Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Síða 7
ur einfeldningur. Hún skildi á augabragði að hann var að hreinsa á sér hálsinn til að skerpa röddina. Hann söng alltaf prímó- bassa í kirlgunni. Telpuna langaði til að veina af hlátri. Alltaf var karlinn að æfa sig. Hann var sísyngjandi, þegar hann gekk uppi í hálsum eða út með víkum. Hann var líka talinn óvenju lagviss. For- söngvarinn sagði, að hann þyrfti ekki að heyra nema einu sinni sína rödd í söng- lagi, þá kynni hann hana. Auðvitað var hann stórskrítinn. Sagt var, að þegar hann hefði í fyrsta sinn heyrt spilað á orgel, þá hefði hann farið að gráta. En að sjá Einar Pé við tunnuna var kostuleg sjón. Hvað fólk myndi skemmta sér, þegar hún segði frá þessu. Hún skyldi kalla saman sem flesta fram í gamla eld- hús og leika hvemig karlinn gapti. Það ískraði í telpunni. Einar Pé kipptist við og leit upp. Hann varð grár í framan, og and- litsdrættir hans drógust saman' í skarpar rákir, er stimuðu. En telpan sneri sér sem örskot við og þaut út úr eldhúsinu. Ha, ha, nú yrði hlegið í allri sveitinni. Telpan stóð hjá orgelinu og söng. Hún gætti þess að vera þannig, að amma henn- ar og mamma sæju ekki framan í hana, hláturinn var svo ofarlega í henni ennþá. Hún forðaðist eins og heitan eld að líta á Einar Pé, sejn stóð hinum megin við orge- lið, en hún heyrði ógerla rödd hans í prímó- bassanum. Það var undarlegt, henni fannst vanta svo mikið í sönginn. Nei, nú ætlaði hún «kki að hugsa um Einar Pé, þá gæti hún átt á hættu að skella upp úr. En eftir messu þá yrði grín fyrir fjóra. Þegar pabbi hennar var kominn í stól- inn, gat telpan hugsað í næði. Hún heyrði aldrei orð af neinum ræðum. Karlmennimir, er sungu bassa, sátu við ofninn og vom að stikna. Úti við gluggann hjá henni var andbært, hvít stroka stóð úr vitum þeirra, er þar sátu. Verst hvað nefíð á henni varð alltaf rautt, þegar henni varð kalt. Það var nóg að hafa svona stórt nef, þó að það væri ekki líka rautt. Þar við bættist, að hún var ókvenleg og ómynd til handanna. „Vetrarlangar" vom þeir kallaðir sokkamir, sem hún hafði á prjón- unum. Amma hennar sagði að vísu stundum að stelpan hennar kæmi á eftir með kútana sína. Það var notalegt, en líklega ekkert að marka. Hver veit samt nema hún gæti eitthvað seinna meir, þó að hún væri ekki færi til handanna eða falleg. Hún yrði t.d. afskaplega sterk. Hún hafði reynt sig í krók við marga karlmenn í sveitinni og dregið eins og fífukveiki alla stráka á henn- ar reki, og þá baunaði hún gjaman á þá orðtaki, sem fósturbróðir hennar lærði í sjómennsku á skútum: „Hvað vilt þú upp á dekk, sem ekki kannt að hala sekk?“ Það var svo fyndið. Kjarkmikil yrði hún líka að vera, en þar skorti mikið á. Hún var stundum hrædd við allt dautt og lif- andi, pyttina í Barðsmýrinni, stóm augun í kúnum, selina við sandinn. Verst var þegar hún var lítil og flýði undan mömmu sinni, af því að hún hélt, að þar færi huldu- kona, sem hefði tekið á sig hennar gervi. Sterk og huguð yrði hún að verða. Eins og örskot rann upp í huga hennar eitt af ævintýmnum, sem hún hafði búið sér til. Útlent herskip var að reka upp að Lontabakka. Norðaustan ofsaveður var á. Ef ekki tækist að ná mönnunum, áður en skipið rækist upp á skerin, kæmist enginn lífs af. Öllum á bænum féllust hendur nema henni. Hún ýtti úr vör. Svo stýrði hún bátnum gegnum brim og boða og kom öll- um skipbrotsmönnunum heilum á land. Hún talaði kjark í áhöfnina á þeirra máli, sem enginn á öllu Austurlandi kunni nema hún. Er veðrinu slotaði, beið skip þeirra óskemmt. Þegar þeir kvöddu, kraup foring- inn á kné og þakkaði henni lífgjöfina. Hann var grannvaxinn og fínn, líkur Frið- rik VIII. á súkkulaðipökkunum, og augu hans ljómuðu af hlýju og aðdáun. Aðdáun það var nú það. Telpan kom til sjálfrar sín og andvarpaði. Huguð og sterk, já, en sjálf- sagt væri nú mest gaman, þegar allt kæmi til alls, að vera bara falleg. Telpan renndi augum yfir kirkjuna. Fólk- ið sat á bekkjunum, dökkklætt og alvöru- gefið, ólíkt hvert öðru, en þó samstætt. Karlmennimir höfðu raðað sér í kórinn. Verst að vita ekki hvað hver og einn væri að hugsa. Kannski hugsuðu allir um guð nema hún. Altént gamla konan á Bjargi, því að hún hafði tamið sér gamlan pápísk- an sið að hneigja höfuð sítt, þegar Jesúnaf- nið var sérstaklega nefnt. Hún átti sífellt von á syni sínum heim og hafði allt til reiðu. Beyndar drukknaði hann fyrir tutt- ugu árum. En hún var viss um, að Flandrar- ar hefðu rænt honum. Einhvem tíma losn- aði hann úr þeirri prísund, kæmi heim heill á húfí og þá þyrfti hún ekki að ger- ast upp á neinn eða fara á sveitina. „Sælir eru friðflytjendur," heyrði hún úr ræðunni. Telpan leit á faktorsfrúna. Hún sat þráðbein í baki. Engin kona sneri eins hátt upp á lokkinn. Hárið brúsaði eins og tveir fjallgarðar undir skotthúfunni. Telpan dáðist að, hve róleg og fjarlæg hún var, eins og hún vissi ekki af neinum í kring um sig. Hún var úr Reykjavík. Fakt- orinn var danskur. Þau áttu ekki böm, bara hund. Sagt var eftir að ófrið þeirra á milli, sem oftast var út af hundinum, þá töluðu þau ekki saman heila viku. Mörg hjón í sveitinni dynuðu hvort við annað og algengt var að karlamir sögðu „heilla mín“ við konur sínar. Telpan vildi langhelst líkjast faktorsfrúnni seinna meir. Verða fín, þögul og köld við manninn sinn. Hún gæti t.d. alltaf þérað hann, ef aðrir heyrðu til. Inni við vegg sat Salína saumakona. Hún hélt sjalinu upp að andlitinu, það gerði hún alltaf á mannamótum. Salína var eitt sinn bjarteyg og lagleg. En læknir skar í kinn hennar við graftarmeini. Upp frá því dróst munnur hennar upp í annan vang- ann. Fólk sagði, að augun í henni hefðu orðið dökk af hefndarhug til læknisins. Við altarishomið sat ríki bóndinn á Stapa, sköllóttur í lokubuxum, laus- hnepptri treyju og með rauða útpijónaða smokka. Hann átti jarðir og marga róðrar- báta. Sömu Færeyingarnir reru hjá honum sumur eftir sumur, vinnufúsir og góðlegir, aðeins fátæklegri og slitnari með hveiju ári sem leið. Stapabóndinn græddi líka á Frönsumm. Þeir færðu honum rauðvín, kex og síróp, en fengu í staðinn rýrustu graslömbin og vatn úr ánni. Innarlega í kirkjunni sat konan í Saurbæ. Hún brá vasaklút oft upp að augum. Yngsti sonur hennar var jarðsunginn í haust. Telpan mundi vel vorið sem hann var fermingarvikuna sína á prestsetrinu. Hann var slæmur af hósta og var ekki með í „Eitt par frarn". En það var svo gaman að hlaupa þegar hann horfði á. Hóseas hét hann og augu hans voru himinblá. í króknum undir predikunarstólnum sat harmonikkuleikarinn, sem spilaði á öllum böllum, líka i næstu sveitum. Hann gerði allt kvenfólk snarvitlaust í sér. Hann var aðfluttur lausamaður, sem vann tíma og tíma á bæjum. Hann var píreygur, með ljósbleikt yfírvararskegg, snúið. 011 sveitin fylgdist með ferðum hans og reiknaði út tímann, sem hann dvaldist á hveijum stað. Telpunni skildist það vera í sambandi við bamsfæðingar. Tveir bændur fóru til hreppstjórans og vildu fá hann rekinn úr sveitinni, þeir sögðust enga ábyrgð geta tekið á sínu kvenfólki, ef hann færi að venja komur sínar þangað. Sagt var að konan í Seli hefði lagst í rúmið af sorg, þegar hann fór þaðan. Ungu piltamir í sveitinni kölluðu hann „flottræfíl". í kúfort- inu hans væri ekkert annað en ástarbréf og gúmmíflibbar. Löng hóstakviða yfírgnæfði rödd prests- ins. Stefán húsmaður hjá ekkjunni á Læk blánaði í framan og stóð á öndinni. Engir skeyttu því. Nokkrir karlar notuðu tæki- færið, gengu að spýtubakkanum og skiptu um tölu. Stefán fékk oft svona hóstaköst. Hann var orðinn boginn í herðum af hósta. En það var ekkert að honum, það vissu allir. Litla lungnablaðið hrökk bara til upp í barkann. Stólræðan flaut aftur yfir og braut und- ir sig lækkandi kjöltur Stefáns. „Sjá eins og leir í hendi leirkerasmiðs, svo emð þér í hendi drottins.“ Leirker, þá minntist telp- an þess, þegar henni var kennt um, er kötturinn braut blómapott í stofunni. Hún var alltaf svo klaufsk að bera af sér. Hún átti til að roðna, þó að hún væri alsak- laus. Þar með lá hún í sökinni. A bak við prestskonusætið sátu ungar stúlkur. Telpan renndi augum eftir bekkj- unum, en þó ekki of langt. Innst við glugga sat Ölveig litla. Hún missti mömmu sína í fyrra. Telpan kenndi sárt til með henni við jarðarförina og táraðist henni til samlætis. Á eftir kallaði Ölveig telpuna á eintal og sagði við hana: „Hún mamma sagði áður en hún dó, að við ættum að verða vinkon- ur. Viltu verða vinstúlka mín?“ Á eftir gat telpan ómögulega munað, hvort hún hefði sagt já. Hún hélt það. En meira háfði hún áreiðanlega ekki sagt fyrir vandræðum. Eftir þetta sneiddi hún hjá henni. Sumt virtist ekki þola að segjast. Stúlkumar létu sjá svolítið í nýju slifsin. Allar báru þær minnispeninga, sumar sem nælur, aðrar sem festar. Peningamir voru mismunandi stórir, en allir með áletrun: Frá frænku, Frá afa o.fl. En best var að eiga minnispeninga: Frá vini, það var svo forvitnilegt og æsandi. Þama var ein heimasæta, sem hafði í hússtjómarskóla lært að baka 120 tegundir af kökuih. En þegar heim kom, vantaði hana allt til hlu- tanna og mamma hennar bakaði bara lummur, þegar einhver kom. Nokkrir piltar sátu hinum megin í kirkj- unni. Þeir reyndu sem þeir gátu til að sýn- ast ósnortnir af öllu í kring um þá, en öryggisleysi þeirra gægðist fram. Það voru þessar andlitsbólur, það voru of stuttar jakkaermar og hvað meintu stelpumar, er þær skotruðu augum til þeirra. Bjössa í Nesi leið nokkuð vel. Honum hafði tekist að láta marra svo áberandi hátt í stígvéla- skónum sínum, þegar hann gekk inn kirkju- gólfíð. Djmkur heyrðist aftarlega í kirkjunni. Villi slagaveiki féll niður. Menn litu dræmt til hans. Bráðlega brölti hann hjálparlaust á fætur, stundi við og Sat síðan sem fyrr. Aðeins með einum marbletti meira á höfði. Telpan gafst upp við að virða fyrir sér kirkjufólkið. Það var ekki auðgert að vita, hvað því bjó í bijósti. Þarna sem það sat, fannst telpunni það bera greinilegt svipmót af steinunum á hálsinum fyrir ofan bæinn. í þoku minntu þeir hana alltaf á menn. Jú, fólkið og jörðin vom einhvem veginn eitt og hið sama. Nú óskaði telpan, að messan færi að verða búin. Hún sem þurfti að segja mikið og margt og þá sérstaklega söguna af Einari Pé. Hún hlakkaði samt ekki eins mikið til þess og fyrr. Hún festi augun á tóbaksdropa á nefi aldraðs manns. Dropinn lengdist og lengdist þar til hann féll á gólfíð. Telpan kímdi og leit um leið ósjálfr- átt á Einar Pé, en hann horfði á hana undarlega löngu augnaráði, seip snart hana óþægilega. „Naumast hann glápir," hugs- aði telpan og flýtti sér að líta af honum, en hún fann augnatillit hans hvíla á sér þungt og krefjandi.. Útgöngumarsinn var hafinn. Fólkið stóð upp og gekk til dyra. Allir nema Einar Pé, hann færði sig aðeins um eitt skref til að standa andspænis telpunni. Augu hans leit- uðu hennar. Hún varð að líta á hann. Um leið fannst henni ásjóna hans opnast. Högg- dofa horfði hún inn í vitund hans og heyrði hljóðvana ákall: „Þetta er ég, hann Einar Pé. Ég er eins og hvert annað rekald. Það er hægt að gabba mig og snuða. Það er hægt að skipa mér í lítilfjörlegustu verkin. Ég á mig ekki sjálfur. Ég á aðeins eitt, sönginn minn. Nú hefur þú hann í þínum höndum. Ef hann verður hæddur og troð- inn í skamið, hvað þá um mig? Ég get ekki...“ „Nei, hættu Einar Pé, hættu, aldrei skal ég segja neinum söguna af þér,“ lofaði telpan skelfdum augum. „Aldrei gæti ég óvirt þig eða sönginn þinn. Nú þegar ég hefí fengið að sjá þig og skilja." „En,“ héldu augu telpunnar áfram, „hvað er að gerast, Einar Pé, ég sé meira en þig, og sé ykkur öll.“ Orgeltónarnir urðu að þungum æðandi hljómi. Kirkjan hvarf. Telpan var stödd á bersvæði, þar sem stormar þutu. Menn og málleysingjar liðu fram fyrir sjónum henn- ar. Með nýjum sársauka skynjaði hún fólk án athvarfs, blygðun þess, fátækt og and- vörp. Telpan gekk hægum skrefum fram kirkjugólfíð, eins og hún hefði tekið á sig óvænta byrði. Aldrei framar á lífsleiðinni kæmu mennimir henni fyrir sjónir fjarlæg- ir og óviðkomandi. Hún hafði eignast hlut- deild í þeim og þeir gátu gert tilkall til hennar. Leiðrétting í Lesbók 6. febrúar sl. var smágrein um íslenzka fjölskyldu við nám í Bandaríkjun- um, Róbert Brimdal, Eygló Guðsteinsdóttur og syni þeirra. í greininni var Eygló rang- lega sögð Guðmundsdóttir og leiðréttist föð- umafn hennar hér með. Guðrún Gísladóttir Stórhrein- gerning Tel mér trú um aðþað séþvottavélin serp rænir mig svefni fær mig til að vaka fram á nótt. Er meir en lítið biluð — þvottavélin slegin út af laginu og aldrei vakna ég nógu snemma til að opna fyrir viðgerðarmönnum, en viðgerðarmenn koma ekki á nóttunni. Reyni að finna það á mér að það sé vinnan sem reynir á mig haldi fyrir mér vöku, erfið og taki engan enda en erfiðismennimir sofa á nóttunni. Hlýtur að vera satt sem mamma segir að bara erfiðilausir og þjófar komi á nóttunni nema þeir hafí villst. Höfundurinn er leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur. PIA TAFDRUP Til að standa ekki í vegi fyrir sjáifum okkur Ingvi Þór Kormáksson þýddi Það erum við sem sláum botninn úr myrkrinu við sem vísum á bug nóttinni og vetrinum og mjólkurgrárri húð kuldahrolli í morgunsárið við sem hleypum inn biptu og flóandi girnd það eru ákafír fíngurgómar okkar sem opna skýin og láta himininn spegla sig í heitu malbikinu það eru efnaskiptin í dreymandi líkömum okkar sem valda því að jörðin vaknar undir skorpunni og spörfuglar lenda í grasinu við sem elskum án tillits endurvekjum gróandann ár frá ári er við leitum inn á milli vara er við fleygjum okkur í holdið og gleymum okkur í veröldinni Hvísl Fingur þinn gegnum húmið og hár mitt ýtir lokk til hliðar því að varir þínar er stijúkast við eyra mitt flæma fiðrildi innra með mér frá felustað sínum því að hvíslandi orð þín stökkva tímanum á flótta eins og sandeðla • skýst til baka milli steina er hljóð berst frá fótatáki ímölinni Pia Tafdrup (f. 1952) er ein af þekkt- ustu Ijóöskáldum Dana um þessar mundir. Hún hefur sent frá sér fimm Ijóöabækur og hefur ritstýrt tveimur bókum sem hafa að geyma úrval danskrar Ijóðlistar frá 1975-85) Þessi tvö Ijóö eru fengin úr þriðju bók henn- ar „Den inderste zone" sem út kom 1983. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. FEBRÚAR 1988

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.