Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Side 5
æðsta manni Kína. Eftir að Carter stjómin jók viðskipti við Kína og bauð honum að koma til Bandaríkjanna árið 1979, þá fann Hammer að hann var úti í kuldanum í sam- bandi við þessi viðskipti. Ástæðuna telur hann vera að Carter stjómin hafði hræðst að tengsl sín við Sovétríkin myndu ekki vera Kínveijunum að skapi. í boði fyrir Deng í Washington mætti Hammer, þá 81 árs, með falsað boðskort því hann hafði ekki neitt fengið. Þannig gat hann hitt leið- toga kínverska kommúnistaflokksins, sem kannaðist við Armand af afspum og mynd- um, og kynnt honum sjónarmið sín í sam- bandi við tæknisamvinnu. Deng hafði margs að spyija um fund Hammers með Lenín og bauð honum að koma til Peking til við- ræðna. „Það er einungis eitt vandamál," sagði Hammer „ég get ekki lengur ferðast með áætlunarflugi, vegna aldur míns og þið leyflð ekki einkaflugvélum að lenda í Kína.“ „Ekkert vandamál," sagði Deng „segðu mér bara hvenær þú kemur og ég gef út leyfl til að vélin þín fái að lenda!“ Það sést á þessu að það borgar sig að tala við toppana og Hammer fór til Peking árið eftir og gerði stóra viðskiptasamninga við Kínveijana. Barátta fyrir friði Hammer fékk ungur mikinn áhuga á friði og samvinnu þjóða í heiminum. Það var ekki síst vegna reynslu hans af borgarastríð- inu og hungursneyðinni í Rússlandi, sem gerði hann að miklum baráttumanni fyrir fríði í heiminum. Hann barðist ákaft gegn Hitler í Bandaríkjunum og var einn ötulasti stuðningsmaður Breta þar í landi árin 1939 og 1940. Samkvæmt frásögn Armands í bókinni þá átti hann hugmyndina að því að leigja aðstöðu af Bretum í Karahíska hafinu og á Nýfundnalandi til að borga fyrir her- gögn í Bandaríkjunum, sem síðar voru send til Bretlands. Hammer studdi Franklin D. Roosevelt til embættis Bandaríkjaforseta og Roosevelt leitaði stundum til hans um verk- efni, eins og forsetinn oft gerði með menn utan embættismannageirans. John F. Kennedy fékk Hammer til að koma til sín skömmu eftir að hann tók við embætti til skrafs og ráðagerða því forset- inn hafði áhuga á því að bæta samskiptin við Sovétmenn. Samskiptin voru þá ekki sem best, því þetta var skömmu eftir að Gaiy Powers hafði verið skotinn niður með U-2 vél sinni á njósnaflugi yfir Sovétríkin. Það varð ofan á að Hammer fór á eigin vegum, en með samþykki forsetans, til Sov- étríkjanna til að ræða við stjómvöld þar. í fyrstu hitti hann einungis minniháttar ráða- menn, en hann kom öllum á óvart með því að krefjast þess að fá að hitta Mykoyan varaforsætisráðherra. Sovésku kerfiskall- amir fengur alveg áfall yflr þessum kröfum og sögðu honum að fáir fengu að hitta for- sætisráðherrann og alveg ömgglega ekki einhver bandarískur kaupsýslumaður. En þeir létu nú samt undan Hammer og hringdu í forsætisráðuneytið og tilkynntu að einhver Bandaríkjamaður með stórmennskubijál- æði, vildi fá að hitta forsætisráðherrann. Hammer segir í bók sinni að hann hafl vilj- að taka mynd af svip þeirra, þegar hringt var skömmu síðar úr ráðuneytinu og sagt að Mykoyan myndi hitta þennan Bandaríkja- mann eftir tvo tíma! Það sem kerfiskallamir vissu ekki var að Mykoyan hafði verið háttsettur embættis- maður í kommúnistaflokknum í Uralfjöllum, þegar Hammer kom þangað fyrst árið 1921 ■ í hjálparleiðangri sínum. I gegnum Mykoyan hitti síðan Hammer Krússéf leiðtoga Sov- étríkjanna og ræddu þeir opinskátt um sam- skipti ríkjanna. Þá lá þungt á Rússunum að Bandaríkjamenn höfðu sett innflutnings- bann á krabba frá Sovétríkjunum, vegna þess að Bandaríkjamenn granaði að fangar væra notaðir í vinnslu á krabbaafurðum. Krússéf benti á að Japanir fískuðu við hlið Sovétmanna og það ætti því að vera auð- velt að athuga hvort Sovétmenn notuðu fanga við vinnu. Hammer lofaði að ræða þetta við ráðamenn heima í Bandaríkjann sem og hann gerði. Nokkra síðar var bann- inu aflétt og hefur Hammer sjálfsagt feng- ið nokkur prik hjá Sovétmönnum fyrir það. Hammer notaði tækifærið til að skoða sig um í Moskvu og heimsótti m.a. gömlu blý- antaverksmiðjuna sína. Þar hafði lítið breyst þau þijátíu ár sem hann hafði verið í burtu. Vora það tilfinningaríkir endurfundir hjá Hammer og því starfsfólki sem enn var við vinnu þama. Armand með Lyndon B. Johnson í Hvíta Húsinu 1968. Armand með góðvini sínum Leonid Brezhnev. Á fundi með Karli Bretaprins. Fyrsti fundur þeirra Armands og Gorbatsjovs varð við jarðarför Chernenkos. Náin samskipti við Brezhnev Brezhnev var sá Sovétleiðtogi sem Ham- mer þekkti einna best. Þeir hittust oft eftir að Brezhnev komst til valda og samkvæmt bók Hammers þ'á vora þeir meira en bara kunningjar, heldur vinir. Hammer segir að Brezhnev og hann hafi átt margt sameigin- legt, en eitt sem þeir áttu ekki sameiginlegt var drykkjan. Að sögn Hammers fór Brez- hnev létt með það að klára eina Vodkafl- ösku á stuttum tíma. Eini maðurinn sem gat fylgt honum eftir í diykkju var Konstat- in Chemenko og það var hvíslað, í Moskvu eftir að Chemenko lést, að það hefði verið lifrin sem gaf sig. Á sjöunda áratugnum gerði Occidental fyritækið stóra samning við Sovétmenn um rannsóknir og boranir þar í landi. Einnig seldi dótturfyrirtæki Occidental Sovétmönn- um stóra farma af landbúnaðaráburði. Þar að auki gerði Hammer samning við Rússa um byggingu stórs alþjóða hótels í Moskvu og var það opnað árið 1982. Enn í dag er Occidental og dótturfyrirtækis þess stærsta vestræna fyrirtækið sem á í viðskiptum við Sovétmenn. Sérinnréttuð Boing 727 Eins og kom fram þá á Hammer orðið erfitt með að ferðast í venjulegu áætlunar- flugi, enda er maðurinn orðinn 89 ára gam- all. En árið 1979 lét hann sérinnrétta Boing 727 flugvél, til þess að hann gæti skotist landa á milli. Þar er fullkomin svefnaðstaða og þar að auki læknisherbergi, en hjarta Hammers er orðið dálítið veikt. Síðan þá hefur hann þeyst um heiminn á eigin reikn- ing til þess að að hitta þjóðarleiðtoga og reyna að koma á sáttum í stríðandi heimi. Meðal þeirra sem hann hefur átt samræður við era t.d. Giscard d’Estaing þáverandi Frakklandsforseti, Brano Kreysky kanslarí Austurríkis, Ceausescu Rúmeníuforseti, Zia Ul-Haq forseti Pakistan, Aga Khan, Carter og Reagan Bandaríkjaforsetar. Armand hefur beitt sér mikið í því að reyna að miðla málum í Afganistan. í því skyni átt hann persónulega fundi með þeim Chem- enko og Ándropov. Einnig kveðst hann hafa stungið upp á persónlegum fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og segir hann að Andropov hafí ekki verið frábitinn hugmyndinni. Einnig segist hann hafa reifað hugmyndina vií Reagan, þannig að gamli góði Hammer vill nú þakka sér einhvem hlut af Reykjavíkurfundi Gorbaschovs og Reagans. En Hammer hefur ekki bara skipt sér af málefnum stórveldanna. Hann þekkti Menachem Begin fyrrverandi forsætisráð- herra ísraels og það var í gegnum Hammer sem ísraelsmenn fengu sönnunargögnin gegn ían Demjanuk, sem nú situr fyrir rétti í ísrael, sakaður um að vera böðullinn ívan grimmi frá Treblinka. Málið var að ísraels- menn þóttust hafa fundið manninn í Banda- ríkjunum en vantaði sönnunargögn í mál- inu. Öll þau gögn vora í Sovétríkjunum og erfiðlega gekk að fá þá til að afhenda þau. ísraelsmenn snéra sér til Hammere, sem fékk Sovétmennina til að afhenda ísraels- mönnum SS skirteini ívans grimma og á þeim forsendum var Demjanuk framseldur frá Bandaríkjunum til ísraels og bíður nú úrskurðar réttarins. í byijun röktum við afskipti Hammers af Chemobyl-slysinu. Eftir að hafa fylgst með starflnu í fjarlægð fór hann sjálfur til Sovétrríkjanna til að heilsa upp á læknana og sjúklingana á sjúkrahúsinu í Moskvu. Á þessu sést að Hammer er enn í fullu fjöri, þrátt fynr að vera að nálgast níræðisaldur- inn. Hann hefur mikið beitt sér fyrir rann- sóknum á krabbameini og m.a geflð margir miljónir dollara til þeirra rannsókna. Fyrir þá peninga hefur m.a. verið reist fullkomin rannsóknarstöð í La Jolla í Kalifomíu sem margir þekktir vísindamenn starfa við rann- sóknarstörf á þessum íllvíga sjúkdómi. En fyrst og fremst er hugur Hammers bundin við þá vá, sem kjamorkuvopnin era og í lok bókar sinnar segir hann: „Við verð- um að flnna leið til þess að vemda okkur og komandi kynslóðir frá þeirri ógn og skelf- ingu sem kjamorkustyijöld er. Abyrgð okk- ar er mikil og framtíð mannkynsins veltur, á því að okkur takist að koma í veg fyrir að þessi vopn verði einhvern tíma notuð." Andrés Pétursson tók saman úr sjálfsævi- sögu Armands Hammers, sem út kom 1987. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.