÁKÝPUR íbúaijöldi Kýpur er 640.000, þar af em Grikkir 80%, Tyrkir 18% og önnur þjóðarbrot um 2%. Tæplega 1 milljón ferðamanna sótti Kýpur heim á síðasta ári. Um 43.500 gistirúm era á eyjunni og 5.000 til viðbótar era í upp- byggingu og verða að hluta til tekin í notkun í sumar. Aukning á ferðamönnum var um 18% mið- að við fyrstu 9 mánuði áranna 1986-87. Mest var aukningin frá Belgíu, Danmörku, írlandi, Holl- andi, Finnlandi, V-Þýskalandi, Grikklandi, Frakklandi og Aust- urríki. Aukingin frá þessum lönd- um nam jafnvel 97% á milli ára. En ennþá koma flestir ferðamenn- imir frá Bretlandi, sem er lang- stærsti markaðurinn, með 29% af heildarfjölda. Svíar koma næstir, en þaðan.komu á milli 85-86.000 manns á síðasta ári. Flugleiðir hófu flug til Orlando í október 1984 — opnuðu flugleið inn í Flórída-sólina sem margir íslendingar eru búnir að njóta góðs af. 31. mars 1988 hefja Flugleiðir áætlunarflug með samvinnu við Luxair til Kýpur. En af hverju Kýpur? Hvað býður tveggja ríkja Miðjarðarhafseyj- an íslenskum ferðamönnum? að er alltaf mikið frétta- efni þegar nýir, framandi áfangastaðir era teknir í flugáætlun. Fastur áfanga- staður íslensks flugfélags á er- lendri grand hlýtur að færa íslenska ferðamenn nær menning- aráhrifum sem þar ríkja og færa íslendinga og Kýpurbúa meira saman. Nokkrar íslenskar ferða- skrifstofur bjóða pakkaferðir til Kýpur í sumar og færri hafa náð samningum þar en hefðu kosið. Hvað réð vali Flugleiða á þessum nýja áfangastað? DULÚÐUG AUSTUR LÖND NÆR Kýpur liggur fýrir botni Mið- jarðarhafs, miðsvæðis á milli margra höfuðborga í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Beirut er í 155 mílna fjarlægð, 370 mílur til Kaíró, 580 mílur til Aþenu og 2200 til London. Vegna ástands- ins í Mið-Austurlöndum er Kýpur orðin tengistaður fyrir fólk frá Austurlöndum á leið til Banda- ríkjanna. Mörg helstu flugfélögin, sem annast flug til Austurlanda, era með skrifstofur á Kýpur. Yfir 25 flugfélög, að flugfélagi Kýpur meðtöldu, era með yfir 200 áætl- unar- og leiguflug í hverri viku til eyjunnar. Ekkert beint flug er til Kýpur frá Bandaríkjunum svo að Flugleiðir taka hér við flugleið sem áður var ekki fyrir hendi. Nýir áfangastaðir era ekki valdir nema að vandlega yfirlögðu ráði. Flugleiðir era með 17-18 ferðir vikulega á milli Banda- ríkjanna og Lúxemborgar. Tölu- verður fjöldi farþega frá Banda- ríkjunum fer alltaf úr í Keflavík og þess vegna er hægt að bjóða ákveðinn sætafjölda á hagstæðum kjöram á flugleiðinni Keflavík - Lúxemborg. Islenskar ferðaskrif- stofur hafa selt mikið af pakkaf- erðum til sólarlanda með Luxair, en helmingur af öllu flugi Luxair er sólarlandaflug. Kýpurflugið er beint framhald af þessu, þar sem markaðurinn krefst alltaf ein- hverra nýjunga. Luxair treysti sér ekki til að hefja Kýpurflug nema í samvinnu við Flugleiðir. ÍSLAND — KÝPUR — LUX EMBORG-KÝPUR Kýpur er ekki stór áfangastað- ur í heildarkerfi Flugleiða, en eyk- ur fjölbreytni og opnar mikla möguleika á að binda saman pak- kaferðir til ólíkra staða. Banda- rískir ferðamenn, sem hafa ekki látið heillast af íslandi hingað til, gætu freistast til að eyða hér nokkrum dögum, ef sólareyjan Kýpur er inni í pakkanum. Það mætti hugsa sér að andstæður eyjanna væra dregnar fram í sam- eiginlegri markaðssetningu. Einn- ig er hægt að vera með stuttar skoðunarferðir frá Lúxemborg í tengslum við Kýpurflugið. Kýpur er framandi áfangastað- ur hjá flestum Bandaríkjamönn- um. Ef Flugleiðum tekst að vekja áhuga á Kýpur á Bandaríkja- markaði, þá gæti farið svo að umtalsverður Qöldi bandarískra Framtíðarstefna í Ferðamálum Til 2000 Mikil áhersla er lögð á upp- byggingu ferðaþjónustu á Kýpur. Stefnumótun í framtíðarappbygg- ingu ferðamála, sem nær fram til ársins 2000, verður lögð fram á þessu ári. Aætlunin er styrkt af þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna og unnin undir leiðsögn ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. í ágúst 1987 var lagður grannur að byggingu stórrar ráð- stefnumiðstöðvar í Nikósíu. Ráð- stefnumiðstöðin er byggð í grískum leikhússtíl og kemur til með að rúma 1270 þátttakendur. Ferðamálaráð Kýpur leggur mikla áherslu á að ná í fleiri hvatningarferðir. Ráðið er með ráðgjafa frá viðurkenndum frönskum og breskum fyrirtækj- um til að ná þessu markmiði. Reynt hefur verið að stuðla að aukningu á vetrarferðum til Kýp- ur með góðum árangri. Vetrarum- ferð til eyjunnar jókst um 12% milli ára frá nóvember 1986 til mars 1987.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.